Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 39
MINNINGAR
var dugleg að hrósa og segja frá
hversu fallegir og vel gerðir henn-
ar afkomendur voru. Henni þótti
vænt um að fylgjast með sínum
nánustu og gleðjast með þeim.
Heimili hennar og afa Einars bar
keim af því.
Amma Kata er öll. Í síðasta
skiptið sem ég sá hana, brosti hún.
Það er kær minning um einstaka
konu.
Ég þakka fyrir alla ástina og
umhyggjuna sem hún veitti mér og
mínum í gegnum tíðina.
Hinsta kveðja.
María (Maja).
Ég man þegar ég var á seinasta
ári í grunnskóla. Heimili mitt var
ekki í göngufæri en það var hún
amma Kata. Alltaf var nú notalegt
að geta labbað úr óblíðu veðri Ís-
lands inn til ömmu og fengið smur-
brauð með osti og mjólkurglas og
alltaf þótti henni jafngaman að sjá
mann. Hún var alltaf glöð og staf-
aði mest allur ylurinn í húsi hennar
af henni sjálfri. Ég vil þakka þér
fyrir allar samverustundir okkar,
amma mín. Þín verður sárt saknað.
Sigurþór (Doddi).
Í dag er kvödd hinztu kveðju
Katrín Pétursdóttir, elskuleg mág-
kona okkar og góð vinkona, en hún
lézt á líknardeild Landspítalans á
Landakoti 16. nóvember sl. eftir
erfið veikindi síðustu mánuði. Við
kynntumst fyrst fyrir rúmri hálfri
öld þegar Einar bróðir okkar
kvæntist Katrínu og þau hófu bú-
skap hjá foreldrum okkar á Rán-
argötu 33. Á þeim tíma fæddust
synirnir tveir, Hannes og Pétur.
Síðar fluttu þau sig um set á Rán-
argötunni og bjuggu þar unz íbúð-
arhús, sem þau byggðu við Ak-
urgerði, var tilbúið og bjuggu þar
síðan og þar bættist við einkadótt-
irin, Margrét Rósa.
Katrín kom okkur fyrir sjónir
sem afar heilsteypt kona, traust og
trygglynd og aldrei heyrðum við
hana hallmæla nokkrum manni,
enda jákvæð, bóngóð og hjálpsöm.
Það var gaman að vera með Katr-
ínu á góðum stundum því hún var
gædd mjög góðri kímnigáfu og fljót
að sjá það spaugilega við hlutina.
Hún var mjög söngelsk, hafði góða
söngrödd og kunni ógrynni af
söngtextum. Börn hændust að
henni því hún var mjög barngóð.
Við eigum eftir að sakna Katr-
ínar sárlega og kveðjum hana með
virðingu og þökk fyrir samveruna.
Einari og börnunum, Hannesi,
Pétri og Margréti Rósu, svo og
fjölskyldum þeirra sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ellen og Jóhann biðja fyrir
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Katrínar
Pétursdóttur.
Guðný, Guðni og Anna.
Margir eru gjöfulir ljósberar á
leið okkar um lífið, bera með sér yl
alúðarinnar og hlýju hugarfarsins.
Hún Katrín okkar var ein af þess-
um ljósberum. Samfylgdin við hana
var okkur hugljúf eins og hún var
sjálf, hún átti þessa einlægu gleði
hjartans, þó strengir alvörunnar
væru vissulega stroknir. Ljúflyndi
og elskusemi voru þau einkenni
sem við mátum svo mikils hjá
Katrínu, en hún átti ákveðni og
einurð og heiða hugarsýn til mála
umfram allt.
Við höfum saknað samfunda við
hana í Einingunni í veikindastríði
hennar, við söknum hennar sárlega
nú þegar hennar góða saga er öll.
Okkur langar til að kveðja hana
með tveim erindum, örlítið breytt-
um, sem henni voru flutt í tilefni
merkisafmælis og segja mikið um
þessa mætu mannkostakonu:
Þú hlúðir að svo mörgu í hljóðlátri önn
og hlýju mildinnar sanna þín verkin góð.
