Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚR VERINU
AFLAVERÐMÆTI íslenskra
skipa af öllum miðum var 46,4
milljarðar króna á tímabilinu jan-
úar til ágúst 2005. Það er nánast
það sama og á fyrstu átta mán-
uðum ársins 2004. Aflaverðmæti
jókst um tæpar 80 milljónir, á
verðlagi hvors árs fyrir sig, 0,2%,
samkvæmt upplýsingum Hagstof-
unnar. Verðmæti botnfiskaflans
nam 31,6 milljörðum króna og
jókst um 400 milljónir frá því í
fyrra eða 1,3%. Verðmæti þorsk-
aflans var 16,6 milljarðar króna og
dróst saman um 2,1 milljarð króna,
11,4%. Aflaverðmæti ýsu var 5,8
milljarðar króna og jókst um 1,4
milljarða, 31%. Verðmæti karfa
var 3,9 milljarðar sem er 1,3 millj-
örðum meira en í fyrra, eða um
52%, en úthafskarfi skilaði 1,6
milljörðum króna í aflaverðmæti
sem er tæpum 900 milljónum
minna en 2004 sem er 35% sam-
dráttur. Verðmæti flatfiskaflans
nam 3,8 milljörðum króna og hefur
dregist saman um tæpar 900 millj-
ónir, eða 19%.
Mikil aukning
í síldinni
Aflaverðmæti síldar jókst um
1,3 milljarða króna, var 3,2 millj-
arðar á fyrstu átta mánuðum árs-
ins, sem er 71% aukning, en verð-
mæti kolmunnaaflans dróst saman
um rúmar 600 milljónir króna,
nam 1,4 milljörðum á sama tíma-
bili sem er 32% samdráttur. Verð-
mæti skel- og krabbadýraafla nam
1,2 milljörðum króna og dróst
saman um rúmar 900 milljónir eða
43%. Verðmæti rækjuaflans nam
ríflega 600 milljónum króna sem
var rúmum milljarði minna en
2004 og er það 62% samdráttur.
Verðmæti afla í beinni sölu út-
gerða nam 19,2 milljörðum króna
og dróst saman um tæpa 2 millj-
arða milli ára eða 9,4%. Verðmæti
afla sem seldur er á fiskmörkuðum
til vinnslu innanlands var 6,4 millj-
arðar króna og dróst saman um
tæpar 300 milljónir eða 4%. Verð-
mæti óunnins afla sem fluttur var
út í gámum var 4,6 milljarðar og
jókst um tæpar 800 milljónir eða
um fimmtung. Einnig jókst verð-
mæti sjófrysts afla, nam 15,2 millj-
örðum króna sem er 1,9 milljörð-
um meira en 2004, sem er 15%
aukning.
Mest verðmæti
á Suðurnesjum
Á Suðurnesjum var unnið úr afla
að verðmæti 8,1 milljarður króna
sem er svipað aflaverðmæti og í
fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu var
unnið úr afla að verðmæti 8 millj-
arðar króna sem er aukning um
1,3 milljarða eða tæpan fimmtung.
Einnig jókst verðmæti afla sem
unninn var á Suðurlandi, eða sem
nam tæpum 800 milljónum sem er
18% aukning frá fyrra ári. Mestur
samdráttur milli ára varð á Vest-
urlandi, þar sem verðmæti unnins
afla dróst saman um tæpa 1,7
milljarða króna eða 48%.
!
"" #$%
&'(
)
*
+
& ,- (.
/0 #
1, *+0
2,+(324
5 (
6 6
6 6 6 6 6 6 6
6
6 6
6 6 '+#7 + 6
8
8
8
8
,96
!
"" #$%
&'(
)
*
+
& ,- (.
/0 #
1, *+0
2,+(324
5 (
6 6
6 '+#7 + 6
Fimmtungi meira
flutt óunnið utan
Aflaverðmæti
síldar hefur
aukist um 71%
ÁLAG vegna skuldaraáhættu á eftirmarkaði
hækkaði ekki aðeins á bréfum Kaupþings banka
heldur einnig hjá hinum viðskiptabönkunum
tveimur og orðrómur sem verið hefur á kreiki og
kom fram í fyrra áliti greiningardeildar Royal
Bank of Scotland (RBS) og Dresdner Kleinwort
Wasserstein hefur því áhrif fyrir alla íslensku
bankanna. Þarna er um að ræða bréf sem bank-
arnir hafa þegar gefið út og sem síðan ganga
einfaldlega kaupum og sölum á markaði.
