Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Séra Þórhallur Heimisson
er landsþekktur fyrir
afburða færni við að
gæða fortíðina lífi.
Hér sannast orðsporið.
Lesið um orusturnar sem
breyttu gangi
mannkynssögunnar.
Athugið!
Séra Þórhallur kynnir bók
sína og áritar fimmtudaginn
24. nóvember á Bókasafni
Hafnarfjarðar.
Hvað gerðist í raun á
ströndinni í Normandí
árið 1944?
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
VEGAGERÐIN þarf að endurskoða
afstöðu sína til legu Sundabrautar í
kjölfar mikillar andstöðu íbúa í Voga-
hverfi og Grafarvogi, segir Guðmund-
ur Hallvarðsson, formaður sam-
göngunefndar Alþingis.
Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri
segir að Vegagerðin vilji enn halda sig
við innri leiðina, en vilji Reykjavík-
urborg fara aðra leið sé rétt að borgin
greiði mismuninn á kostnaði við þá
leið sem Vegagerðin telji henta best
og þeirri leið sem verði fyrir valinu.
„Í ljósi þeirrar umræðu sem nú hef-
ur komið upp, og þeirrar miklu
óánægju með landmótunarleiðina, er
það talið eðlilegt að Vegagerðin taki
þetta mál upp að nýju,“ sagði Guð-
mundur.
Ríkisstjórnin ákvað að veita 8 millj-
örðum af því fé sem fékkst fyrir sölu
Símans til Sundabrautar, en skilyrti
það við að farin verði innri leið. „Það
mun auðvitað losna um það skilyrði
jafnhliða því sem Vegagerðin fer af
stað að skoða,“ segir Guðmundur,
sem telur að ekki muni standa á rík-
isstjórninni að falla frá skilyrðinu.
Jón Rögnvaldsson segir að það sem
Vegagerðin þurfi að skoða sé hvernig
megi ná sátt um innri leiðina við íbúa
beggja vegna Kleppsvíkur – í Voga-
hverfi og í Hamrahverfi í Grafarvogi.
„Í samræmi við úrskurð umhverf-
isráðherra munum við skoða málið og
hafa samráð við íbúana, það gefur
augaleið. Íbúarnir koma vafalaust
með ábendingar sem við skoðum,
þarna er ýmislegt eftir og sjálfsagt
hægt að breyta einhverju. Ég held
það verði að skoða þetta í því ljósi,
þetta verður endurskoðað á þann
hátt. Það var alltaf alveg ljóst að haft
verður samráð við íbúana,“ sagði Jón.
Hann segir Vegagerðina ekki sjá
neina þá kosti við að fara ytri leiðina
sem réttlæti 4–5 milljarða til viðbótar
í verkið. Sú afstaða sé óbreytt, þrátt
fyrir mikla andstöðu íbúa beggja
vegna Kleppsvíkur. Spurður hvort
ekki komi til greina að fara aðra leið
en þá innri segir Jón: „Það getur vel
verið að það verði mat borgarinnar,
en þá er ljóst að okkar mati að ef
borgin vill hafa það þannig þá borgi
hún mismuninn. Þá er ekkert við því
að segja.“
Vegagerðin vill halda
sig við innri leiðina
„MIÐAÐ við hversu hörmulegt ástandið er í
heilbrigðis- og umönnunargeiranum núna þá
hugsar maður með hryllingi til þess að verða
sjálfur gamall og þurfa að leita inn á t.d. hjúkr-
unarheimili,“ segir sjúkraliði, er starfar á
Droplaugarstöðum, í samtali við Morgunblaðið.
Hún vildi ekki láta nafns síns getið af ótta
við að það gæti hreinlega kostað hana starfið.
Kallar hún eftir því að stjórnmálamenn vakni
til vitundar um raunverulegt ástand mála og
gangist við ábyrgð sinni. „Þetta ófremdar-
ástand sem ríkir er rætt meðal starfsfólks inni
á bæði spítölum og hjúkrunarheimilum, en svo
virðist umræðan ekki fara lengra. Þetta
kraumar bara á vinnustöðunum og svo skeður
ekkert meira. Ég held að þjóðfélagið og ráða-
menn geri sér hreinlega ekki grein fyrir því
hversu ástandið er í reynd slæmt.“
Að sögn viðmælanda blaðamanns er ekkert
launungarmál að ástæða þess að ekki fæst fólk
til að vinna umönnunarstörf sé vegna þess
hvað launin eru lág. „Stór hluti starfsfólks
hverfur til annarra starfa vegna þess að það
getur enginn unnið undir því álagi sem verið
hefur á þessum stofnunum nú til langs tíma
vegna manneklu,“ segir hún og tekur fram að
sér finnist sorglegt til þess að hugsa að hún
gæti fengið vinnu t.d. á bensínstöð og verið þar
með sömu eða jafnvel hærri laun fyrir starf
sem fæli í sér miklu minna álag og ábyrgð.
Aukin veikindi starfsfólks
rakin til hins mikla álags
Segir hún ástandið í starfsmannamálum t.d.
á Droplaugarstöðum hafa verið ívið betra eftir
að sumarfríum lauk, en engu að síður sé álagið
mikið og fólk pressað til að taka aukavaktir.
„Við höfum ekki lengur tíma til að taka mat-
arpásur okkar og það líður ekki sá dagur að við
séum ekki spurð hvort við getum tekið auka-
vaktir,“ segir viðmælandi blaðamanns og segir
starfsfólkið ómögulega geta sagt nei þar sem
ófremdarástand ríki. Bendir hún á að víða hafi
verið gripið til þess ráðs að manna stöðurnar
með fólki sem hafi enga reynslu af umönnun
eða fólki sem tali litla sem enga íslensku.
