Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Rannveig Sig-urðardóttir
fæddist á Höfn í
Hornafirði 16. ágúst
1926. Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 16. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigurð-
ur Eymundsson, f.
18. október 1888, d.
24. mars 1956, og
Agnes Bentína Mó-
ritsdóttir, f. 21. júlí
1896, d. 27. septem-
ber 1951. Þau bjuggu á Móhól á
Höfn. Systkini Rannveigar eru: Ey-
mundur, f. 11. ágúst 1920, d. 16.
október 1987, Vilhjálmur, f. 7.
ágúst 1921, Halldóra, f. 22. ágúst
1922, Guðrún, f. 4. september 1923,
Björn, f. 10. október 1924, Rann-
veig, f. 16. ágúst 1926, d. 16. nóv-
ember síðastliðinn, Valgerður, f. 7.
desember 1927, Ragna og Hulda, f.
4. mars 1931, og Karl, f. 13 júlí
1934.
Rannveig ólst upp á Höfn og
vann þjónustu- og verslunarstörf
og ýmislegt annað
tilfallandi.
Rannveig giftist 8.
desember 1950 Ei-
ríki Einarssyni frá
Hvalnesi í Lóni, f. 28.
apríl 1919, d. 21.
október 1994. Þau
bjuggu á Höfn mest-
alla sína búskapartíð
að undanskildum
fjórum árum í Kópa-
vogi, og eftir andlát
Eiríks hefur Rann-
veig búið á Höfn.
Þau hjónin áttu sam-
an þrjár dætur. Tvær þeirra dóu
skömmu eftir fæðingu. Eftirlifandi
er Guðrún, hjúkrunarfræðingur, f.
10. maí 1951. Maður hennar er Er-
lingur Árni Friðgeirsson, f. 7. októ-
ber 1945. Börn þeirra eru: Rann-
veig Eir, f. 19. september 1986,
Þórdís, f. 28. ágúst 1988, og Eirík-
ur, f. 17. febrúar 1994. Guðrún og
fjölskylda hennar búa í Reykjavík.
Útför Rannveigar verður gerð
frá Hafnarkirkju á Höfn í Horna-
firði í dag og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Við þessi tímamót eru mér efst í
huga þau lífsgildi sem mamma inn-
rætti mér með fordæmi sínu og lífi.
Foreldrar hennar voru meðal
frumbyggja Hafnar í Hornafirði og
áttu þau verulegan þátt í uppbygg-
ingu samfélagsins þar.
Þau unnu við búskap og fisk-
vinnslu, sinntu heimili, börnum og
nágrönnum af natni. Heimilisfaðir-
inn spilaði á fiðlu og harmonikku.
Oft var glatt á hjalla og börnin
lærðu gestrisni, örlæti og virðingu
fyrir öðrum. Mamma var að sögn
kunnugra kátt og örlátt barn oft
kölluð Didda og átti oftar en ekki
síðasta orðið. Hún var fædd eftir-
herma og það svo mjög, að haft var
fyrir orðtæki hjá föður hennar að
ekki mætti banna henni Diddu
þetta, hún væri svo skemmtileg.
Hreinskiptni, dugnaður og örlæti
einkenndu hana, og hún flutti með
sér úr foreldrahúsum virðingu fyrir
manngildinu óháð stöðu og efna-
hagslegum verðmætum. Þau pabbi
byggðu sér hús á sjávarbakkanum á
innri Höfn. Það hlaut nafnið Svana-
hlíð. Þaðan blasti við fjörðurinn með
eyjum og æðarkollum, fjöllunum
bláu og skriðjöklunum hvítu sem
mamma elskaði svo mjög, en hún
var hrifnæmt náttúrubarn og elsk-
aði að ferðast um landið. Hún var
bæði ljóðelsk og söngvin, einnig var
hún bæði fróð og minnug og kunni
utan að ættartölur og frásagnir. Það
var unun að heyra hana segja frá og
flétta inn í sögurnar leikrænum til-
burðum bæði í látbragði og tali. Hún
var virk í leikfélagi Hafnar á sínum
yngri árum og hefði áreiðanlega
getað náð langt á því sviði.
Pabbi vann sem fiskmatsmaður
og hún sem verkakona við fisk-
vinnsluna í KASK í mörg ár og
einnig við saltfiskverkunina með
víðkunnum krafti og dugnaði. Gott
bernskuheimili og foreldrar eru
gulls ígildi og mynda þann sjóð sem
aldrei eyðist þó af honum sé tekið.
Barnabörnin hennar ömmu sakna
hennar nú sárt og þakka henni fyrir
það veganesti og hlýju sem hún hef-
ur gefið þeim Hinsta kveðja til elsku
mömmu. Guðrún Eiríksdóttir.
Öllu er afmörkuð stund
og sérhver hlutur undir himninum
hefur sinn tíma.
