Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STUÐNINGSMENN Júlíu Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, bera hana á fjöldafundi á Sjálfstæðistorginu í Kiev í fyrrakvöld þegar þess var minnst að ár er liðið frá appelsínugulu byltingunni. Um 100.000 manns mættu á fundinn og á meðal ræðu- manna var Viktor Jústsjenko forseti sem vék Tymos- henko úr embætti forsætisráðherra fyrir tveimur mán- uðum vegna ásakana um spillingu. Reuters Ár liðið frá appelsínugulu byltingunni Gautaborg. Morgunblaðið. | Grunsemd- ir hafa vaknað um að börn hælisleit- enda í Svíþjóð hafi verið vanrækt markvisst af foreldrum sínum í þeim tilgangi að forðast að vera vísað úr landi vegna þess að börnin hafi orðið „apatísk“, þ.e. verkstola eða tilfinn- ingasljó. Mikil umræða hefur átt sér stað í Svíþjóð undanfarin tvö ár vegna þessa sjúkdóms sem lagst hefur á sum börn hælisumsækjenda sem upplifað hafa margs konar hörmung- ar auk streitu og óvissu vegna nýs dvalarstaðar. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að börnin loka sig af, hætta að tala, borða og hreyfa sig, leggjast að lokum í rúmið og þurfa sum að fá næringu í gegnum slöngu og vökva í æð. Þau virðast gefast upp og missa alla lífslöngun. Ástandið er alvarlegt og getur verið lífshættu- legt. Stjórnvöldum telst til að 424 börn tilheyri þeim hópi sem kallaður er „apatísk“ flóttabörn og mikið er fjallað um í fjölmiðlum. Gagnrýnt hefur verið að þessum börnum og fjölskyldum þeirra hefur ekki sjálf- krafa verið veitt dvalarleyfi, heldur hefur sumum þeirra verið neitað um hæli í Svíþjóð og þau neyðst til að fara aftur til heimalandsins. Þrettán tilvik rannsökuð Sænska útlendingaeftirlitið hefur nú vísað þrettán tilvikum til lögregl- unnar í Stokkhólmi þar sem grunur leikur á að foreldrar eða aðstandend- ur barnanna hafi gerst sekir um van- rækslu eða ofbeldi. Útlendingaeftir- litið hefur þó ekki staðfest sögur um að hælisumsækjendurnir séu taldir vanrækja börnin í þeim tilgangi að geta dvalið í Svíþjóð, rannsókn á því sé undir lögreglunni komin. TT-fréttastofan nefnir dæmi um foreldra sem áttu að hafa hellt niður næringarvökva ætluðum barninu og tvö dæmi um börn sem komu á bráðamóttöku vegna eitrunar. Svenska Dagbladet fjallaði um málið á þriðjudaginn og þar var því haldið fram að foreldrar beittu börn sín of- beldi af þessu tagi í þeim tilgangi að eiga meiri líkur á að fá dvalarleyfi. Svenska Dagbladet hélt því fram að í sumum tilvikum væri um kynferð- islegt ofbeldi að ræða eða þá að for- ráðamennirnir væru alls ekki for- eldrar umræddra barna heldur hefðu þau tekið munaðarlaus börn af götunni með sér til Svíþjóðar til að eiga meiri möguleika á að fá dval- arleyfi. Ekki er leyfilegt að gera DNA-próf til að ganga úr skugga um hvort foreldrar eru líffræðilegir for- eldrar viðkomandi barns eða ekki. Næsta vor ganga þó í gildi ný lög í Svíþjóð sem munu leyfa slík próf. Læknar hafa efasemdir Barnalæknar sem rætt var við í fjölmiðlum lýstu allir efasemdum um að foreldrar beittu börn sín ofbeldi eða gætu á einhvern hátt stjórnað heilsufari þeirra. Í Göteborgs Posten er rætt við barnalækninn Henry Ascher sem segir afar ólíklegt að einhver geti eitrað svo stöðugt fyrir barni að það virtist verkstola. Hann er í vinnuhópi Barnalæknafélags Svíþjóðar sem einbeitir sér að flóttabörnum og eng- inn í þeim hópi hefur orðið var við dæmin sem nefnd eru. Barnalækna- félagið segir að ef slíkt hafi gerst séu það einstök dæmi sem ekki er hægt að færa upp á öll börnin 424. Börnin markvisst vanrækt? Grunur um að verkstola börn hæl- isleitenda í Svíþjóð hafi í einhverjum tilfellum sætt vanrækslu eða ofbeldi Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Harbin. AFP. | Sprenging í efnaverk- smiðju olli alvarlegri mengun í einu af stærstu fljótum Kína og varð til þess að loka þurfti vatnsveitum til milljóna manna. Kínversk yfirvöld skýrðu frá því í gær að sprenging í efnaverk- smiðju í Jilin-héraði í norðaustan- verðu landinu hefði orðið til þess að bensól, sem getur valdið krabba- meini, hefði borist í Songhua-fljót, sem er 1.897 kílómetra langt. Bensól- magnið í fljótinu var allt að 108 sinn- um yfir hættumörkum. Skýrt var frá mengunarslysinu tíu dögum eftir sprenginguna í efnaverk- smiðjunni. Kínverskir embættismenn höfðu ítrekað neitað því að spreng- ingin hefði valdið umhverfisspjöllum. Í borginni Harbin, sem er um 380 kílómetra frá efnaverksmiðjunni, var vatnsveitu til þriggja milljóna manna lokað í fyrradag. Fréttastofan Xinhua hafði eftir embættismönnum að í Harbin væri skortur á efnum til að hreinsa mengaða vatnið sem talið er að berist þangað í dag. Bensólið þynnist út í fljótinu og var 29 sinnum yfir hættumörkum á sunnudaginn var þegar mengunin barst að mörkum héraðanna Jilin og Helong Jiang. Mengaða vatnið hafði runnið framhjá borgunum Songyuan og Zha- oyuan áður en yfirvöld viðurkenndu mengunarslysið. Íbúar Songyuan eru um þrjár milljónir og Zhaoyuan um 450.000. Yfirvöld í Rússlandi sögðust fylgj- ast með hugsanlegri bensólmengun í Amur-fljóti, sem Songhua fellur í við landamærin. Um 600.000 íbúar rúss- nesku borgarinnar Khabarovsk fá vatn úr fljótinu. Hættuleg mengun í kínversku fljóti                                      ! "   6 +  +  :;<=>)5 ?, 4 &4 2 4 4 /&&)<@ A51< 2  2B);<= CD<= CD)D<   &" ,44' ,%, +*#   E * 6 !" #   !    $  % !     &" ,44% *',%, +*# ,+% *,   ( * +,  $& 4 F#76 G 6 %$E + %  2 6 *H + 4 'I%  E*% +%  * %  4  F 4+* 7 +6 Vín. AP. | Breski rithöfundurinn David Irving var á þriðjudag ákærður fyrir að hafa brotið gegn lögum í Austurríki, sem leggja bann við því að neitað sé að helför gyð- inga hafi farið fram. Irving var handtekinn í Austurríki 11. þessa mánað- ar. Irving hefur m.a. haldið því fram að Adolf Hitler hafi verið ókunnugt um morð á sex milljónum gyðinga. Þá hefur hann einnig neitað því að gasklefar hafi verið notaðir við fjöldamorð á gyðingum. Verði Irving fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Irving ákærður David Irving
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.