Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 43
MINNINGAR
að vanda og svarið var já meðan
munnurinn fylltist af vatni eins og við
værum hundar Pavlovs.
Á nefndum degi mættum við með
lítinn jólapakka til að leggja á arin-
hilluna í holinu hjá Lofti og Höddu.
Svo settust gestirnir í litlu stássstof-
una kringum borðið með koparpott-
inum sem geymdi glóðað vínið.
Glöggin innihélt rauðvín, rúsínur,
möndlur og negul, „spetsuð“ með
spírítus, ekkert leyndarmál í upp-
skriftinni nema hlutföllin og alúðin
sem lögð var í að laga drykkinn þar til
„hann lagðist eins og bómull um
hjartað í manni“ eins og Loftur orð-
aði það. Hadda bauð upp á piparkök-
ur sem viðbit en af gamla plötuspil-
aranum í hliðarstofunni ómuðu
sænskir Lúsíusöngvar. „Staffan var
en stalledräng“ og „Natten går tunga
fjät/ runt gård och stuva,/ kring Jord
som sol förlät/ skuggorna ruva./ Då i
vårt mörka hus / stiger med tända
ljus/ Sancta Lucia“. Hin síðari ár var
komið surg í plötuna, en áhrifin af
söngnum voru þau sömu og birtan og
ylurinn flæddi á milli brjósta gest-
anna og þakklætið í garð húsráðend-
anna streymdi vonandi til þeirra sem
leyfðu vinum sínum að upplifa þessa
einstæðu aðventustemningu ár eftir
ár og áratug eftir áratug.
Þegar líða tók á kvöldið drógu hús-
ráðendur sig út úr spjallinu við gest-
ina, lokuðu dyrunum inn í borðstof-
una til þess að opna þær skömmu
síðar líkt og fyrir hókus pókus og við
augum blasti hlaðið veisluborð eins
og heima hjá Emil í Kattholti. Síld-
arréttir af ýmsu tagi voru sérgrein
Lofts, sem oft lét senda sér kvartil frá
bernskuslóðum sínum austur á
Fjörðum til þess að tryggja gæðin.
Þarna voru kæfur og steikur, sósur
og salöt, fuglar og fiskar eins og hver
gat í sig látið. Og svo var spjallað um
mat og lífsgátuna, börn og seinna
barnabörn langt fram á nótt og kíkt
út í garðinn þeirra og „stjärnorna på
himmelen de blänka“.
Og nú er ljósberinn Loftur horfinn
upp í þennan stjörnuhimin. Þannig
hugsa ég til hans núna, eins og ég
væri ennþá barn, þegar myrkasti árs-
tíminn fer í hönd og Lúsía verður
ekki söm við sig. Það er skásta leiðin
til þess að fást við ótímabæran dauða
hans.
Loftur var skemmtilegur, gáfaður,
hlýr og hnellinn maður. Það var alltaf
gaman að hitta hann, líka þegar mað-
ur sat í tannlæknastólnum hjá honum
með munninn fullan af tólum og
reyndi eftir megni að leggja sitt til
samræðnanna. Hann var sannur
áhugamaður um listir og menningu
og margir listamenn áttu hauk í horni
þar sem hann var.
Það er sárt að horfa á eftir Lofti
Ólafssyni tannlækni. Sárast fyrir
Höddu, Óla, Auði og litlu barnabörn-
in og tengdabörnin. Við Einar Karl
sendum þeim öllum einlægar samúð-
arkveðjur.
Steinunn Jóhannesdóttir.
Í lífandi myndum hugans sé ég
hvar Loftur er að bora. Ég er með
galopinn munninn, en á Lofti er kjaft-
urinn: hann lætur móðan mása í sam-
talsformi og ég get aðeins stunið upp
a-i og a-i á stangli við spurningum
hans. Ég gleymi því gjörsamlega að
ég er staddur í stólnum hjá honum á
stofunni. Og áður en ég veit af mér
segir hann: „Skola, gjöra svo vel!“
Hvað varð eiginlega um hræðsluna
við tannlæknaborinn? Hann var
greinilega Galdra-Loftur með sínum
eigin hætti hann Loftur Ólafsson
tannlæknir.
En nú er hann Loftur óvænt allur
og því við hæfi að minnast hans í örfá-
um orðum á þessari ótímabæru
kveðjustund.
