Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
G
eir H. Haarde utan-
ríkisráðherra til-
kynnti óvænt í síð-
ustu viku að Ísland
myndi hætta þátt-
töku í endurreisnarsveitum ISAF
– friðargæslusveita NATO í Afg-
anistan – í norðurhluta landsins
vegna ástands öryggismála þar.
Rökstuddi hann ákvörðunina
þannig að á undanförnum vikum
hefði spenna aukist verulega milli
afganskra stríðsherra í norður-
hluta landsins og árásir hefðu ver-
ið gerðar á fulltrúa óháðra hjálp-
arsamtaka og á friðargæsluliða.
Yfirlýsingin vekur athygli því að
það eru ekki nema um tveir mán-
uðir síðan Íslendingar hófu þátt-
töku í endurreisnarsveitunum svo-
nefndu (PRTs: Provincial
Reconstruction Teams) en segja
má að þær séu eitt af flaggskipum
starfsemi ISAF í Afganistan.
Framlag Íslands til sveitanna
hefur verið tvær svonefndar at-
hugunarsveitir (MOTs: military/
mobile observation teams) og hef-
ur önnur verið við störf í Meymana
í Faryab-héraði í norðurhluta Afg-
anistans en hin í Chaghcharan í
Ghor í vesturhlutanum.
Þátttaka Íslendinga í þessum
sveitum hefur að einhverju marki
verið umdeild hér heima. Sumir
hafa lagt málið þannig upp, að
þarna væri verið að búa til vísi að
íslenskum her án þess að um það
hafi verið fjallað með tilhlýðilegum
hætti; aðrir hafa lagt áherslu á
þann vinkil að það geti ekki hentað
þjóð, sem engan her hefur og legg-
ur mikið upp úr vopnleysi sínu, að
taka þátt í verkefnum sem færa
má rök fyrir að séu hernaðarleg.
Utanríkisráðuneytið heldur því
að vísu fram að um borgaralega
friðargæsluliða sé að ræða, utan-
ríkisráðherrann lagði einmitt
áherslu á það í ræðu sinni sl.
fimmtudag að ekki væri um her-
menn að ræða, Íslendingunum
væri ekki ætlað að fást við hern-
aðarleg verkefni, þó að þeir störf-
uðu „tímabundið við hlið her-
manna bandalagsríkja að
viðfangsefnum sem teldust borg-
araleg við eðlilegar kring-
umstæður“.
Útlistaði Geir þetta þannig að
Íslendingarnir störfuðu „sam-
kvæmt stjórnskipulagi og starfs-
háttum herafla Atlantshafs-
bandalagsins“, notuðust því við
einkennisbúninga og titla og bæru
vopn til sjálfsvarnar.
Gallinn við þessa nálgun er sá að
á vettvangi í Meymana og Chag-
hcharan er ólíklegt að nokkur geti
séð mun á íslensku friðargæslulið-
unum – sem skv. utanríkisráðu-
neytinu eru „borgaralegir sér-
fræðingar“ en ekki hermenn – og
norsku og litháensku hermönn-
unum sem starfa með þeim (Norð-
menn fara fyrir sveitinni í Meym-
ana, Litháar í Chaghcharan).
Hafi afganskur skæruliði hug á
að ráðast á liðsmenn ISAF-
sveitanna í t.d. Meymana, þar sem
öryggisaðstæður hafa versnað líkt
og utanríkisráðherra hefur bent á,
er útilokað að hann láti sig nokkru
máli skipta hvernig íslensk stjórn-
völd skilgreina sína fulltrúa á
staðnum. Íslendingarnir eru þung-
vopnaðir og vel tækjum búnir,
klæddir í viðeigandi einkennisbún-
inga, rétt eins og aðrir erindrekar
NATO á þessum slóðum. Sinna
sömu verkefnum og MOT-teymi
sem koma frá löndum sem hafa
her.
