Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 23

Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 23
Ólafsvík | Sérstök skákdagskrá var á sal skólans í Ólafsvík föstudaginn 18. nóvember sl. Félagar í Taflfélagi Snæfellsbæjar með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksam- bands Íslands og Norðurlandanna í broddi fylkingar, kynntu þar nem- endum skákíþróttina en hún er ein valgreina á þessu skólaári. Félagar Taflfélags Snæfellsbæjar skiptast á að kenna nemendum elstu bekkja skák á hverjum föstudegi. Eftir skemmtilegt spjall við nem- endur tefldi Guðfríður Lilja við marga þeirra fjöltefli. Flestir urðu að lúta í lægra haldi fyrir skákforset- anum sem heillaði alla viðstadda upp úr skónum. Einn nemandi, Bjarki Rúnarsson í 6.b, náði þó að gera jafn- tefli við skákdrottninguna og -forset- ann. Morgunblaðið/Alfons Tefldu við skák- drottninguna MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR Lexus GS300 F. skráð. 03/2001, ek. 49.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 3.000.000 Tilboðsverð: 2.700.000 kr. Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 6, eða hringdu í 570 5400. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 32 1 11 /2 00 5 Lexus LS430 President F. skráð. 01/2003, ekinn 27.000 km Vél: 4300cc Litur: Silfurgrár Verð: 4.990.000 kr. Tilboðsverð: 4.290.000 kr. Lexus IS200 F. skráð. 10/2003, ekinn 24.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Dökkgrár Verð: 2.350.000 kr. Lexus GS300 EXE F. skráð. 09/2002, ekinn 33.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Gylltur Verð: 3.250.000 kr. Tilboðsverð: 2.950.000 kr. Lexus RX300 EXE F. skráð. 08/2004, ekinn 20.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Gylltur Verð: 4.740.000 kr. Lexus LS430 President F. skráð. 05/2002, ekinn 48.000 km Vél: 4300cc Litur: Silkigrænn Verð: 4.520.000 kr. Tilboðsverð: 3.990.000 kr. Eðalvagnar Lexus IS200 F. skráð. 10/2004, ekinn 13.000 km Vél: 2000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 2.500.000 kr. Lexus RX300 EXE F. skráð. 10/2003, ekinn 32.000 km Vél: 3000cc s.sk. Litur: Silfurgrár Verð: 4.250.000 kr. Sjá nánar á www.lexus.is - Notaðir Lexus bílar. Blönduós | Lífið er ekki alltaf dans á rósum og menn feta lífsins slóð með misjöfnum hætti. Laufey Dís Einarsdóttir er 47 ára einstæð fjög- urra barna móðir og hefur búið á Blönduósi með tveimur yngstu dætrum sínum síðastliðin tvö ár. Hún hefur oft lent í brimróti lífsins en ætíð náð að halda höfðinu upp úr. Eins og fyrr segir býr hún núna að eigin sögn í yndislegu húsi við Aðalgötuna á Blönduósi, yrkir, teiknar, tekst á við lífið og freist- ingar þess með fallegar dætur sér við hlið. Ljóðið og teikningin hefur alltaf verið hennar haldreipi í lífinu og segir Laufey Dís að hún hafi ort alveg síðan hún var barn og á nú feikna mikið ljóðasafn. Sýnir teikningar og ljóð „Það vill enginn gefa út ljóðabók nema maður sé eitthvert nafn,“ sagði Laufey aðspurð hvers vegna hún hefði ekki gefið út ljóðabók. Laufey sagði reyndar að ljóð eftir hana hefði birst í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum og eins hefði hún átt ljóð vikunnar á Bylgjunni. Þennan hæfileika til að yrkja seg- ist Laufey sækja í Hjarðarfellsætt- ina til langafa síns, séra Lárusar Halldórssonar yngri, fyrrum prests á Breiðabólstað á Skógarströnd. „Eftir hann er skrautskrifuð tafla í Dómkirkjunni,“ sagði Laufey máli sínu til stuðnings. Þó svo að áherslan sé fyrst og fremst á ljóðin þá hefur Laufey skrifað barnasögu sem birtist á sín- um tíma sem framhaldssaga í fréttablaði í Stykkishólmi undir nafninu: „Leiðin inn í Grimmadal“. „Teikningin hefur alltaf átt hug minn en þegar stormar lífsins geis- uðu sem ákafast lagðist sú iðja mín niður,“ segir hún en núna streyma myndirnar fram á pappírinn. Mest eru þetta blýantsteikningar og eiga hestar og Kristur stóran hlut í sköp- unarverki Laufeyjar. Þessa dagana heldur Laufey Dís sína fyrstu myndverkasýningu á veitingahúsinu Við árbakkann og sýnir þar bæði innrammaðar teikn- ingar og ljóð. Það er vel þess virði að líta inn á sýningu Laufeyjar og lesa í myndir hennar og ljóð, skynja átökin, sigurinn og fyrirgefn- inguna. Lífið er ekki fullkomið, það er hverjum manni hollt að átta sig á því og í voninni og trú á sjálfan sig og Guð er framtíð hvers manns fal- in. Á það treystir Laufey Dís Ein- arsdóttir. Yrkir ljóð og teiknar í brimróti lífsins Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Saman Laufey Dís Einarsdóttir með dætrum sínum tveim, þeim Margréti Erlu Gísladóttur og Elísu Hafdísi Hafþórsdóttur. Þær standa þétt saman. Eftir Jón Sigurðsson LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.