Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMKVÆMT breytingartillögum
meirihluta fjárlaganefndar við
fjárlagafrumvarpið næsta ár
aukast tekjur ríkissjóðs um 7,2
milljarða, miðað við fjárlagafrum-
varpið og útgjöld aukast um tæpa
2 milljarða króna. Þetta þýðir, að
tekjuafgangur eykst um 5,4 millj-
arða króna og verður 19,4 millj-
arðar í stað 14,2 milljarða eins og
fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir.
Önnur umræða um fjárlagafrum-
varpið verður á Alþingi í gær.
Endurskoðað eftir að álagn-
ing skattstjóra kom fram
Magnús Stefánsson, formaður
fjárlaganefndar, sagði við Frétta-
vef Morgunblaðsins, að í heild
væri þessi niðurstaða vel viðun-
andi og nærri léti að afgangurinn
svaraði til 2% af landsframleiðslu,
sem auðvitað væri afar gott.
Aðalástæðan fyrir því að tekju-
áætlun fjárlaga hækkar er að gert
er ráð fyrir að tekjuskattur lög-
aðila skili um 3,5 milljarða króna
meiri tekjum á næsta ári en áður
var gert ráð fyrir. Sagði Magnús,
að þessi áætlun hefði m.a. verið
endurskoðuð eftir að álagning
skattstjóra á þessu ári lá fyrir ný-
lega. Þá er gert ráð fyrir að vöru-
gjöld af nýjum bílum skili 1,5
milljarða meiri tekjum en áður var
talið og vaxtatekjur ríkissjóðs
verði nærri 1,3 milljörðum hærri.
Gerðar eru tillögur um aukin út-
gjöld í mörgum liðum sem flestir
eru tiltölulega lágir. Einnig eru til-
lögur um lækkun útgjalda í til-
teknum liðum miðað við upphaf-
lega fjárlagafrumvarpið.
Mest hækka útgjöld mennta-
málaráðuneytis miðað við fjárlaga-
frumvarpið, eða um 690 milljónir
króna, en Magnús sagði að um
væri að ræða ýmsa smærri liði
varðandi menningarmál, safnamál,
húsafriðunarmál o.fl. Meðal annars
er gert ráð fyrir því að framlag til
styrkja vegna kvikmyndagerðar
hækki um 65 milljónir króna en
stefnt er að gerð nýs samkomulags
við samtök í íslenskri kvikmynda-
gerð um eflingu íslenskrar kvik-
myndagerðar. Gildandi samkomu-
lag er frá árinu 1998. Þá er gerð
tillaga um 100 milljónir króna til
sérstaks átaks á árinu 2006 til að
efla starfs- og endurmenntun ófag-
lærðra einstaklinga með litla
menntun, jafnframt því að bæta
stöðu erlends vinnuafls í íslensku
samfélagi. Framlag til Húsafrið-
arsjóðs hækkar um 126 milljónir
vegna tiltekinna tímabundinna
verkefna, framlag til Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna hækkar um 27
milljónir, m.a. vegna fjölgunar um-
sókna.
Bílastyrkurinn enn inni
Framlag til félagsmálaráðu-
neytis hækkar um 470 milljónir,
aðallega vegna 400 milljóna króna
viðbótarheimildar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs til greiðslu at-
vinnuleysisbóta í samræmi við yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar til að
greiða fyrir samkomulagi aðila
vinnumarkaðarins um áframhald-
andi gildi kjarasamninga.
Lagt er til að fjárheimild heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis verði aukin um 155,4 millj-
ónir. Þetta tengist m.a. því að
fallið hefur verið frá áformum um
hætta greiðslu uppbótar til elli- og
örorkulífeyrisþega til að mæta
kostnaði við rekstur bifreiðar.
Þá fá sjúkrahús fé til að fjölga
stöðugildum unglækna vegna
áhrifa af samþykkt tilskipunar
Evrópusambandsins um breyting-
ar á vinnutíma lækna í starfsnámi.