Í hugum viðkomandi myndu Ís-
lendingarnir væntanlega standast
„andarprófið“ svonefnda: þeir líta
ekki bara út eins og endur og
vagga ekki bara eins og endur,
þeir kvaka líka eins og endur.
Sjálfsagt er þetta í grunninn
ástæða þess að utanríkisráðherra
hefur ákveðið að hætta þátttöku í
endurreisnarsveitinni í Meymana.
Ástæða er til að vekja athygli á
því í þessu sambandi að nýlega var
breskur hermaður drepinn fyrir
framan bláu moskuna í Mazar-e-
Sharif, sem er öllu austar en
Meymana, en þar hefur öryggis-
ástand til þessa almennt þótt við-
unandi (ég þori varla að segja frá
því en þegar ég var á þessum slóð-
um í lok ágúst fannst mér einmitt
miður að fylgdarmenn okkar hjá
NATO skyldu ekki leyfa okkur að
stoppa lengur en raun bar vitni
fyrir framan þessa merku mosku).
Sá var einmitt liðsmaður MOT-
teymis eins og þess sem Íslending-
arnir skipa í Meymana og Chag-
hcharan.
Kannski var það þessi stað-
reynd sem hristi upp í mönnum í
utanríkisráðuneytinu. Því það er
jú ljóst hvert spjótin myndu bein-
ast ef óhapp ætti sér stað hjá Ís-
lendingunum í Afganistan.
Undirritaður reyndi að sýna
fram á í grein hér í blaðinu 25.
september sl. að verklýsing end-
urreisnarsveitanna (og MOT-
teymanna sem falla undir þær)
væri ekki síst hernaðarleg í eðli
sínu. En hitt er vitaskuld rétt, að
ýmislegt sem sveitirnar sýsla get-
ur vel kallast uppbyggingar- og
endurreisnarstarf.
Eftir sem áður markar þátt-
takan í endurreisnarsveitunum
óumdeilanlega ákveðið skref fyrir
okkur Íslendinga; við erum nú á
vettvangi átaka, mennirnir á
staðnum þátttakendur í tilfallandi
verkefnum vopnaðra hersveita.
Nú er kannski út af fyrir sig
ekkert athugavert við það að stíga
slíkt skref. En um það þarf að fara
fram umræða hér heima. Menn
þurfa að vera meðvitaðir um hætt-
una sem fylgir. Gera upp við sig
hvort þetta sé sú leið sem skuli
fara.
Geir H. Haarde virðist með
ákvörðun sinni í síðustu viku vilja
fara að öllu með gát og það er vel.
Borgaraleg
verkefni
[…] Íslendingarnir [myndu]
væntanlega standast „andarprófið“
[…]: þeir líta ekki bara út eins og end-
ur og vagga ekki bara eins og endur,
þeir kvaka líka eins og endur. Sjálfsagt
er þetta í grunninn ástæða þess að
utanríkisráðherra hefur ákveðið
að hætta þátttöku í endurreisnar-
sveitinni í Meymana.
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is
VEGNA greinar varaborgarfull-
trúa Frjálslynda flokks-
ins hér í blaðinu í gær
þar sem hafðar eru uppi
ásakanir um bókhalds-
brellur í fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar er
rétt að taka eftirfarandi
fram:
Það er hagkvæmt
að reka fráveitu
með rafveitu, hita-
veitu og vatnsveitu.
Þess vegna lækkar
álagningarprósenta
holræsagjalda í
Reykjavík um 9%
um áramót.
Flutningur fráveitu undir hatt
Orkuveitu Reykjavíkur hefur
ekki áhrif á hreinar skuldir
borgarsjóðs. Engu að síður
munu þær lækka um eitt þús-
und milljónir króna á næsta
ári. Að lækkun skulda borg-
arsjóðs „liggur nær öll í þess-
um gjörningi“, eins og vara-
borgarfulltrúinn heldur fram,
er því rangt. Þar er Margrét
Sverrisdóttir að blekkja um
sem nemur einum milljarði
króna.
