Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Starf: Umsjónarmaður í félagsmiðstöð Við félagsmiðstöðina í Giljaskóla er laus 50% staða hjá ÍTA. • Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið tómstunda- og félagsmálafræðum frá KÍ eða hafi sambærilega menntun eða reynslu af að starfa með börnum og unglingum. • Umsækjandi þarf að vera framtakssamur, hugmyndaríkur og hafa ánægju af að starfa með börnum og unglingum. • Greitt er samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar. • Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma 460 1060. • Umsóknir þurfa að berast þjónustuanddyri Akureyrarbæjar Geislagötu 9 á eyðublaði sem þar fæst eða á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is • Starf umsjónarmanns félagsmiðstöðvar heyrir undir forstöðumann tómstundastarfs íþrótta- og tómstundadeildar. • Umsóknarfrestur er til 2. desember 2005. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Upplýsingar um starfið gefur: Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundastarfs í síma 460 1466 eða bergljot@akureyri.is Ofbeldi gegn konum | Alþjóð- legur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum er á morgun og af því tilefni verður fyrirlestur kl. 12.10 í stofu L101 á Sólborg. Hann markar upphafið að 16 daga átaki gegn kynbundnu of- beldi. Á þriðja tug samtaka og stofnana standa sameiginlega að átakinu dagana 25. nóvember til 10. desem- ber en yfirskrift þess er Heilsa kvenna, heilsa mannkyns: Stöðvum ofbeldið. Framsögu hafa Birna Þórarins- dóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi og Amal Tamini, stjórn- arkona í UNIFEM á Íslandi og Sam- taka kvenna af erlendum uppruna og fræðslufulltrúi í Alþjóðahúsinu. FJÁRMÁL eru stór þáttur í lífi allra og undirstaða þess að fólki farnist vel er að fjármálin séu í góðu lagi. Þetta kom fram í máli Elnu Sigrúnar Sigurðardóttur, við- skiptafræðings hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, en hún ræddi þessi mál við 10. bekkinga í Síðuskóla. Stofan og Akureyr- arbær vinna saman að forvörnum í fjármálum fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskólum Akureyrar og hafa samskonar fyrirlestrar verið haldnir í haust í öðrum grunn- skólum bæjarins. Frá árinu 2003 hefur verið í gildi þjónustusamn- ingur milli þessara tveggja, Ráð- gjafarstofunnar og bæjarins, og hafa ráðgjafar á vegum hennar verið á ferð norðan heiða tvisvar í mánuði og veitt viðtöl í fjöl- skyldudeild Akureyrarbæjar, en þannig hafa þeir íbúar bæjarins sem eiga í greiðsluerfiðleikum fengið betri þjónustu. Á grundvelli þessa samnings var ákveðið að gera tilraun með for- varnir fyrir unga fólkið og skipu- lögð kennsla um fjármál fjölskyld- unnar í öllum 10. bekkjum á Akureyri, en það er eitt stærsta verkefni sem unga fólkið á eftir að takast á við í lífinu og því þykir mikilvægt að hefja fræðsluna sem fyrst. Elna Sigrún fræddi nemendur m.a. um fjárhagsáætlanir, sparnað, ýmis hugtök er varða fjármál, lán, hvað það er að vera í ábyrgð fyrir aðra, greiðsluerfiðleika, vanskil og gaf einnig ýmis góð ráð. Þannig nefndi hún að krakkarnir ættu að skoða vel í hvað peningar þeirra færu, nefndi að þau ættu að huga að því hversu mikið færi t.d. í að leigja bíómyndir, skyndibita, sæl- gæti, hvað kostaði að tala í símann og að reykja svo dæmi væru tekin. Einnig benti hún á að nú væri rétti tíminn til að huga að því hvað kost- aði að taka bílpróf. Tók hún sem dæmi að ef 3.900 krónur væru lagðar fyrir í hverjum mánuði og vextir væru 6,45% næmi sparn- aðurinn um 100 þúsund krónum eftir tvö ár, eða þegar að bílpróf- inu kæmi. