Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 37

Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 37 UMRÆÐAN Dal.is Eldshöfða 16, bakhús Sími: 616 9606 Opið milli 12 - 16 nema fimmtudaga milli 12 -18 111. 780 kr NÝ SENDING Stærð 175 X 88 sm 37.5 11 k r 17.1 31 k r Actavis Group hf. Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfir›i s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is www.actavis.com Haldinn ver›ur hluthafafundur í Actavis Group hf. í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, Reykjavík, flann 2. desember 2005 kl. 16:30. Dagskrá fundarins er svohljó›andi: 1. Tillaga stjórnar félagsins til hækkunar á hlutafé félagsins í tengslum vi› fjármögnun á kaupum á samheitalyfjahluta Alpharma Inc. og breytingar á samflykktum félagsins í tengslum vi› slíka hækkun. 2. Önnur mál. Meginefni tillögu stjórnar félagsins er eftirfarandi: – Stjórn félagsins ver›i veitt heimild til a› gefa út n‡tt hlutafé í félaginu í n‡jum flokki hlutafjár, B-hlutir, a› nafnvir›i EUR 10.000.000 e›a jafngildi fleirrar fjárhæ›ar í ISK e›a USD. Hver B-hlutur skal vera EUR 100.000 a› nafnvir›i e›a jafngildi fleirrar fjárhæ›ar í ISK e›a USD – Helstu breytingar á samflykktum félagsins í tengslum vi› ofangreinda tillögu: • Hlutafé félagsins ver›ur skipt í tvo flokka me› mismunandi réttindi, núverandi hlutir, A-hlutir, og n‡r flokkur B-hlutir sem n‡tur ákve›inna forgangsréttinda • B-hlutir skulu vera án atkvæ›isréttar • Stjórn félagsins skal hafa heimild til fless a› innleysa B-hluti félagsins í heild e›a a› hluta gegn grei›slu innlausnarver›s • Hluthafar félagsins skulu ekki hafa forgang til áskriftar a› hinum n‡ju hlutum Hægt er a› nálgast nánari útfærslu á tillögu stjórnar félagsins á skrifstofu Actavis Group hf., Reykjavíkurvegi 76-78. Frekari uppl‡singar veita fjárfestatengsl Actavis í síma 535 2300 og í netfangi investors@actavis.com. Hluthafafundur Actavis Group hf. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 Í MORGUNBLAÐINU 22. nóv- ember sl. birtist grein undir heitinu „Burt með kirkjukórana“, höfundur er Magnús Ólafs Hansson, Bolung- arvík. Eins og fyrirsögnin ber með sér finnur Magnús kirkjukórum allt til foráttu og gengur m.a.s. svo langt að telja upphaf fjölradda söngs í guðshúsum þjóðkirkjunnar „alvar- legt feilspor sem alla tíð síðan hefur staðið öllu kristnihaldi hérlendis fyr- ir þrifum“. Og hann bætir við: „Og nú er staðan orðin þessi, eins og al- þjóð veit (!), að kirkjukórarnir eru að verða búnir að eyðileggja allt safn- aðarstarf á Íslandi. Er þá vægt til orða tekið.“ Síðar í greininni tekur hann fram að „í dag mæti kirkjukór- inn nánast einn í messur sunnudag- anna, ásamt kannski örfáum viðbót- arhræðum til að hlusta á guðsorðið“. Ég er ein af þessum „örfáu viðbót- arhræðum“ og tek lítt undir sálma- söng kórsins þegar ég sæki kirkju enda aldrei getað sungið með lagi. Samt tel ég mig ekki taka minni þátt í guðsþjónustunni en hver annar. Og ég játa fúslega að ég sæki messur ekkert síður til að heyra fallegan sálmasöng en til að „hlusta á guðs- orðið“. Magnús gefur greinilega ekki mikið fyrir slíka guðsþjónustu og því væntanlega óþarft að hafa kórsöng fyrir þessar örfáar hræður, enda meira í húfi en svo að taka þurfi tillit til þeirra þegar „allt safn- aðarstarf á Íslandi er að verða eyði- leggingunni að bráð“. Tvenns konar rök færir Magnús einkum fram máli sínu til stuðnings: 1) Annars staðar á Norðurlöndum eru ekki starfandi kirkjukórar í al- mennum messum og þar er safn- aðarstarf víða í miklum blóma að hans sögn. 2) „Hinn almenni safn- aðarmeðlimur þorir ekki að taka þátt í söngnum af ótta við að verða niðurlægður sem hjáróma rödd.“ Nú má vel vera að safnaðarstarf sé hér- lendis með minni blóma en víða ann- ars staðar á Norðurlöndum þar sem kórinn er ekki til að glepja fyrir í messunni. Athygli vekur í því sam- bandi að á Norðurlöndum utan Ís- lands telja, að því er mig minnir samkvæmt nýlegri könnun, 25–40% aðspurðra að þeir séu kristnir, en hér á landi allt að 90%. Um seinna atriðið get ég vottað að þar sem ég sæki oftast messur eru kirkjugestir oftar en ekki hvattir til að taka undir með kórnum án þess að það kosti nokkra niðurlægingu. Þrátt fyrir óheillaáhrif kirkjukór- anna kveður Magnús þá reyndar geta „verið til og haldið sína eigin tónleika, jafnvel sungið við ákveðnar athafnir“. Væri fróðlegt að heyra hvers konar athafnir þar er átt við og hvers vegna kórinn er þókn- anlegri við þær en messurnar. Magnús kveðst í grein sinni vilja leggja sig fram um að breiða út fagnaðarerindið. Þá yrði ég undr- andi ef besta ráðið til þess væri að þagga niður í öllum kirkjukórum. KRISTINN KRISTMUNDSSON, Safamýri 73, Reykjavík. Athugasemd frá einni viðbótarhræðu Frá Kristni Kristmundssyni: HVERNIG er þetta með verkalýðs- forkólfana okkar, fengu þeir því framgengt að þetta væri skatt- frjálst? Nei, við verkalýðurinn þurf- um að borga skatt. Þetta er blekk- ingaleikur. Hann hefur viðgengist og flestallir Íslendingar hafa kok- gleypt hann í gegnum áratugina á síðustu öld og nú á þessari nýju öld samþykkja þeir í atkvæðagreiðslum innan sinna verkalýðsfélaga alla ósamninga vegna þess að formenn margra verkalýðsfélaga hafa góðar tekjur, sumir um 600.000 á mánuði. Ef þið trúið þessu ekki skuluð þið fara í skattaskrárnar! Því miður á að fara að hætta að leggja þær fram, en það er út af því að þær mega ekki sjást, þessar litlu (miklu) tekjur hjá þessu fólki. Ég og allt annað verkafólk hefði sett þetta í atkvæðagreiðslu en ekki látið þetta koma yfir okkur aftur með þjóð- arsáttina, við erum búin að fá nóg af henni. Þetta nær aldrei þeim kauphækkunum í prósentum sem alþingismenn, dómarar og allir hin- ir hafa fengið. Það er verið að stinga sleikipinna upp í almúgann svo hann þegi! ÖRN INGÓLFSSON, Granaskjóli 34, 107 Reykjavík. Eingreiðslan sem verkalýðsfélögin sömdu um! Frá Erni Ingólfssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.