Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi HARRY Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling var söluhæsta bókin á Íslandi dagana 15.–21. nóvember sl. að því er fram kemur í samantekt Félagsvísinda- stofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið. Harry Potter tekur við efsta sætinu af Vetrarborg Arnaldar Indriðasonar, sem er í öðru sæti að þessu sinni. Jónsbók – Saga Jóns Ólafssonar athafnamanns eftir Einar Kárason er í því þriðja. Fjórða mest selda bókin á landinu á téðu tímabili er Sólin kemur alltaf upp á ný, endurminn- ingar sr. Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur skráðar af Eddu Andrésdóttur. Þriðja táknið, glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur, er svo í fimmta sæti. Sjö af tíu söluhæstu bókunum eru ís- lenskar að þessu sinni en þær voru aðeins fjórar á listanum sem birtist í blaðinu fyrir viku. Fjórar af bókunum tíu eru skáldverk og þrjár eru barnabækur. Harry Potter söluhæstur  Bóksala | 53 STÍF vestanátt var á höfuðborgarsvæðinu í gær og brá skipstjórinn á Arnarnesinu, gámaflutningaskipi Atlantsskipa, á það ráð við Gróttu á Seltjarnarnesi að kalla eftir lóðsinum til að komast klakklaust að bryggju. Kristján Jón Guðmundsson hjá Atlantsskipum segir það koma fyrir þegar vindur stendur upp á bryggjuna að kallað sé eftir aðstoð lóðsins. Allt gekk að óskum og byrjað var að afferma skipið síðdegis. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Beið í vari eftir lóðsinum út af Gróttu NÝ nöfn sem mannanafnanefnd samþykkir eru ekki færð inn á mannanafnaskrá fyrr en tilkynn- ing berst þjóðskrá um að barni hafi verið gefið viðkomandi nafn. Hingað til hafa nöfn verið færð inn á skrána um leið og úrskurð- ur liggur fyrir. Ástæðan fyrir því að þessu er breytt er sú að dæmi eru um að fólk sæki um nöfn af rælni en noti þau síðan ekki. Þetta á m.a. við um nafnið Bambi sem var samþykkt af nefndinni í maí 2004 en samkvæmt upplýs- ingum frá þjóðskrá heitir enginn Íslendingur þessu nafni. Teljist nöfn sem nefndin úr- að tilgangslausu og að aldrei hafi verið ætlun þeirra að gefa börn- um þessi nöfn. Dæmi væru um að tölvupóstar hefðu verið sendir nefndinni seint um nætur og um helgar, sem gæti sagt sitt um hug umsækjandans. Til að freista þess að draga úr alvörulausum umsóknum verði ný nöfn ekki færð inn á mannanafna- skrá fyrr en börn hafa fengið þessi nöfn. Kolbrún telur ekki að breyta þurfi reglum vegna þessa og úrskurðir nefndarinnar verða eftir sem áður birtir á vefnum. Kolbrún sagði einnig hugsan- legt að nefndin myndi í auknum mæli beita því ákvæði manna- nafnalaga að nafn skuli ekki sam- þykkt ef ástæða sé til að ætla að nafnið geti orðið nafnbera til ama. Þetta ákvæði væri þó afar matskennt og því ekki ólíklegt að talsverðar deilur rísi um úrskurði nefndarinnar sem byggðust á því. Frá því nýir menn tóku sæti í nefndinni hafa eftirfarandi eigin- nöfn verið samþykkt: Aletta, Annas, Dreki, Leo, Lisbeth og Veróna. Nefndin hafnaði eigin- nöfnunum Maia og Kenneth og millinöfnunum Ole og Valberg. Nefndin frestaði að úrskurða um eiginnafnið Hnikarr og hafnaði endurupptöku vegna eiginnafn- anna Annarósa og Kilian. Fjórum beiðnum um úrskurð var vísað frá þar sem nefndin taldi að hún ætti ekki að úrskurða í þeim mál- um. skurðar um hafa áunnið sér hefð á Íslandi, þótt þau séu ekki í mannanafnaskrá, eru þau færð í skrána án tafar. Sérstakar vinnu- reglur gilda um hvenær nafn hef- ur áunnið sér hefðarrétt. Eins og komið hefur fram sögðu allir aðalmenn sig úr mannanafnanefnd í september sl. vegna ágreinings við dómsmála- ráðuneytið um nafnið Eleonora. Varamenn tóku þá sæti og var Kolbrún Linda Ísleifsdóttir kjör- inn formaður nefndarinnar. Tölvupóstar berast nefndinni um nætur og um helgar Í samtali við Morgunblaðið sagði Kolbrún að nokkuð hefði verið um að fólk sækti um nöfn Nöfn sem mannanafnanefnd samþykkir fara ekki sjálfkrafa á nafnaskrá Sækja um ný mannanöfn af rælni en nota þau svo ekki Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LANGSÖLUHÆSTA plata síðastliðinnar viku er