Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 30

Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝR KANSLARI ÞÝZKALANDS Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafakeppzt um að gera lítið úrAngelu Merkel, nýjum kansl- ara Þýzkalands. Það er nú ekkert til- efni til þess. Hún hefur sýnt mikið út- hald í stjórnmálum eftir að hún hóf beina þátttöku í þeim og hefur komizt til æðstu metorða, fyrsta konan, sem tekur við embætti kanslara Þýzka- lands. Angela Merkel hefur unnið úr þeim úrslitum, sem við blöstu að loknum kosningum í Þýzkalandi eins og efni stóðu til. Meirihlutastjórn varð ekki mynduð nema með málamiðlun á milli stóru flokkanna tveggja. Slík ríkis- stjórn sat í Þýzkalandi fyrir nokkrum áratugum og var alls ekki slæm rík- isstjórn. Þess vegna skyldu menn fara hægt í að dæma ríkisstjórn Angelu Merkel fyrirfram. Ganga má út frá því sem vísu, að samskipti Þýzkalands og Bandaríkj- anna batni eftir valdatöku Angelu Merkel. Þau voru um skeið afleit, enda leit Bandaríkjaforseti svo á, að Schröder hefði skrökvað að sér á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Það er mikilvægt fyrir hinn vestræna heim, að samskipti Bandaríkjanna og Þýzkalands séu góð. En það er líka mikilvægt fyrir Evr- ópuríkin að samskipti Þjóðverja og Rússa séu góð. Hvernig ætli þeim komi saman, Angelu Merkel, sem átti heima í Austur-Þýzkalandi undir stjórn kommúnista, og Pútín, sem starfaði þar sem KGB-njósnari og tal- ar þess vegna reiprennandi þýzku? Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Mikilvægasta verkefni hinnar nýju ríkisstjórnar Þýzkalands er þó að fást við efnahags- og atvinnumál þar í landi. Frá því að þýzku ríkin tvö voru sameinuð hefur Þjóðverjum gengið erfiðlega að fást við þau. Kostnaður- inn við uppbyggingu austurhluta landsins hefur verið gífurlegur og sennilega langtum meiri en talið var í upphafi. Engu að síður var það rétt ákvörðun hjá Kohl að þýzku ríkin skyldu sameinast. Í sögu Þýzkalands skiptir ekki meginmáli, hvort það tek- ur áratug lengur eða skemur að ná tökum á efnahagsmálum hins samein- aða ríkis. Aðalatriðið er að ríkin voru sameinuð. Og líklega er það til marks um hinn gífurlega efnahagsstyrk Þjóðverja, að þeir hafa getað tekið á sig mikinn kostnað við sameiningu án meiri bú- sifja en raun hefur á orðið. Schröder á áreiðanlega eftir að fá betri eftirmæli sem kanslari Þýzka- lands í sjö ár en hann fær nú. Hann hefur tekizt á við vanda Þjóðverja í efnahags- og atvinnumálum og tekið á sig mikinn pólitískan vanda í eigin flokki af þeim sökum. Kannski þarf samstarf stóru flokk- anna tveggja í Þýzkalandi til þess að leiða flókinn vanda í efnahagsmálum til lykta á farsælan hátt. HVAÐ SKIPTIR MESTU MÁLI? Á forsíðu Morgunblaðsins í gærbirtist frétt þess efnis, að 6 millj- ónir barna deyi á hverju ári úr hungri. Þar er vitnað til skýrslu frá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, en í skýrsl- unni segir: „Mörg þessara barna deyja úr smitsjúkdómum, sem unnt er að lækna; iðrakveisu, lungnabólgu, mal- aríu og mislingum og það hefði oft tekizt, hefði ónæmiskerfi þeirra ekki verið orðið veiklað af hungri og van- næringu.