Að fæðast hefur sinn tíma,
að deyja hefur sinn tíma:
að gróðursetja hefur sinn tíma,
að rífa það upp, sem gróðursett
hefur verið, hefur sinn tíma.
(Predikarinn.)
Mig langar að minnast Diddu
frænku, eins og hún var alltaf köll-
uð. En mitt er ekki að rekja ævi-
sögu hennar, heldur að reyna að
fanga nokkur dýrmæt augnablik og
setja á blað.
Ég var svo lánsöm að eiga skjól
hjá systrum hennar mömmu og bý
að því alla ævi.
Ég var mikið upp í Hvalnesi hjá
Völlu og Bensa, á Brunnhól hjá
Rögnu og Arnóri, hjá Gunnu og
Ingvari og hjá Diddu og Eiríki. Ég
skildi samt aldrei hvers vegna hún
var kölluð Didda en hét Rannveig á
þessum tímapunkti. En Didda og
Eiríkur áttu heima í næsta húsi við
Gunnu frænku.
Ég held ég hafi aldrei fengið eins
mikið af góðum mat að borða á lífs-
leiðinni, enda gerðist ég bústin mjög
sem barn. Það voru hæg heimatökin
að trítla yfir til Diddu og Eiríks,
þegar ég var hjá Gunnu frænku,
sem ég gerði ósjaldan. Því þar biðu
mín fleiri kökur og fleiri sögur.
Viskubrunnurinn var ótæmandi
hjá þessu yndislega fólki. Ég man
eftir mér sitjandi í eldhúsinu hjá
Diddu og Eiríki. Hún að moka í
matargatið og þau bæði að stjana
við mig í bak og fyrir. Eins og fólk
af þessari kynslóð voru þau örlát og
gáfu mér, ekki bara mettan maga
heldur líka ómetanlegan skilning og
hlýju. Þau eignuðust eina dóttur,
hana Guðrúnu, sem ég kynntist því
miður ekki of vel, en alltaf var hún
blíð og góð við mig eins og foreldr-
arnir.
Þetta eru góðar minningar.
Stundum vildi ég að tíminn stæði
kyrr, og hann stóð reyndar kyrr
nokkur augnablik þegar mamma
mín hringdi og sagði mér andlát
þitt. Þú gekkst ekki heil til skógar
síðari ár.
En þvílík elja. Alltaf á þínu reið-
hjóli úti um allt og höfðu margir orð
á því. Það var eitthvert eirðarleysi í
þér, eins og þú vissir ekki alveg
hvar þinn staður ætti að verða.
En það verður hver að hafa sitt í
lífinu.
Þú hafðir líka misst þína kjölfestu
í lífinu þegar Eiríkur dó.
Seinast þegar ég sá þig þá
komstu á hjólinu til mömmu og
faðmaðir okkur og kysstir. Svona
man ég þig. Hörkudugleg.
Ég vil fá með þessum fátæklegu
orðum að þakka samfylgdina, elsku
frænka. Nú ertu í öruggu skjóli hjá
Eiríki þínum. Við fjölskyldan send-
um Guðrúnu, Erlingi og börnum,
sem og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæra frænka.
Lovísa Kristín.
Mig langar til að minnast Rann-
veigar Sigurðardóttur, móðursystur
minnar, með nokkrum orðum nú að
leiðarlokum, en hún lést hinn 16.
nóvember sl.
Rannveig eða Didda, eins og hún
var alltaf kölluð síðan mamma
reyndi að segja „systir“ við hana
fyrir hátt í áttatíu árum, var alin
upp í hópi tíu systkina í Haga hér á
Höfn (þar sem nú er Kirkjubraut 8).
Í næsta húsi, Grafarholti bjó mikið
vinafólk, Guðný og Júlíus með sex
börn, sem blönduðust barnahópnum
í Haga svo þau voru í raun sextán.
Í þá daga reyndi á samstarf og
hjálpsemi í litla sjávarþorpinu og
því var mikill gestagangur í Haga.
Didda og systurnar rifjuðu oft upp
þegar heimilið var eins og hótel og
fólk úr sveitunum kom um langan
veg í kaupstað eða beið eftir skipa-
ferðum á leið til Reykjavíkur. Mikið
líf og fjör var á heimilinu, mikið
dansað, sungið og spilað á hljóðfæri,
en tónlistin hefur fylgt fjölskyldunni
fram á þennan dag.
Didda kvæntist Eiríki Einarssyni
frá Hvalnesi í Lóni og hófu þau bú-
skap á Sjónarhóli (Bogaslóð 8) hér á
Höfn, en síðan byggðu þau sér hús
sem þau nefndu Svanahlíð (Kirkju-
braut 4). Þau voru einstaklega ham-
ingjusöm og samhent hjón en þeirra
líf var ekki alltaf dans á rósum. Árið
1949 eignuðust þau sitt fyrsta barn,
dóttur, sem lifði aðeins í nokkra
klukkutíma. Tveimur árum síðar
eignuðust þau aðra dóttur, Guð-
rúnu, sem býr ásamt Erlingi eig-
inmanni sínum og þremur börnum í
Reykjavík. Vorið 1964 eignuðust
þau svo þriðju dótturina sem lést
innan sólarhrings. Eiríkur greindist
ungur með liðagigt og barðist við
þann sjúkdóm í yfir fjörutíu ár og
Didda stóð við hlið hans og hjúkraði
honum af alúð allan tímann en hann
lést 21. október 1994.
