Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 4

Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bókin geymir þúsund hagnýtar skýringar sem hjálpa þér að afhjúpa og skilja dulin tákn og merkingu drauma. Einnig er greint frá því hvernig draumar geta hjálpað þér að túlka líf þitt. www.jpv.is Afhjúpaðu dulin tákn og merkingu drauma Bókin geymir líka merkingu lita, alls konar hluta og fyrirbæra og hvernig þú getur séð ástarsamband fyrir. BÓKIN ER TÆPAR 500 MYNDSKREYTTAR BLAÐSÍÐUR KARLMAÐUR sem réðst að fyrrv. sambýliskonu sinni og barði hana ítrekað í höfuðið með felgulykli var í gær dæmdur í 5½ árs fangelsi í héraðsdómi fyrir tilraun til manndráps. Við árásina opnuðust skurðir á höfði konunnar sem náðu niður að höf- uðkúpu og taldi læknir að hún væri „sérstaklega lánsöm“ að vera enn á lífi. Árásarmaðurinn, Lárus Már Hermannsson, hef- ur setið í gæsluvarðhaldi frá því árásin var framin. Hann og konan bjuggu saman í um 12 ár en þegar árásin var framin að morgni sunnudagsins 28. ágúst sl. voru um tvö ár liðin frá því þau slitu samvistum. Fram kemur í dómnum að hann sætti sig aldrei við sambúðarslitin og afbrýðisemi, sem var mikil með- an á sambúðinni stóð, ágerðist mjög þegar upp úr henni slitnaði. Við geðrannsókn kom fram að mað- urinn hafði lengi misnotað áfengi og verkjalyf, hann lagðist endurtekið í þunglyndi sem jafnan tengdist áfengisneyslu. Geðlæknir taldi hann samt sem áður sakhæfan. Frá miðnætti og þar til hann framdi árásina laust fyrir klukkan níu, fylgdist maðurinn með húsi kon- unnar á Akranesi þar sem hann hafði haft spurnir af því að hún hefði farið út að skemmta sér um kvöldið. Kvaðst hann hafa „frosið“ þegar konan gekk upp götuna um nóttina í fylgd karlmanns og síðan kom- ist í mikið uppnám. Konan bar fyrir dómi að hún hefði verið að skemmta sér að kvöldi laugardagsins 27. ágúst og verið í heimahúsi. Hún var inni á baðherbergi og hún sneri baki í hurðina þegar hún fékk fyrsta höggið á höfuðið. Síðan var hún barin aftur og aftur, bæði í höfuðið og í handlegg þegar hún reyndi að verja sig. Konan öskraði, sneri sér við og sá þá að það var fyrrverandi sambýlismaður hennar sem var að ráðast á hana. Hún reyndi að opna baðherberg- ishurðina en hann kom í veg fyrir að hún kæmist út. Fipaðist þegar konan öskraði á hjálp Hún öskraði aftur á hjálp og eitthvað virtist sem manninum fipaðist við það og hann sagði henni að vekja ekki börnin. Kvaðst konan hafa vitað að hún væri að berjast fyrir lífi sínu, hún náði að bíta mann- inn í hönd eða handlegg og í kjölfarið tókst henni að komast út og upp í herbergi dóttur sinnar á 2. hæð hússins. Dóttir hennar hringdi á Neyðarlínuna en þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn á bak og burt. Konan hlaut fjóra skurði á höfði, þar af voru sumir stórir, auk ýmissa annarra áverka. Maðurinn neitaði að hafa ætlað að bana konunni en sagðist lítið muna eftir atburðum. Fyrir dómi greindi konan frá því að maðurinn hefði áður ráðist á hana. Eftir eina árásina hafi hún farið til lögreglu og ætlað að kæra. Eftir athugun hafi hún komist að raun um að hann yrði ekki dæmdur í fangelsi og því treysti hún sér ekki til að halda málinu til streitu. Þá hafi hann beðið hana um að draga kæruna til baka og hún orðið við því. Nokkrum sinnum í viðbót hafi hann lagt hendur á hana, tvisvar hafi hún leitað til heilsugæslunnar og einu sinni hafi lögregla komið henni til hjálpar. Í maí 2005 hafi hún gert kröfu um nálgunarbann en ekki kemur fram hvort slíkt bann var lagt á. Héraðsdómur Vesturlands taldi að í ljósi atvika yrði ekki við annað miðað en að maðurinn hafi ásett sér að bana konunni þegar hann fór inn í hús hennar og að tilviljun hafi ráðið því að honum tókst ekki ætlunarverk sitt. Auk fangelsisrefsingar var Lárus Már Hermannsson dæmdur til að greiða konunni 700.000 krónur í skaðabætur. Símon Sigvaldason kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksókn- ara, sótti málið. Ingi Tryggvason hdl. var til varnar. Ása Ólafsdóttir hdl. var réttargæslumaður konunn- ar. Dæmdur í 5½ árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KRAKKARNIR í 2. bekk í Hlíða- skóla eru byrjuð að læra spænsku. „Þau læra eitt orð eða setningu á dag. Við