Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
DAGANA 25. nóvember til 10.
desember verður 16 daga átak
gegn kynbundnu ofbeldi hér á
landi í annað sinn. Á þriðja tug
samtaka og stofnana
taka höndum saman
um að vekja athygli á
slíku ofbeldi til að efla
umræðu, úrræði og
forvarnir gegn víð-
tækum og djúp-
stæðum vanda. Þar
með sláumst við í hóp
tæplega 2.000 sam-
taka í rúmlega 130
löndum sem staðið
hafa fyrir átakinu frá
árinu 1991. Dagsetn-
ing átaksins, frá 25.
nóvember, á alþjóð-
legum degi gegn ofbeldi gegn kon-
um, fram til 10. desember, hins al-
þjóðlega mannréttindadags, var
valin til að tengja á táknrænan
hátt ofbeldi gegn konum og mann-
réttindi og til að leggja áherslu á
mannréttindabrotin sem felast í
ofbeldinu.
Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár
er Heilsa kvenna, heilsa mann-
kyns: Stöðvum ofbeldið. Ofbeldi
veldur andlegu og líkamlegu
heilsutjóni milljóna kvenna og
hindrar eðlilega og
nauðsynlega þátttöku
þeirra í samfélaginu.
Yfirskrift átaksins í
ár er valin til að
leggja áherslu á
tengslin milli ofbeldis
gegn konum og
mannréttinda þeirra
og heilsufars. Auk
þess að vekja athygli
á neikvæðum afleið-
ingum ofbeldisins á
heilsufar alls mann-
kyns.
UNIFEM (Þróun-
arsjóður Sameinuðu þjóðanna í
þágu kvenna) hefur um árabil ver-
ið í fararbroddi í baráttunni gegn
kynbundnu ofbeldi á heimsvísu.
Það var fyrir tilstilli UNIFEM
sem allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti árið 1999 að
25. nóvember yrði alþjóðlegur
dagur gegn ofbeldi gegn konum
og setti á stofn sérstakan Ofbeld-
issjóð þremur árum áður sem
starfræktur er af UNIFEM. Of-
beldissjóðurinn (e. Trust Fund to
Eliminate Violence Against Wom-
en) er einstakur styrktarsjóður
sem fjármagnar verkefni í þróun-
arlöndum með það að markmiði að
vekja athygli á og útrýma ofbeldi
gegn konum í hvaða mynd sem
það birtist. Í ár bárust sjóðnum
rúmlega 1.000 umsóknir en ein-
ungis var hægt að styrkja 24
verkefni sökum fjárskorts – þrátt
fyrir 80% hækkun á heildar-
framlagi sjóðsins á milli ára. Þessi
mikla eftirspurn er til vitnis um
alvarleika ofbeldisins og það er
dapurleg staðreynd að núverandi
fjármögnun nái einungis að
styrkja um 2,5% umsókna. Það er
mikilsvert að nefna í þessu tilliti
að íslensk stjórnvöld veittu 5,7
milljónir króna til Ofbeldissjóðsins
í ár og þrefölduðu þar með fram-
lag fyrri ára.
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi
er stolt af því að hafa átt forgöngu
um að ráðist var í 16 daga átak
gegn kynbundnu ofbeldi hér á
landi á síðasta ári. Átakið tókst
með miklum ágætum og hafa eft-
irfylgni og allt samstarf verið virk
og gefandi. Á þeim árangri byggj-
um við nú og vonumst til þess að
átakið í ár verði til enn frekari vit-
undarvakningar og eflingar úr-
ræða og forvarna.
Átakinu verður ýtt úr vör í
fyrramálið á árlegum morgunverð-
arfundi UNIFEM á Hótel Loft-
leiðum. Sérstakur heiðursgestur
fundarins verður Nadya Engler
frá Bisan rannsóknarsetrinu í
Ramallah í Palestínu en á síðasta
ári fékk setrið styrk úr Ofbeld-
issjóðnum til að efla og samhæfa
úrræði heilbrigðisstarfsfólks í Pal-
estínu til að taka á heimilisofbeld-
ismálum. Fundurinn hefst kl. 8.30
en Nadya mun einnig ávarpa fund
UNIFEM í Háskólanum á Ak-
ureyri í hádeginu sama dag.
Af hverju 16 daga átak
gegn kynbundnu ofbeldi?
Eftir Birnu Þórarinsdóttur ’Yfirskrift átaksins í árer valin til að leggja
áherslu á tengslin milli
ofbeldis gegn konum og
mannréttinda þeirra og
heilsufars. ‘
Birna Þórarinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastýra
UNIFEM á Íslandi.
16 daga átak
MEÐ þessari grein
minni vil ég koma á
framfæri við foreldra
yngri barna hve
nauðsynlegt er að
þau kynni sér net-
notkun barna sinna
bæði með tilliti til
heimasíðna og efn-
isvals.
Tölvur eru í dag
eitt af mikilvægustu
hjálpartækjum í
skólagöngu nemanda
en þær bjóða uppá
fjölmörg tækifæri til
betri menntunar og
bættra efnistaka. Um
leið fylgja þessari
nýju tækni miklar
hættur ef ekki er
fylgst reglulega með
notkun þeirra og þá
sérstaklega óheftu
aðgengi yngri barna
að netinu og því efni
sem þar er að finna.
