Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 15. nóvember skrifaði Hulda Guðmundsdóttir djákna-kandídat í MA-námi í guðfræði nokkuð harðorðan pistil um baráttu Siðmenntar fyrir trúfrelsi og um- burðarlyndi í opinber- um skólum landsins. Sakar Hulda Siðmennt um „endurtekin gíf- uryrði og rangfærslur“ sem í sjálfu sér er at- hyglisvert þar sem flest allt sem Hulda segir um baráttu Siðmenntar er beinlínis rangt og mál- flutningur hennar því lítið annað en gíf- uryrðaflaumur. Málflutningur Huldu einkennist af strá- mannsrökvillum eins og þær eru kallaðar í rök- fræðinni. Hulda gerir Siðmennt upp stefnu sem félagið hefur alls ekki og gagnrýnir hana svo. Huldu er kannski vorkunn þar sem þetta er það sem t.a.m. bisk- up Íslands hefur svo oft gert þegar hann hefur rætt um Siðmennt á op- inberum vettvangi. Það er óþolandi að sitja undir þessum sí- endurteknu rangfærslum og tíma- frekt að þurfa að svara þeim í hvert skipti. Ég vil því biðja Huldu og aðra þá sem málið varðar að kynna sér málflutning Siðmenntar fyrst en gagnrýna hann svo. Geri ég þá ráð fyrir því að málflutningur Huldu sé byggður á vanþekkingu hennar um stefnu Siðmenntar en ekki vísvitandi blekkingum. Siðmennt styður fræðslu um trúarbrögð í skólum Meginrangfærslan í grein Huldu er sú að hún gerir ráð fyrir því að Sið- mennt sé á móti trúarbragðafræðslu í skólum. Þetta er rangt eins og hefur komið skýrt fram í málflutningi og stefnu félagsins. Sið- mennt hefur þvert á móti sérstaklega hvatt til aukinnar fræðslu um trúarbrögð í skólum og tekið ítrekað fram að eðlilegt sé að börn séu sérstaklega frædd um kristna trú vegna sögu- legra tengsla Íslendinga við kristni. Siðmennt hefur hins vegar gagnrýnt það trú- boð og þá trúariðkun sem stundum á sér stað í opinberum skólum. Op- inberir skólar eiga að vera fræðslustofnanir en ekki trúboðsmiðstöðvar. Siðmennt hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að almenn fræðsla um ólík trúarbrögð sé æski- leg. Hulda fjallar hins vegar ekki um þessa stefnu Siðmenntar held- ur einbeitir sér að því að gagnrýna stefnu sem fé- lagið hefur ekki. Það er miður fyrir svo mikilvægt mál. Tölfræðin og réttlætið Hulda lýkur grein sinni á því að vitna í fjöldann allan af prósentutölum um afstöðu fólks til fræðslu um trúar- brögð í skólum. Að minnsta kosti tvennt er athugavert við þessa upp- talningu. Í fyrsta lagi er réttlæti ekki ákvarðað með handauppréttingum og í öðru lagi er Siðmennt, eins og áður segir, alls ekkert á móti fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð í skólum og því er upptalning Huldu bæði óþörf og óviðeigandi. Eðlilegra hefði verið að birta tölur um það hvort fólk styður trúboð og trúariðkun í skólum þó svörin við slíkum spurningum séu í raun aukaatriði. Annað hvort er trú- boð í opinberum skólum réttlætanlegt eða ekki. Síðan þylur Hulda upp tölur um trúarskoðanir og minnist meðal ann- ars á að „aðeins 19,1% segjast ekki vera trúaðir“ og „aðeins 1,4% [...] játa aðra trú en kristni“. Hvað þessar tölur koma málflutningi Siðmenntar við veit ég ekki en í það minnsta vona ég að guðfræðingurinn sé ekki að segja að það þurfi ekki að taka tillit til þeirra sem eru „aðeins fimmtungur þjóð- arinnar“! Siðmennt er á móti trú- aráróðri í opinberum skólum alger- lega óháð því hvort 99% þjóðarinnar eru