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna og Akureyrarbær Unga fólkið frætt um fjármálin Morgunblaðið/Kristján Fjármál Elna Sigrún Sigurðardóttir fræðir nemendur Síðuskóla um fjármál fjölskyldunnar. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is HÁSKÓLARÁÐ Háskólans á Akur- eyri samþykkti fyrr í þessum mánuði að sameina þrjár deildar skólans í eina nýja deild; viðskipta- og raun- vísindadeild. Í tengslum við ákvörð- un ráðsins, og umræðu sem skapast hefur á opinberum vettvangi í kjöl- farið, hefur gætt ákveðins misskiln- ings um áhrif þessara aðgerða á námsframboð við Háskólann á Ak- ureyri segir í tilkynningu frá háskól- anum. Til að fyrirbyggja frekari mis- skilning er óskað eftir að komið sé á framfæri að ekki er verið að leggja niður námsbrautir við Háskólann á Akureyri. Við nýja viðskipta- og raunvísindadeild verður boðið upp á nám í viðskiptafræði, umhverfis- fræði, tölvunarfræði, sjávarútvegs- fræði og líftækni, þ.e. sömu náms- greinar og áður voru í boði í deildunum þremur sem sameinaðar verða. Hin nýja deild verður sterkari eining, bæði faglega og rekstrarlega, og mun í krafti þess geta boðið upp á fleiri námsleiðir í framtíðinni, t.a.m. nám þar sem viðskiptafræði og tölv- unarfræði er blandað saman. Þannig mun sameining auðlindadeildar, upplýsingatæknideildar og við- skiptadeildar í viðskipta- og raunvís- indadeild leiða til þess að fjölbreytni í námsframboði við Háskólann á Ak- ureyri muni aukast á næstu árum segir í tilkynningunni. Deildir ekki lagðar niður GUÐMUNDUR Jóhannsson, for- maður umhverfisráðs, sagði að um- hverfisráð hefði samþykkt á fundi sínum í sumar að bæði Dalsbraut og Miðhúsabraut yrðu inni á nýju að- alskipulagi. Sú ákvörðun hefði verið í samræmi við niðurstöðu verkefnis- hóps um tengibrautir í Lundar- hverfi. Guðmundur sagði að bæjar- stjórn hefði breytt þeirri ákvörðun og samþykkt að Dalsbrautin yrði tekin út af aðalskipulagi og þess í stað gert ráð fyrir göngu- og hjól- reiðastíg í vegstæðinu. Guðmundur Guðlaugsson, fyrr- verandi deildarstjóri framkvæmda- deildar Akureyrarbæjar, gagnrýndi þá ákvörðun mjög harkalega í Morg- unblaðinu nýlega og sagði það al- gjört slys að hætt var við Dalsbraut- ina og afdrifaríkustu mistök í skipulagsmálum bæjarins. Hann beindi gagnrýni sinni ekki hvað síst að nafna sínum, formanni umhverf- isráðs. Bæði Dalsbraut og Miðhús- abraut, hafa verið á skipulagi í rúm 30 ár. Guðmundur, formaður um- hverfisráðs, sagðist hafa verið ung- lingur á skellinöðru þegar Dals- brautin var sett á aðalskipulag. Hins vegar hefði Guðmundur Guðlaugs- son þá verið starfsmaður bæjarins. „Ég skil því ekki af hverju hann er að skamma mig fyrir að fara að ákvörð- un bæjarstjórnar, sem breytti ákvörðun umhverfisráðs frá í sumar. Ef Dalsbrautin hefði verið lögð áfram frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut um leið og Skógar- lundurinn var lagður á sínum tíma, værum við ekki í þessari stöðu í dag.