Í amstri dægranna jafnan einlæg og
sönn
af örlæti hjartans lagðirðu í
kærleikssjóð.
Í gleðinnar fylgd var hlátur þinn ætíð
hlýr
og hlutskipti góðu tryggust á ævileið.
Svo ljúf er þín minning sem ljómandi
ævintýr
er lýsir brautu og vekur glitrandi seið.
Þú skorinorð varst og skýrt var löngum
þitt mál,
skelegg og traust í orðræðu hvert eitt
sinn.
Með hollusturökum herjað á vínsins tál.
Heilbrigðust lífssýn einkenndi veginn
þinn.
Móðurhlutverki lífskraft þinn lagðir að,
leiðsögnin góða þroskandi hverja stund.
Af alúð þú heimilið gjörðir að griðastað
með gjöfulli elsku og sannri rausnarlund.
(H. S.)
Kærum vini okkar, Einari Hann-
essyni, börnum þeirra og öðrum
þeim er henni voru kærastir eru
hugheilar samúðarkveðjur sendar.
Minning Katrínar lifir með okk-
ur sem fengum að eiga hana að
vini.
Blessuð sé björt minning.
Hanna og Helgi Seljan.
Þá eik í stormi hrynur háa
hamra því beltin skýra frá –
en þegar fellur fjólan bláa
fallið það enginn heyra má:
en angan horfin innir fyrst
urtabyggðin hvers hefir misst
(B. Thorarensen.)
Okkar góða vinkona, Katrín Pét-
ursdóttir, er látin eftir erfið veik-
indi.
Katrín hefur verið góð vinkona
okkar í marga áratugi og þar að
auki stúkusystir í stúkunni Eining-
unni nr. 14, sem hún gekk í hinn
13. maí 1970.
Katrín var afskaplega hlédræg
kona, en glöð og reif í góðra vina
hópi og tók þar fullan þátt í glensi
og gríni. Árið 1968 fórum við fjórar
og menn okkar í ógleymanlega ferð
til Svíþjóðar og Danmerkur og þótt
við værum á ólíkum aldri, skipti
það ekki máli. Við ókum um alla
Suður-Svíþjóð, tókum ferjuna til
Kaupmannahafnar og enduðum á
ungtemplaramóti í Oskarshamn í
Svíþjóð, þar sem við hittum fleiri
félaga okkar úr hreyfingunni. Þess
skal getið að sum okkar voru að
fara til útlanda í fyrsta skipti, og
ekki síst það gerði þessa ferð svo
sérstaka og skemmtilega að við
hittumst reglulega, að minnsta
kosti á fimm ára fresti, með það
eina takmark að minnast þessarar
ferðar, njóta góðra veitinga og rifja
upp ferðasöguna, sem Ása skrifaði
og áratugum seinna gátum við
hlegið dátt að því sem gerðist í
þessari ferð.
Katrín var ákaflega myndarleg
húsmóðir og nutu þeir hæfileikar
sín oft í sambandi við skemmtanir
og veislur sem stúkan hélt, hins
vegar hefðum við ekki gert henni
verra, en að fara fram á að hún
færi að taka þátt í dagskrá, svo
sem upplestri eða leikþáttum „Þið
eruð svo duglegar, stelpur, þið
bara gerið þetta,“ sagði hún oft en
hún hafði afskaplega gaman af að
taka þátt í almennum söng og
kunni ógrynni af ljóðum og lögum.
Í nokkur ár vann Katrín við
heimilishjálp og ræstingar, einnig
vitum við að hún sat stundum hjá
gömlu fólki, sem gat ekki verið
eitt. En fyrst og fremst var hún
fjölskyldumanneskja sem var
óþreytandi að hlúa að sínu fólki,
eiginmanni, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum og nutu
barnabörnin þess ekki síst og
skipti þá ekki máli hvort þau voru
blóðskyld eða ekki.
