Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 49
DAGBÓK
Ritlistarhópur Kópavogs fagnar umþessar mundir tíu ára afmæli sínu.Rekja má upphaf hans til síðastavetrardags 1994 þegar starfsfólk
Bókasafns Kópavogs efndi til upplestrar skálda
sem höfðu búsetu í bænum. Ritlistarhópurinn
var þó ekki formlega stofnaður fyrr en ári
seinna, á fjörutíu ára afmæli Kópavogsbæjar, en
þá var haldinn upplestur Kópavogsskálda í
Gerðarsafni og í Bókasafni Kópavogs.
Sigrún Oddsdóttir, formaður hópsins, segir að
það hafi fljótlega komið í ljós að fleiri skáld
byggju í Kópavogi en búist var við í upphafi.
„Því var fljótlega farið að huga að útgáfu ljóða
félagsmanna og fyrsta bókin, Gluggi, kom út ár-
ið 1996. Annað ljóðasafnið, LjósMál, kom út í
desember 1997 en þar ortu 24 skáld við ljós-
myndir fimm ljósmyndara og þriðja ljóðasafnið,
Sköpun, kom út 2001 og var samstarf 25 mynd-
listarmanna og 25 ljóðskálda.“
Að sögn Sigrúnar eru þrjátíu félagar virkir
hverju sinni í Ritlistarhópi Kópavogs og hittast
þeir hálfsmánaðarlega.
„Ýmist fáum við skáld til að lesa úr verkum
sínum eða þá að við hittumst til að spjalla og
lesa hvert fyrir annað. Yfirleitt er það þannig að
einhver hefur verið að gefa út og þá koma þeir
með sínar bækur og lesa úr þeim fyrir okkur
hin. Við hvetjum hvert annað mikið til dáða og
það er mjög jákvæður andi sem svífur yfir vötn-
um á þessum fundum. Það er mjög gott að vera
í svona hópi því þeir sem skrifa eru yfirleitt
hver í sínu horni og þá er það mjög gefandi
að geta komið saman og rætt um ritlistina.“
Sigrún segir að allir félagsmenn stundi
skriftir en það sé ekki skilyrði fyrir inngöngu
í hópinn að hafa gefið ritverk sín út.
„Það hefur á hinn bóginn mjög hvetjandi
áhrif að vera í ritlistarhópi og þá fer fólk
frekar að huga að útgáfu. Þær bækur sem við
höfum gefið út saman hafa verið mjög já-
kvæðar að því leyti að þeir sem hafa ekki áð-
ur ráðist í útgáfu sjá ljóð sín á prenti.“
Upplestrar Ritlistarhópsins voru lengst af
á fimmtudögum í kaffistofu Gerðarsafns undir
yfirskriftinni „Kveðskapur fyrir kvöldmat“,
en upp á síðkastið hafa upplestrarnir ýmist
verið á Catalínu, Café Borg eða í Kórnum í
Bókasafni Kópavogs.
Sigrún segist ekki efast um að Ritlist-
arhópurinn verði til eftir önnur tíu ár. „Það
er dálítið misjafnt hverjir eru virkir hverju
sinni en ég óttast það ekki að hópurinn líði
undir lok. Á meðan ljóðið er til verðum við
til.“
Félagar Ritlistarhópsins lesa eigin ljóð í
Kórnum, á neðstu hæð Bókasafnsins, kl. 17.15
í tilefni af tíu ára afmæli hópsins. Allir eru
hjartanlega velkomnir og eru ung og gömul
skáld hvött til að mæta með ljóð sín og lesa
upp.
Bókmenntir | Ritlistarhópur Kópavogs fagnar 10 ára afmæli
Á meðan ljóðið lifir
Sigrún Oddsdóttir
fæddist árið 1956 í
Reykjavík. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Kópavogi og prófi í ís-
lensku, uppeldis- og
kennslufræðum frá Há-
skóla Íslands 1981. Hún
hefur kennt við
Menntaskólann á Ísa-
firði, Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, Menntaskólann við Hamrahlíð og
á Vopnafirði þar sem hún stofnaði öld-
ungadeild og kvöldskóla sem útskrifaði nem-
endur í gegnum Menntaskólann á Egils-
stöðum. Hún hefur einnig starfað við
textagerð á auglýsingastofu og unnið í lausa-
mennsku á Morgunblaðinu. Í dag skrifar hún í
fréttablað SLF, Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra, er einn af umsjónarmönnum sam-
ræmdra stúdentsprófa auk þess að vera for-
maður Ritlistarhóps Kópavogs. Eiginmaður
hennar er Vilmundur Gíslason framkvæmda-
stjóri en þau hjón eiga tvær dætur.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Í dag, 24. nóv-ember, er áttræður Magnús
Guðjónsson, Laugalæk 32. Eiginkona
hans er Þuríður Ólafsdóttir. Þau taka
á móti ættingjum og vinum í Safn-
aðarheimili Laugarneskirkju við
Kirkjuteig á morgun, föstudaginn 25.