Bent hefur verið á að þetta sé ekki ósvipað því
og þegar bankakreppan reið yfir Skandinavíu
þar sem margir bankar hafi verið lagðir að
jöfnu; þá hafi markaðurinn lokað á alla banka,
burt séð frá því hvort þeir voru í góðum málum
eða ekki, það hafi t.d. verið nóg að sænskur
banki ætti í hlut. „Vandamál Kaupþings er okk-
ar vandamál þannig að það er alls ekki eins og
það hlakki í okkur yfir þessum tíðindum,“ segir
einn heimildarmaður Morgunblaðsins í banka-
geiranum.
Óljóst um langtímaáhrifin
Ekki er ljóst hver langtímaáhrif af þessari
umfjöllun verða og hjá viðskiptabönkunum
treysta menn sér ekki alveg að spá fyrir um þau;
í raun hefur ekki reynt á það þar sem enginn ís-
lensku bankanna hefur farið út í útgáfu á bréf-
um alveg nýverið.
Talsmenn Íslandsbanka og Landsbanka Ís-
lands segja áhrifin af nýju lánshæfismati Fitch á
bæði Íslandsbanka og Kaupþing banka enn ekki
vera komin fram og geri það væntanlega ekki
fyrr en um og eftir helgina. Von sé til þess að
þau lægi öldurnar. Þeir eru þó sammála um
áhrifamátt þess orðróms, sem gengið hefur
ytra, í raun sé ekki vitað til þess að nokkuð hafi
breyst varðandi fjárhagslegan styrk Kaupþings
eða aðstæður. Sögusagnir hafi farið af stað og
haft áhrif á markaðinum eða eins og sagt var í
Coca-Cola: „perception becomes reality“. Engu
að síður sé óvenjulegt að sjá svo harkaleg við-
brögð á markaðinum við orðrómi á borð við
þennan.
Þá telja Íslandsbanka- og Landsbankamenn
greinilegt að símafundur Kaupþings á miðviku-
daginn í síðustu viku hafi alls ekki lukkast nógu
vel, fjárfestar hafi ekki talið sig hafa fengið svör
við öllum spurningum sínum sem aftur hafi ýtt
undir óvissu.
Lítil eftirspurn á markaði
Af hálfu bæði Íslandsbanka og Landsbanka
er þó sérstaklega bent á að markaðurinn þreng-
ist vanalega þegar nær dregur áramótum og eft-
irspurn á eftirmarkaði hafi greinilega verið lítil,
sem m.a. annars hafi sýnt sig í því að hún hafi
ekki tekið mikinn kipp þótt vaxtaálagið hafi
hækkað, svo hafi virst sem enginn hafi viljað
kaupa.
Bæði Landsbanki og Íslandsbanka telja að
ákveðin biðstaða sé núna, menn muni fylgjast
með og sjá hvernig málum vindi fram á næst-
unni.
Sumir telja að upphafið að þeim orðrómi og
sögusögnum sem hafi verið á kreiki um Kaup-
þing megi rekja til áminningar sænska fjár-
málaeftirlitsins. Síðan hafi það gerst að norski
seðlabankinn hafi selt öll bréf sín í Kaupþingi og
gefið út miður góðar yfirlýsingar um íslenska
bankakerfið. Þetta hafi síðan smitað frá sér á
markaðinn í heild.
