Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STEFNIR NUDDSTOFU
Kínverskur maður hefur stefnt
fyrrverandi vinnuveitanda sínum,
sem rekur nuddstofu, fyrir að hafa
ekki greitt rétt laun í þá 18 mán-
uði sem maðurinn starfaði hjá
stofunni. Í stefnu mannsins kemur
fram að hann hafi fengið greiddar
samtals um 147 þúsund krónur í
laun fyrir þá 18 mánuði sem hann
starfaði á stofunni. Fer hann fram
á að fá um 4,7 milljónir króna frá
fyrrum vinnuveitanda sínum, sem
hefur þegar hlotið skilorðsbundinn
dóm fyrir að falsa undirskrift
mannsins á launasamning.
Sirleaf s igraði
Yfirkjörstjórn í Líberíu staðfesti
í gær formlega, að Ellen Johnson-
Sirleaf hefði sigrað í forsetakosn-
ingunum í landinu fyrr í þessum
mánuði. Hún er því fyrst kvenna
til að gegn embætti forseta í Afr-
íkuríki. Fékk hún 59,4% atkvæða
en keppinautur hennar, knatt-
spyrnuhetjan George Weah,
40,6%. Markar kjör Sirleaf þátta-
skil í stjórnmálasögu Afríku.
Tekjuafgangur 19,4 mil l j .
Samkvæmt breytingartillögum
meirihluta fjárlaganefndar við
fjárlagafrumvarpið næsta ár
aukast tekjur ríkissjóðs um 7,2
milljarða, miðað við fjárlaga-
frumvarpið og útgjöld aukast um
tæpa 2 milljarða króna. Þetta þýð-
ir, að tekjuafgangur eykst um 5,4
milljarða króna og verður 19,4
milljarðar í stað 14,2 milljarða
eins og fjárlagafrumvarpið gerði
ráð fyrir. Önnur umræða um fjár-
lagafrumvarpið verður á Alþingi í
dag.
Dæmdur fyrir árás
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt Lárus Má Hermannsson
sem réðst að fyrrum sambýliskonu
sinni og barði hana ítrekað í höf-
uðið með felgulykli, í 5½ árs fang-
elsi fyrir tilraun til manndráps.
Hann var einnig dæmdur til að
greiða konunni 700.000 krónur í
skaðabætur.
Maðurinn hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá því árásin var framin
28. ágúst sl.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 32/37
Erlent 16/17 Bréf 37
Minn staður 18 Minningar 38/44
Höfuðborgin 20/21 Skák 47
Austurland 20 Myndasögur 48
Akureyri 22 Dagbók 48/51
Landið 23 Staður og stund 50
Daglegt líf 24/25 Leikhús 52
Neytendur 26/27 Bíó 54/57
Menning 28/29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
Viðhorf 32 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
VERALDAR“
Ó
lafur G
unnarsson, rithöfundur
„BESTA BÓKVERALDAR“
www.jpv.is
ÍSLENSKA kokkalandsliðið lauk keppni í gærkvöldi
á meistaramóti matreiðslumanna sem fram fór í
Basel í Sviss. Liðið þótti ná ágætisárangri og fékk
silfurverðlaun fyrir útfærslu sína bæði á heitu og
köldu borði. Mótið þykir með þeim sterkari en að-
eins tíu bestu liðum heims er boðin þátttaka. Lið
Singapúr var með besta kalda borðið og náði þriðja
sæti í því heita og dugði sá árangur þeim til sigurs í
keppninni. Kanadamenn náðu næstflestum stigum í
heildina og í þriðja sæti voru heimamenn. Aðeins
var upplýst hvaða lið komust á verðlaunapall en í
dag kemur í ljós í hvaða sæti Íslendingar lentu í
heildina.
Liðið mun nú hefjast handa við undirbúning fyrir
heimsmeistarakeppnina sem haldin verður í Lúx-
emborg á næsta ári, en áður mun það taka þátt í
Norðurlandakeppninni sem fram fer á Íslandi í
mars næstkomandi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Íslenskir matreiðslumeistarar fengu silfur í báðum flokkum á meistaramóti sem fram fór í Basel í Sviss en aðeins
tíu bestu liðum heimsins var boðin þátttaka. Næsta verkefni liðsins verður heimsmeistarakeppnin á næsta ári.
Kokkalandsliðið með silfur í Basel
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA er
heimilt að hefja nýja rannsókn á sak-
arefnum sem voru grundvöllur
ákæru á hendur endurskoðanda
Tryggingasjóðs lækna þótt Hæsti-
réttur hefði vísað ákærunni frá dómi
í fyrra. Hæstiréttur staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
þar sem hafnað var kröfum endur-
skoðandans um að óheimilt væri að
hefja lögreglurannsókn að nýju og
að óheimilt væri að taka lögreglu-
skýrslu af fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Tryggingasjóðs lækna. Jafn-
framt var þeirri kröfu hafnað að
hann hefði ekki réttarstöðu sakborn-
ings.
