Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 57 KEFLAVÍKÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer. Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði. Þar sem er vilji, eru vopn. DV topp5.is S.V. / MBL Þar sem er vilji, eru vopn. Tvær frábærar á dönsku Drabet (morðið) - opnunarmynd oktober- bíófest sem Hlaut kvikmynda verðlaun Norður- landaráðs SÝND KL. 8 M. ÍSL. TEXTA Voksne Mennesker sigurvegari eddu verðlaunanna! frábærlega skemmtileg mynd eftir Dag Kára SÝND KL. 6 M. ÍSL. TEXTA Mörgæsirnar slá í gegn á Íslandi! Þriðja vinsælasta mynd landsins eftir 3 vikur í sýningu! SERENITY kl. 8 - 10.10 B.i. 16 ára. LORD OF WAR kl. 8 - 10.10 B.i. 16 ára. LITLI KJÚLLIN Ísl tal. kl. 6 WALLACE & GROMIT ísl tal kl. 6 Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nicolas Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins fl ókinn. S.V. MBL S.V. MBL LORD OF WAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. LORD OF WAR VIP kl. 10.30 Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 4 - 6 Litli Kjúllin m/Ísl. tali VIP kl. 4 CHICKEN LITTLE m/Ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 CORPSE BRIDE kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 ELIZABETH TOWN kl. 5.30 - 8 TWO FOR THE MONEY kl. 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN kl. 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE & GROMIT m/Ísl. tali kl. 4 ZORRO 2 kl. 8 KISS KISS BANG BANG kl. 8 Þau eru góðu vondu gæjarnir.  H.J. Mbl. V.J.V. topp5.is Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. V.J.V. Topp5.is H.J. Mbl. V.J.V. Topp5.is  H.J. Mbl. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney. Vinsælasta myndin á íslandi í dag SERENITY kl. 10 B.i. 16 ára. Litli Kjúllin m/Ísl. tali kl. 5.30 TWO FOR THE MONEY kl. 10 B.i. 12 ára. KISS KISS BANG BANG kl. 10 B.i. 16 ára. LANGSÖLUHÆSTA plata vik- unnar er þreföld safnplata Björg- vins Halldórssonar, Ár og öld, en á henni er að finna lög úr söngbók Björgvins frá árunum 1970–2005. Platan seldist í 1.163 eintökum í síðastliðinni viku, í um 700 fleiri eintökum en platan í öðru sæti. Þar situr Sálin hans Jóns míns, sem er örugg með annað sætið og er þar aðra vikuna í röð. Plata sveitarinnar, Undir þínum áhrif- um, er söluhæsta platan á topp tíu, en hún hefur selst í um 2.550 ein- tökum. Sigur Rós á söluhæstu plöt- una á Tónlistanum en Takk hefur selst í rúmum 4.000 eintökum. 5.000 seld eintök þarf til að plata nái gulli. Nylon víkur af toppnum og er nú í áttunda sæti listans með Góða hluti. Þrjár nýjar plötur láta að sér kveða á topp tíu. Garðar Thór Cortes fer þar hæst eða beint í þriðja sætið með samnefnda plötu. Plata Írafárs fer í níunda sætið og jólaplata systkinanna KK og Ell- enar er í því tíunda. Fimm nýjar plötur eru til viðbótar á Tónlist- anum. Baráttan er hörð inni á topp tíu en aðeins skilur eitt eintak að Hjálma og Ragnheiði Gröndal en hún hefur fjögurra eintaka forskot á Óskar Pétursson. Athygli vekur að aðeins fjórar erlendar útgáfur ná inn á Tónlist- ann, þar af er engin erlend plata á topp tíu. Hæst kemst tilvonandi Ís- landsvinurinn Katie Melua sem er í 18. sæti með Piece by Piece.                                  !"#                             $%  " #&'( )  *+)!,# -.(/ 0  )1"  2/#("  3!*( "  -$(/4,# (.+5!0" !(&"60 5( $%5!67*"                            3 3 2$ E %  <.* T( 4   -,! 3% 5 2+ 4 8% 0/ 9)$45:5" 3"! -, 5 3+0 ;!4" )9, < &= 5 5 >#+ ??5!6" 8%2 !) 5 @0  3  9)A95! )  3" ) 2 !;% ;"!/<  ? "." -"! "  2/0% ;5BB "C  0 6"? + %  -,! D%1 8% 2 !!-" "  ;00 "  3" @0  "2  - E5!, F G/0+4 #0 9)$45:5" H# 6  3+0 #"4";  DA+0 !"  9%) 4  >#+ 8% ")50 $ G/ &5G=/ +  I . ,! J! "00 0= 3 #0= $ ;"!/ & "K"B* "K" 2"*"0B" .+=! + " ": 2+0 F  2% 8% ")""L-" ,!  ;5 "5 5M*4 K5  K K"N$%0 >  -" 5# "2  2/!            > "  % 2" & 2" 9" 0 "  $% 2" & 2" $% 2" 2"   :K5 2" 2" 20""  2" 0 K5 .A /"4# & 6. 2"   -,! D%1 2" > "  % F "  2" 2"   F "  2"   Björgvin trónir á toppnum HINN 1. desember næstkomandi verða talsverðar breytingar á dagskrá Rásar 1 og 2. Morgun- vaktin, sem hefur verið samtengd á báðum rásum Ríkisútvarpsins, flyst alfarið yfir á Rás 1 en telur þá tvo klukkutíma í stað eins. Þátturinn hefst að loknum sjöfréttum og stendur til klukkan níu. Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar verða Bergljót Baldursdóttir dagskrárgerðarmaður, Kristján Sigurjónsson fréttamaður og Sveinn Helgason fréttamaður sem jafnframt er ritstjóri en þau njóta liðsinnis fréttaritara víða um land og utan landsteinanna. Gestur Einar Jónasson, dag- skrárgerðarmaður á Akureyri, er nýr liðsmaður Morgunvaktinnar og hlustendur munu heyra reglulega í honum. Í stað Morgunvaktarinnar á Rás 2 mun Magnús Einarsson sjá um Morgunútvarpið, tónlist- artengdan morgunþátt, alla virka morgna milli hálfsjö og níu. Frá og með 1. desember hættir svo Dæg- urmálaútvarpið á Rás 2. Þann dag hefjast útsend- ingar á nýjum þætti, Síðdegisútvarpinu, sem verður á dagskrá á sama tíma, hefst klukkan 16.10 og stendur fram að kvöldfréttum klukkan 18. Umsjónarmenn þáttarins eru Áslaug Skúla- dóttir ritstjóri, Freyr Eyjólfsson og Linda Blön- dal. Þá mun Næturútvarpið taka breytingum. Fram að þessu hefur nánast eingöngu verið leikin tón- list í Næturútvarpinu en vegna fjölda áskorana verða nokkrir talmálsliðir endurfluttir á nóttunni. Kristján Sigurjónsson, Bergljót Baldursdóttir og Sveinn Helgason eru umsjónarmenn Morg- unvaktarinnar. Nýjungar í desemberbyrjun Útvarp | Rás 1 og 2 boða breytingar á dagskrá TENGLAR ....................................................................... www.ruv.is ÉG skal viðurkenna að í nokkurn tíma botnaði ég ekki í því hvað Helgi Björns væri að meina með þessari plötu. Að söngvarar taki sig til og fá- ist við söngbók annarra er vel þekkt, árangurinn stundum með miklum ágætum en stundum alls ekki. Lengi vel var um- rædd plata í seinni flokknum. Hún mall- aði í nokkra daga undir geislanum og ég var farinn að setja mig í stellingar til að skrifa mína skýrslu þegar eitthvað skyndilega gerðist. Platan fór allt í einu að gera sig, á fremur undarlegan hátt. Við fyrstu hlustanir er nefnilega eins og rödd Helga henti engan veg- inn lögum Magnúsar Eiríkssonar. Virðist úr takti við lögin, platan vel meint tilraun sem fór því miður úr- skeiðis. En eftir því sem staldrað er lengur við fer heimilislegur og dægil- júfur bragur að gera vart við sig. Helgi setur sinn mjög svo persónu- lega stimpil á lögin og gefur þeim þannig giska einkennilegan blæ – hvort sem það var ætlunin eða ekki. Helgi er studdur valinkunnum spil- urum sem setja allflest lögin í kæru- leysislegan brag. Stöku djasssprettir hér, stöku blússprettir þar en mest- anpart einhver óræð djammstemning undir. Heimsósómakvæði Magnúsar, gráglettin og nánast pessimistísk lög eins og „Kóngur einn dag“, „Sam- ferða“, „Ræfilskvæði“ og „Ómissandi fólk“ eru áberandi hér og rámur bari- tónn Helga fellur vel að þeim. Helgi syngur „Gamli góði vinur“ af sann- færandi bölmóði og „Ræfilskvæði“ hljómar eins og það hafi verið flutt í réttunum og allir vel við skál. „Ómiss- andi fólk“ er hins vegar sungið af natni, rokkarinn Helgi hálfhvíslar lagið og landar því með glans. Þessi plata hljómar svolítið eins og Helgi sitji einn heima í stofu á sunnu- dagseftirmiðdegi og sé að raula þessi lög með eigin nefi, og kannski ekkert sérstaklega að vanda sig. Í þessu felst sjarmi plötunnar en þessi eiginleiki dregur hana þó einnig niður á ýmsum stöðum. Í fleiri tilfellum en ekki virk- ar þó þessi losaralega nálgun. Undir Esjuna TÓNLIST Íslenskar plötur Helgi Björnsson syngur lög og texta Magnúsar Eiríkssonar ásamt hljómsveit. Hana skipa þeir Kjartan Valdemarsson, Stefán Magnússon, Róbert Þórhallsson, Einar Valur Scheving og Sigurður Flosa- son. Óskar Páll Sveinsson hljóðritaði og -blandaði og stýrði upptökum ásamt Kjartani og Helga. Sena gefur út. Helgi Björns – Yfir Esjuna  Arnar Eggert Thoroddsen Bandaríska leikkonan Teri Hatc-her, sem fer með eitt af aðal- hlutverkunum í sjónvarpsþáttaröð- inni Aðþrengdar eiginkonur, hefur höfðað mál gegn bresku æsi- fréttablaði, sem birti fregnir þess efnis að hún nyti reglulega ásta með ýmsum karlmönnum í Volkswagen- sendibifreið sem lagt væri fyrir utan heimili hennar í Los Angeles. Frétt- in birtist í slúðurblöðum víða um heim en leikkonan segir um helbera lygi að ræða. Það var breska slúðurblaðið Daily Sport sem fyrst birti fregnir þessa efnis. Að sögn lögfræðifyrirtækisins Schilling, sem fer með mál leikkon- unnar, þótti henni nóg um fréttirnar þegar þær birtust í fjölda dagblaða víða um heim og ákvað hún því að höfða mál gegn dagblaðinu. Búist er við að málið verði tekið fyrir í Lundúnum á næsta ári. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.