þreföld safnplata Björgvins Halldórs- sonar, Ár og öld, en á henni er að finna lög úr söngbók Björgvins frá árunum 1970–2005. Plat- an seldist í tæpum 1.200 eintökum eða um 700 fleiri eintökum en platan í öðru sæti, Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns. Nylon víkur af toppnum og er nú í áttunda sæti listans með Góða hluti. Ár og öld á toppnum  Björgvin | 57 Björgvin Halldórsson HRÍSMJÓLK með sætri sósu, sem seld er í verslunum í 170 gramma pakkningum, inniheldur 30,6 grömm af sykri sem samsvarar 15,3 sykurmolum. Þetta kemur m.a. fram í athugun sem Morgunblaðið stóð að í samvinnu við Brynhildi Briem, næringar- og mat- vælafræðing, en hún starfar sem sér- fræðingur á matvælasviði Umhverfis- stofnunar. Könnunin náði til 43 mjólkurafurða, en fjölbreytni slíkra af- urða á markaði hefur aukist mjög á undanförnum árum, sér í lagi afurða sem beint er að börnum. Hollusta slíkra vara er þó ekki alltaf í fyrirrúmi því mismikið af viðbættum sykri finnst í þeim, eins og dæmin í könnuninni sýna. 15 sykurmolar í Hrísmjólkinni  Hollusta | 26 ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kauphallar Íslands, sem mælir verðbreytingar á hluta- bréfum veltumestu félaganna sem eru skráð í Kauphöllinni, hefur hækkað um 50% á þessu ári. Sambærilegar vísitölur í helstu nágrannalöndunum hafa hækkað frá um 10% og upp í rúm 30%. Þróunin hefur því verið nokkuð önnur hér en í nágrannalönd- unum. Fjármálafyrirtækin eiga stóran þátt í því hvað hækkun Úrvalsvísitölunnar hefur verið mikil á árinu. Afkoma þeirra hefur verið mjög góð auk þess sem þau hafa verið í mikilli útrás. Meiri hækkun en í öðrum löndum  Viðskiptablað | 18 KONA sem flutti kínverskan mann hingað til lands til að starfa á nuddstofu hennar í Kópa- vogi var nýlega dæmd í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir að falsa undirskrift hans á ráðning- arsamning. Maðurinn hefur höfðað einkamál til að fá ógreidd laun, en fram kemur í stefnu að hann hafi fengið 147 þúsund króna laun fyrir 18 mánaða vinnu. Konan vísaði fram fölsuðum ráðningarsamn- ingi hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofn- un vegna umsókna um tímabundið dvalar- og at- vinnuleyfi. Hún játaði brotið og var dæmd í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Guðrún Björg Birgisdóttir hdl., lögmaður mannsins, segir að hann hafi unnið hjá konunni í samtals 18 mánuði, og hafi konan gert ráðning- arsamning við foreldra hans í Kína um að greiða honum 10 þúsund krónur á mánuði fyrir vinnu á nuddstofu hennar. Fyrir þetta 18 mánaða tíma- bil hafi hún hins vegar greitt foreldrum hans samtals um 147 þúsund krónur, en hann hafi engin laun fengið, aðeins uppihald og húsnæði. Nuddaði, þreif stofuna og bar út blöð Því hefur maðurinn höfðað mál gegn fyrrver- andi vinnuveitanda sínum þar sem hann krefst þess að fá laun fyrir vinnu sína á átján mánaða tímabili í samræmi við íslensk lög. Hann hafi starfað við að nudda viðskiptavini vinnuveit- anda síns, en auk þess þrifið nuddstofuna og borið út blöð á morgnana, án þess að fá kaup fyrir. Ekki var heldur staðið skil á launatengd- um gjöldum. Krefst hann því um 4,7 milljóna króna vegna vangoldinna launa, og er það reiknað út frá lág- markstaxta VR að viðbættri yfirvinnu. Frá er dregin eðlileg upphæð fyrir fæði og húsnæði. „Þetta mál er líklega hið fyrsta sinnar teg- undar hér á landi, en þetta er auðvitað ekkert annað en nauðungarvinna, að greiða umbjóð- anda mínum tæpar 150 þúsund fyrir vinnu í 18 mánuði,“ segir lögmaður mannsins. Hún segir að Sýslumaðurinn í Kópavogi hafi ákveðið að kæra konuna aðeins fyrir skjalafals, þó að rétt hefði verið að kæra einnig fyrir nauð- ungarvinnu. Maðurinn var einn þriggja nuddara sem kon- an hafði í vinnu, en eftir að þeir hættu störfum hjá henni voru tveir þeirra reknir úr landi, en honum tókst að fá dvalarleyfi með aðstoð eins af viðskiptavinum stofunnar. Kínverskur maður stefnir eiganda nuddstofu vegna vangoldinna launa Segist hafa fengið 147 þúsund krónur fyrir 18 mánaða vinnu Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.