Útgjöld dómsmálaráðuneytisins
aukast um 79,8 milljónir. Munar
þar mestu um 50 milljóna tíma-
bundið framlag til framkvæmda
við stækkun og endurbætur fang-
elsa. Fyrirhugað er í fyrsta áfanga
að gera breytingar á fangelsum á
Akureyri og á Kvíabryggju. Á
Kvíabryggju er ætlunin að fjölga
um átta fangarými og er kostn-
aður við þær framkvæmdir áætl-
aður 27 milljónir en þær verða
fjármagnaðar með ónotuðum fjár-
heimildum frá fyrri árum. Á Ak-
ureyri er ætlunin að fjölga fanga-
klefum um tvo og skapa möguleika
á langtímavistun fanga. Auk þess
er talið nauðsynlegt að gera breyt-
ingar á húsnæði lögreglustöðvar-
innar.
Útgjöld tveggja ráðuneyta
lækka frá fjárlagafrumvarpinu,
samkvæmt breytingartillögunum,
fjármálaráðuneytis um 50 milljónir
og utanríkisráðuneytis um 2 millj-
ónir.
Meirihluti fjárlaganefndar gerir breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ársins 2006
Tekjuafgangur verð-
ur 19,6 milljarðar
Morgunblaðið/Kristinn
Tekjuskattstekjur aukast um 3,5 milljarða á næsta ári
ÞAÐ hafa ekki verið settar og kemur
ekki til álita að setja þjónustukvaðir á
fyrirtæki eða þjónustuaðila með al-
mannaskyldur eða ráðandi markaðs-
hlutdeild þar sem kveðið yrði á um
hámarksbiðtíma eftir svörun í þjón-
ustusíma. Þetta var svar Valgerðar
Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á Al-
þingi í gær við fyrirspurn Jóns
Bjarnasonar, þingmanns Vinstri
grænna, um málið.
Valgerður sagði að hvorki hafi ver-
ið settar né kæmi til álita að setja slík-
ar kvaðir sem Jón spurði um.
Jón þurfti fyrir nokkru að hringja í
Þjónustuver Símans. „Eftir að hafa
beðið á línunni í 15 mínútur kom svar
um að ég væri númer 30 á biðlista.
Þetta var skömmu fyrir hádegið
þannig að ég hélt að það stæði illa á og
reyndi aftur eftir hádegið. Þá endur-
tók nákvæmlega sama sagan sig og
eftir alllanga bið kom símsvari sem
sagði: Þú ert númer 30 í röðinni. Sím-
tölum verður svarað í réttri röð. Ég sá
þá fyrir mér, að þessi dagur myndi
ekki fara í annað en að bíða eftir því
að verða svarað í þennan þjónustu-
síma,“ sagði Jón. Hann sagði, að sér
hefði tekist með
klækjum að fá
samband við aðal-
skrifstofu Símans
og koma þar á
framfæri skila-
boðum um að
hringt yrði í hann.
„Þetta var á
fimmtudegi og á
mánudegi var
hringt og spurt: Varst þú að reyna að
ná sambandi við Þjónustuverið? Ég
leyfi mér því að spyrja ráðherra neyt-
endamála hvort þetta sé eðlilegt?“
sagði Jón.
Sagðist Valgerður vera sannfærð
um, að ef fyrirtæki veiti ekki góða
þjónustu lifi þau ekki af á markaði því
neytendur fari hreinlega til annarra
fyrirtækja eða ný fyrirtæki komi
fram sem veiti betri þjónustu. Mark-
aðurinn sæi því um þetta sjálfur.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður VG, sagði að ráðherrann talaði
eins og það væri fullkomin samkeppni
á þessum markaði en svo væri ekki.
Vegna þess að ráðherrann tryði því
að markaðurinn sæi um þetta þyrftu
landsmenn að éta það sem úti frysi og
sætta sig við lélega þjónustu.
Jón Bjarnason sagðist hafa áhyggj-
ur af því að neytenda- og samkeppn-
ismál væru í höndunum á ráðherra
sem ekki hefði meiri skilning á þeim
en raun bæri vitni. Vísaði Jón til laga
um póstþjónustu og sagði að þar
væru settar þjónustuskyldur á það
hve bréf væru lengi að berast viðtak-
anda frá því þau væru send inn í póst.