Því miður „krossuðum við ekki
stríturnar“ saman í Reykjavík (eins
og Laxness orðaði það í minningar-
grein um Magnús Kjartansson rit-
stjóra) og þess vegna þekkti ég Loft
ekki svo náið persónulega nema hvað
við áttum marga sameiginlega kunn-
ingja. En hann gerði mig hæfan til út-
flutnings fyrir rúmlega tuttugu ár-
um, og þá hélt ég af landi brott og
eftir það kom ég oftast til Íslands í
sumarleyfum, til að Loftur gæti séð
um viðhaldið á brosi mínu framan í
heiminn.
Skjátlist mér ekki þeim mun hrap-
allegar, talaði Laxness um það í Al-
þýðubókinni, að hefði hann efni á
mundi hann senda þjóðinni hundrað
þúsund tannbursta að gjöf. – Átti
hann ekki fyrir tannburstunum þá,
og síðar er hann komst í álnir var
málið gleymt. – Tannhirðu Íslend-
inga hélt áfram að vera ábótavant
langt fram eftir öldinni er leið. Nóg
var því af verkefnum fyrir tannlækna
þegar Loftur útskrifaðist, þar sem
hann tók að sér að sinna listafólki
hvers konar; ég held að allflestir
súmmarar hafi haft viðkomu í stóln-
um hjá honum, svo eitthvað sé nefnt.
Alveg eins og Þórbergur talaði um
að lesa hús, mætti líka allt eins tala
um að lesa tennur. Kannski gat Loft-
ur lesið íslensku listasöguna úr við-
komandi tönnum, og hefði hann get-
að skrifað frábæra menningarsögu
út frá sjónarhóli tannmeinafræðinn-
ar. En hann var eðlilega bundinn
þagnarskyldu læknisins, sem hann
mér vitanlega fór vel með. Þar að
auki var hann óvenju næmur húm-
anisti – eða það sem Bólu-Hjálmar
kallaði gimstein er glóir í mannsorp-
inu.
Lofti er ég nú þakklátur fyrir það,
að á þessum dapurlegu tímamótum
get ég a.m.k. bitið á eigin jaxlinn,
slíkur handverksmaður sem hann þá
var.
Á meðan ég opna munninn held ég,
ég gleymi seint þessum höfðingja.
Einar Guðmundsson,
München.
Ein ljúfasta æskuminning mín er
þegar fjölskyldan unga, Loftur,
Hadda, Óli og Auður, flutti heim frá
Svíþjóð og settist að á æskuheimili
Höddu að Bergstaðastræti 72. Þá
bjuggu í húsinu Höskuldur faðir
Höddu og Lauga sem alla tíð bjó á
heimilinu. Þetta var ekki í fyrsta
skipti sem Loftur kom í húsið því
hann og Örn, tvíburabróðir Höddu,
voru vinir og það var því nákvæm-
lega á þessum stað sem hann féll fyr-
ir ástinni í lífi sínu. Lífið á Bergstaða-
strætinu tók kipp þegar fjölskyldan
unga var komin þangað því Óli og
Auður voru tápmikil og glöð systkin
sem allir í götunni hrifust af frá
fyrsta degi. Auður átti það til að „týn-
ast“ í götunni og ósjaldan gengu for-
eldrarnir á milli húsa. Oftast hafði
Auður bara komið sér notalega fyrir
hjá nágrönnum og engum leiddist sá
félagsskapur.
Loftur Ólafsson var gæfumaður í
starfi og einkalífi. Ævistarf hans var
tannlækningar. Það lék í höndum
hans og fagmennska og vandvirkni
voru hans aðalsmerki. Hann hafði
stórt hjarta og lét sér í raun ekkert
óviðkomandi. Hafði skoðun á öllu og
hvert einasta samtal við hann varð
uppspretta nýrra hugsana og víkkaði
sjóndeildarhring viðmælandans.
Loftur var víðsýnn og opnaði augu
manns fyrir áður ókunnum skoðun-
um og sjónarmiðum. Loftur var
skemmtilegur og gæddur leiftrandi
húmor. Hann kunni að gleðjast og
samgleðjast og var alltaf óspar á
hrósið þegar það átti við. Að hafa átt
Loft Ólafsson fyrir nágranna, vin og
tannlækni eru mikil forréttindi.
Það var gaman að fylgjast með
fjölskyldunni og hjónin voru samtaka
í að huga að velferð barnanna. Loftur
var stoltur og hamingjusamur fjöl-
skyldufaðir og fæðingar barna-
barnanna voru honum uppspretta
gleði. Nú síðast í febrúar þegar
Emma dóttir Auðar fæddist, fjórða
barnabarnið, virtist sem fjölskyldu-
lífið væri fullkomnað. En á auga-
bragði hrifsa æðri máttarvöld til sín
völdin og ráða ferðinni. Og allir vita
hver hafði betur í þeirri baráttu.