kristin, 1% eða 51% eins og fram kemur í þeirri könnun sem Hulda vitnar til. Siðmennt telur að skólinn eigi að vera fræðslustofnun en ekki trúboðsmiðstöð, algerlega óháð öllum prósentureikningi. Að lokum vil ég gera lokaorð Huldu að mínum. Menn eiga ekki að „gaspra“ og vera með „gífuryrði“. Við eigum að bera sanngjarna virðingu fyrir ólíkum menningarstraumum og trúarskoðunum fólks og öll umræða á að „einkennast af sanngirni og sátt- fýsi“. Því ítreka ég enn og aftur að Sið- mennt styður alla fræðslu um trúar- brögð en er á móti trúaráróðri og trú- boði í opinberum skólum. Þetta hefur alltaf verið stefna Siðmenntar og bið ég þá sem það varðar að taka tillit til þess í umræðum framvegis. Gífuryrði og rangfærslur um Siðmennt Sigurður Hólm Gunnarsson svarar grein Huldu Guðmunds- dóttur um baráttu Siðmenntar fyrir trúfrelsi og umburð- arlyndi ’Því ítreka égenn og aftur að Siðmennt styð- ur alla fræðslu um trúarbrögð en er á móti trú- aráróðri og trú- boði í opinber- um skólum.‘ Sigurður Hólm Gunnarsson Höfundur er varaformaður Siðmenntar og nemandi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. UMRÆÐAN undanfarið um líf eldra fólks, einkum á hjúkrunar- og dvalarheimilum, hefur verið heldur einhliða og dapurleg. Fjöl- miðlafólk hefur verið duglegt við að draga upp frekar neikvæða mynd af þessum heimilum og ellinni um leið. Fyrir rúmu ári var rit Vil- hjálms Árnasonar og Ástríðar Stef- ánsdóttur (Sjálfræði & aldraðir) um rann- sókn á högum aldr- aðra á vistheimilum ofarlega á baugi. Það sem ábótavant gat talist á heimilunum var blásið út í fjöl- miðlum. Undirrituð skrifaði þá grein í Morgunblaðið með yfirskriftinni „Skekkt mynd leiðrétt“ og reyndi þar að koma á framfæri óánægju starfsfólks og íbúa Hrafnistu í Hafn- arfirði með þá um- ræðu sem í gangi var. Nú nýlega komst svo Sólvangur í Hafnarfirði í frétt- irnar svo um munaði. Það er vitanlega ljóst að víða þarf að gera betur og skapa eldra fólki mannsæmandi kjör. Misjafnar þarfir Í dag er mikið rætt um nýja framtíðarsýn í málefnum aldraðra. Nú eiga aldraðir einstaklingar að búa sem lengst heima, þrátt fyrir heilsubresti og fá aukna þjónustu frá sínu sveitarfélagi. Um þetta er allt gott að segja en fleiri kostir þurfa að standa til boða. Aldraðir er hópur misjafnra einstaklinga. Það sama hentar ekki öllum. Á mörgum dvalar-og hjúkrunarheim- ilum njóta margir aldraðir lífsins jafnvel þótt heilsan sé ekki góð. Margt stendur til boða eins og fjölbreytt félagsstarf, líkamsrækt og listsköpun, svo eitt- hvað sé upp talið. Á hvíta tjaldinu Góða sýn í þennan heim gefur heimild- arkvikmyndin „Ómur af söng“ sem frum- sýnd verður í Laug- arásbíó í dag. Í henni koma fram ein- staklingar sem lýsa af einlægni lífi sínu, gleði og sorgum. Myndin sýnir einkar vel að þrátt fyrir að aldraðir á dvalarheimilum séu komnir á jaðarlínu samfélagsins, einkenn- ist líf þeirra ekki af sorg og sút. Þvert á móti á glaðværðin einnig sinn sess í lífi þeirra. Hverjum degi tengjast nýjar vænt- ingar. Myndin sýnir ennfremur ýmislegt um lífið og tilveruna sem margt má læra af. Reynsla og reisn ellinnar mætti oftar sjást og heyrast í okk- ar harðsnúna sam- félagi. Kvikmyndin „Ómur af söng“ er unnin af Þorsteini Jónssyni kvik- myndagerðarmanni í samvinnu við Hrafnistuheimilin. Ég leyfi mér að hvetja alla til þess að sjá myndina. Gamlir í bíó Lovísa Einarsdóttir segir frá bíómyndinni „Ómur af söng“ sem fjallar um líf aldraðra á elliheimilum Lovísa Einarsdóttir ’Myndin sýnireinkar vel að þrátt fyrir að aldraðir á dval- arheimilum séu komnir á jað- arlínu sam- félagsins, ein- kennist líf þeirra ekki af sorg og sút.