Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR 20% afsláttur af ýmsum vörum Laugavegi 84 ● sími 551 0756 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 20% afsláttur af öllum peysum og blússum A U G LÝ S IN G A S T O FA S K A PA R A N S E H F. Aðalfundur Evrópusamtakanna Aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn í Kornhlöðunni v. Lækarbrekku fimmtudaginn 24. nóvember kl.17.00. Dagskrá: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf 2. Evrópumaður ársins, kjöri lýst 3. Ofursterk örmynt-hver er framtíð hennar? Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka 4. Önnur mál. S í m i : 5 6 8 - 1 6 2 6 Stærðir 36-56 20% afsláttur af öllum bolum fimmtud. til sunnud. w w w . s t a s i a . i s Bola dagar 15% afsláttur af öllum vörum tískuvöruverslun, Laugavegi 82 Við opnum Laugaveginn Tax Free helgi fimmtudag til laugardags Dömu síðbuxur Ullarpeysur/bolir 20% afsláttur 24.-26. nóv. Ásnum – Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 – laugardaga kl. 11:00-14:00 Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri. 15 nátta dvöl á Kanarí við frá- bærar aðstæður á ótrúlegum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Fjölbreyttir gistimöguleikar í boði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Kanarí 5. desember frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Gisting frá kr.1.290 Netverð á mann nóttin, m.v. 2 í íbúð á Paraiso. Verð frá kr.19.900 Flugsæti með sköttum. Tveir fyrir einn tilboð, 5. desember. Netverð á mann. Allra síðustu sætin VELFERÐARRÁÐ Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sínum í gær að veita fé til Rauða kross Íslands til þess að Konukot, at- hvarf fyrir heimilislausar konur, verði opið allan sólarhringinn. Fel- ur ráðið Velferðarsviði útfærslu þessa. Ekki liggur fyrir hvað þessi aðgerð mun kosta borgina, en í dag er Konukot opið frá kl. 19–10 á morgnana. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að vonandi verði hægt að lengja opn- unartímann strax á næstu dögum. Þar sem ekki sé búið að útfæra ákvörðunina sé ekki hægt að segja til um hversu mörgum starfs- mönnum þarf að bæta við, ekki sé búið að reikna út hver heild- arkostnaðurinn verði og hvernig þetta verður fjármagnað. Heildarendurskoðun á þjónustunni að fara í hönd „Við í velferðarráði fólum Vel- ferðarsviði að útfæra þetta í sam- ráði við Rauða krossinn,“ segir Björk. „Ég vona að við getum öll brett upp ermar og farið að vinna hratt og örugglega að þessu.“ Á næstunni á að sögn Bjarkar að fara í heildarendurskoðun á þjón- ustu borgarinnar við utangarðsfólk. Í starfsáætlun velferðarráðs kemur fram að fara eigi í nokkur verkefni sem eiga að auka og bæta þjónustu við utangarðsfólk. Eitt er að flytja Gistiskýlið sem borgin rekur og opið er allan sólarhringinn, í nýtt og betra húsnæði og auka á þjón- ustu og stuðning við þann hóp ein- staklinga sem dvelur langdvölum í Gistiskýlinu, annars vegar með því að bjóða upp á ráðgjöf á staðnum og hins vegar dagdvöl þar sem hverjum einstaklingi verður hjálp- að að auka sín lífsgæði. Þá á að móta stefnu um málefni utangarðs- fólks af báðum kynjum og síðan verður gerð tilraun í samvinnu við þjónustumiðstöð miðbæjar að setja á laggirnar rýnihópa með utan- garðsfólki af báðum kynjum til að greina möguleg úrræði fyrir hóp- inn. Aðspurð hvort búið væri að taka ákvörðun um að borgin taki alfarið að sér rekstur Konukots á næsta ári þegar tilraunaverkefni Rauða krossins og borgarinnar rennur út, segir Björk ekki hægt að segja til um hvað verður fyrr en búið er að fara í stefnumótunarvinnuna og meta þörfina, m.a. í samráði við ut- angarðsfólkið sjálft. Konukot verði opið allan sólarhringinn Leitað til utangarðsfólksins sjálfs við stefnumótun í málefnum þess Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÍSLENSKIR friðargæslulið- ar sinna eingöngu borgara- legum verkefnum þótt þeir þurfi að bera tignarheiti og klæðast einkennisbúningum, sagði Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurðu hins vegar hvernig hægt væri að komast að annarri niður- stöðu en þeirri að íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan væru að minnsta kosti vísir að her. Steingrímur, málshefjandi umræðunnar, vitnaði m.a. í grein Davíðs Loga Sigurðs- sonar, blaðamanns á Morg- unblaðinu, og sagði að í henni hefði verið vitnað í ofursta í Afganistan sem hefði undir- strikað hið hernaðarlega hlut- verk svokallaðra athugunar- sveita, sem íslensku friðar- gæsluliðarnir hafa verið aðilar að í Afganistan. Steingrímur spurði ráð- herra m.a. að því hvort til stæði að móta stefnu eða setja lög um starfsemi ís- lensku friðargæslunnar. Geir ítrekaði að íslenskir friðar- gæsluliðar sinntu eingöngu borgaralegum verkefnum. Hann sagði jafnframt að legið hefði fyrir að nauðsynlegt væri að skilgreina betur mörg atriði í kringum friðargæsl- una. „Sennilega verður það best gert með því að setja lög um þá starfsemi, þótt það sé ekki komið á ákvörðunar- stig,“ sagði hann. Friðargæsl- an verði skilgreind betur ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru atkvæða- greiðslur. Að því búnu verður önn- ur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.