“ Í skýrslunni kemur einnig fram, að á árunum 2000 til 2002 hafi 852 millj- ónir manna þjáðst af vannæringu, þar af 814,6 milljónir í þróunarríkjunum. Athygli heimsins, stóru ríkjanna, ríku þjóðanna, beinist að stríðsátök- um, hvort sem er á Balkanskaga, í Írak, milli Ísraela og Palestínumanna eða annars staðar. Þessi stríð hafa leitt til mikilla hörmunga og átökin við hryðjuverkamenn hafa kallað yfir þessar þjóðir mikil vandamál. En það er annað stríð, sem stendur yfir, sem í raun og veru er miklu al- varlegra. Það er stríðið við fátækt og hungur og spurning, hvort það stríð er að tapast. Getum við, hinar ríku þjóðir Vesturlanda, horft á það án að- gerða, sem skila raunverulegum ár- angri, að 6 milljónir barna deyi á ári hverju úr hungri? Getum við horft upp á það, að 800 milljónir manna þjáist af vannæringu? Það er nógur matur til í heiminum fyrir allt þetta fólk. Ef við beinum athygli okkar ekki í stórauknum mæli að þessum vanda verða ekki mörg ár þangað til hinn fá- tæki lýður um allan heim snýst gegn okkur og stormar borgarhliðin að allsnægtinni, eins og svo oft hefur gerzt í sögu heimsins. Viljum við heyja það stríð frekar en að rétta þessu fólki hjálparhönd án stríðs? ÓPERAN OG KÓPAVOGUR Hugmyndir Gunnars I. Birgisson-ar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að byggja hús yfir Íslenzku óperuna í Kópavogi hafa vakið mikla athygli. Þeim hefur verið tekið vel af forráða- mönnum Óperunnar en það er kannski of mikið sagt að þeim hafi verið tekið fagnandi. Er ekki kjarni málsins sá, að Íslenzku óperuna vantar hús við hæfi? Skiptir öllu máli, hvort það hús er í miðborg Reykjavíkur eða verður hluti af kjarna menningarstofnana í Kópavogi? Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur opnað leið fyrir Íslenzku óperuna, sem hefur átt við umtalsverðan vanda að stríða seinni árin eftir glæsilegt upphaf. Það er ástæða til að hvetja forráðamenn óperunnar og annað áhugafólk um málefni óperunnar til þess að grípa þetta tækifæri. Í því felst, að óperan getur fengið viðun- andi starfsaðstöðu innan örfárra ára. Það er ekkert vit í því að láta það tækifæri líða hjá. Í GÆRKVÖLDI barst Morgunblaðinu ný og endurskoðuð umfjöllun Royal Bank of Scotland og fer hún hér á eftir í örlítið styttri þýðingu: Í Check Book okkar frá 17. nóvember vöktum við athygli á því að kjör á verðbréfum íslenskra banka á eftirmarkaði hefðu versnað. Á þeim tíma beindum við sjónum að ýmsum viðfangs- efnum og vangaveltum sem við höfðum heyrt hjá fjárfestum varðandi Kaupþing, stærsta banka Íslands. Endurskoðun áhyggjuefna Eins og kom fram hjá okkur í síðustu viku höfðu áhyggjur vaknað hjá fjárfestum varðandi íslenska banka og þar sem Kaupþing er alþjóð- legastur þeirra bar hann mest á góma í banka- heiminum. Enn fremur tilgreindum við sex þætti sem hafa verið hvað mest áberandi í um- ræðu meðal fjárfesta. Að neðan eru þessir þætt- ir ræddir að nýju eftir frekari greiningu: Hlutverk Kaupþings í einkafjármagnsfjármögnun Þessu má skipta í tvo flokka. Í fyrsta lagi ræðir um eignarhluta Kaupþings sem færðir eru í efnahagsreikning og í öðru lagi ræðir um hlutverk fyrirtækisins við fjármögnun til ann- arra aðila sem takast á hendur skuldsettar yf- irtökur. Fyrri hlutinn er auðskiljanlegur. Sem stend- ur eru eignarhlutar að verðmæti 226 milljónir evra (16,8 milljarðar króna) bókfærðir í efna- hagsreikningi fyrirtækisins, eða sem nemur um 0,7% af bókfærðum heildareignum. Bankinn lít- ur ekki á eignarhluta af þessu tagi sem hluta af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Hann mun engu að síður þegar tækifæri er metið gefast, takast slíkar fjárfestingar á hendur ef þær eru taldar vera arðbærar yfir visst tímabil. Okkur skilst að stefna bankans sé að óskráð- ar fjárfestingar verði ekki hærri en 4% af heild- areignum. Seinni hlutinn, þ.e. lánveitingar til aðila sem takast á hendur skuldsett fyrirtækjakaup eða viðskipti, er hluti af kjarnastarfsemi Kaup- þings. Útlánageta bankans jókst verulega við kaup bankans á danska bankanum FIH í sept- ember 2004. Vergur hagnaður bankans vegna að lýs þó þe kr ing Ka hæ ha br ba 29 er 19 ba útlána til fyrirtækja hefur aukist mikið í kjölfar- ið. Liðir