Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 47 FRÉTTIR HEIMSMEISTARAMÓTI 20 ára og yngri lauk fyrir skömmu í Istan- búl í Tyrklandi en teflt var í opnum flokki og kvennaflokki. 92 keppend- ur voru í opnum flokki en 68 kepp- endur í kvennaflokki. Opni flokkur- inn var gríðarlega vel skipaður þar sem 16 stórmeistarar voru á meðal keppenda og þeirra stigahæstur var Azerinn Shakhriyar Mamedyarov (2.674). Shak, eins og hann er kall- aður, varð heimsmeistari unglinga árið 2003 og að loknum níu umferð- um í Istanbúl hafði hann 8½ vinning. Frammistaða hans samsvaraði þá tæpum 3.000 skákstigum en í síðustu fjórum umferðunum gerði hann stutt jafntefli sem þýddi að frammistaða hans samsvaraði ,,bara“ 2.783 stig- um. Eigi að síður vann hann mótið með yfirburðum og hafði tryggt sér sigurinn fyrir lokaumferðina. Hann er fyrsti skákmaðurinn sem vinnur HM unglinga tvívegis en margir hafa gert tilraun til þess. Skákstíll þessa vinalega Azera er um margt óhefðbundinn. Hann teflir hratt og á mótinu þræddi hann ekki algengustu byrjunarafbrigðin. Hann er afar lunkinn að bæta stöðu sína hægt og sígandi og á auðvelt með að staðsetja menn sína í samræmi við þarfir stöð- unnar. Þessi eiginleiki einkennir fremur skákmenn með mikla reynslu en tvítugan skákmeistara. Endataflstæknin hans er einnig ann- áluð og sem dæmi um það má grípa inn í eina af sigurskákum hans frá Istanbúl: Sjá stöðumynd Shak hafði hvítt í stöðunni gegn landa sínum Vugar Gashimov (2.608). Eins og svo oft áður hafði hann fengið þægilegra tafl eftir byrj- unina og jók síðan yfirburði sína hægt og sígandi. Nú var komið að því að innbyrða vinninginn og það gerði hann með því að leika 43. f5! Svartur getur nú ekki með góðu móti girt fyrir að hvíti kóngurinn hreiðri um sig á d5 og við það verður taflið tapað. Framhaldið varð: 43. … e5+ 44. Kd5 Kd7 45. g4 Rd8 46. Rd6 Ke7 47. Re4 Rf7 48. Kc6 Kd8 49. b6 Kc8 50. b7+ Kb8 51. Rc5 Rd8+ 52. Kb6 og svartur gafst upp. Lokastaða efstu manna í opnum flokki varð þessi: 1. Shakhriyar Mamedyarov (2.674) 10½ vinning af 13 mögulegum. 2. Ferenc Berkes (2.596) 9½ v. 3.-4. Evgeny Alekseev (2.632) og Vugar Gashimov (2.608) 9 v. Í kvennaflokki varð þýski alþjóð- legi meistarinn Elisabeth Paehtz (2.408) efst eftir harða keppni við kínversku stúlkuna Gu Xiaobing (2.330). Systir Shaks, Turkan Mame- dyarova (2.223), blandaði sér einnig í toppbaráttuna en varð að lokum að láta sér lynda að enda í 3.–5. sæti. Ís- land var eina Norðurlandaþjóðin sem sendi ekki keppanda á mótið. Finnski stórmeistarinn Tomy Ny- bäck (2.563) var í toppbaráttunni í opna flokknum en tap gegn Ferenc Berkes í síðustu umferð gerði að verkum að hann lenti ekki í verð- launasæti. Nánari upplýsingar er að finna á góðri heimasíðu mótsins, http://www.tsf.org.tr/worldchess/. Dagur Arngrímsson Unglingameistari Íslands Unglingameistaramót Íslands var haldið á Akureyri dagana 19.–20. nóvember sl. og tóku 37 keppendur þátt. Tefldar voru sjö umferðir þar sem umhugsunartíminn var 25 mín- útur á skák. Eftir fyrri daginn og fjórar umferðir voru Dagur Arn- grímsson og Hjörvar Steinn Grét- arsson efstir og jafnir með fullt hús vinninga. Dagur sýndi mikið öryggi síðari daginn, lagði Hjörvar að velli og gulltryggði sér svo sigurinn með því að gera jafntefli við Vilhjálm Pálmason í lokaumferðinni. Loka- staða efstu manna varð þess: 1. Dagur Arngrímsson 6½ vinning af 7 mögulegum. 2.–5. Hjörvar Steinn Grétarsson, Vilhjálmur Pálmason, Ágúst Bragi Björnsson og Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir 5½ v. 6.–7. Svanberg Pálsson og Daði Ómarsson 5 v. 8.