Með sama hætti væri hægt að gera
þjónustukröfur gagnvart markaðs-
ráðandi fyrirtæki eins og Símanum
og ráðherra væri ábyrgur fyrir að
þjónusta fyrirtækja væri sett í þann
ramma að hagsmunir neytenda væru
tryggðir.
Valgerður svaraði að sá rammi sem
Jón væri að tala um væri samkeppn-
islög og fleiri lög. Það væri ekki henn-
ar að kveða upp úr um það, hvort fyr-
irtæki úti í bæ hefði brotið lög. „Ég tel
hins vegar að þingmaðurinn hafi
komið rækilega á framfæri kvörtun
með því að segja þessa reynslusögu
úr ræðustóli á Alþingi og það hlýtur
að hafa sín áhrif á það fyrirtæki, sem
þarna á í hlut.“
Númer þrjátíu í bið hjá
þjónustuveri Símans
Jón Bjarnason
FYRIR um ári ákvað Síminn að
dreifa sjónvarpsefni um ADSL-
kerfi sín. Eftirspurnin eftir þeirri
þjónustu hefur verið gríðarleg og
því má segja að tímabundið yf-
irálag í Þjónustuveri hafi skapast.
Þegar Enski boltinn fór í loftið
jukust fyrirspurnir um allan helm-
ing.
Þetta segir m.a. í yfirlýsingu
Símans vegna fyrirspurnar Jóns
Bjarnasonar á Alþingi varðandi
þjónustu fyrirtækisins.
„Síminn er í fremstu röð tækni-
lega séð og með fyrstu fyrirtækj-
um í heiminum að senda sjón-
varpsmerki um ADSL-kerfi sín,“
segir í yfirlýsingunni. „Að auki
hefur það kerfi nú möguleika á
myndveitu og 60 sjónvarpsrásum á
vegum Skjásins sem nýlega var
kynnt. Í kjölfar nýrrar tækni fjölg-
aði símtölum í
Þjónustuver
jafnt og þétt og
hefur verið allt
að fjórföld á við
meðalfjölda síð-
asta árs. Ljóst
er að fram að
þessu hefur
Síminn engan
veginn náð að
anna þeirri gífurlegu eftirspurn
sem sjónvarpsþjónusta Símans
hefur skapað á undanförnum mán-
uðum.
Það hefur aftur á móti orðið
mikil breyting þar á. Okkar mark-
mið í þjónustustigi við viðskipta-
vini er skýlaust að yfirstíga vænt-
ingar þeirra á hverjum tíma og
það eru þeir sem setja viðmiðin
gagnvart okkar markmiðum. Við
erum á góðri leið með að ná því í
dag að 30 séu á bið hjá okkur.
Stefna og aðgerðir Símans í þess-
um málum eru ljósar og allt er
gert til að mæta aukinni aðsókn
viðskiptavina í þjónustu Símans.
Stjórnendur Símans hafa aukið
fjármagn í þjónustumálin og hefur
stöðugildum fjölgað umtalsvert á
síðustu mánuðum. Við stefnum
klárlega að lágmarks biðtíma.
Einnig má benda á að þekking
starfsmanna á þeirri þjónustu sem
Síminn veitir er alltaf að aukast
enda höfum við lagt mikla áherslu
á þjálfun þeirra á undanförnum ár-
um. Þannig hefur afkastageta
starfsmanna allt að tvöfaldast
þrátt fyrir gífurlegt álag og hafa
starfsmenn okkar staðið sig gríð-
arlega vel og veitt framúrskarandi
þjónustu.“
Síminn sendi frá sér yfirlýsingu vegna umræðu á Alþingi
Fjöldi símtala hefur fjórfaldast
Eva Magnúsdóttir
TUTTUGU og sjö listamenn fá heið-
urslaun listamanna á næsta ári sam-
kvæmt tillögu frá menntamálanefnd
Alþingis. Nema launin samtals 43,2
milljónum króna en hver listamaður
fær 1,6 milljónir króna. Listinn yfir
listamennina er óbreyttur frá síð-
asta ári eða eftirfarandi:
Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður
Búadóttir, Erró, Fríða Á. Sigurð-
ardóttir, Guðbergur Bergsson,
Gunnar Eyjólfsson, Hannes Pét-
ursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jó-
hann Hjálmarsson, Jón Nordal, Jón
Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson,
Jónas Ingimundarson, Jórunn Við-
ar, Kristbjörg Kjeld, Kristinn Halls-
son, Kristján Davíðsson, Matthías
Johannessen, Megas, Róbert Arn-
finnsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís
Grímsdóttir, Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir,
Þorsteinn frá Hamri, Þráinn Bert-
elsson og Þuríður Pálsdóttir.
