Morgunblaðið - 24.11.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
STUÐNINGSMENN Júlíu Tymoshenko, fyrrverandi
forsætisráðherra Úkraínu, bera hana á fjöldafundi á
Sjálfstæðistorginu í Kiev í fyrrakvöld þegar þess var
minnst að ár er liðið frá appelsínugulu byltingunni. Um
100.000 manns mættu á fundinn og á meðal ræðu-
manna var Viktor Jústsjenko forseti sem vék Tymos-
henko úr embætti forsætisráðherra fyrir tveimur mán-
uðum vegna ásakana um spillingu.
Reuters
Ár liðið frá appelsínugulu byltingunni
Gautaborg. Morgunblaðið. | Grunsemd-
ir hafa vaknað um að börn hælisleit-
enda í Svíþjóð hafi verið vanrækt
markvisst af foreldrum sínum í þeim
tilgangi að forðast að vera vísað úr
landi vegna þess að börnin hafi orðið
„apatísk“, þ.e. verkstola eða tilfinn-
ingasljó.
Mikil umræða hefur átt sér stað í
Svíþjóð undanfarin tvö ár vegna
þessa sjúkdóms sem lagst hefur á
sum börn hælisumsækjenda sem
upplifað hafa margs konar hörmung-
ar auk streitu og óvissu vegna nýs
dvalarstaðar. Sjúkdómurinn lýsir
sér þannig að börnin loka sig af,
hætta að tala, borða og hreyfa sig,
leggjast að lokum í rúmið og þurfa
sum að fá næringu í gegnum slöngu
og vökva í æð. Þau virðast gefast upp
og missa alla lífslöngun. Ástandið er
alvarlegt og getur verið lífshættu-
legt.
Stjórnvöldum telst til að 424 börn
tilheyri þeim hópi sem kallaður er
„apatísk“ flóttabörn og mikið er
fjallað um í fjölmiðlum. Gagnrýnt
hefur verið að þessum börnum og
fjölskyldum þeirra hefur ekki sjálf-
krafa verið veitt dvalarleyfi, heldur
hefur sumum þeirra verið neitað um
hæli í Svíþjóð og þau neyðst til að
fara aftur til heimalandsins.
Þrettán tilvik rannsökuð
Sænska útlendingaeftirlitið hefur
nú vísað þrettán tilvikum til lögregl-
unnar í Stokkhólmi þar sem grunur
leikur á að foreldrar eða aðstandend-
ur barnanna hafi gerst sekir um van-
rækslu eða ofbeldi. Útlendingaeftir-
litið hefur þó ekki staðfest sögur um
að hælisumsækjendurnir séu taldir
vanrækja börnin í þeim tilgangi að
geta dvalið í Svíþjóð, rannsókn á því
sé undir lögreglunni komin.
TT-fréttastofan nefnir dæmi um
foreldra sem áttu að hafa hellt niður
næringarvökva ætluðum barninu og
tvö dæmi um börn sem komu á
bráðamóttöku vegna eitrunar.
Svenska Dagbladet fjallaði um málið
á þriðjudaginn og þar var því haldið
fram að foreldrar beittu börn sín of-
beldi af þessu tagi í þeim tilgangi að
eiga meiri líkur á að fá dvalarleyfi.
Svenska Dagbladet hélt því fram að í
sumum tilvikum væri um kynferð-
islegt ofbeldi að ræða eða þá að for-
ráðamennirnir væru alls ekki for-
eldrar umræddra barna heldur
hefðu þau tekið munaðarlaus börn af
götunni með sér til Svíþjóðar til að
eiga meiri möguleika á að fá dval-
arleyfi. Ekki er leyfilegt að gera
DNA-próf til að ganga úr skugga um
hvort foreldrar eru líffræðilegir for-
eldrar viðkomandi barns eða ekki.
Næsta vor ganga þó í gildi ný lög í
Svíþjóð sem munu leyfa slík próf.
