Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fetaostur, fyrstaframleiðsluvaraeinkarekna mjólk- urfyrirtækisins Mjólku, er væntanlegur á markað í vikunni. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að Mjólka muni borga bænd- um 48,88 krónur fyrir lítr- ann af fyrsta flokks mjólk, að því tilskildu að meðal- tals próteinhluti sé a.m.k. 3,1 yfir árið. Haft var eftir Ólafi Magnússyni, fram- kvæmdastjóra Mjólku, að það sé rúmlega 10% hærra verð en afurðastöðvar bjóða fyrir innankvóta mjólk og 48% hærra en þær bjóða fyrir um- fram mjólkina. Pálmi Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði (SAM), segist ekki vita til þess að brugðist verði sérstaklega við þessari þró- un. Afurðastöðvarnar greiði bændum það opinbera lágmarks- verð sem þeim beri að borga og Mjólku sé frjálst að greiða hærra verð, vilji fyrirtækið gera svo. Pálmi bendir á að verðlagsnefnd búvöru ákvarði hvað afurðastöðv- arnar eigi að greiða fyrir mjólk til framleiðandans en heimilt sé að greiða hærra verð ef reksturinn gefur tilefni til þess. „Við förum eftir því en undangengin ár hefur verið greitt yfirverð,“ segir Pálmi. Hann bætir við að yfirverðið hafi hæst numið þremur krónum á lítr- ann undanfarin ár. 800–900 bændur teljast til mjólkurframleiðenda Samtök afurðastöðva eru fé- lagasamtök mjólkursamlaganna. Afurðastöðvar eða mjólkurbúin víðs vegar um landið eru í við- skiptum við bændur og taka á móti mjólkinni, en að sögn Pálma teljast á bilinu 800–900 bændur til mjólkurframleiðenda. Bændurnir selja mjólk sína til afurðastöðv- anna. Þær taka á móti mjólkinni og framleiða dagvöru og selja á sínum heimamarkaði. Svo fram- leiða þær osta- og mjólkurduft sem svo er sent til Osta- og smjör- sölunnar í Reykjavík sem selur vöruna um allt land. Samtök og fyrirtæki innan mjólkuriðnaðar- ins eru auk mjólkursamlaganna og Samtaka afurðastöðva í mjólk- uriðnaði, Osta- og smjörsalan og Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðar- ins. Spurður um hvort hann eigi von á því að margir bændur muni ákveða að skipta fremur við Mjólku en SAM bjóðist þeim hærra verð þar fyrir vöru sína, segir Pálmi að slíkt hljóti að vera ákvörðun bændanna sjálfra. „Þeir eru alfarið frjálsir að því að ákveða hvar þeir leggja sína mjólk inn,“ segir Pálmi. Afurðir seldar til þeirra sem borga hæst verð Bjarni Bæringsson og Bryndís Haraldsdóttir, bændur á Brúar- reykjum í Borgarfirði, seldu Mjólku í vikunni 400 lítra af mjólk sem nota á við framleiðslu feta- ostsins sem senn kemur á markað. Bjarni segist reikna með því að skipta við Mjólku á næstunni, en hann muni fylgjast með þróun mála. „Mér sýnist þetta ætla að fara vel af stað hjá þeim [Mjólku]. Ég sé enga fyrirstöðu í því að af- urðir séu seldar til þeirra sem borga hæst verð,“ segir Bjarni. Aukin eftirspurn eftir mjólk frá smærri framleiðendum Ekki er hægt að svara því eins og stendur hvað framtíðin ber í skauti sér í einkarekstri í íslensk- um mjólkuriðnaði. Í nágranna- löndunum eiga einkarekin fyrir- tæki á þessu sviði sér lengri sögu en hér á landi. Steen Aalund Ol- sen er framkvæmdastjóri Løgis- mose, sem er einkarekið mjólkur- framleiðslufyrirtæki