Og nú er þessi góða vinkona
okkar horfin yfir á Eilífðarlandið
og við minnumst hennar með kær-
leika og söknuði en samgleðjumst
henni jafnframt að losna úr erf-
iðum sjúkdómsfjötrum. Við vitum
að við mælum fyrir hönd allra fé-
laga okkar í Einingunni þegar við
vottum Einari, vini okkar og allri
fjölskyldunni dýpstu samúð okkar.
Megi bjartar minningar um ævifer-
il góðrar konu létta þeim sökn-
uðinn.
Blessuð sé minning Katrínar
Pétursdóttur.
Ásgerður Ingimarsdóttir,
Sigrún Gissurardóttir,
Kolbrún Hauksdóttir.
Það er ekki hlaupið að því að
lýsa með orðum þeim tilfinningum
sem bærast í brjósti mínu vegna
andláts ömmu Kötu. Við lát hennar
finn ég bæði til mikils saknaðar en
jafnframt viss hugarléttis vegna
þess að amma þarf ekki lengur að
heyja sitt stríð og er nú laus við
frekari þjáningar.
Í æsku vorum við bræðurnir
mikið í Akurgerði hjá afa og ömmu
Kötu. Minnist ég yndislegra stunda
sem við áttum með ömmu og Maju
frænku. Oft var gripið í spil og
amma virtist furðu óheppin í spil-
um því yfirleitt unnum við krakk-
arnir. Það var ekki fyrr en löngu
seinna sem mig fór að gruna
hvernig á því stæði. Þá las amma
mikið fyrir okkur og sagði okkur
ævintýri. Veit ég ekki hversu oft
hún las söguna um dverginn Rauð-
grana, en hún hlýtur að hafa kunn-
að söguna utanbókar þegar ég sleit
barnsskónum.
Ég vildi óska þess að sonur minn
hefði getað notið lengur þeirrar
hlýju og ástar sem amma var svo
óspar á, og getað kynnast þeim
fögru lífsviðhorfum og þeim kær-
leika sem hún miðlaði til allra
þeirra sem í kringum hana voru.
Þrátt fyrr að amma Kata væri
hógvær og hlédræg í margmenni
lék hún gjarnan við hvern sinn
fingur innan um vini og ættingja.
Hún var mikill húmoristi og frábær
sagnamanneskja. Hafði hún ein-
stakt lag á að segja hlutina á
skemmtilegan og myndrænan hátt.
Hin síðari ár sátum við oft saman í
eldhúsinu í Akurgerði og röbbuð-
um saman um allt milli himins og
jarðar. Sagði hún mér frá draum-
um og fyrirboðum þeim sem hún
úr þeim las. En amma var sérlega
berdreymin og trúði að það væri
heimur handan þessa heims.
Af sinni hógværð og hlédrægni
gerði amma ekki miklar kröfur fyr-
ir sína hönd en sinnti þörfum allra
í kringum sig af ást, natni og
skyldurækni. Vona ég svo sann-
arlega að mér auðnist að varðveita
í hjarta mínu, hlúa að og miðla til
barna minna því sem ég af henni
lærði.
Ég þakka ömmu Kötu fyrir allt
það sem hún var mér í gegnum
árin og fyrir þann dýrmæta arf
sem hún hefur skilið eftir í hjarta
mínu.
Farsælu lífi er nú lokið. Bið ég
drottin að blessa minningu minnar
kæru ömmu.
Grétar Hannesson.
hann hafa kastað á glæ þeim mögu-
leikum sem hann hafði haft í lífinu.
Það var eins og að hann leitaði sífellt
að atvikum í lífi sínu þar sem hann
taldi að hann hefði átt að breyta á
annan veg en hann hafði gert og píndi
sjálfan sig með því en átti erfiðara
með að koma auga á jákvæðu hlið-
arnar, og sjá hve líf hans hafði í raun
verið fullt af ljúfum og uppbyggileg-
um samskiptum við samferðamenn
sína.