Tæplega þrjátíu
fá heiðurslaun
listamanna
ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði í svari við fyrirspurn á
Alþingi í gær að engin sérstök álita-
mál eða vandamál væru uppi eða
hefðu komið upp í sambandi við
skattalega meðferð mála vegna
Kárahnjúkavirkjunar, umfram það
sem upp kynni að koma vegna
framkvæmda af þessari stærð-
argráðu. Er þetta sama svar og
fjármálaráðherra hefur gefið á
tveimur seinustu þingum.
Árni var að svara fyrirspurn
Steingríms J. Sigfússonar, þing-
manni VG, sem sagði það aðdáun-
arverða staðfestu að fjármálaráðu-
neytið skyldi alltaf gefa sama ranga
svarið.
Engin sérstök
álitamál eða
vandamál
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra kynnti á Alþingi í gær tillögur
að úrbótum í endurgreiðslu á gler-
augnakostnaði barna 18 ára og
yngri, í svari við fyrirspurn Jóhönnu
Sigurðardóttur, þingmanns Sam-
fylkingarinnar. Í tillögunum er tekið
tillit til hækkaðs forræðisaldurs
barna, úr 16 árum í 18 ár.
Jón sagði tillögur hópsins miðast
við að jafna kostnað barnafólks
vegna gleraugnakaupa, þannig að
útgjöld vegna gleraugna barna yrðu
svipuð, hvort heldur barnið þyrfti
flókin eða einföld gleraugu. Einnig
væri miðað við að auka jöfnuð milli
einstaklinga með mismunandi sjón-
lagsgalla og að stuðla að samkeppni
milli gleraugnasala. Felst í tillögun-
um að greiddir verði styrkir vegna
gleraugna barna þar sem styrkleiki
glerja er +/-0,75 eða meiri, eða sjón-
skekkja er +/-0,50 eða meiri, og að
ríkið taki áfram þátt í gleraugna-
kostnaði einstaklinga 18 ára og eldri
með tiltekna augnsjúkdóma. Reikn-
að sé með að þessi hópur sé nú á
bilinu 160 til 170 einstaklingar.
Þá er lagt til að greitt verði í gler-
augum barna 3ja ára og yngri allt að
tvisvar á ári, árlega fyrir börn á aldr-
inum 4 til 8 ára, annað hvert ár fyrir
börn og unglinga á aldrinum 9 til 17
ára og þriðja hvert ár fyrir 18 ára og
eldri. Endurgreiðslualdur verði
hækkaður um tvö ár, frá því að vera
fyrir börn og unglinga með ákveðna
sjónlagsgalla að 16 ára aldri, í það að
verða fyrir öll börn og unglinga að 18
ára aldri.
Gert er ráð fyrir að greiðsluþátt-
taka ríkisins verði áfram föst upp-
hæð, sem miðast við styrkleika og
gerð glerjanna, en þó aldrei hærri
fjárhæð en sem nemur verði þeirra.
Sagði Jón að föst krónutala stuðlaði
að samkeppni milli gleraugnaversl-
ana sem hlutfallsgreiðslur gerðu
ekki. Þá er lagt til að upphæð endur-
greiðslu eða styrks verði hækkuð frá
því sem nú er, en síðustu tvö árin
hafa endurgreiðslur Sjónstöðvarinn-
ar verið að meðaltali um 42% af
heildarverði glerjanna.
Tillögur að úrbótum
vegna gleraugna-
kostnaðar
Jafna
kostnað
barnafólks