‘ Höfundur er samskiptafulltrúi á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í GREIN sem Val- gerður Ágústsdóttir sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifar í Morgunblaðið 21. nóv- ember gerir hún sig seka um alvarlegar yf- irsjónir. Greinin fjallar um aukningu rekstrarútgjalda grunnskóla á síðustu árum. Í greininni er því haldið fram að stöðugildum í grunn- skólum hafi fjölgað um 42% meðan nem- endum hafi aðeins fjölgað um 5%. Þetta kann hvort tveggja að vera rétt en á þessu eru skýringar sem greinarhöfundur kýs að horfa fram hjá. Ég segi horfa fram hjá þar sem ég trúi ekki að sérfræðingar Sam- bands íslenskra sveit- arfélaga viti ekki hvaða breytingar hafa orðið á ís- lenska grunnskólanum á umliðnum árum. Með grunnskólalögunum frá 1995 var ákveðið að fjölga vikulegum kennslustundum nemenda um 4,3 stundir að meðaltali á hverja bekkj- ardeild sem jafngildir 14,68% aukn- ingu. Í samningum kennara árið 2001 var samið um að fjölga nem- endadögum í grunnskólum um 10 eða 5,88%. Þessir tveir þættir framkalla því kostnaðaraukningu sem nemur um 21,5%. Þegar talað er um aukningu á rekstrarkostnaði grunnskólanna er nauðsynlegt að taka með í reikninginn að skóli án aðgreiningar ásamt kröfunni um ein- staklingsmiðað nám hef- ur í för með sér kostn- aðarauka. Þessar breytingar hafa m.a. kallað á fjölgun annarra starfsmanna en kenn- ara, s.s. stuðningsfull- trúa og skólaliða. Ekki má heldur gleyma þeirri jákvæðu ákvörðun að koma upp mötuneyti í hverjum skóla. Sú ákvörðun hafði að sjálf- sögðu í för með sér mikla fjölgun stöðugilda og aukinn rekstrarkostnað. Það sem mestu máli skiptir hins vegar í þessu sambandi er að öll þessi atriði hníga í þá átt að auka og bæta þá þjón- ustu sem grunnskólinn veitir. Öll skrif sem sett eru fram um aukningu á rekstrarkostnaði í skóla- kerfinu þarfnast því gaumgæfilegrar skoð- unar og mikilvægt er að allar for- sendur séu rétt settar fram. Sé það ekki gert er líklegt að skrifin valdi óþarfa ólgu og tortryggni sem bitnar fyrst og fremst á starfi skólanna og þar með hagsmunum nemenda, for- eldra og kennara. Þegar svo háttar til er betur heima setið en af stað far- ið. Aukin þjónusta við nemendur Eiríkur Jónsson gerir athugasemd við grein Valgerðar Ágústsdóttur um rekstrarútgjöld grunnskóla Eiríkur Jónsson ’Öll skrif semsett eru fram um aukningu á rekstrarkostn- aði í skólakerf- inu þarfnast því gaumgæfi- legrar skoð- unar...‘ Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. GENGUR þér betur en mér að draga úr umstanginu fyrir jólin? Það er reyndar enginn mælikvarði, því ég er ekkert sérlega góð í því. Þó stend ég mig betur þau jól sem ég hef verið í prófum skömmu fyrir jól, enda ekki annað hægt! Mikilvægast er að við eigum val og getum ákveðið að breyta um stíl þetta árið. Þetta geta orðið jólin sem við fundum fyrir friði og ró og áttum auk þess góðar samverustundir með fjölskyldunni. Þeir sem vinna að fjölskyldumálum hafa bent á aukna tíðni hjónaskilnaða eftir