nóvember, kl. 17-19.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Myndlist í dag kl. 13. Jóga
kl. 9. Boccia kl. 10. Videóstund kl. 13.15,
ýmsar myndir og þættir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handavinna kl.
9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30.
Boccia kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30. Leik-
fimi kl. 11. Myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna,
hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bók-
band, fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Félagsstarfið er öllum
opið. Skráningu á Vínarhljómleikana 6.
nóv. 2005 að ljúka. Fastir liðir eins og
venjulega. Handverkstofa Dalbrautar 21–
27 opin virka daga kl. 8–16. Allar upplýs-
ingar um starfið í síma 588 9533.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 á
neðri hæð. Kl. 11.15 Leikfimi I.A.K. Bæna-
stund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17–18 á
neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30-21.30 á
neðri hæð. www.digraneskirkja.is.
FEBÁ, Álftanesi | Útskurðar- og útsagn-
arnámskeið í smíðastofu grunnskólans á
fimmtudögum kl. 15.30–18.30. Áhöld og
viður til að skera út á staðnum. Kennari
Friðgeir H.Guðmundsson. Sperrileggirnir
ganga saman, með eða án stafa, þriðju-
dags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 10–11.
Mæting fyrir framan Bessann og molasopi
þar eftir göngu. Allir 60 ára og eldri vel-
komnir í hópinn. Nánari upplýsingar hjá
Guðrúnu, sími 565 1831.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í
dag kl. 13. Almennur fundur um kjara– og
hagsmunamál eldri borgara laug. 26. nóv.
kl. 14 í Stangarhyl 4. Á fundinn mæta al-
þingismennirnir Ásta Möller, Ásta R. Jó-
hannesdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jón-
ína Bjartmarz og Ögmundur Jónasson og
fræða okkur um bættan hag eldri borgara.
Fjölmennið.
Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓkór-
inn æfir kl. 17–19 í KHÍ. Brids-æfing í KHÍ-
húsi kl. 14–16. Allir velkomnir.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull-
smárabrids. Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilar alla mánu- og fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst kl. 13. Kaffi og
meðlæti fáanlegt í spilahléi.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler-
skurður kl. 9. Kl. 13 ferð málaranema á
Sigurjónssafn, Garðaberg kl. 13. Ullarþæf-
ing og perlur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Vatns-
leikfimi kl. 9.45, karlaleikfimi kl. 13.15 í
Mýri. Handavinnuhorn kl. 13 í Garðabergi.
Farið verður í Laugarásbíó á Ómur af söng
nk. mánudag. Skráning í síðasta lagi á
föstudag.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgi-
stund. Kl. 12.30 vinnustofur opnar, m.a.
myndlist, silki og rósamálun. Kl. 13.15
„Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í
samstarfi við Hólabrekkuskóla, umsj.
Kjartan Ólafsson. Á morgun kl. 13.30 kynn-
ingarfundur um menningar og listahátíð
eldri borgara, umsj. Þráinn Hafsteinsson.
Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun,
almenn handavinna. Kl. 14 sagan og kl. 15
kaffiveitingar.
Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postu-
línsmálun. hjúkrunarfræðingur á staðnum.
Kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla.
Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg-
ismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt
kl. 10. Djass og dixielandmúsík kl. 11. Leik-
fimi kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl.
13.
Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Hall-
dóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Félagsvist kl.
13.30, góðir vinningar og nýbakað með
kaffinu. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum
opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu
við, kynntu þér dagskrána. Alltaf eitthvað
nýtt á döfinni. Heitt á könnunni og dag-
blöðin liggja frammi. Spjalldagur föstudag
25. nóv. kl. 15. Gestir: Auður Eir og Edda
Andrésdóttir. Allir alltaf velkomnir. Sími
568 3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hárgreiðslu
og fótaaðgerðastofur opnar frá kl. 10.
Handmennt almenn kl. 13. Kl. 14.30 kaffi-
veitingar.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9 smíði, kl.
9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl.
13–16.30 leir.
Vesturgata 7 | Kl 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir Kl 9–10 boccia Kl 9.15–14 Að-
stoð v/böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna.