erum búin að fara yfir það hvernig maður heilsar og kveður, síðan höfum við farið í litina auk þess að læra að telja. Fram undan er að m.a. læra orðaforða sem tengist hlutum sem finna má í kennslustof- unni, s.s. húsgögn. Einnig munum við læra ýmis dýraheiti og orð tengd mat og fötum svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðný H. Sigurðardóttir, um- sjónarkennari 2 GHS í Hlíðaskóla. Að sögn Guðnýjar er spænsku- kennslan þannig til komin að Hlíða- skóli er þátttakandi í fjölþjóðlegu samverkefni sjö skóla í Evrópu. Seg- ir hún að krakkarnir í öðrum bekkj- um Hlíðaskóla muni skrifast á við lít- inn barnaskóla á Norður-Spáni. „Þannig að okkur datt í hug að læra svolítið í spænsku af þessu tilefni,“ segir Guðný og tekur fram að verk- efnið sé hugsað til næstu þriggja ára, en hugmyndin er að íslensku krakkarnir haldi áfram að læra spænsku á þeim tíma. Sjálf segist Guðný ekki tala spænsku, en við kennsluna nýtur hún aðstoðar Helgu Snæbjörnsdóttur, sem kennir spænsku í vali í 10. bekk í Hlíða- skóla. „Krökkunum finnst ótrúlega spennandi að læra spænskuna og eru mjög áhugasöm um námið. Fyrr í vikunni var svo mikið að gera hjá okkur einn daginn að við náðum ekki að fara yfir nýtt efni í spænsk- unni, en krakkarnir voru ekki sein að minna á þá staðreynd daginn eft- ir og rukka mig um ný orð,“ segir Guðný. Áhugasöm um spænskunámið Morgunblaðið/Þorkell „Krökkunum finnst ótrúlega spennandi að læra spænskuna og eru mjög áhugasöm um námið,“ segir Guðný H. Sigurðardóttir umsjónarkennari um nemendurna í 2. GHS í Hlíðaskóla. SKOSKIR jarðvinnuverktakar urðu þess valdandi að netteng- ing Íslands við umheiminn var í lamasessi frá hádegi og fram eftir degi í gær. Verktakarnir grófu í sundur Farice-strenginn þar sem hann liggur meðfram þjóðvegi í Skotlandi og var öll netumferð flutt um Cantat 3- strenginn á meðan viðgerð stóð yfir. Strengurinn rofnaði um kl. 11.30 í gær, og tók viðgerð tæp- lega fimm klukkustundir. Þetta er í 15. skiptið á árinu sem sam- band um strenginn rofnar, og oftar en ekki vegna vinnu verk- taka á Skotlandi, segir Guð- mundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Farice. Cantat 3-strengurinn annar hvergi nærri þeirri umferð sem fer um Farice-strenginn, og því var netsamband við útlönd í lama- sessi í gær. Gerðar hafa verið athuga- semdir við að strengurinn sé ekki nægilega vel merktur inn á kort sem verktakar notast við, en hann liggur um 800 km leið á landi í Skotlandi. Guðmundur segir að þó verið sé að bæta úr því um þessar mundir hafi það ekki stoðað í gær. Guðmundur segir lausn á þessu tíða vandamáli í sjónmáli, leggja eigi annan streng land- leiðina á Skotlandi sem eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að stöðva flutning eftir strengnum með mistökum á borð við þau sem gerð voru í gær. Hann seg- ir að stefnt sé að því að nýi strengurinn verði kominn í gagnið í febrúar á næsta ári, en þangað til sé ekki útilokað að fleiri atvik á borð við það sem varð í gær geti orðið. Guðmundur segir að skoskur eigandi strengsins, fyrirtækið Thus plc., sé skaðabótaskylt þegar svona fari, og sé Farice gefinn ákveðinn afsláttur af greiðslum fyrir hvert atvik sem verði. Farice-strengurinn rofinn á Skotlandi í 15. skiptið á árinu Netsamband við útlönd í lamasessi ELDUR kom upp á þaki lyfjafyr- irtækisins Actavis við Reykjavík- urveg í Hafnarfirði klukkan 13.15 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) voru iðnaðarmenn að vinna við að bræða þakpappa á þaki hússins og virðist sem neisti hafi kveikt í pappanum. Eldurinn var minni háttar, á um tveggja fermetra svæði, og var hann slökktur með hand- slökkvitæki. Um 15 mínútur tók að slökkva eldinn. Ekki þurfti að rýma húsið og var enginn í hættu, að sögn SHS. Eldur hjá Actavis LÍÐAN annars drengjanna sem brenndust þegar þeir voru að með- höndla eldfiman vökva og eld í Naustabryggju í Grafarvogi á mánudag er enn óbreytt. Hann liggur í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítalans. Hinn dreng- urinn er kominn á barnadeild Land- spítalans eftir stutta viðveru á gjörgæsludeild. Slysið er í rannsókn hjá lögregl- unni í Reykjavík Óbreytt líðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.