jól. Mjög marg- ir verða að vinna langan vinnudag í desember og slíkt skapar álag hjá öllum í fjölskyldunni. Þá er farið að tala um ,,jólakvíða“ sem sérstakt fyrirbrigði. Slík jól eru mörgum erfið en með því að skoða hvað er mikilvægast þá auðveldast valið. Við tökum sjálf ákvörðun um hvernig við lifum lífinu – alla vega trúi ég því. Snemma í nóvember er byrjað á að minna mig á að nú líði að jól- um. Kaupmenn eru duglegir að láta mig vita af því sem mig vant- ar til að geta haldið gleðileg jól. Og það virðast engin takmörk vera á því sem fjölskylduna vantar þessi jól. Auðvitað verða kaup- menn að auglýsa vörur sínar, það er skiljanlegt. Á einhverju verða þeir að lifa. Um hver jól tek ég ákvörðun um að fyrir þessi jól vanti mig eig- inlega ekkert nema nokkrar jóla- gjafir og smávegis í matinn. Ég á auðvitað val um hvað ég geri og stundum hefur mér gengið vel að standast freistingar en ekki alltaf ... Það er mjög auðvelt að berast með straumnum og falla í freistni og það geri ég iðulega. Stundum þegar ég kem heim eftir að hafa farið út í búð til að kaupa mjólk og brauð, þá kem ég heim með tvo til þrjá fulla poka af vörum – og það er bara nokk- uð vel sloppið! Ég er alveg sannfærð um að fleiri hafi lent í þessu. En samt er það svo ótrúlega margt sem mig vantar alls ekki en kaupi. Síðan ákveð ég hátíðlega að þetta gerist ekki aftur, en svo gerist þetta aft- ur, og aftur ... Ég á safn af fínum afsökunum og rökum sem henta við hvert tækifæri! Sum árin hef ég dregið úr umstanginu. Það er t.d. auðvelt þegar prófum lýkur ekki hjá mér fyrr en skömmu fyrir jól. Kemur af sjálfu sér, segja vin- irnir, þú hafðir ekki tíma. En það eru einmitt þessi próf í desember sem hafa opnað augu mín fyrir því hvað er mikilvægast. Þegar aðeins er hægt að velja fáeina hluti af því sem áður var gert, þá hefur dregið úr umstanginu en hefðir fjölskyld- unnar um samveru hafa haldist. Það á ég líklega fyrst og fremst að þakka börnunum sem vilja gjarnan halda í okkar hefðir. Þessi jól ætla ég að einbeita mér að því að skapa góðar jólaminningar hjá fjölskyldu og vinum. Enda tengjast mínar ljúfustu jólaminningar einmitt slík- um stundum. Davíð Stefánsson gaf okkur gott heilræði með vísunni ,,Láttu þér fátt um flos og sessur og fágaða skápa og borð. Sífellt dekur við dauða hluti er dulbúið sálarmorð.“ Ég er búin að flækja mig illa í dekrinu við dauðu hlutina en held hins vegar að hægt sé að ná full- um bata – en það tekur líklega allt lífið að ná þeim áfanga. Fjölskylduráð vill hvetja sem flesta til að skoða hug sinn til jóla- undirbúnings. Ráðið ákvað að vekja umræðu um það hvort eigi að neyta eða njóta jólanna. Haldnir verða tveir morg- unfundir kl. 9-10, þegar mánuður er til jóla, fimmtudaginn 24. nóv- ember. Annar fundurinn verður í Iðnó í Reykjavík en hinn í Nýja bíó á Akureyri. Á báðum fund- unum verður boðið upp á líflega umræðu til að fá okkur til að staldra við og ákveða sjálf hvernig jól við viljum halda. Á að neyta eða njóta jólanna? Drífa Sigfúsdóttir fjallar um jólahald í neysluþjóðfélagi ’Fjölskylduráð villhvetja sem flesta til að skoða hug sinn til jóla- undirbúnings. Ráðið ákvað að vekja umræðu um það hvort eigi að neyta eða njóta jólanna.‘ Höfundur er formaður í fjölskylduráði. Drífa Sigfúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.