Það er athyglisvert að vara-
borgarfulltrúi Frjálslynda
flokksins gagnrýni lántökur
Orkuveitunnar vegna Hellis-
heiðarvirkjunar, en þær eru helsta
skýringin á skulda-
aukningu samstæðu
Reykjavíkurborgar.
Í bókun F-listans 3.
maí sl., við af-
greiðslu á ársreikn-
ingi Reykjavík-
urborgar fyrir árið
2004 fagnaði aðal-
borgarfulltrúi
flokksins „umhverf-
isvænum, óumdeild-
um og hagkvæmum
jarðvarmavirkjunum
á Nesjavöllum og
Hellisheiði sem F-
listinn styður
heilshugar eins og önnur mál
sem eru til heilla fyrir núlifandi
og komandi kynslóðir í Reykja-
vík“. Þetta hljóta þau Margrét
og Ólafur F. Magnússon að
verða að gera upp sín á milli.
Telji kjörnir fulltrúar almenn-
ings beitta „sjónhverfingu beitt í
bókhaldinu“ er það grafalvarlegt
mál. Hlýtur viðkomandi því að
bera slíkt upp við óháða endur-
skoðendur borgarinnar. Til þess
eru þeir. Það má þó minna á að
fram til þessa hafa endurskoðend-
urnir undantekningalaust talið
reikningana gefa glögga mynd af
rekstri Reykjavíkurborgar. Hafi
Margrét Sverrisdóttir ekki hald-
betri rök en fram koma í grein
hennar, er ljóst að endurskoðend-
unum er betur treystandi en
henni.
Fjárhagsstaða Reykjavík-
urborgar, hvorttveggja borg-
arsjóðs og fyrirtækja innan sam-
stæðunnar, er afar traust. Það er
vegna þeirrar traustu stöðu sem
hin öfluga þjónusta sveitarfé-
lagsins er boðin gegn vægara
gjaldi í Reykjavík en annars stað-
ar á höfuðborgarsvæðinu. Það er
ódýrt að nota þjónustu Reykjavík-
urborgar vegna þess að festa er í
rekstrinum og fjárhagsstaðan góð.
Traust stjórn fjármála
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
svarar grein Margrétar Sverr-
isdóttur ’Hafi Margrét Sverr-isdóttir ekki haldbetri
rök en fram koma í
grein hennar, er ljóst að
endurskoðendunum er
betur treystandi en
henni.‘
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Höfundur er borgarstjóri.
LENGI vel sóttu nær allir ís-
lenskir doktorar menntun sína til
annarra landa. Á síðustu árum hafa
íslenskir háskólar boðið upp á dokt-
orsnám í auknum mæli. Frá árinu
1995 hefur útskrift
doktorsnema verið ár-
legur atburður hjá Há-
skóla Íslands og út-
skrifuðust einn til þrír
doktorar þaðan á ári á
seinni hluta tíunda
áratugarins.
Eftir aldamótin hef-
ur doktorsútskriftum
fjölgað jafnt og þétt og
útskrifast fjórtán með
doktorspróf frá Há-
skóla Íslands á þessu
ári. Gera má ráð fyrir
að fjölgun útskrifta á
doktorsnemum hjá Háskóla Íslands
verði ör á næstu árum því nú á
haustmisseri 2005 eru 153 skráðir í
doktorsnám. Kennaraháskóli Ís-
lands mun fljótlega verða annar ís-
lenski háskólinn til að útskrifa dokt-
ora og stunda þar nú sjö nám á
doktorsstigi. Háskólinn í Reykjavík
hefur einnig hafið undirbúning að
doktorsnámi. Í ljósi þessarar þróun-
ar verður árlegt haustþing Rann-
sóknamiðstöðvar Íslands, RANNÍS,
tileinkað umræðum um doktorsnám
á Íslandi. Yfirskrift haustþingsins er
„Doktorsmenntun á Íslandi: fyr-
irheit og fallgryfjur“.
