Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 41
MINNINGAR
og snarpa rimmu við óvígan fjand-
mann, krabbann, varð vinur okkar
Björn Kjartansson að láta í minni
pokann þrátt fyrir hugprúða baráttu
allt til hinstu stundar. Þar sem hann
sá að orrustan var töpuð, gekk hann
sáttur og æðrulaus á fund skapara
síns. Það sem ég minnist helst í sam-
skiptum við Björn er einlægni hans
og trúmennska gagnvart vinum og
vandamönnum, fyrir utan það sem
var hans besta fag, að vinna baki
brotnu og hlúa að sínum.
Þegar við Björn kynntumst var
hann flutningabílstjóri og flutti og
dreifði vörum á Suðurlandsundirlend-
inu. Ég gerði það stundum mér til
gamans að fara með honum í þessar
ferðir sem aðstoðarmaður hans og
voru þetta mjög skemmtilegar ferðir.
Seinna eftir að Björn stofnaði verk-
takafyrirtækið Björn & Gylfi, með
vini sínum Gylfa Grímssyni, fór ég
með honum í tækjakaupaferðir til
Bretlands. Björn vann sér ávallt að-
dáun og virðingu í samskiptum við
viðskiptamenn, innlenda sem útlenda,
fyrir faglega þekkingu sína og heið-
arleika í viðskiptum. Þær hafa verið
margar ánægju- og gleðistundirnar
með Birni og Svölu í Fitjakoti, sér-
staklega jólaveislurnar annan í jólum.
Þar voru jólin haldin eins og þegar
forfeðurnir fögnuðu. Etið, drekkið og
verið glaðir og svo var tekið í spil. Það
sem ber þó hæst í samskiptum við
Björn svila okkar og mág, eru systk-
inaferðirnar. Síðastliðin tólf ár hafa
börn Árna og Hlínar á Reykjalundi,
með mökum, farið á hverju sumri inn í
óbyggðir Íslands. Það er varla til sá
staður á landinu sem við höfum ekki
heimsótt. Þetta hafa verið stórkost-
legar, ógleymanlegar ævintýraferðir
og Björn verið ljúfur og góður föru-
nautur. Björn kunni einnig að meta
gott viskí, en það eru bara sjentil-
menn sem kunna þá list.
Björn hefði orðið sjötugur hinn 3.
desember næstkomandi og ætlaði að
halda upp á afmælið hjá mági sínum
Páli í Kaupmannahöfn. Því miður náði
hann ekki því markmiði. Vertu sæll,
kæri vinur, og vegni þér vel á nýjum
vegum almættisins.
Auður og Hermann.
Nágranni minn og vinur til 35 ára,
Björn Kjartansson, er fallinn frá eftir
stutta en erfiða sjúkdómslegu. Við
töluðum saman daginn áður en hann
lagðist inn á sjúkrahús til uppskurð-
ar. Í fari hans og orðum fólst ekkert
nema hans eðlislæga bjartsýni um
skamma veru á spítalanum og síðan
einhvern tíma til hvíldar áður en hann
gæti hafið störf á ný. Kynni okkar
Björns hófust þegar hann ásamt konu
sinni Svölu Árnadóttur festi kaup á
Fitjakoti á Kjalarnesi. Það var mér
kærkomið að fá fólk á mínum aldri og
með lík áhugamál í nágrennið. Svölu
og hennar fólk hafði ég þekkt frá
barnæsku en nú hófust ný kynni.
Björn hafði unnið við flutninga út á
land áður og hafði ég rétt séð honum
bregða fyrir. En þar sem Björn hóf
nú störf sem vörubílstjóri og vinnu-
vélaeigandi tengdumst við enn frekar
og höfum starfað saman í áraraðir
sem samherjar og keppinautar.