–9. Hallgerður Þorsteinsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson 4½ v. Þeir þátttakendur Unglingameist- aramótsins sem voru 14 ára og yngri gátu unnið til verðlauna í drengja- og telpnameistaramóti Íslands. Hjörv- ar Steinn og Vilhjálmur Pálmason þurfa að heyja einvígi um titilinn drengjameistari Íslands 2005 en Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir varð telpnameistari Íslands 2005. Skák- félag Akureyrar sá um mótshaldið og skákstjórar voru Gylfi Þórhalls- son, Þór Valtýsson og Ari Friðfinns- son. Hjörvar Steinn unglingameistari Hellis Dagana 14. og 15. nóvember sl. fór unglingameistaramót Hellis 2005 fram. Þátttaka var prýðileg en alls voru 29 keppendur. Hjörvar Steinn vann fyrstu fimm skákir sínar og gerði jafntefli í lokaumferðunum tveim sem dugði honum til sigurs. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 vinningar af 7 mögulegum. 2. Ingvar Ásbjörnsson 5½ v. 3.–6. Daði Ómarsson, Matthías Pétursson, Sverrir Þorgeirsson og Patrekur Maron Magnússon 5 v. Vigfús Óðinn Vigfússon sá um mótshaldið og skákstjórn en nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu Hellis, www.hellir.com. Mamedyarov heims- meistari í annað sinn Mamedyarov, t.h., vann HM unglinga með yfirburðum. Morgunblaðið/Ómar Dagur Arngrímsson HelgiI Áss Grétarsson daggi@internet.is SKÁK Istanbúl í Tyrklandi HM 20 ÁRA OG YNGRI 9.–22. nóvember 2005 MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið um að birta eftirfarandi bréf frá þremur kennurum við Mennta- skólann á Ísafirði: „Við, undirritaðir kennarar við Menntaskólann á Ísafirði, sem lagt höfum fram meðfylgjandi tillögu á félagsfundi Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði, viljum með þessu bréfi árétta afstöðu okkar við stjórnarmenn Félags framhaldsskólakennara, þar sem tillagan hefur ekki fengið af- greiðslu kennarafélagsins. Við höf- um fundið að margir okkar sam- starfsmanna eru okkur sammála, en vilja ekki stíga fram vegna þess ástands sem ákveðnir aðilar innan skólans hafa alið á gagnvart stjórnendum og öðrum kennurum. Sjónarmið okkar hafa lítt eða ekki fengið að koma fram á fundum Kennarafélagsins til þessa. Tillag- an hljóðar á eftirfarandi hátt: Tillaga lögð fram á fundi Kenn- arafélags Menntaskólans á Ísafirði 11. október 2005: „Félagsfundur Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði harmar yfirlýsingu stjórnar Félags Fram- haldsskólakennara og mótmælir þeim rangfærslum sem koma þar fram um starfshætti í Menntaskól- anum og líðan starfsfólks. Sam- starf kennara við skólameistara einkennist ekki af þeirri ógnar- stjórn sem þar er lýst né einelti gagnvart kennurum og er alfarið hafnað þeirri fullyrðingu að kenn- arar þurfi að standa og sitja eftir geðþótta skólameistara. Þvert á móti teljum við að sam- skipti flestra kennara og skóla- meistara séu með eðlilegum og já- kvæðum hætti og að skólameistari starfi samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem um hans starf gilda. Það er hins vegar umhugsunar- efni hvernig ákveðinn hópur kenn- ara virðir ekki skólameistara sem yfirmann heldur hefur tekið nán- ast allt skólastarf í gíslingu með því að einoka umræðuna og gefa neikvæða og hlutdræga mynd af samskiptum og því starfi sem fram fer innan skólans.“ Afgreiðslu tillögu þessarar var frestað á félagsfundi sem haldinn var 11. október sl. til mánudagsins 17. október. Á milli funda lögðum við fram breytingartillögu þar sem þriðja og síðasta efnisgrein er felld út. Það var gert í þeim tilgangi að ná fram málefnalegri umræðu og meiri sátt meðal kennara innan skólans. Á félagsfundi 17. október lagði fundarstjóri fram frestunar- tillögu, sem fól það í sér að ef hún yrði samþykkt yrði öðrum liðum fundarins frestað. Röksemdir flutningsmanns voru þær, að ekki hefði tekist að fá formann og full- trúa stjórnar á fund sem væri for- senda þess, að hægt væri að taka tillöguna til afgreiðslu. Tillaga þessi var samþykkt með 15 at- kvæðum gegn 11 atkvæðum. Þeg- ar þetta er skrifað hefur enn ekki frést af væntanlegri komu ykkar stjórnarmanna FF á félagsfund með kennurum skólans. Við gerum okkur grein fyrir að starfsmenn og fulltrúar í stjórn Félags framhaldsskólakennara hafa fram til þessa fengið einhliða mynd af deilum innan skólans og að sjónarmið ákveðins hluta kenn- aranna við skólann hafa ekki náð eyrum ykkar. Sú ályktun sem stjórn FF sendi frá sér 5. október og hefur verið