Ég minnist þess ekki að nokkru
sinni hafi slest upp á vinskap okkar
öll þau 56 ár sem við vorum vinir og
sakna ég þess að heyra ekki lengur í
honum röddina en ég veit að hann
þráði hvíldina og ég trúi því að góður
Guð veiti honum frið. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum Jóni góða og
trygga vináttu og færum fjölskyldu
hans einlægar samúðarkveðjur.
Jón Sveinbjörnsson.
Í dag er til moldar borinn góður fé-
lagi og samstarfsmaður á Hafrann-
sóknastofnuninni í mörg ár, Jón Frið-
riksson. Jón var um margt dulur
maður að eðlisfari og bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg, en hann var traust-
ur vinum sínum og sérlega orðheld-
inn maður. Hann hafði góða
kímnisgáfu til að bera og gat stund-
um verið dálítið stríðinn þegar svo
bar undir. Jón hafði gaman af því að
taka myndir og festi oft samstarfs-
menn sína á filmur við hin ýmsu störf.
Jón gaf Hafrannsóknastofnun
myndasafn sitt sem var ómetanlegur
fengur fyrir hana, en myndirnar sýna
starfsmenn hennar bæði við störf og
á öðrum gleðistundum. Einnig átti
Jón til að færa starfsmannafélagi
Hafrannsóknastofnunar ýmsar nyt-
samlegar gjafir. Jóni þótti vænt um
vinnustað sinn, jafnvel löngu eftir að
hann hætti þar störfum sökum aldurs
var hann alltaf boðinn og búinn til að
liðsinna ef farið var fram á það.
Fyrstu árin eftir að hann hætti
störfum kom hann oft í heimsókn til
að fylgjast með gömlum starfsfélög-
um. Einnig fylgdist hann vel með
ferðum rannsóknaskipanna og tók oft
á móti þeim þegar þau komu úr
löngum leiðöngrum. Jón mátti aldrei
heyra stofnuninni hallmælt á nokk-
urn hátt og tók ávallt upp hanskann
fyrir hana og varði vasklega, er að
henni var sótt.
Við þökkum að lokum Jóni fyrir
samveruna og varðveitum minn-
inguna um góðan dreng. Fjölskyldu
hans votta ég mína dýpstu samúð.
Hvíl í friði.
Sólmundur Tr. Einarsson.
Fyrrverandi samstarfsmaður okk-
ar á Hafrannsóknastofnuninni, Jón
Friðriksson, er látinn. Fáein orð geta
ekki lýst hlut hans í því starfi sem
hann sinnti fyrir stofnunina, en Jón
tók þátt í rannsóknum á gróðri sjáv-
arins, svifþörungunum, í rúmlega
tuttugu ár.
Þó að liðinn sé hálfur annar áratug-
ur frá því að Jón hætti störfum sjást
víða ummerki um áhuga hans og sam-
viskusemi. Vert er að minnast þess að
á þeim árum voru niðurstöður rann-
sóknanna geymdar handskráðar í
bókum og krafðist það umtalsverðrar
reglusemi og nákvæmni að halda ut-
an um gögnin, en þá mannkosti hafði
Jón í ríkum mæli. Jón var nýjunga-
gjarn, eins og mörgum er kunnugt,
og gaf sér tíma til að kynna sér vel
það sem vakti áhugann. Það kom fyr-
ir að fólk áleit áhuga hans á
ákveðnum málefnum öfgakenndan,
eins og t.d. á heilsufæði, en lítillæti og
góðmennska Jóns gerðu það að verk-
um að áhugamálin voru ekki öðrum
til baga. Hann ræddi málin við þá sem
sýndu áhuga, en lét aðra í friði. Ef
Jón sá fyrir sér að ný tækni gæti
gagnast í starfinu keypti hann oft
sjálfur það sem til þurfti, ef honum
þótti tækjakostur stofnunarinnar
ekki tilhlýðilegur. Sumt af þessu not-
um við enn þótt þróun upplýsinga-
tækninnar hafi að lokum farið fram
úr Jóni.