Þegar Björn hafði nú flutt á Kjal-
arnesið má segja að hann væri kom-
inn heim því ættir sínar í föðurætt átti
hann svo sannarlega hér í þessari
sveit. Kjartan faðir hans var fæddur í
Nesi sem var býli við Nesvíkina syðst
á Brautarholtstanganum. Forfeður
hans og frændgarður bjuggu hér
víða, m.a. á Tindstöðum, Ártúni, Vallá
og Skrauthólum, allt dugnaðarfólk og
barnmargt. Kjartan byggði síðan upp
nýbýlið Kjartansstaði í Hraungerðis-
hreppi og ólst Björn þar upp ung-
lingsárin sín. Systkinahópur Björns
var stór og eflaust hafa foreldrar hans
þurft á allri ráðdeild að halda til að
framfleyta fjölskyldunni á erfiðleika-
tímum og þeirri ráðdeild bjó Björn að
alla tíð síðan. Réttlætiskennd, vinnu-
semi og skilvísi voru hans æðstu boð-
orð og naut heimili hans þess í hví-
vetna alla tíð. En þótt dugnaður
Björns væri eftirtektarverður kunni
hann einnig að gera sér glaðan dag á
góðri stund, höfðingi var hann heim
að sækja og þau hjón héldu stórfjöl-
skyldu sinni, vinum og samstarfs-
mönnum ávallt góðar veislur í tilefni
stórafmæla sinna og annarra tíma-
móta, m.a í þróun fyrirtækis þeirra
Björns og Gylfa s/f í stóru og fallegu
húsi sínu í Fitjakoti. Þá hafði Björn
mjög mikið yndi af taflmennsku og
bridgespilamennsku og var mjög fær
á þeim sviðum og er undirritaður þess
fullviss að þær íþróttir eru afar mik-
ilvægar fyrir hugann sem sannaðist á
honum því reikningsglöggur og at-
hugull var hann með afbrigðum. Þá
hafði Björn þann eiginleika að geta
horfið frá daglegum önnum á vit
nýrra ævintýra víða um heim. Þau
hjón höfðu leitað sér hvíldar á suð-
rænum slóðum um áraraðir þegar
minna var um að vera á vetrum hér
heima. Björn gat nú á seinni árum lit-
ið stoltur yfir farinn veg, draumar
hans höfðu ræst og velgengni orðin úr
litlum efnum í álnir sem voru afrakst-
ur mikillar vinnu og hagsýni þeirra
hjóna.
Eins og áður sagði vorum við Björn
næstu nágrannar og höfðum mikil og
góð samskipti alla tíð og fjölskyldur
okkar voru vinir. Konu minni barst
fallegur blómvöndur í tilefni 50 ára af-
mælis hennar frá þeim hjónum en þá
voru þau stödd á Kanaríeyjum, frá-
bær hugulsemi. Við Björn ferðuð-
umst einnig nokkuð saman, er mér
minnisstætt hve ratvís hann var er við
keyrðum um Þýskaland og var hann
vel heima í öllum viðskiptum sem við
gerðum við kaup á vinnuvélum og
malarvögnum.
En eins og svo oft verður ætluðum
við að gefa okkur betri tíma á næst-
unni til að tala meira saman og rifja
upp góðu stundirnar og ég hugsaði oft
til þess er Kjartan faðir Björns labb-
aði einn og óstuddur utan úr Fitjakoti
yfir í Varmadal að hitta föður minn
þegar við yngri mennirnir vorum
farnir í vinnuna, en Kjartan dvaldi hjá
syni sínum nokkurn tíma, honum
leiddist bara að vera einn og brá sér
bæjarleið en þá var hann 93 ára og
faðir minn 87 ára. Við Bjössi ætluðum
að hafa það svona, en úr því getur
ekki orðið. Einn hlekkur í lífinu er
brostinn. Björns Kjartanssonar er
sárt saknað héðan úr Varmadal.
Fjölskyldu hans vottum við fjöl-
skyldan dýpstu samúð.
Jón Sverrir Jónsson.
Það er haust á Íslandi, miður októ-
ber 1975, við höfum sammælst við
nokkur hjón, vini okkar, að fara í frí til
Mallorca, Björn og Svala í Fitjakoti á
Kjalarnesi eru þar á meðal. Ég hef
heyrt um þessi hjón, veit að Björn er
upprunninn á Kjartansstöðum í Flóa
og alinn þar upp til fermingaraldurs,
en faðir Björns, Kjartan, stofnaði býl-
ið og heitir það eftir honum. Við erum
kynntir og segist ég vera Siggi frá
Kjartansstöðum, sem satt er en karl
faðir minn keypti jörðina 1950 af
Kjartani föður Björns. Tókst strax
með okkur góð vinátta og að líkum
leiddi að samferðafólkið nefndi okkur
aldrei annað enn Kjartansstaðastrák-
ana og höfum við gegnt því sæmd-
arheiti allar götur síðan.
