Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 29
MENNING
heldur vegna þess að ég hafi trú á
þeim og mér finnist að hljómsveitin
ætti að leika þau. Það er eina leiðin í
tónlistarlegum skilningi – að finna
tónskáld sem maður vill vinna með
og leika tónlist þeirra. Ég er ekki
tilbúinn til að leika hvaða verk sem
er, bara vegna þess að þau séu ís-
lensk og nú sé komið að einhverjum.
Mér finnst við leika þokkalega mik-
ið af íslenskri tónlist.“
Hann bætir við að mikilvægt sé
að leika samtímatónlist annarra
landa líka. „Hvað stoðar að leika ís-
lenska samtímatónlist, ef það er
enginn samanburður við til dæmis
enska, bandaríska eða þýska sam-
tímatónlist? Ég hef reynt að setja
það með, því annars er hætt við
óheilbrigðum matseðli.“
Shostakovits fyrir Íslendinga
Ein hinna fyrstu ákvarðana sem
Rumon Gamba tók eftir að hann
varð aðalhljómsveitarstjóri og þar
með listrænn stjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands var að flytja
allar fimmtán sinfóníur Shostako-
vits fram til ársins 2006, þegar
hundrað ár verða liðin frá fæðingu
tónskáldsins. Það mætti ef til vill
líta á það sem nokkurs konar tíma-
mót, eða í það minnsta skemmtilega
tilviljun, að í síðustu viku lék hljóm-
sveitin 8. sinfóníuna – þá sömu og
Gamba hafði stjórnað áður en hann
gekk formlega til liðs við sveitina –
við frábærar undirtektir, ef marka
má stórgóða umsögn gagnrýnanda
Morgunblaðsins, Ríkarðar Arnar
Pálssonar: „Kynngimagnaður
áhrifamáttur verksins lét mann þó
sjaldnast ósnortinn, enda var nánast
allt fruntavel spilað, og við það mí-
luvíða dýnamík í báðar áttir að
margir hlutu að bölva í hljóði yfir að
geta ekki notið kræsinganna við
kjöraðstæður væntanlegs tónlistar-
húss. Pjátrið átti hér víða krýnda
daga, og sjaldan hef ég heyrt
strengjalið SÍ leika jafnsamtaka og
hörundslaust innlifað og nú. Né
heldur létu tréblásarar og slagverk
á sínu bezta standa – og þaðan af
síður uppnumdir áheyrendur á
þakklæti sínu, ef marka má eldheitu
undirtektirnar að leikslokum.“
Gamba segist hafa viljað koma
með verkefni sem hann og hljóm-
sveitin gætu sökkt sér í, þegar hann
tók ákvörðunina um að flytja sin-
fóníur Shostakovits í heild. Erfitt
geti verið að halda heildarþræði
gegnum hina ólíku tónleika sem
hljómsveitin heldur vikulega, og
verkefni af þessu tagi geti því verið
mikilvægt haldreipi. „Ég held að
þetta hafi gefist vel, bæði fyrir okk-
ur og áhorfendur, að hafa eitthvað
þessu líkt til að hlakka til. Hver veit
hvað við gerum síðan næst,“ segir
hann.
Sumar sinfónía Shostakovits hafa
ekki verið leiknar áður á Íslandi og
eru því mikill fengur fyrir íslenska
unnendur tónskáldsins. Gamba seg-
ir það gaman að sjá hve margt í tón-
list hins rússneska Shostakovits eigi
samleið með Íslendingum. „Tónlist-
in er mjög dramatísk og tjáning-
arrík, og ég held að þeir skilji margt
af tilfinningum hans og viðfangs-
efnum. Betur en Bretar í það
minnsta.“
Í vetur mun Rumon Gamba enn-
fremur kynna fyrir Íslendingum
svolítið af tónlist síns eigin lands –
Bretlands. Á tónleikum kvöldsins í
kvöld verður til að mynda leikinn
hluti úr óperunni Jónsmessubrúð-
kaupi eftir Sir Michael Tippett, sem
hefði orðið hundrað ára í ár. „Mig
langaði til að leyfa fólki að heyra
verk sem eru sjaldheyrð hér á landi,
og eru stór hluti af sjálfum mér.
Ekki þó þannig að halda heila hátíð
eða drekkja öllu í enskri tónlist, en
mér finnst engu að síður eðlilegt að
tónlistarvalið endurspegli að ein-
hverju leyti hvaðan stjórnandinn
kemur. Ef ítalskur hljómsveit-
arstjóri væri til dæmis við stjórnvöl-
inn gæti verið gaman að heyra eitt-
hvað af ítalskri tónlist. Sú tónlist
sem ég hef valið er hluti af mínu
tónlistarlega sjálfi og ég hef haft
gaman af því að kynna þessi verk
fyrir hljómsveitinni,“ segir hann.