Didda var hörkudugleg og vann
mikið í frystihúsi og saltfiskverkun
KASK og fleiru.
Þau Didda og Eiríkur bjuggu í
nokkur ár í Kópavogi vegna sjúk-
dóms Eiríks sem þá var bundinn við
sjúkrahús. Didda hafði mikla
heimþrá og flestum í fjölskyldunni
er í minni hvað þau voru hamingju-
söm þegar þau fluttu aftur heim til
Hafnar nokkru áður en Eiríkur lést.
Didda var mjög félagslynd og
trygg að eðlisfari og hafði gaman af
að umgangast fólk. Hún hafði mjög
gaman af að spila á spil og ljóðelsk
var hún með afbrigðum, kunni heilu
ljóðabálkana, en Davíð Stefánsson
og Matthías Jochumsson voru í
mestu uppáhaldi hjá henni. Einnig
þótti henni gaman að ferðast, en sá
samt aldrei fallegra landslag en
hornfirska fjallahringinn! Á yngri
árum starfaði hún með ungmenna-
félaginu hér á Höfn og lék í mörgum
leikritum, en það lá mjög vel fyrir
henni og þótti henni takast vel.
Didda frænka var ákveðin kona
og hrósaði sér gjarnan af því í
gamni að hún væri þrjóskasta systk-
inið. En það kom sér vel því oft var
lífsbaráttan erfið og lítið á milli
handa, sérstaklega seinni árin eftir
að veikindin á heimilinu urðu alvar-
legri.
Hún fór í mjög mikla aðgerð fyrir
um þrjátíu árum síðan, sem þótti
takast kraftaverki næst. Fyrir
nokkrum árum fór heilsunni að
hraka og í október fékk hún áfall og
var send á sjúkrahús. Þá stóð hún
frammi fyrir því að velja aðgerð eða
vera að mestu rúmliggjandi það sem
eftir væri. Hún valdi strax aðgerð-
ina og var mjög sátt við það, sagði
að það væri allt til vinnandi til að
geta verið á fótum. Aðgerðin var
gerð 14. nóvember og gekk eftir
áætlun en í framhaldi af henni gaf
líkaminn sig og einum og hálfum
sólarhring síðar lést hún.
Við Guðbjartur og mamma send-
um Guðrúnu og fjölskyldu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um þeim blessunar.
Guð blessi minningu Rannveigar
Sigurðardóttur.
Agnes Ingvarsdóttir.
RANNVEIG
SIGURÐARDÓTTIR
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
ÞORBJÖRG SVEINSDÓTTIR
frá Vík í Mýrdal,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
25. nóvember kl. 15.00.
Jarðsett verður í Víkurkirkjugarði, Vík í Mýrdal.
Sveinn Rúnar Arason, Ragnhildur Hreiðarsdóttir,
Sæbjörg Snorradóttir,
Halla Aradóttir Loveday, Martin Loveday,
Lára Aradóttir, Sveinn Halldórsson,
Guðni Arason.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ANNA SIGRÍÐUR FINNSDÓTTIR,
Hraunbæ 122,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstu-
daginn 25. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Gísli Víglundsson.
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG H. AGNARS,
Austurbrún 4,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn
25. nóvember kl. 11.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag
langveikra barna.
Hólmfríður Júlíusdóttir,
Vilborg H. Júlíusdóttir
og aðstandendur.
Útför
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR KOLKA,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. nóv-
ember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afbeðnir en þeim, sem vilja
minnast hinnar látnu, er bent á líknarfélög.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Guðbjörg og Ragnhildur Kolka.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir
og mágur,
STEFÁN ÁRNASON
frá Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 28. nóvember kl. 13.00.
Ingibjörg Stefánsdóttir, Viktor Elvar Viktorsson,
Brynhildur Stefánsdóttir,
Haukur Stefánsson,
Helga Árnadóttir, Helgi Baldursson,
Páll Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Guðjón H. Árnason, Ingibjörg Ottósdóttir
og barnabarn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar
okkar, bróður, mágs og frænda,
BIRGIS DAVÍÐS KORNELÍUSSONAR.
Sigríður Pétursdóttir, Kornelíus Jónsson,
Haraldur Kornelíusson, Íris Ægisdóttir,
Kornelía Kornelíusdóttir, Gísli Árni Atlason,
Pétur Kornelíusson, Gunnhildur Sigurðardóttir
og fjölskyldur.