Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið
frá Disney .
Toppmyndin í USA.
Þegar maður er þetta lítill
verður maður að hugsa
stórt.
Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði.
Þar sem er vilji,
eru vopn.
Þar sem er vilji,
eru vopn.
Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nico-
las Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins fl ókinn.
Tvær frábærar á dönsku
Drabet (morðið) - opnunarmynd oktober-
bíófest sem Hlaut kvikmynda verðlaun Norður-
landaráðs SÝND KL. 8 M. ÍSL. TEXTA
Voksne Mennesker sigurvegari eddu
verðlaunanna! frábærlega skemmtileg mynd eftir
Dag Kára SÝND KL. 6 M. ÍSL. TEXTA
Mörgæsirnar slá í gegn á Íslandi!
Þriðja vinsælasta mynd landsins eftir 3 vikur í sýningu!
Frumsýnd á morgun
„Meistarastykki!“
-F.G.G., Fréttablaðið
„Tilvalin
fjölskylduskemmtun
sem auðgar
andann!“
-S.P., Rás 1
S.V. MBL
Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 ára
March of the Penguins kl. 6 - 8 og 10
Litli Kjúllinn kl. 6 íslenskt tal
Elizabeth Town kl. 8 - 10.30
Corpse Bride kl. 10
„Sjón er sögu ríkari!“
-H.J., Mbl
S.V. MBL
Þau eru góðu vondu gæjarnir.
H.J. Mbl.
V.J.V. topp5.is
H.J. Mbl.
V.J.V. Topp5.is
H.J. Mbl.
Nýjasta stafræna
teiknimyndaundrið frá Disney.
Vinsælasta myndin á íslandi í dag
Forsala hafin í Reykjavík,
Keflavík og Akureyri
Þau svið menningar og listasem Íslandsmyndir í Kölntaka yfir eru myndlist, ljós-
myndun, kvikmyndir, bókmenntir,
hönnun og tónlist. Aðdáunarvert
umfang en sýningar og viðburðir
fara fram í ellefu sölum og húsum
sem dreifast um miðbæ Kölnar.
Tónlistin fór af stað af krafti frá
og með opnunardegi og voru tón-
leikar á föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöldi með lista-
mönnum á borð við Gus Gus,
Steintryggi, Stilluppsteypu, Mug-
ison, Ghostigital og Orgelkvartett-
inn Apparat. Jóhann Jóhannsson,
tónlistarmaður og einn meðlima
Apparatsins, fer mikinn á Íslands-
myndahátíðinni, tekur þátt í fjór-
um tónlistarverkefnum og er svo-
kallaður „artist-in-residence“,
listamaður sem dvelur á hátíðinni
allan tímann og tekur virkan þátt
í henni allri.
Jóhann kom sem sagt fyrst fram
með Apparatinu á föstudeginum
og á sunnudeginum lék hann á
hljómborð og orgel með Seriu,
sveit Skúla Sverrissonar. Í henni
eru einnig þau Hilmar Jensson,
Ólöf Arnalds og Hildur Guðnadótt-
ir. Í gær flutti Jóhann svo eigin
tónlist í Kulturkirche Köln ásamt
Matthíasi Hemstock og Eþoskv-
artettinum. Leikið var efni af
Englabörnum og einnig nýtt efni
sem væntanlegt er á plötu næsta
vor undir merkjum 4AD sem gerði
samning við Jóhann fyrir stuttu.
Í kvöld fara svo fram tónleikar
sem bera yfirskriftina Köln hittir
Reykjavík. Skúli Sverrisson og
Hilmar Jensson leika þá ásamt
Gerði Guðnadóttur fiðluleikara
sem er búsett í Köln og klarinettu-
leikaranum Claudio Puntin. Einnig
munu þeir Jóhann og Matthías
Hemstock leika ásamt tilrauna-
tónlistarmanninum Frank Schulte
og Jaki Liebezeit, fyrrum trommu-
leikara Can, en áhrif þeirrar sveit-
ar í nútíma rokktónlist eru gríð-
arleg.
Í samtali við blaðamann sagðistJóhann hafa fengið boð frá
Dirk Raulf, einum sýningarstjór-
anna, um að taka þátt með ein-
hverjum hætti fyrir um einu og
hálfu ári síðan.
„Þetta hefur verið lengi í gerjun
en Raulf þekkti mín verk nokkuð
vel. Það sem var lagt með frá upp-
hafi var þetta Reykjavíkur-Kölnar
samstarf og ég hef komið hingað
nokkrum sinnum vegna þessa.“
Jóhann lýsir hátíðinni sem
einkar metnaðarfullri, það sé
óneitanlega sérstakt að viðfangs-
efnið sé einvörðungu Ísland og
einnig sé það sláandi hversu víð-
feðm hún sé.
Hann segist ekki hafa verið í
neinum vafa um þann sem hann
langaði til að starfa með í sam-
starfsverkefninu.
„Mér datt enginn annar í hug en
Jaki. Það var haft samband við
hann og hann gekk að þessu. Við
hittumst svo og náðum auðveld-
lega saman. Við höfum verið að
æfa á fullu síðustu tvo daga en
verkið er samið af okkur fjórum.
Þetta er auðvitað ótrúlega upp-
lifun fyrir mig að vera að spila
með þessum manni, ég hef verið
að hlusta á hann síðan ég var um
sextán ára. Það er merkilegt að
heyra samvinnuna á milli hans og
Matthíasar, tveir slagverkssnill-
ingar en mjög svo ólíkir. Verkið
er þannig að ég og Matti vinnum
náið saman, byggjum hægt upp
hljómavef með lykkjum og svo
kemur Frank Schulte með sitt
krydd ofan á. Svo kemur Jaki með
sitt metrónómíska, germanska bít
og heldur uppi takti af prúss-
neskum aga.“
Þýska útvarpið mun taka tón-
leikana upp en Jóhann er ekki viss
um útgáfu og slíkt. En er engu að
síður spenntur fyrir því að þróa
þetta frekar áfram, ef aðstæður
verða þannig.
Jóhann segir brosandi að upp-lifun sín af hátíðinni hafi nær
eingöngu snúist um eigin vinnu.
Hann sé að frá morgni til kvölds í
hljóðprufum, uppsetningum og æf-
ingum.
„Nú þegar ég fæ smá að blása
fer ég rakleitt á netið að panta
flugmiða! Engu að síður hefur það
verið yndislegt að rekast á alla
vini sína hérna úti, og svona
marga líka.“
Af grein þessari má sjá að
myndarlega var gert við íslenska
popp/tilraunatónlist á hátíðinni, í
boði voru margir af þeim tónlist-
armönnum íslenskum sem standa
hvað fremst í dag. Og eins er með
aðra listgeira sem kynntir eru á
hátíðinni, magnið og framboðið
það mikið reyndar að mann hálf-
partinn sundlar. En það einkar
ljúflega.
Íslandsmyndir og -tónar
’Myndarlega var gertvið íslenska popp/
tilraunatónlist á hátíð-
inni, í boði voru margir
af þeim tónlistar-
mönnum íslenskum
sem standa hvað
fremst í dag.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Rax
Jóhann Jóhannsson tók virkan þátt í hátíðinni í Köln með mörgum mis-
munandi verkefnum.
arnart@mbl.is
www.islandfestival.de
www.johannjohannsson.com
ÚTVARPSSTÖÐIN X-FM hyggst í
kvöld veita þeim Gullkindina sem
þóttu standa sig hvað verst á sviði
fjölmiðlunar í ár. Á heimasíðu X-FM
segir að Gullkindin sé bráðnauðsyn-
leg verðlaunahátíð því að flestir á
þessu skeri séu sjálfskipaðir meist-
arar sem fái frændfólk sitt til að af-
henda sér verðlaun fyrir illa unnin
störf. Kosning hefur farið fram und-
anfarna daga á vef stöðvarinnar en
atkvæði almennings vega 60% á
móti 40% vægi akademíunnar sem
valdi flokkana og þá sem tilnefndir
eru. Sérstaklega er tekið fram að
umsjónarmenn útvarpsþáttarins
Capone komi þar hvergi nærri.
Kynnir kvöldsins er Silvía Nótt,
sem vakti rækilega athygli á síðustu
Edduhátíð, og meðal þeirra sem
koma fram á einn eða annan hátt
eru Rass (órafmagnaðir), Hair-
doctor, Dr. Gunni, Pétur Jóhann,
Helgi meðlimur Blikandi stjarna,
Pétur Ben., Jón Gnarr og Óttarr
Proppé.
Hátíðin er haldin í Ölveri í
Glæsibæ og er aðgangur öllum op-
inn svo lengi sem húsrúm leyfir.
Fólk | Fjölmiðlaverðlaunin Gullkindin
afhent við hátíðlega athöfn í kvöld
Keppnin um Gullkindina verður eflaust hörð í flokknum Versti raunveru-
leikaþátturinn en bæði Íslenski Bachelorinn og Ástarfleyið eru tilnefndir.
Hverjir stóðu sig verst?
FLOKKARNIR ERU:
Versta auglýsingaherferðin
Versta platan
Versti útvarpsþátturinn
Versta lagið
Versta bíómyndin
Versti sjónvarpsmaðurinn
Versti sjónvarpsþátturinn
Versta tímaritið
Versti raunveruleikaþátturinn
Uppákoma ársins
www.xfm.is
Hollywood-parið Angelina Jolieog Brad Pitt ætla að heim-
sækja bágstadda sem lifðu af jarð-
skjálftann í norð-
urhluta Pakistans
á næstu dögum.
Jolie, sem er góð-
gerðarsendiherra
flóttamanna-
hjálpar Samein-
uðu þjóðanna,
hefur heimsótt
yfir 20 lönd frá
því hún tók við starfinu í ágúst árið
2001.
„Við förum til Pakistans á næstu
dögum,“ sagði Jolie við Reuters-
fréttastofuna eftir að hún og Pitt
höfðu fundað með flóttamannahjálp
SÞ í fyrradag.
Flóttamannahjálpin hefur í sam-
starfi við NATO flogið með tjöld og
önnur hjálpargögn til hundraða
þúsunda íbúa sem misstu heimili sín
í jarðskjálftanum sem skók Pak-
istan og nærliggjandi svæði
snemma í október.
Jolie heimsækir höfuðstöðvar
flóttamannahjálparinnar einu sinni
á ári en þetta var í fyrsta sinn sem
Pitt kom með henni.
Að sögn talsmanns stofnunar-
innar tekur Jolie afar virkan þátt í
starfseminni.
„Hún er frábær góðgerð-
arsendiherra sem getur hjálpað
fólki að skilja hið erfiða líf flótta-
fólks,“ sagði talsmaðurinn Jennifer
Pagonis.
Fólk folk@mbl.is