Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 25

Morgunblaðið - 24.11.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 25 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Efnisskrá með fjölbreyttri, léttri klassík STÓRTÓNLEIKAR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Sunnudaginn 4. desember kl. 17:00 verða tenórarnir þrír í Íslensku óperunni, þeir Gunnar Guðbjörnsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium ásamt Ólafi Vigni Albertssyni. Miðasala er í Íslensku óperunni. GAMAN Í ÓPERUNNI! 3 TENÓRAR Terra Nova býður Íslendingum sumarleyfisferðir til perlu Svarta- hafsins, Golden Sands í Búlgaríu. Búlgaría er orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum Evrópu, enda í boði hin fullkomna blanda milli austurs og vesturs. Golden Sands liggur rétt norðan Varna, þriðju stærstu borgar Búlgaríu. Staðurinn ber svo sannarlega nafn með rentu því stöndin er ein sú allra besta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Á Golden Sands er óþrjótandi afþreying í boði, t.d. nýr vatnaskemmtigarður, Aquapolis. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Búlgaría Nýjungin 2006 - Vinsælasti áfangastaður við Svartahafið Frábært verð Kr. 29.990* Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Kr. 39.995 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 1. júní, á Iglika íbúðahótelinu. Netverð á mann. Kr. 43.595 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 1. júní, í herbergi á Hotel Luna eða Hotel Palm Beach. Netverð á mann. Kr. 48.790 M.v. gistingu í tvíbýli með morgunmat á Hotel Perla, vikuferð 1. júní. Netverð á mann. Frá kr. 29.990* Golden Sands býður allt sem þarf fyrir fullkomið sumarleyfi. Hótelin standa öll nálægt ströndinni og eftir endilangri ströndinni liggur falleg strandgata og margir fallegir sundlaugagarðar. Landið er mjög fallegt með fjölbreytilega náttúru, menningin er litrík og saga þjóðarinnar spennandi. Verðlag í Búlgaríu er mjög lágt og fólkið er vinalegt og gestrisið. Í þessari sumarleyfisparadís færðu mikið fyrir peninginn. Fyrstu 300 sætin á ótrúlegu tilboðsverði 300 viðbótarsæti á tilboðsverði Stórglæsilegir gististaðir og ótrúlegt verðlag Þökkum ótrúlegar viðtökur – bókaðu strax! www.ter ranova.is E N N E M M / S IA / N M 19 3 67 TVÆR barbídúkkur eru á óska- lista lítillar heimasætu fyrir þessi jól og í Hagkaup kostuðu dúkk- urnar í lok október nálægt fjögur þúsund krónum hvor eða samtals um átta þúsund krónur. Það þótti foreldrunum hátt verð og því var farið að skoða verðið á dúkkunum í Bandaríkjunum og farið inn á www.sho- pusa.is til að athuga hvar lægsta verðið fengist. Tilboð á Amazon Á www.amazon- .com var einmitt til- boð í gangi í lok október þannig að þessar tvær dúkkur fengust á verði einn- ar. Barbídúkkurnar eru í svokallaðri Pegasus-seríu og um er að ræða skýjadrottningu sem heitir Rayla og prinsessuna Ann- iku. Á Amazon kosta dúkkurnar venjulega 19,90 dollara sem var á þessum tíma rúmlega 1.200 ís- lenskar krónur stykkið. Þar sem tilboðið hljóðaði upp á tvær fyrir eina kostuðu báðar dúkkurnar rúmlega 1.200 íslenskar krónur í stað 2.400 króna. Tilboð var á sendingarkostnaði svo hann var felldur niður, þ.e. frá seljanda til vörugeymslu Shopusa.is, og síðan bættust við rúmlega sextíu krónur í skatt. Dúkkurnar kostuðu því rúmlega 1.260 krónur komnar í vörugeymsluna í Virginiaríki. Hestvagn á útsölu Erfitt er að gefa upp alveg ná- kvæmlega hvað kostaði að koma dúkkunum heim í gegnum Sho- pusa.is því í sendingunni var fleira, þ.e. hestvagn og tveir barbí- hestar og heildartalan fyrir flutn- ing og öll gjöld var 2.747 krónur. Það er ódýrara að taka meira en minna í sömu sendingu. Á síðu shopUSA.is er hægt að láta reikna út fyrir sig kostnað og ef dúkk- urnar hefðu komið einar í send- ingu miðað við gengið í gær hefði kostnaðurinn numið 1.990 krónum. Heildarverðið fyrir tvær barbí- dúkkur komnar í hendur kaupanda er því um 3.250 krónur. Þess má geta að hestvagninn og hestarnir voru á útsölu á Amazon og kostuðu innan við 600 íslenskar krónur þar. Sendingarkostnaður innan Bandaríkjanna var ekki innifalinn eins og á barbídúkk- unum svo vagninn kom út á svip- uðu verði og dúkkurnar, hingað kominn til landsins. Hagkaupum kostuðu dúkkurnar 3.999 krónur stykkið í gær eða 7.998 krónur báðar. Ef miðað er við heild- arverðið á dúkkunum frá Amazon- .com, sem var 3.250 krónur fyrir báðar, þá nemur verðmunurinn 146%. Hefði ekkert tilboð verið á dúkkunum og þær keyptar á fullu verði á Amazon hefðu þær líklega kostað um 3.000 krónum meira komnar til landsins, ef miðað er við upplýsingar á gengi gærdags- ins á shopusa.is. Þá hefði heild- arverðið numið 5.500 krónum. Engu að síður nemur þá verðmun- urinn 45%.  NETIÐ | Mikill verðmunur ef leikföngin eru keypt á netinu og send til Íslands Dúkkurnar eru komnar til landsins og kostuðu miklu minna á netinu en út úr búð í Reykjavík. 146% verðmunur á barbídúkkum Morgunblaðið/ÞÖK EF lofttæmdar umbúðir sem geyma matvæli þenjast út er það merki um að eitthvað sé að, hvað sem veldur. Slíkra matvæla skal ekki neyta og vert er að láta framleiðanda vita. Ábending barst um for- soðna kartöflubáta í lofttæmd- um umbúðum frá fyrirtækinu Í einum grænum, þar sem um- búðirnar höfðu þanist út eftir að viðkomandi kom heim úr matvörubúðinni. Dagbjartur Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Í einum grænum, sagði þetta mjög leitt og sjaldan gerast, en skýringin væri sú að kælingu á þessari vöru í verslunum væri stundum ábótavant. „Þessir kartöflubátar eru kælivara en stundum vill það brenna við að í verslunum sé þessi vara ekki í kæli, heldur í umhverfi þar sem hitastigið er of hátt og þá myndast gerjun sem veldur því að umbúðirnar þenjast út. Við erum með manneskju á okkar vegum sem fylgist mjög vel með þessu í verslunum og tekur út þær vörur sem hafa orðið fyrir þessari gerjun af þessum sök- um. Bæði framleiðendur og dreifingaraðilar matvöru leggja mikið upp úr því að var- an komist í góðu lagi í hendur neytenda, og því hvetjum við þá sem verða fyrir þessu að láta okkur vita, skila vörunni og fá hana bætta.“  MATVÆLI Útþandar lofttæmdar umbúðir Morgunblaðið/Árni Sæberg gudbjorg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.