Þrátt fyrir lífsviljann sem skein úr
augum Lofts til hins síðasta þurfti
hann að lúta í lægra haldi. Allt fram á
síðasta dag var húmorinn samt á sín-
um stað og hann gat gert að gamni
sínu.
Loftur var góður nágranni, barn-
góður og lagði alltaf gott til málanna.
Lífið á Bergstaðastrætinu verður
ekki samt því að það vantar einn
máttarstólpann í hópinn. Fjölskylda
mín öll þakkar áratuga nágrenni sem
aldrei bar skugga á. Við sendum
Höddu, Óla, Auði og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan guð að
vaka yfir velferð þeirra og gefa þeim
styrk á erfiðum tíma.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Það er ekki við hæfi að minnast
hvers sem vera skal með svo dýru
orði sem öðlingur. Og hefur þó hver
sér til ágætis nokkuð, eins og þar
stendur. Aftur á móti verður ekki
annað orð betra fundið til að lýsa
Lofti Ólafssyni. Hann var fagurkeri í
víðtækustu merkingu þess orðs. Sem
slíkur naut hann alls, sem fegraði
mannlífið, jafnt þess, sem gert er
með mannanna höndum og huga,
sem og hins, er lífið sjálft hefur upp á
að bjóða, án þess rakið verði til höf-
undarréttar eins eða neins nema þá
almættisins. Að sama skapi var hon-
um raun að því, sem varpar skugga á
tilveruna.
Loftur var fjarri því að vera skap-
laus. En eins og öðlinga er háttur,
hafði hann góða stjórn á sinni heitu
lund. Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og fór hvorugt leynt, samlyndi
þeirra hjóna, hans og Hrafnhildar
Höskuldsdóttur, né umhyggja hans
fyrir börnum þeirra. Færi ég þeim
samúðarkveðjur um leið og ég þakka
Lofti ánægjulegar samverustundir
þessa heims. Það þarf ekki að kvíða
framtíð slíkra manna handan móð-
unnar miklu.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Kveðja frá
Tannlæknafélagi Íslands
Fallinn er frá félagi okkar, Loftur
Ólafsson tannlæknir. Í fámennan hóp
tannlækna er höggvið mikið skarð.
Maður í fullu starfi kveður, einstak-
lingur sem hefur haldið merki stétt-
arinnar á lofti, félagi er lagt hefur sitt
af mörkum til stéttarinnar er skyndi-
lega kvaddur burt.
Loftur Ólafsson lauk tannlækna-
námi í Svíþjóð, en starfaði við tann-
lækningar á Íslandi eftir heimkomu
árið 1971, á eigin tannlæknastofu frá
árinu 1976.
Lofti kynntist ég á Bergstaða-
strætinu, fyrst í krókódílabollu-
veislum tengdaföður míns og síðar
sem Reykjavíkurnágranna. Alltaf
ljúfur, alltaf hlýr, alltaf glaður. Brá
sjaldan skapi.
Fyrir ein jólin fannst tengdaföður
mínum heitnum eitthvað lítið um
jólaskreytingar hjá Lofti nágranna
sínum. Hafði hann sjálfur eina jóla-
skreytingu uppi allt árið á sínu húsi.
Loftur var ekki heima og tók dr.
Gunnlaugur sig því til og skreið inn
um opinn glugga hjá Lofti og Hrafn-
hildi og hóf að skreyta gluggann hjá
þeim. Nokkrum brotnum vösum og
einhverju af visnuðum blómum síðar,
skreiddist hann út aftur. Auðvitað
vannst Gunnlaugi ekki tími til að
ljúka skreytingunni og hafði engan
tíma til að hengja upp jólaljósin.
Skildi þau eftir í fullum skrúða í
gluggakistunni, enda öryggissírenur
komar í gang og lögregla á leiðinni.
Það lýsti Lofti vel að hann tók uppá-
tækinu með gleði og hlátri, sagði ör-
yggisvörðum að köttur hefði farið inn
um gluggann, en hvíslaði að Gunn-
laugi að húsið hefði verið opið.
Loftur sinnti trúnaðarstörfum fyr-
ir Tannlæknafélag Íslands. Sat í
fræðslunefnd félagsins 1972-1975 og
í lyfjanefnd 1973-1991. Sýnir það
traustið sem félagar hans báru til
hans enda voru lyfjamál félagsins og
samskipti við opinbera aðila í þeim
geira, með besta móti er hans naut
við.