Hefur áhrif á
alla bankana
Morgunblaðið/Sverrir
arnorg@mbl.is
TOM Jenkins, greining-
arsérfræðingur hjá Royal
Bank of Scotland, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gærdag, áður en síðari um-
fjöllun bankans umKaup-
þing var birt, að í fyrri
greininni hefði hann ekki
sett fram miklar afdrátt-
arlausar yfirlýsingar um
Kaupþing heldur hefði hann
fyrst og fremst endur-
speglað þær vangaveltur og
áhyggjur sem hann hefði
heyrt hjá fjárfestum og
fleiri aðilum á markaði. Þær
vangaveltur og getspár um
Kaupþing sem heyrðust „á
götunni“ væru mun meira
krassandi en þær sem hefðu
birst í greininni og hugs-
anlega væri meiri hætta á
að þær gætu orðið skaðleg-
ar Kaupþingi. Hann hefði
aðeins vakið athygli á helstu
ástæðunum fyrir vangavelt-
unum en ekki viljað fara út í
getsakir sem líktust fremur
slúðri. Jenkins sagði að
skilning skorti á samhengi
þess sem Kaupþing hefði
þegar áorkað og þess sem
kæmi fram í ársskýrslum
bankans.
„Ég er alls ekki að segja
að eitthvað vafasamt sé á
ferðinni. En saga Kaupþings
er óvenjuleg og aðilar á
fjárfestingamarkaði þurfa
að fá betri útskýringar,“
sagði hann. Raunar teldi
hann að Kaupþing væri ljóst
að bankinn þyrfti að efla
samskipti sín við fjárfesta.
Endurspeglaði
vangaveltur
aðila á markaði
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið
Fitch Ratings hefur gefið Kaup-
þingi banka langtímaeinkunnina
A og skammtímaeinkunnina F1,
óháða einkunn B/C og stuðn-
ingseinkunn 2 og segir horfur
vera stöðugar.
Í tilkynningu frá Fitch segir
að einkunnirnar endurspegli
sterka stöðu Kaupþings banka á
íslenskum markaði, aukna fjöl-
breytni í tekjumyndun bankans,
háa arðsemi og mikil gæði eigna.
Einkunnirnar taka jafnframt til-
lit til töluverðrar stöðutöku í
hlutabréfum, hugsanlegrar
áhættu við samþættingu í fram-
haldi af nýlegum yfirtökum og
því að bankinn er háður fjár-
mögnun á fjármálamörkuðum.
Fitch segir að nýlegar yf-
irtökur í Danmörku og í Bret-
landi hafi dregið verulega úr
mikilvægi hins smáa íslenska
markaðar í rekstri Kaupþings
banka. Fitch er þeirrar skoð-
unar að haldist arðsemi bank-
ans viðunandi við erfiðari
markaðsaðstæður og að inn-
leiðing eininga sem bankinn
hefur nýlega yfirtekið heppn-
ist, þá geti það orðið til þess
að þrýsta á frekari hækkun
lánshæfismatsins í framtíð-
inni.
Fitch Ratings er annað mats-
fyrirtækið sem metur lánshæfi
Kaupþings banka. Moody’s
Investors Service metur einnig
lánshæfi bankans og gefur
skuldbindingum hans til langs
tíma einkunnina A1 og til
skamms tíma einkunnina
Prime-1.
Kaupþing fær
langtímaeinkunnina A
hjá Fitch Ratings
KIT Juckes, deildarstjóri einnar greiningardeildar
Royal Bank of Scotland, og yfirmaður Tom Jenk-
ins, sagði í gærdag, áður en síðari umfjöllun bank-
ans var birt, að innan deildarinnar væri ekki sér-
fræðiþekking á rekstri Kaupþings enda hefði
deildin hvorki mælt með því að kaupa né selja
hlutabréf í bankanum. Juckes sagðist vona að fólk
teldi ekki að með fyrri greininni hefði deildin ver-
ið að setja fram verulega og harða gagnrýni á
Kaupþing. Fólk mætti ekki skilja hana sem svo
heldur væri um það að ræða að Jenkins hefði verið
að greina frá og meta ýmsar vangaveltur og sögu-
sagnir sem gengju um Kaupþing. Fjárfestar hefðu
áhyggjur og í grein Jenkins væri gerð tilraun til
að draga spurningar sem settar hefðu verið fram
um Kaupþing upp á yfirborðið.
Juckes sagði að Kaupþing hefði sent tölvupóst
og bent á að villur væru í greininni. Í gær var ætl-
unin að ræða frekar við starfsmenn Kaupþings og
reyna að komast til botns í málinu og sagði hann
að ef ástæða væri til yrði leiðrétting birt sem allra
fyrst sem síðan varð raunin.
Verið að draga
spurningar upp
á yfirborðið