utan efnahagsreiknings Eins og kom fram í fyrri greiningu hækkuðu liðir utan efnahags úr 1.700 milljörðum króna í 2.800 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum þess árs. Við beindum athyglinni að því að fjár- festar hefðu einhverjar áhyggjur af hvers eðlis þessir liðir væru og hverju hratt þeir hefðu vax- ið, í ljósi þess að nákvæmar upplýsingar hefðu ekki verið tiltækar á þeim tíma. Við nefndum annars vegar að um gæti verið að ræða stöðu- tökur í mjög áhættusömum eignum eða hins vegar áhættulitla kosti. Við nánari skoðun sjáum við að þessir liðir utan efnahags eru að stærstum hluta í áhættulitlum eignum og að hinn mikla vöxt þeirra megi að hluta til rekja til þess að Singer & Friedlander kemur inn í sam- stæðuna. Við erum þeirrar skoðunar að fjárfestum ætti Endurskoðað mat Höfuðstöðvar Royal Bank of Scotland. GREININGARDEILD Dresdner Kleinwort Wasserstein, fjárfestingar- arms þýska bankans Dresdner Bank, fjallaði um fund Kaupþings með fjár- festum í liðinni viku undir fyrirsögn- inni „Símafundur dregur ekki úr áhyggjum“ og fylgir hér nákvæm endursögn af þeirri frétt: Áhugi á Compass Á miðvikudaginn hélt Kaupþing símafund með fjárfestum til að reyna að draga úr áhyggjum manna í kjöl- far greinar í Sunday Telegraph þar sem greint var frá því að bankinn gæti haft áhuga á að kaupa ferða- þjónustustarfsemi Compass. Enda þótt bankinn hafi gert grein fyrir því máli þá teljum við að önnur áhyggju- efni séu fyrir hendi, og þótt bankinn geti virkað ódýr í samanburði við aðra banka með A1 lánshæfismat þá ætti að forðast að taka áhættu á þess- um tímapunkti. Kaupþing hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og er fyrirtækið mjög háð fjármögnun á lánsfjármark- aði. Hefðbundin innlán eru einungis 25% af útlánum og minna en 19% af heildareignum, sem er langt undir því sem almennt þekkist í Evrópu. Kjör á markaði fyrir skuldaraáhættu (CDS, credit default swaps) hafa verið undir þrýstingi og ekki síst eftir blaðagrein- ina sem að framan er vitnað til. Á lánsfjármarkaði hefur ekki sömu sveiflna gætt. Á símafundinum kvaðst fyrirtækið efast um að ef núverandi kjör á láns- fjármarkaði yrðu viðvarandi myndi slíkt hafa áhrif á hagnað, heldur gæti aðgangur að fjármagni verið mikil- bankinn hafi alme við að svara spurni óljóst til kynna að samanburðarhæfar inni. Hvað sem öð við um að Kaupþi lega mikið til að d gagnrýnisröddunum slíkar raddir verð hvað sem staðreyn ur fannst sum viðb frekar veik. Áfram að fjármagni frá l gerandi fyrir öll ekki síst fyrir fyri er miklum innlán Vogunarsjóðir gæ mikil áhrif á kjör aði en ef núver óbreytt þá gæti skilaboð til annarr vægari en lánsfjárkjör þegar til lengdar léti. Vék sér undan spurningum Kaupþing sagðist ekki tjá sig um orðróm á markaði eða í fjölmiðlum, en tók skýrt fram að fyrirtækið myndi einungis kaupa önnur fjár- málafyrirtæki. Hvað sem öðru liði áskyldi fyrirtækið sér þann rétt að fjárfesta í öðrum atvinnugreinum sem einkafjármagnsfjárfestir eða að veita ráðgjöf í slíkum viðskiptum. Með til- liti til Compass þá teljum við að hið fyrrnefnda sé möguleiki og áhrif þess yrðu háð stærð eignarhluta og fyr- irkomulagi honum tengdum. Bankinn vék sér fimlega undan spurningum varðandi lán til hluthafa og vöxt í skuldbindingum utan efnahagsreikn- ings, en við teljum engu að síður að Greiningardeild Dresdner Kleinwo Símafundur d ekki úr áhyg %             & ' (  !)  *   + )# , )  ( -* . /  -* ,  ( -0! !     !   1   (  -( ,( 23' ( -!- 4    # 5   4  # $     # 667 896 698 :; <: 668 :6 => <7 89 ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? %   2 $ "  $ 4  /    $5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.