Björn var vörubílstjóri og verktaki
líkt og ég og lágu því áhugamál okkar
saman, margt spjallað og spekúlerað,
hann var snjall skákmaður og kom
seigla hans þar vel í ljós, hafði oftar
sigur en ekki, og þá sjaldan að hægt
var að plata hann, var ekki gefist upp
fyrr enn kóngurinn stóð einn eftir.
Margar snerrur höfum við tekið
bæði í skák og spilum og haft gaman
af. Nú er skarð fyrir skildi, en enginn
má sköpum renna.
Margar ferðir höfum við átt með
þeim heiðurshjónum á Kanaríeyjar
og víðar, og hafa þær allar treyst vin-
áttuböndin. Björn var lánsmaður í
sínu lífi, átti stóra fjölskyldu og góða
konu og hélt fast utan um sína.
Nú hefur annar Kjartansstaðast-
rákurinn verið kallaður til verktöku
hjá æðri máttarvöldum, hinn þakkar
samfylgdina hér á jörðu og heldur sjó
um sinn. Guð blessi minningu góðs
drengs. Ég sendi Svölu eiginkonu
hans, börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum, svo og öllum
ættingjum hans og vinum, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Sigurður Karlsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞRÚÐUR HELGADÓTTIR,
Freyvangi 17,
Hellu,
lést á Sjúkrahúsi Selfoss föstudaginn 18. nóvem-
ber.
Útför hennar fer fram frá Oddakirkju föstudaginn
25. nóvember kl. 14.00.
Óskar Einarsson,
Helgi Bjarni Óskarsson, Guðrún Arndís Eiríksdóttir,
Sigrún Ósk Helgadóttir,
Þrúður Helgadóttir,
Óskar Helgason,
Jens Bjarni Sigurðsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir amma og
langamma,
MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Skjaldarvík,
áður Tjarnarlundi 6A,
Akureyri,
lést laugardaginn 19. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 28. nóvember kl. 13.30.
Þórir Sigurbjörnsson, Sigrún María Gísladóttir,
Pétur Sigurbjörnsson, Elín Hafdal,
Anna Fríða Kristinsdóttir, Gunnar Anton Jóhannsson,
Baldur Hólm Kristinsson,
Gullveig Ósk Kristinsdóttir, Kristján Sveinsson,
Snorri Viðar Kristinsson, Ágústa Kristín Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURLAUG EÐVARÐSDÓTTIR
frá Helgavatni í Vatnsdal,
síðast til heimilis á
Sæborg,
Skagaströnd,
sem lést miðvikudaginn 16. nóvember, verður
jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 26. nóvember
kl. 13.30.
Eðvarð Jóhannesson, Margrét Sigurgeirsdóttir,
Helga Jóhannesdóttir, Sveinn S. Ingólfsson,
Hinrik Jóhannesson, Svava Svavarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
PÁLÍNA KRISTÍN
ÞORBJÖRNSDÓTTIR WAAGE,
Austurvegi 15,
Seyðisfirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar fimmtu-
daginn 17. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Vinir og aðstandendur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR,
Framnesvegi 28,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðviku-
daginn 16. nóvember.
Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 28. nóvember kl. 11.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur,
ÞORGRÍMUR JÓN EINARSSON
tölfræðingur,
Ugluhólum 12,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. þessa
mánaðar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði,
mánudaginn 28. nóvember kl. 15.00.
Jón Ingi Þorgrímsson, Margrét Kristín Þorgrímsdóttir,
Einar Þ. Einarsson, Ingveldur Hjaltested,
Einar Einarsson, Steinunn Rósborg Sigurðardóttir,
Lárus Einarsson, Matthildur Þórðardóttir,
Þuríður Einarsdóttir, Halldór Harðarson
og frændsystkini.
Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir og afi,
AXEL JÚLÍUSSON
bílstjóri
frá Hrísey,
til heimilis að Fornósi 12,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 26. nóvember kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
Unnur Jóhannesdóttir,
Gunnar Ingimarsson,
Hanna Bryndís Þórisdóttir,
Ingimar Axel Gunnarsson,
Silja Ýr, Lydía Ýr, Kristrún Huld, Unnur, Kristófer Már.
Okkar ástkæri,
SVANUR INGI KRISTJÁNSSON
húsasmíðameistari,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
22. nóvember.
Kristján Rúnar Svansson, Edda Bachmann,
Daníel Árnason,
Einar Eyjólfsson, Edda Möller,
Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Þorvarður Elíasson,
afabörn og langafabörn.