Þótt doktorsnemum hérlendis
hafi fjölgað mikið á síðustu árum er
það enn svo að flestir sækja fram-
haldsmenntun á háskólastigi til er-
lendra háskóla. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni þáðu rúm-
lega tvöþúsund Íslendingar lán frá
Lánasjóði íslenskra námsmanna til
að stunda nám á erlendri grund á
síðasta ári. Erfitt er að henda reiður
á hversu stór hluti þeirra stundar
doktorsnám. RANNÍS
hefur þó reynt að átta
sig á fjölda og sam-
setningu þessa hóps
með því að safna mark-
visst upplýsingum um
doktorsnema sem skrá
sig á heimasíðu
RANNÍS (www.rann-
is.is).
Upplýsingar um ríf-
lega hundrað nema eru
nú í safni RANNÍS.
Um fjórðungur þeirra
stundar nám í raun-
greinum og sama hlut-
fall í félagsvísindum, 15 af hundraði
eru í hugvísindum, 14 af hundraði í
heilbrigðisvísindum og tæplega einn
af hverjum tíu í verk- og tæknifræði.
Stærsti hlutinn er við nám í Banda-
ríkjunum (tæplega 40%), fimmt-
ungur í Bretlandi og fimmtungur á
Norðurlöndunum. Raunverulegur
fjöldi doktorsnema erlendis er að
líkindum töluvert hærri en þessar
tölur gefa til kynna og vera má að
upplýsingarnar endurspegli ekki
fyllilega skiptingu milli greina,
landa og kynja. Þær gefa þó vís-
bendingu um þann mikla mannauð
sem Íslendingar eiga á erlendri
grund.
Konur eru í meirihluta þeirra sem
stunda doktorsnám. Á síðasta ári
voru um 60% doktorsnema hér á
landi konur. Ætla má að hlutfallið sé
svipað í ár. Upplýsingar RANNÍS
benda til þess að rúmlega helmingur
doktorsnema erlendis séu konur.
Eitt af fjórum meginstefnumiðum
iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrir
árin 2004–2007 er að auka fjöl-
breytni atvinnulífsins og bæta sam-
keppnisstöðu Íslands. Mikilvægur
þáttur í þessu markmiði snýr að
stuðningi við nýsköpun af ýmsu tagi.
Til að vinna að og viðhalda frjóu um-
hverfi til nýsköpunar á Íslandi er
nauðsynlegt að horfa til margra
átta. Þættir eins og sjóðir og mið-
stöðvar til stuðnings við nýsköpun,
jákvætt skattaumhverfi, stöðugleiki
í efnahagsmálum og kraftmikil fyr-
irtæki skipta þar miklu. Þó dugar
ekkert af þessu til ef ekki fæst hæft
og vel menntað fólk til starfa. Það er
ávallt mikilvægt að á vinnumark-
aðnum sé fólk með fjölbreytta
reynslu og menntun en þegar kem-
ur að nýsköpun vegur þungt að hafa
aðgang að fólki með framhalds-
menntun á háskólastigi.
Staðsetningin skiptir einnig máli.
Þótt þekking ferðist víða í hnatt-
væddum heimi er hún oft bundin við
ákveðna vísindamenn, stofnanir eða
fyrirtæki. Kraftmikið og skapandi
umhverfi fyrir nýsköpun getur
myndast til í kringum staðbundna
þekkingarkjarna séu aðrar for-
sendur fyrir hendi. Það er því þýð-
ingarmikið að Íslendingar haldi
áfram að sækja sér doktorsmenntun
og að doktorsnám hérlendis standist
fyllilega alþjóðlegan samanburð.
Doktorsmenntun
skiptir máli
Ásdís Jónsdóttir fjallar
um doktorsnám í tilefni
af haustþingi RANNÍS ’Það er því þýðing-armikið að Íslendingar
haldi áfram að sækja sér
doktorsmenntun og að
doktorsnám hérlendis
standist fyllilega alþjóð-
legan samanburð.‘
Ásdís Jónsdóttir
Höfundur er sérfræðingur á
greiningarsviði RANNÍS.