Tannlæknafélagið þakkar Lofti
Ólafssyni samfylgdina og samstarfið.
Fjölskyldu hans og þá sérstaklega
Hrafnhildi sendum við samúðar-
kveðjur.
Sigurjón Benediktsson tann-
læknir, formaður TFÍ.
Það syrtir hér sunnan megin við
okkur í Bergstaðastrætinu.
Tveir litríkir nágrannar fluttir úr
sitthvoru húsinu.
Fluttir annað, allt of fljótt.
Fyrst dr. Gunnlaugur og nú Loftur
tannlæknir. Báðir litríkir, báðir
hressir, báðir svo lifandi.
Ég þekkti Loft ekkert nema sem
nágranna og það góðan.
Við stóðum í ströngu í húsum okk-
ar, að lagfæra, nánast endurbyggja,
framtíðarheimili um svipað leyti.
Hann var meðal annars að lyfta þaki
með tjökkum, sem mér fannst stór-
mál, en hann virtist skemmta sér
konunglega.
Við skiptumst á að lána þvingur
eða sagir, og alltaf var það segin
saga, mér fannst hann sýna okkur
svo mikinn einlægan áhuga. Hann
vildi fá að koma inn, skoða og spyrja,
hvetja og hrósa. Hann var ætíð au-
fúsugestur, þó hann væri aldrei gest-
ur. Hann bara datt inn í einhverjum
af þessum mörgu skiptum sem hann
gekk fram götuna okkar. Ef hann
kom ekki inn stóð aldrei á hvellri
heilsan og vinki.
Og fyrir par árum þegar enn var
sveiflað hamri hér og nuddað með
sög kom hann enn við, alltaf velkom-
inn, alltaf eins, hress, vingjarnlegur
og svo hvetjandi.
Hann var góður nágranni. Skyndi-
legt brottkall hans nú hafði ekki –
aldrei hvarflað að mér. Líklega er ná-
grenni nýtt sem bíður hans til að vera
einmitt þetta, vera svona..., vera
svona Loftur, góður granni, bera yl
og tendra vináttu.
Við hér á 59 sendum kærri fjöl-
skyldu hans hugheilar kveðjur og
biðjum um blessun Guðs til huggun-
ar.
Þökkum samfylgd og samveru í
nágrenni. Þökkum vináttu sem hann
smíðaði og endurnýjaði og hélt svo
vel við.
Pjetur Þ. Maack.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
EYGLÓ GUÐMUNDA STEINSDÓTTIR,
Stararima 18,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 19. nóvember.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn
28. nóvember kl. 15.00.
Jón Auðunn Viggósson,
Steinn Auðunn Jónsson, Ásgerður Sverrisdóttir,
Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Sigurberg Jónsson,
Þórunn Jónsdóttir, Haraldur Helgason
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
HÓLMFRÍÐUR HANNA MAGNÚSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Tryggvagötu 26,
Selfossi,
sem andaðist laugardaginn 19. nóvember, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 26. nóv-
ember kl. 11.00.
Hallgrímur S. Guðmannsson,
Guðmann Hallgrímsson,
María Hallgrímsdóttir,
Þóra S. Hallgrímsdóttir, Björgvin S. Guðmundsson,
Hanna Hallgrímsdóttir, Víðir Davíðsson,
Magnús Aron Hallgrímsson, Vala Flosadóttir,
systkini og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
GUÐBJÖRN FRÍMANNSSON,
Heiðarvegi 8,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
26. nóvember kl. 13.30.
María Guðbjörnsdóttir,
Sigurður Óli Guðbjörnsson, Svala Halldórsdóttir,
Sigurður Einar Steinsson, Soffía Gunnlaugsdóttir,
Hanna Steinsdóttir,
Ólafur Jens Sigurðsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Erling Klingenberg,
Ívar Örn Sigurðsson
og langafabörn.
Elskulegur maðurinn minn, bróðir, tengdasonur
og mágur,
RÓBERT ÞÓR RAGNARSSON,
Hveralind 6,
Kópavogi,
lést af slysförum mánudaginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
25. nóvember kl. 11.00.
Hulda Olsen,
Ásta Þórey Ragnarsdóttir,
Rósalind Ragnarsdóttir, Steinar Benediktsson,
Ólafía Árnadóttir, Reynir Lárus Olsen,
Árni Hrafn Olsen, Ásgerður Helga Guðmundsdóttir,
Hrefna Björk Olsen, Aðalsteinn Ingi Erlendsson.