Kl 10:15–11:45 spænska. Kl. 11.45–12.45 há-
degisverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl 13–16 kór-
æfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–
15.45 kaffiveitingar.
Vesturgata 7 | Uppselt er á jólafagnaðinn
2. des. Þeir sem eiga ósótta miða vinsam-
legast sækið miðana fyrir mánud. 28. nóv.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–
12.30. Bókband og pennasaumur kl. 9–13,
morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hár-
greiðsla og fótaaðgerðarstofur opnar,
handmennt alm. kl. 13–16.30, glerskurður
kl. 13, frjáls spilamenska kl. 13.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Starf með tíu til tólf ára
börnum í Ártúnsskóla kl. 16. Söngur, sögur,
helgistund og leikir.
Áskirkja | Foreldrum boðið í samveru með
börn sín í safnaðarheimili II alla fimmtu-
dagsmorgna milli kl. 10–12. Opið hús milli
kl. 14–16 í dag, samsöngur undir stjórn org-
anista, kaffi og meðlæti. Klúbbur 8–9 ára
barna. Samvera milli kl. 17.15–19, bíófundur.
Dómkirkjan | Opið hús í Safnaðarheimilinu
kl. 14–16. Kaffi og meðlæti.
Fella- og Hólakirkja | Samverustund í
Gerðubergi í umsjá presta og djákna Fella-
og Hólakirkju kl. 10.30.
Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar– og bæna-
stund í hádeginu á fimmtudögum kl. 12.15.
Tónlistin er vel fallin til að leiða mann í
íhugun og bæn.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund
er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju
kl. 22. Gott er að ljúka deginum og und-
irbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera
þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er
við bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Glerárkirkja | Á fræðslustund kl. 17.30
mun dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjalla um
tengsl tölvuleikjanotkunar og hegðunar.
Rannsókn sem hún gerði haustið 2002
sýnir að fylgni er milli hasarleikjanotkunar
íslenskra unglinga og beitingar þeirra á of-
beldi. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl.
10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam-
verustundir, ýmis konar fyrirlestrar. Alltaf
heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn-
in. TTT fyrir börn 10–12 ára á fimmtudög-
um í Húsaskóla kl. 17.30–18.30.
Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19.
Hversdagsmessur eru sérstaklega ætl-
aðar fólki í önnum dagsins. Áhersla er lögð
á létta og aðgengilega tónlist. Í hverri
guðsþjónustu er altarisganga. Þorvaldur
Halldórsson leiðir tónlistina.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn-
ðarsal eftir stundina.
Háteigskirkja | Vinafundir í Setrinu kl. 14.
Umsjón sr. Tómas og Þórdís þjónustu-
fulltrúi. Á vinafundum hjálpast fólk við að
vekja upp gamlar og góðar minningar.
Kaffi á eftir.
Hjallakirkja | Opið hús í Hjallakirkju kl. 12–
14. Léttur hádegisverður og skemmtileg
samverustund. Kirkjuprakkarar, 6–9 ára
börn, hittast í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eldurinn –
fyrir fólk á öllum aldri – samvera kl. 21.
Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bæna-
stund.
Keflavíkurkirkja | Sorg og sorg-
arviðbrögð. Sr. Gunnar Matthíasson,
sjúkrahúsprestur, fjallar um sorg og sorg-
arviðbrögð í Kirkjulundi kl. 20.30 á vegum
Bjarma, samtaka um sorg og sorgarferli á
Suðurnesjum.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM kl.
20 á Holtavegi. Tækni framtíðarinnar. Ing-
ólfur Þorbjörnsson, vélaverkfræðingur sér
um efnið. Sr. Sigurður Pálsson hefur hug-
leiðingu. Allir karlmenn eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund í
hádegi. Að samveru lokinni bíður léttur
málsverður í safnaðarheimilinu allra sem
lyst hafa. Kl. 15 Tólfárastarf Laugarnes-
kirkju. (7. bekkur) Umsjón hafa Hildur Eir
æskulýðsfulltrúi og Stefán Einar Stef-
ánsson guðfræðinemi.
Óháði söfnuðurinn | 12 sporin – andlegt
ferðalag kl. 19–21.
Selfosskirkja | Morguntíð sungin í dag kl.
10. Fyrirbænir – og einnig tekið við bæn-
arefnum. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á
eftir. Sr. Gunnar Björnsson. Æskulýðsfélag
Selfosskirkju. Fundur í safnaðarheimilinu í
kvöld kl. 19.30.