í Danmörku en fyrirtækið var stofnað árið 1969. Olsen segir að um 5% fyr- irtækja á sviði mjólkuriðnaðar í Danmörku séu einkarekin, en 95% þeirra séu samlög. Einkafyr- irtækin séu um 30 talsins og þau sjái um vinnslu um 7% allrar mjólkur í Danmörku. Hann segir að sum einkafyrirtækin hafi með sér samstarf og hafi Løgismose myndað ákveðið tengslanet við önnur einkarekin fyrirtæki. Sú samvinna hafi þýðingu fyrir við- skiptin en hafi þó ekki úrslitaáhrif á starfsemi Løgismose, sem leggi áherslu á að halda sjálfstæði sínu. Olsen segir að rekstur einka- framleiðanda í dönskum mjólkur- iðnaði hafi gengið misvel en bend- ir á að aukin eftirspurn sé í Danmörku eftir mjólk og ostum sem framleidd eru af smærri fyr- irtækjum. „Fólk vill gjarnan skipta við smærri mjólkurbú sem hafa gott orðspor,“ segir hann. Vörur frá þeim séu í auknum mæli að finna í hillum stórverslana í Danmörku. „Það er mjög jákvætt að mínu mati að neytendur hafi aukið val þegar þeir kaupa mjólk- urvörur og þeir vilja hafa val,“ segir Olsen. Hann bendir á að þegar ferðast sé til Suður-Evr- ópu, blasi við fjölbreytt úrval mjólkurvara í verslunum og geti neytendur svo valið úr þeim. Ol- sen kveðst bjartsýnn á framtíð einkareksturs í dönskum mjólkur- iðnaði. Ýmsir möguleikar séu opn- ir fyrir eljusama framleiðendur. Fréttaskýring | Fetaostur, fyrsta afurð Mjólku er væntanleg á markað í vikunni Einkarekstur framtíðin? Aukin eftirspurn í Danmörku eftir vörum smærri framleiðenda 800 til 900 bændur framleiða mjólk. Mjólkurstöðvum fækkar en innvigtun mjólkur eykst  Alls voru 14 mjólkurstöðvar starfandi í landinu á árinu 1994 en þær voru 9 í lok árs 2003 og fækkaði því um fimm, að því er fram kemur á vef Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði. Þar segir að mjólkurframleiðendur hafi verið 1.388 árið 1994 en 893 á árinu 2003 sem er fækkun um 33%. Heildarinnvigtun mjólkur hjá mjólkurstöðvunum var um 102 milljónir lítra árið 1994 en um 108 milljónir lítra árið 2003. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Angelica jurtaveig Með Angelicu færð þú tvenns konar virkni í sömu vöru: Vörn gegn kvefi og aukna orku. Rannsóknir sýna að ætihvönn inniheldur virk heilsubótarefni. Angelica hefur einnig reynst vel gegn álagi og streitu. Angelica jurtaveig er framleidd úr íslenskri ætihvönn. Í S L E N S K T N Á T T Ú R U A F L ! Sjaldnar kvef og aukin orka! KRFATAVERK NEMENDUR í 2.S.S. í Hjallaskóla í Kópavogi hafa afhent Rauða krossi Íslands afrakstur af fjársöfnun sinni fyrir bágstödd börn. Söfn- unarfénu, á 12. þúsund króna, verð- ur varið í stuðning við börn í Sri Lanka sem urðu fyrir áfalli sökum flóðbylgjunnar fyrir tæpu ári. Garðar Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins, tók við söfnunarfénu. Fanney Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða krossins, sagði frá samtökunum og starfi sjálfboðaliða. Þá fræddi Steina Ólafsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, nemendurna um störf sín í Afganistan. Þar tók Steina meðal annars þátt í að fylgja á eftir verkefni til styrktar afgönskum börnum sem var fjár- magnað með afrakstrinum af tom- bólum íslenskra barna. Í