Annað áhugamál Jóns alla tíð var
gróður, í sinni fjölbreytilegustu
mynd. Hann naut þess að nostra við
garðinn sinn við Hólatorg og að
ferðast um landið og gróðursetja tré.
Eftir að Jón lét af störfum hélt hann
áfram að líta við á Hafrannsókna-
stofnuninni og sinnti í nokkur ár
gróðrinum þar, bæði innan húss og
utan. Þá heilsaði hann iðulega upp á
vini sína og fylgdist með starfsem-
inni. Fram á síðustu ár kom hann
reglulega við í rannsóknaskipunum
og spjallaði við vaktmennina yfir
kaffibolla. Hann var líka iðulega
mættur á bryggjunni þegar skipin
komu í höfn að loknum leiðöngrum.
Við minnumst góðs drengs þegar við
hugsum til Jóns og um leið og við
kveðjum hann með þessum orðum
vottum við ættingjum hans og vinum
samúð.
Vinnufélagar á
Hafrannsóknastofnuninni.
✝ Anna Guðjóns-dóttir fæddist í
Vogatungu í Leirár-
sveit 31. mars 1924.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Höfða á
Akranesi 16. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Helga Magnúsdóttir,
f. 1. ágúst 1885, d.
16. desember 1932,
og Guðjón Jónsson,
f. 11. janúar 1884, d.
23. október 1936.
Fósturmóðir hennar
var Halldóra Böðvarsdóttir. Systk-
ini Önnu voru Ólöf, f. 1910, Böðvar,
f. 1913, Ólafur, f. 1915, Engilbert, f.
1918, Elín, f. 1921, Sigurður, f.
1924, Ásta, f. 1927. Ásta er ein eft-
irlifandi af þeim systkinum.
Hinn 25. september 1965 giftist
Anna Aðalgeiri Halldórssyni frá
Kjalvararstöðum, f. 21. mars 1912,
d. 12. mars 2001.
Þau eignuðust fjög-
ur börn. Þau eru: 1)
Drengur, f. 7. júní
1947, d. 14. júní
1947. 2) Ragnheiður
Helga, f. 22. maí
1948, börn hennar:
Ásdís, f. 1968, Heið-
ar, f. 1975. 3) Guðný,
f. 30. október 1949,
maki Jónas Hall-
grímsson. Börn
þeirra: Aðalheiður
Anna, f. 1969, Díana,
f. 1972, Heimir, f.
1974, Aðalgeir, f. 1975, Víðir, f.
1977. 4) Halldór, f. 7. mars 1955.
Anna átti sjö barnabörn og ellefu
barnabarnabörn.
Lengst af bjó Anna á Akranesi
ásamt manni sínum og börnum.
Anna verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farinn þú sért
og horfinn ert burt þessum heimi,
ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
guð minn að styðja
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Ég kveð þig, elsku mamma, með
innilegri þökk fyrir lífið, tilveruna og
hjálpina sem þú og pabbi veittuð
mér.
Ég væri ekki til án ykkar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.
Hvíl þú í friði.
Þín dóttir
Guðný.
Elsku amma. Nú ertu farin frá
okkur og eftir sitjum við með minn-
ingu um góða og hlýja manneskju.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín því við höfðum oft svo mikið að
gera við það að skemmta hvor ann-
arri. Þú að spila á munnhörpuna og
ég að syngja. Síðan varstu svo dug-
leg að spila við mig. Það var alveg
sama hvað við vorum að gera, alltaf
gátum við hlegið, og það ekkert lítið.
Þegar ég kom á Höfða að heim-
sækja þig síðastliðin ár tókst þú allt-
af á móti mér hlæjandi og maður fór
frá þér í þeirri von að þér liði vel. Líf-
ið hafði ekki alltaf verið dans á rós-
um hjá þér, elsku amma. Þú áttir
þína slæmu tíma sem þér tókst
ágætlega að takast á við. Minning
þín mun lifa í hjarta mínu um
ókomna tíð. Kveðja.
Þín
Díana.
ANNA
GUÐJÓNSDÓTTIR