„Þetta fólk er allt af vilja gert, en tungu-
málaörðugleikar geta leitt til alvarlegs mis-
skilnings. Ég spyr bara, hvað þarf að koma
fyrir til þess að ráðamenn þjóðarinnar fari að
sjá að sér?“
Eins og fram kom í blaðinu í gær er ástandið
á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða víða slæmt
á höfuðborgarsvæðinu og hafa mannaráðning-
ar gengið illa frá því í haust. „Ástandið hefur
lítillega lagast frá því í haust, en staðan er þó
enn mjög erfið,“ segir Dagný Hængsdóttir,
starfsmannastjóri á dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund. Aðspurð segir hún á bilinu 10–15
stöðugildi sem ekki hafi enn tekist að manna.
Segir hún Grund sökum þessa hafa haldið að
sér höndum varðandi nýjar innlagnir síðustu
mánuði.
Að sögn Dagnýjar hefur starfsfólkið sem
fyrir er verið duglegt við að taka aukavaktir til
að hlaupa undir bagga, en greinilega megi
merkja á starfsfólki að mikil þreyta sé komin í
hópinn. Segir Dagný þreytuna m.a. birtast í
auknum veikindum starfsmanna.
Alma Birgisdóttir, aðstoðarhjúkrunarfor-
stjóri Hrafnistuheimilanna, tekur undir það að
ástandið sé heldur betra þótt það sé engan
veginn nógu gott. Segir hún enn vanta fólk í 5
stöðugildi á Hrafnistu í Hafnarfirði og í 15
stöðugildi á Hrafnistu í Reykjavík. „Sem betur
fer hefur starfsfólkið okkar verið afar duglegt
að taka aukavaktir og það hefur alveg bjargað
okkur, en auðvitað er álagið farið að segja til
sín,“ segir Alma og tekur fram að reynt sé að
umbuna sérstaklega starfsfólki fyrir að taka á
sig meira álag. Spurð hvaða áhrif manneklan
hafi á nýjar innlagnir segir Alma lítið sem ekk-
ert hafa verið tekið inn og alls ekki á allar
deildir.
„Ófremdarástand í
umönnunargeiranum“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfar-
andi yfirlýsing frá hópi sjúkraliða og
öðru starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum:
„Öldrunardeildir landsins eru illa
mannaðar. Faglært fólk í greininni fæst
ekki í störfin. Ástæðan er einföld: launin
eru lág og álagið gífurlegt. Svo skilja
ráðamenn ekkert í því fyrr en allt er
komið í óefni. Þvílík vanvirðing við þá
hópa sem starfa þar og þá aldraða fólk-
ið sem skilað hefur því sem við höfum í
dag.
Hvaða virðing ber t.d. Reykjavík-
urborg fyrir sjúkraliðum? Í júní 2005
náðust samningar við ríkið og önnur að-
ildarfélög hafa samið. Hvað með Reykja-
víkurborg? Ekki hafa þeir sýnt þann
vilja að semja við sjúkraliða. Svo eru
menn hissa á því að ekki sé búið að
opna þessa flottu deild sem var byggð
yfir þriðju hæð Droplaugarstaða með
öllum þeim hávaða sem því fylgir. Eins
og fram kom í Morgunblaðinu hinn 23.
nóvember vantar 15 stöðugildi svo hægt
sé að opna þessa flottu deild. En tekið
er fram að með 10 stöðugildum væri
hægt að opna þessa deild. Við og aðrir
þeir sem vinna í þessum geira erum
ekki endalaust tilbúnir að bera þau
stöðugildi á okkar baki.“
Launin eru
lág og álagið
gífurlegt
KERTASNÍKIR er á leið til Rov-
aniemi í Finnlandi fyrir Íslands
hönd, en þar verður opnuð um-
fangsmikil jólasýning um næstu
helgi.
Kertasníki til halds og trausts í
ferðinni verða Oddur Bjarni Þor-
kelsson leikari, Yngvi Ragnar
Kristjánsson frá Seli, Hótel Mý-
vatni, Guðrún M. Valgeirsdóttir
fyrir hönd Skútustaðahrepps og
Jóna Matthíasdóttir hjá Snow
Magic, Mývatni.
Skartar nýjum ullarfatnaði
Af þessu tilefni fékk Kertasníkir,
og reyndar allir hans bræður, nýjan
og glæsilegan ullarfatnað. Kerta-
sníkir mun skarta þeim flíkum á
jólahátíðinni sem fulltrúi systk-
inahópsins.
Valgerður Sverrisdóttir, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, hitti
Kertasníki og föruneyti hans síð-
degis í gær áður en lagt var í’ann til
Finnlands.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kertasníkir færði Valgerði Sverrisdóttur mynd af sér við komuna frá Akureyri í gær.
Útrás
íslenska
jóla-
sveinsins
SJÓMAÐUR slasaðist á höfði
um borð í fiskiskipi fyrir Aust-
urlandi og kom það með hann
til Norðfjarðar um hádegið í
gær. Maðurinn var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað og þar var tekin
ákvörðun um að senda hann til
Reykjavíkur með sjúkraflugi.
Að sögn læknis á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkra-
húss í Reykjavík var maðurinn
með minniháttar áverka og var
hann útskrifaður eftir að búið
hafði verið um þá.
Sjómaður
slasaðist
FÓLKSBÍLL lenti út af og valt á
Svalbarðseyri við Eyjafjörð um fjög-
urleytið í gærdag, samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar á Akureyri.
Ökumaður var einn í bílnum og sak-
aði ekki. Mikil hálka var.
Bíllinn valt á hliðina en reyndist
ökufær þegar honum hafði verið
komið aftur á réttan kjöl.
Bílvelta í
hálkunni