frétt frá Rauða krossinum segir að nemendurnir í Hjallaskóla hafi safnað fjárhæðinni og stóð söfnunin á annan mánuð. Þau söfnuðu drykkjarumbúðum og seldu, héldu hlutaveltur og sumir gáfu af ný- fengnum afmælispeningunum sín- um. Kennslustundir í samfélags- fræðslu voru nýttar vegna söfnun- arinnar og fræðslu í tengslum við hana. Þá voru stærðfræðitímar not- aðir til að flokka og telja drykkjar- ílátin. Morgunblaðið/Golli Tara Sóley Mobee afhenti Garðari Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Kópavogsdeildar Rauða krossins, peningana sem börnin í 2. S.S. í Hjallaskóla söfnuðu. Sumir gáfu í söfnunina af nýfengnum afmælispeningunum sínum. Styrkja bágstödd börn í Sri Lanka ÁSTÞÓR Magnússon hefur kært stjórn 365 prentmiðla og ritstjórn DV fyrir hegningarlagabrot vegna birtingar á meintum tilhæfulausum áburði á forsíðu DV, á vefmiðlinum visir.is og í Fréttablaðinu í gær. Kært er fyrir frétt með fyrir- sögninni „Ástþór sendi átta vopnaða hrotta á leigjanda“. Ástþór kærði líka verslanir Bón- uss fyrir að hafa forsíðu DV til sýnis í stækkaðri mynd á vegg og í blað- sölustöndum. Verslunarstjórum var gefinn kostur á að taka blaðið úr sölu fyrir kl. 14 í gær, að öðrum kosti stæði kæran jafnframt því sem einkamál yrði höfðað gegn Bónus og DV með kröfu um skaða- og miska- bætur upp á 50 milljónir króna. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, lét taka niður auglýsingaspjöld DV í Bónus- verslunum í gær en Ástþóri fannst það ekki nægja og kom skilaboðum þess efnis áleiðis í tölvupósti til framkvæmdastjórans. Guðmundur sagði við Morgunblaðið að hann gæti þó ekki borið ábyrgð á því sem DV léti frá sér fara í fréttum og því yrðu blöðin áfram í sölu í búðunum þótt skiltin hefðu verið tekin niður af tillitssemi við Ástþór. Kærir DV fyrir tilhæfu- lausan áburð FERÐASKRIFSTOFAN Terra Nova kynnti nýjan sumarleyfisstað, Golden Sands í Búlgaríu, um síðast- liðna helgi en fyrirtækið býður nú Íslendingum í fyrsta skipti upp á beint flug til Búlgaríu. Sala ferð- anna hófst á sunnudag og fóru við- tökur langt fram úr björtustu von- um segir í frétt frá fyrirtækinu, en yfir 300 sæti voru seld. Verðlag í Búlgaríu þykir afar hagstætt og mun ódýrara er þar en víðast hvar í Evrópu. Hefur það m.a. orðið til þess að auka vinsældir landsins í ferðamannageiranum að undanförnu en nú er svo komið að Búlgaría er orðið einn af vinsæl- ustu áfangastöðum í Evrópu segir þar einnig. Yfir 300 sæti seldust á fyrsta degi STURLA Böðvarsson samgönguráðherra og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans eru stödd í opinberri heim- sókn í Kína ásamt fylgdarliði. Tilefni heimsóknarinnar er boð kínverskra ferðamálayfirvalda. Í ferðinni mun Sturla hitta Shao Qiwei, stjórnar- formann kínverska ferðamálaráðsins, og munu þeir meðal annars ræða sér- fræðingaskipti á milli landanna á sviði ferðamála. Þá mun ráðherra heim- sækja stærstu ferðakaupstefnu í Asíu, sem haldin er í Kunming, samkvæmt upplýsingum samgönguráðuneytisins. Ræða samskipti í ferðamálum Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra í opinberri heimsókn í Kína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.