Auk verks Tippetts, en verk hans
hafa trúlega ekki oft verið leikin hér
á landi, verða tveir franskir ball-
ettar á efnisskránni á tónleikum
kvöldsins; forleikurinn að Síðdegi
skógarpúkans eftir Claude Debussy
og tvær svítur úr Dafnis og Klóa
eftir Maurice Ravel. „Það vildi svo
til að þessi verk áttu vel saman og
viðfangsefni þeirra snúast um töfra
á einn eða annan hátt, því þau eru
öll byggð á goðsögnum. Ég held að
áheyrendur muni að kunna að meta
þau,“ segir Gamba.
Verkefni í vinnslu
En hvernig líður honum þegar
hann lítur um öxl, til þeirra þriggja
ára sem hann hefur dvalið hér? „Ég
hef notið þeirra mjög og þetta er
góður staður til að vinna á, en það
er auðvitað alltaf eitthvað sem má
vinna frekar. Í raun vildi ég að ég
væri meira hérna; ég finn muninn
þegar ég næ að vera með hljóm-
sveitinni tvær vikur í röð, eins og
núna. Þá er ég ekki að segja að
sveitin missi dampinn inn á milli
þegar ég er ekki hér, en þegar ég er
hér þéttar náum við enn meiri ár-
angri. Og í hvert sinn sem ég kem
hingað er hljómsveitin betri og ég
þarf að segja þeim minna til, þótt
þeim finnist það sjálfsagt ekki! En
þau eru farin að skilja hvernig
hljóm ég vil og hugsunina sem þarf
til að búa til þann hljóm. Þetta verk-
efni er enn í vinnslu, en mér finnst
við hljóma betur og vera að skila
mjög spennandi tónleikum.“
Á haustmánuðum hefur Gamba
breytt uppröðun hljómsveitarinnar
á sviðinu nokkuð, sérstaklega
strengjunum sem hann vildi fá
blandaðri hljóm úr. Þannig sitja 1.
og 2. fiðla nú hvor sínum megin við
stjórnandann, hvor á móti annarri,
sellóin fyrir miðju og kontrabassar
á bak við tréblásturshljóðfærin.
Hann segist ánægður að hafa ráðist
í þessar breytingar. „Mahler notaði
þessa uppröðun og hún er mjög oft
notuð. Ég held að hljómurinn í
sveitinni sé jafnari núna, og um leið
gefi þetta möguleika á að leyfa
hverri rödd að njóta sín betur,“ seg-
ir hann og bætir við að hugsanlega
mætti nota þessa uppröðun í nýja
tónlistarhúsinu. En hefur hann
hugsað sér að hann verði hluti af
því? „Það er of snemmt að segja, og
raunar tel ég að 7–8 ár séu hæfileg-
ur tími fyrir stjórnanda. Ég myndi
ekki vilja dvelja lengur en ég er vel-
kominn. Á þessari stundu er mér
efst í huga að gera hljómsveitina til-
búna fyrir nýtt hús, nýtt tímabil
jafnvel. Mér þætti gaman að láta
hljómsveitina af hendi til annars
stjórnanda þegar ég tel að hún sé
reiðubúin til þess og geti orðið jafn-
vel að nýrri hljómsveit. Ég vil að
hún sé það góð að hver sem er geti
komið og stjórnað, og muni njóta
þess.“
En mun hann í það minnsta heim-
sækja nýja tónlistarhúsið, þó ekki
væri nema sem gestur? „Svo sann-
arlega, ég hlakka mjög til að sjá
hvernig það verður. Kannski verður
ekki hægt að ná mér út aftur, eftir
að það er risið,“ segir hljómsveit-
arstjórinn Rumon Gamba glaðbeitt-
ur að síðustu.
ingi
ingamaria@mbl.is
bundnum búningi einfalds hljóma-
ferlis sem er ávallt það sama; lag-
línurnar minna á ótal önnur
popplög, það er ekkert nýtt við
tónlistina, ekkert frumlegt, ekkert
athyglisvert. En lobbíbar án slíkr-
ar tónlistar væri mér persónulega
óhugsandi og ef hún er vel flutt
skapar hún notalega stemningu
sem stundum er hverjum manni
nauðsynleg ef hjartað á ekki að
gefa sig fyrir fertugt.
Mummi er með fallega, hlýlega
og hreina rödd sem nýtur sín
prýðilega í tærri og hljómmikilli
upptöku Vilhjálms Guðjónssonar.
Vilhjálmur spilar líka á gítar, saxó-
fón og klarinettu en aðrir hljóð-
færaleikarar á borð við Valdimar
Guðmundsson, Jóhann Hjörleifs-
son, Þóri Úlfarsson, Snorra Sigfús
Birgisson, Óskar Ingólfsson og
Martial Nardeau skila hlutverkum
sínum með sóma.
Ég get ekki annað en mælt með
þessum geisladiski. Vissulega hef
ég ekki smekk fyrir honum en það
er algert aukaatriði. Hann er vand-
aður og fagmannlega unninn í alla
staði, söngurinn er ljúfur og tón-
listin notaleg áheyrnar þótt hún sé
ekki frumleg. Sem dinnertónlist er
hún kjörin; hún hlýtur að virka
lystaukandi. Vonandi fitnar enginn
af henni.
þvaður
Jónas Sen