ítrekuð af ykkar hálfu, ber það með sér að stjórnin hafi ekki undir höndum réttar upplýsingar um ástandið innan skólans. Alvarlegar ásakanir og æru- meiðingar hafa verið bornar fram gegn nafngreindum kennurum við Menntaskólann á Ísafirði á fund- um félagsins og á opinberum vett- vangi. Með því er ljóst að siða- reglur Kennarasambands Íslands hafa verið þverbrotnar. Hótunum og þrýstingi er beitt gegn kennurum, sem ekki styðja þá sem háværastir eru í aðkasti og gagnrýni gegn skólameistara. Öllum tillögum og viðleitni til að bæta ástandið innan skólans er mætt með andúð og tortryggni og hafnað sem óvinveittu bragði af hálfu okkar sem ekki fylgjum þessum andófsaðgerðum að mál- um. Málflutningur ákveðinna kenn- ara og framferði á fundum innan skólans, í skrifum og viðtölum í fjölmiðlum, t.d. viðtal í Svæðisút- varpi Vestfjarða 26. maí síðastlið- inn og víðar, gengur svo langt, að ekki verður við það unað. Fara þar saman aðdróttanir að persónum og rangfærslur á staðreyndum gagnvart samstarfsfólki og skóla- stjórnendum, svo furðu gegnir að ábyrgur aðili, sem Félag fram- haldsskólakennara er, láti slíkan áróður stjórna gerðum sínum, án þess að rannsaka eða grennslast fyrir um hið rétta í þessum mála- tilbúnaði. Nú er mál að linni. Við hvetjum alla til að taka saman höndum með okkur við að breyta og bæta starfsanda við Menntaskólann á Ísafirði og eyða þeim meinsemd- um sem fengið hafa að búa um sig í skólanum síðustu misseri. Starfs- fólk og stjórnendur skólans er fag- fólk, sem vinnur sína vinnu af alúð og tryggð gagnvart Menntaskól- anum og þeim sem treyst hefur verið til að halda þar um stjórnvöl- inn. Við ætlum ekki að láta fá- mennan hóp innan skólans eyði- leggja þann góða árangur, sem náðst hefur í skólastarfinu síðustu ár. Neikvæð umræða um skólann og það starf, sem þar fer fram hef- ur, því miður, verið allt of áber- andi. Þar teljum við, að ákveðnir einstaklingar innan skólans hafi sett persónulega hagsmuni sína of- ar hagsmunum skólans og þá um leið samfélagsins hér. Margir mjög jákvæðir þættir, sem lúta að aukinni fagmennsku kennara, betri og árangursríkari kennslu nemenda svo og bættum stjórn- unarháttum hafa ekki fengið þá at- hygli og viðurkenningu sem skyldi. Hér nægir að nefna stór- minnkað brottfall nemenda og aukna aðsókn þeirra að skólanum, nýja námsmöguleika og síðast en ekki síst stóraukið hlutfall rétt- indakennara og bætt vinnuaðstaða fyrir þá, sem fellur mjög vel að 16.gr. laga Félags framhaldskóla- kennara sem kveður á um að vinna að eflingu kennarastéttarinnar og fagmennsku. Það er einlæg von okkar að þetta bréf og þau sjónarmið sem hér koma fram varpi skýrara ljósi á þær deilur sem ríkt hafa innan Menntaskólans á Ísafirði. Það er nauðsynlegt að sjónarmið allra komi fram til þess að viðeigandi sættir náist milli deiluaðila. Félag framhaldsskólakennara ber ábyrgð á því að jafnræðis sé gætt gagnvart öllum félagsmönnum og að fagmennska sé ætíð höfð að leiðarljósi við allar athafnir og um- fjöllun. Með vinsemd og virðingu, Emil Ingi Emilsson, Guð- mundur Þór Kristjánsson, Katrín Gunnarsdóttir.“ Bréf þriggja kennara við Menntaskólann á Ísafirði KRAFTUR – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra gefur út jólakort sem myndskreytt er af Kolbrúnu Hrund Sigurgeirs- dóttur og gaf hún Krafti vinnu sína. Jólakortin eru seld 10 stk. í pakka og kostar pk. 1.000 kr. Hægt er að nálgast kortin á skrifstofu Krafts í Skógarhlíð 8, á mánu- og mið- vikudögum kl. 9–15, þá er einnig hægt að panta þau í síma 540 1915 á áðurnefndum dögum. Jólakort Krafts STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, selur nú eins og áður jólakort til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Um er að ræða tvær gerðir af kort- um eftir Daða Guðbjörnsson listmál- ara. Önnur myndin heitir Vorgleði og hin heitir Bleik músík. Kortin verða m.a. seld á skrifstofu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Jólakort Styrks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.