Ákærunni var á sínum tíma vísað
frá vegna ágalla á rannsókn og ann-
marka á ákæruskjali.
Í dómi sínum í gær vísaði Hæsti-
réttur til forsendna héraðsdóms um
að tilgangur frávísunar máls við
þessar aðstæður væri að gefa
ákæruvaldi færi á að lagfæra grund-
völl máls og væru þær ráðstafanir í
samræmi við meginreglur sem búa
að baki málsmeðferðar fyrir dómi.
Yrði að ætla að þetta væri tilgang-
urinn með frávísun, enda hefði rétt-
urinn að öðrum kosti sýknað ákærða
á þeim grundvelli að sakir væru ekki
sannaðar. Í þessu ljósi væru ekki
efni til að grípa inn í þá lögreglu-
rannsókn sem nú færi fram.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Gunn-
laugur Claessen og Ólafur Börkur
Þorvaldsson. Verjandi var Kristinn
Bjarnason hrl. og sækjandi Jón H.
Snorrason, saksóknari frá efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra.
Kemur ekki á óvart
Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
við Háskóla Íslands, segir niðurstöð-
una ekki koma sér á óvart. „Ég held
nú að það hafi verið leyst úr svona
álitaefni áður. Það hefur náttúrulega
legið fyrir að það sé hægt að höfða
mál að nýju þótt að máli hafi verið
vísað frá dómi og engin spurning um
það, ef skilyrði eru til þess á annað
borð.“
Hann segir hins vegar að í þessu
sambandi þurfi að skoða ef að í fyrri
rannsókn hafi verið undir einhver
sakarefni sem ákærandi hefur
ákveðið að ákæra ekki út af þá er
ekki hægt að taka þau sakarefni upp
að nýju til rannsóknar. Ekkert er
hins vegar því til fyrirstöðu að sömu
sakarefni verði tekin til áframhald-
andi rannsóknar, síðan verði ákært
að nýju í þeim.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
Heimilt að hefja nýja rannsókn
á grunni frávísaðs sakamáls
Eftir Örlyg Sigurjónsson
og Andra Karl
FÉLAGARNIR Guðmundur Karl
Bjarnason og Gunnar Páll Björns-
son voru meðal fjölmargra aðdáenda
Harrys Potters sem fóru á forsýn-
ingu myndarinnar um Potter og fé-
laga í Sambíóunum Reykjavík í gær.
Morgunblaðið/Golli
Forskot
á sæluna
LAGT er til að fjárheimild
Fjármálaeftirlitsins verði
hækkuð um 101 milljón vegna
aukinna verkefna og fjölgun-
ar starfsmanna hjá stofnun-
inni. Er tillaga meirihluta
fjárlaganefndar í samræmi
við frumvarp til laga um
breytingu á lögum um
greiðslu kostnaðar við opin-
bert eftirlit með fjármála-
starfsemi.
Í nefndarálitinu segir að
útgjöldin séu fjármögnuð með
hækkun á eftirlitsgjaldi sem
færist á tekjuhlið ríkissjóðs
og hefur breytingin því ekki
áhrif á afkomu hans. Reiknað
er með að eftirlitsgjaldið skili
um 424 millj. kr. á næsta ári
eða um 13,5 millj. kr. umfram
útgjöld.
Sá afgangur er ætlaður til
að mæta áætluðum halla árs-
ins 2005 sem færist til ársins
2006.
FME fær
101 millj-
ón í viðbót
ELDSNEYTISFLUTNINGAR
um Reykjavík hafa aukist mjög
undanfarna mánuði. Munar mest
um 20–30% fjölgun ferða með dís-
ilolíu eftir að henni var skipt í lit-
aða og ólitaða Ekki er um magn-
aukningu að ræða heldur fleiri
ferðir, því hver olíubíll flytur að-
eins eina tegund olíu.
Ennfremur hefur ferðum Olíu-
dreifingar hf. með þotueldsneyti
fjölgað um 20% frá því að olíu-
birgðastöðin í Hafnarfirði var lögð
niður.
Þetta kemur fram í svari Lúð-
víks E. Gústafssonar, deildarstjóra
mengunarvarna á umhverfissviði
Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn
borgarfulltrúa sjálfstæðismanna.
Í tillögu sem Kjartan Magnús-
son borgarfulltrúi lagði fram á
fundi umhverfisráðs á þriðjudag er
lagt til að Reykjavíkurborg efni til
viðræðna við olíufélögin með það
að leiðarljósi að tryggja fyllsta ör-
yggi í umræddum eldsneytisflutn-
ingum.
Ferðum
fjölgar með
eldsneyti
um borgina
Vilja minnka | 20