Eitt af þeim tæki-
færum sem internetið
býður upp á í dag er
gerð heimasíðna á
auðveldan hátt og
færist það stöðugt í
vöxt að börn á aldr-
inum 7 til 12 ára eigi
sína eigin síðu t.d.
undir léninu www.folk.is svo dæmi
sé tekið. Á heimasíðum sínum
geta börnin t.d. sett inn upplýs-
ingar um sig, fjölskyldu og vini
ásamt myndum og öðru skemmti-
legu efni. Hins vegar hefur borið á
því að börnin nýti sér þennan
vettvang til að gefa öðrum börn-
um umsögn þ.e. skrifa opinberlega
um afstöðu sína til vina og ann-
arra barna á þeirra aldri. Er þessi
háttur mjög algengur enda býður
stöðluð uppsetning á þessum sér-
tilgerðu heimasíðum upp á val-
möguleika sbr. „vinir og vanda-
menn“ sem í sjálfu sér hljómar
jákvætt og vinalega við fyrstu sýn.
Oftar en ekki má finna í þessari
upptalningu jákvæð ummæli um
besta vin eða vinkonu viðkomandi
en svo er því miður ekki alltaf far-
ið og geta stundarbrigði kallað á
neikvæða umfjöllun og þarf ekki
að tíunda hér hversu alvarlegt og
viðkvæmt það getur
verið fyrir þá sem um
er skrifað enda um-
mælin sögð á miðli
sem allir geta skoðað
og lesið.
Segja má að slíkar
heimasíður séu í raun
dagbækur nútímans
en munurinn er að
þessi skrif eru öllum
opin og geta birst sem
niðurstaða eða ákveð-
in dómur yfir þeim
sem skrifað er um.
Þannig geta saklaus
skrif á heimasíðu, um
vini og kunningja,
auðveldlega snúist
upp í andhverfu sína
enda gera börn sér
enga grein fyrir hætt-
unni sem þarna
leynist. Þau hafa ekki
þann þroska sem þarf
til að skilja þann
skaða sem þau geta
valdið með skrifum
sínum. Ummælum
sem til lengri tíma lit-
ið gæti flokkast undir
andlegt ofbeldi eða
einelti.
Látum þessi viðvör-
unarorð verða okkur
foreldrum áminning
um hve mikilvægt er að leiðbeina
börnum okkar og kenna þeim að
umgangast netið með skilningi á
kostum þess og göllum. Kenna
þeim að bera virðingu fyrir öðrum
þannig að þau nýti sér ekki þenn-
an mikilvæga miðil til að fá útrás
fyrir eigin tilfinningar. Tilfinn-
ingar sem stundum lúta að gremju
og vonbrigðum í garð vina og
kunningja. Ekkert foreldri óskar
barni sínu neikvæðrar umfjöllunar
á fjölsóttum netsíðum. Við for-
eldrar erum öll ábyrg fyrir okkar
börnum og ber skylda til að
vernda þau eftir bestu getu.
Stöndum vörð um hamingju
barnanna okkar.
Heimasíður barna
– nýtt form eineltis
Hildur Sigurðardóttir biður
foreldra að fylgjast með skrif-
um barna á vefsíðum þeirra
Hildur Sigurðardóttir
’Þannig getasaklaus skrif á
heimasíðu, um
vini og kunn-
ingja, auðveld-
lega snúist upp í
andhverfu sína
enda gera börn
sér enga grein
fyrir hættunni
sem þarna
leynist.‘
Höfundur er leikskólakennari.
ÉG VIL byrja á því
að óska öllum Ólafs-
firðingum nær og fjær
innilega til hamingju
með 60 ára afmæli
bæjarins. Þar sem
þetta er sennilega í
síðasta skiptið sem
kaupstaðurinn sem
slíkur á tuga afmæli
frjáls og óháður öðr-
um bæjum er ég mjög
ósátt við bæjarstjórn
Ólafsfjarðar vegna að-
gerðaleysis hennar í
tilefni af 60 ára afmæli
kaupstaðarins.
Ég hefði viljað sjá
veglega hátíð fyrir
alla bæjarbúa, bæði
stóra og smáa, en það
er fólkið sem býr í
bænum sem á að
skipta höfuðmáli í
byggðarkjarna eins og
Ólafsfjörður er. Núna
ætti ekki að skorta
peninga til að halda
Ólafsfirðingum veg-
lega hátíð, enda búið
að selja hitaveituna eða næstum
gefa hana. Í þeim málum finnst mér
að íbúum hafi ekki verið gefinn
kostur á að tjá sig, t.d með borg-
arafundi, sem ekki mátti halda þótt
lofað hafi verið áður. En núna er
blessuð bæjarstjórnin komin á 100
km hraða við að koma af stað sam-
einingu við Siglufjörð.
Skyldi það vera vegna
þess að þeir þora ekki í
kosningar í vor? Við
hvað eru þeir hræddir,
eru það eigin gjörðir
eða öllu heldur mis-
gjörðir? Ég held að
best væri að ganga ró-
lega og yfirvegað að
öllum sameiningum og
muna að hafa þá hugs-
un hvað er best og far-
sælast fyrir fólkið í
Ólafsfirði, en ekki
hugsa um eigið skinn.
Árið 1945 fengu
Ólafsfirðingar kaup-
staðarréttindi og því
bærinn 60 ára á þessu
ári. Þessara tímamóta
hefur ekki verið minnst
á nokkurn hátt, hvorki
í ræðu né riti, mér vit-
anlega. Mér finnst það
ekki bera vott um hlý-
hug til bæjarins.
Ólafsfirðingar nær
og fjær hugsið vel um
bæinn ykkar og ræktið
vinaböndin.
Skrifað svona rétt til umhugs-
unar.
Ólafsfjörður 60 ára
Ingibjörg Ásgrímsdóttir
skrifar í tilefni af 60 ára
afmæli Ólafsfjarðar
Ingibjörg
Ásgrímsdóttir
’… er ég mjögósátt við bæj-
arstjórn Ólafs-
fjarðar vegna
aðgerðaleysis
hennar í tilefni
af 60 ára afmæli
kaupstaðarins.‘
Höfundur er leikskólakennari
á Ólafsfirði.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni