Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 21
MINNSTAÐUR
Bose Lifestyle 48: Heildarlausn í hljómtækjum sem uppfyllir þínar þarfir
Glæsileiki að utan
Framþróun Bose að innan
Bose Lifestyle 48 DVD hljómtæki er lausn sem endurspeglar hvernig fólk vill
upplifa tónlist og heimabíó.
Sameinar stíl og framþróun Bose
Lifestyle 48 sameinar stíl og framþróun sem aðeins Bose býr yfir, þannig að
hlustun á tónlist og að horfa á kvikmyndir verður einfaldara og ánægjulegra.
Tækni sem stillir hljómtækin sjálfvirkt
Lifestyle 48 er búið ADAPTiQ, byltingarkenndri tækni frá Bose sem stillir
hljómtækin sjálfvirkt með hljóðmælingum og aðlagar sig að rýminu þar
sem tækin og hátalararnir eru. Einstök tækni sem þú nýtur eingöngu í Bose
hljómtækjum.
Þinn eigin plötusnúður
Lifestyle 48 er enn fremur búið uMusic sem er þinn eigin plötusnúður. Þú
hleður tónlistinni af geisladiskunum, og geymir allt að 340 klst. af þinni
tónlist. uMusic lærir á þinn smekk, veit hvað þér líkar og spilar það sem þú
vilt heyra.
Með því að velja Bose ertu að fullkomna heimilið þitt.
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is
Kíktu í verslun Nýherja, Borgartúni 37,
og heyrðu hljóminn í Bose.
Opið alla virka daga frá 09:00 – 18:00
og á laugardögum frá 10:00 – 16:00.
Garðabær | Hofsstaðaskóli í
Garðabæ stefnir nú að því að fá
grænfánann, sem er alþjóðleg við-
urkenning veitt skólum sem hafa
náð góðum árangri í umhverfis-
fræðslu og umhverfismálum.
Skólar sem vinna að því að fá
grænfánann eru skilgreindir sem
„skólar á grænni grein.“
Til að fá grænfánann þurfa
skólar að stíga sjö tilgreind skref
í átt til bættrar umhverfisstjórn-
unar. Hvert skref er verkefni sem
miðar að því að auka þekkingu
nemenda og starfsfólks og styrkja
grunninn að raunhæfum aðgerð-
um í umhverfismálum skóla.
Vikan 14.–18. nóvember var
þemavika í skólanum og er yf-
irskrift hennar „Á grænni grein“.
Í vikunni hefur sjónum verið
beint að endurvinnslu og nýtingu
á því sem annars færi í sorpið.
Nemendur í öllum árgöngum
skólans og starfsmenn hafa í vik-
unni unnið að sköpun fjölbreyttra
muna og listaverka úr því sem
margir myndu flokka sem rusl.
Meðal þess sem nemendur hafa
gert er að baka bananabrauð, búa
til taupoka, smíða hljóðfæri, búa
til fallegar skálar úr pappa og
sauma gardínur í lausar kennslu-
stofur á lóð skólans. Allir nem-
endur og kennarar hafa tekið
virkan þátt í þemavikunni og sýnt
málefninu mikinn áhuga, enda til
mikils að vinna fyrir skólann, að
sögn Sigurlínar Sveinbjarn-
ardóttur, aðstoðarskólastjóra
Hofsstaðaskóla.
Sigurlín segir þemavikuna hafa
gengið mjög vel og skólinn hafi
fengið alls konar dót sent frá fjöl-
skyldum til þess að vinna úr.
„Foreldrar fengu sent til sín bréf
um að taka til í geymslunum sín-
um og senda okkur ýmiss konar
dót,“ segir Sigurlín. „Við fengum
mikið efni og svo var unnið úr
þessu í heila viku, alls konar end-
urnýting. Við höfum líka verið
hér úti að hreinsa nágrenni skól-
ans. Meðal annars höfum við
fundið tvö hjól í læk sem er í ná-
grenni skólans. Krakkarnir eru
að læra heilmikið af þessu og
gera sér grein fyrir að svona
megi hlutirnir ekki vera, því
svona hlutir menga út frá sér og
skemma lífríkið. Svo eru krakk-
arnir örugglega farnir að segja
foreldrum sínum sitthvað til, bæði
hvað varðar umhverfisvernd,
sparnað og útsjónarsemi. Verk-
efnið hefur farið mjög vel af stað,
enda allir áhugasamir um það.“
Nú stendur yfir opin vika í
skólanum og er foreldrum og öðr-
um áhugasömum boðið að koma í
heimsókn í skólann og sjá af-
rakstur þemavikunnar.
Hægt er að lesa meira um
grænfánann og skrefin sjö á vef
Landverndar, www.landvernd.is/
graenfaninn. Þá má bæði fræðast
um starfið í Hofsstaðaskóla og
nálgast myndir á vef skólans
www.hofsstadaskoli.is.
Hofsstaðaskóli
„á grænni grein“
Rusl verður list Nokkrar stúlkur úr eldri deildum hampa manngervlinum
Sólrúnu sem þær gerðu og heitir eftir myndmenntakennaranum þeirra.