“ Varðandi þá gagnrýni Guðmundar Guðlaugssonar, að um afdrifaríkustu mistök í skipulagsmálum bæjarins væri að ræða, sagði formaður um- hverfisráðs, að þótt Dalsbrautin væri tekin af skipulagi, yrði ekki hróflað við vegstæðinu. „Það segir mér að menn séu ekki alveg sannfærðir um að Dalsbrautin verði ekki lögð ein- hvern tímann. Þetta hefur líka haft áhrif í Naustahverfi og þessi vanda- mál varðandi tengingu hverfisins við aðra bæjarhluta geta hreinlega heft uppbyggingu Naustahverfis á ákveðnu tímabili. Fólki finnst sam- göngumálin ekki í lagi og þessu hef ég haldið fram lengi.“ Íbúar þurfa að fá svefnfrið Bæjaryfirvöld hafa takmarkað umferð stórra bíla um Mýrarveg um nætur og helgar og hefur það einnig verið gagnrýnt í Morgunblaðinu, bæði af Guðmundi Guðlaugssyni og Guðmundi Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra GV grafa, en fyrir- tæki hans stundar efnisflutninga, m.a. um Mýrarveg í tengslum við uppbygginguna í Naustahverfi. Framkvæmdastjórinn benti á að með þessari takmörkun væri verið að hlusta á raddir örfárra íbúa á kostnað fjöldans og jafnframt væri verið að beina flutningum að hluta til inn á Þórunnarstræti og hluta Þing- vallastrætis. Við þær götur byggi líka fólk. Guðmundur Guðlaugsson tók undir gagnrýni framkvæmda- stjóra GV grafa. Formaður umhverfisráðs sagði það hálfgert neyðarbrauð að tak- marka umferð stórra bíla en það væri þó heldur ekkert sjálfsagt mál að fara þar um með stór tæki á nán- ast öllum tímum sólarhrings. „Úr því að menn ekki virða þann rétt íbú- anna að geta sofið sæmilega um næt- ur, verður að takmarka umferð um húsa- og safngötur. Þórunnarstræti og Þingvallastræti eru tengibrautir og það er mikill munur þar á.“ Miðhúsabraut yfir golfvöllinn Í þeirri aðalskipulagstillögu sem kynnt verður bæjarbúum á opnu húsi í Amtsbókasafninu næsta laug- ardag, er Miðhúsabraut sýnd vestan við Mjólkursamlag Norðurmjólkur og sunnan við svokallaða Jólasveina- brekku. Einnig mun Miðhúsabraut fara yfir hluta golfvallarins að Jaðri, m.a. yfir flötina á 3. braut og mun sú braut styttast nokkuð. GA fær hins vegar land í staðinn, að sögn for- manns umhverfisráðs. Miðhúsa- brautin mun því liggja áfram frá Mýrarvegi og tengjast Þingvalla- stræti við Súluveg. Forhönnun göt- unnar er lokið en Guðmundur sagði ekki ljóst hvenær framkvæmdir gætu hafist. Ákvörðun um að taka Dalsbraut út úr aðalskipulagi Bæjarstjórn breytti sam- þykkt umhverfisráðs Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á Ak- ureyri hefur samþykkt að halda for- val til að velja sex efstu fram- bjóðendur flokksins í næstu sveitar- stjórnarkosningum og mun það fara fram 21. janúar næstkomandi frá kl. 10 til 18 í húsnæði VG, Hafnarstræti 98 á Akureyri. Þau sem bjóða sig fram til forvals eiga að skila inn tilkynningu fyrir klukkan 12 fimmtudaginn 1. desem- ber 2005, á netfangið vgforval@gma- il.com. Kosningarétt hafi allir skráðir fé- lagsmenn 16 ára og eldri með lög- heimili í Akureyrarkaupstað. Hægt er að skrá sig í félagið fram til lokunar kjörstaðar. Til að tryggja jafna stöðu kynjanna á listanum munu fulltrúar af gagn- stæðu kyni skipta tvö efstu sætin sem og hver tvö sæti þar á eftir. Félagsfundur Akureyrardeildar VG sem haldinn var nýlega kaus fimm manna kjörstjórn til að annast fram- kvæmd forvalsins. Formaður hennar er Hallur Gunnarsson en aðrir eru Ólafur Þ. Jónsson, Guðný Anna Rík- arðsdóttir, Hlynur Hallsson og Stein- unn Rögnvaldsdóttir. Kjörstjórn annast talningu at- kvæða strax að loknum kjörfundi og birtir niðurstöðu kosningarinnar á formlegum fundi sem haldinn verður að kvöldi kjördags. Forval hjá VG í janúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.