Læknar hafa efasemdir
Barnalæknar sem rætt var við í
fjölmiðlum lýstu allir efasemdum um
að foreldrar beittu börn sín ofbeldi
eða gætu á einhvern hátt stjórnað
heilsufari þeirra.
Í Göteborgs Posten er rætt við
barnalækninn Henry Ascher sem
segir afar ólíklegt að einhver geti
eitrað svo stöðugt fyrir barni að það
virtist verkstola. Hann er í vinnuhópi
Barnalæknafélags Svíþjóðar sem
einbeitir sér að flóttabörnum og eng-
inn í þeim hópi hefur orðið var við
dæmin sem nefnd eru. Barnalækna-
félagið segir að ef slíkt hafi gerst séu
það einstök dæmi sem ekki er hægt
að færa upp á öll börnin 424.
Börnin markvisst vanrækt?
Grunur um að verkstola börn hæl-
isleitenda í Svíþjóð hafi í einhverjum
tilfellum sætt vanrækslu eða ofbeldi
Eftir Steingerði Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
Harbin. AFP. | Sprenging í efnaverk-
smiðju olli alvarlegri mengun í einu af
stærstu fljótum Kína og varð til þess
að loka þurfti vatnsveitum til milljóna
manna. Kínversk yfirvöld skýrðu frá
því í gær að sprenging í efnaverk-
smiðju í Jilin-héraði í norðaustan-
verðu landinu hefði orðið til þess að
bensól, sem getur valdið krabba-
meini, hefði borist í Songhua-fljót,
sem er 1.897 kílómetra langt. Bensól-
magnið í fljótinu var allt að 108 sinn-
um yfir hættumörkum.
Skýrt var frá mengunarslysinu tíu
dögum eftir sprenginguna í efnaverk-
smiðjunni. Kínverskir embættismenn
höfðu ítrekað neitað því að spreng-
ingin hefði valdið umhverfisspjöllum.
Í borginni Harbin, sem er um 380
kílómetra frá efnaverksmiðjunni, var
vatnsveitu til þriggja milljóna manna
lokað í fyrradag. Fréttastofan Xinhua
hafði eftir embættismönnum að í
Harbin væri skortur á efnum til að
hreinsa mengaða vatnið sem talið er
að berist þangað í dag.
Bensólið þynnist út í fljótinu og var
29 sinnum yfir hættumörkum á
sunnudaginn var þegar mengunin
barst að mörkum héraðanna Jilin og
Helong Jiang.
Mengaða vatnið hafði runnið
framhjá borgunum Songyuan og Zha-
oyuan áður en yfirvöld viðurkenndu
mengunarslysið. Íbúar Songyuan eru
um þrjár milljónir og Zhaoyuan um
450.000.
Yfirvöld í Rússlandi sögðust fylgj-
ast með hugsanlegri bensólmengun í
Amur-fljóti, sem Songhua fellur í við
landamærin. Um 600.000 íbúar rúss-
nesku borgarinnar Khabarovsk fá
vatn úr fljótinu.
Hættuleg mengun
í kínversku fljóti
! " 6 +
+
:;<=>)5
?, 4
&4
2
4
4
/&&)<@
A51<
2
2B);<=
CD<=
CD)D<
&" ,44'
,%, +*#
E * 6
!"
#
!
$
% !
&" ,44% *',%, +*#
,+% *,
( *
+, $&
4 F#76
G 6
%$E +
%
2 6
*H +
4 'I%
E*% +%
* %
4 F
4+* 7 +6
Vín. AP. | Breski rithöfundurinn
David Irving var á þriðjudag
ákærður fyrir að hafa brotið
gegn lögum í Austurríki, sem
leggja bann við
því að neitað sé
að helför gyð-
inga hafi farið
fram.
Irving var
handtekinn í
Austurríki 11.
þessa mánað-
ar.
Irving hefur
m.a. haldið því fram að Adolf
Hitler hafi verið ókunnugt um
morð á sex milljónum gyðinga.
Þá hefur hann einnig neitað því
að gasklefar hafi verið notaðir
við fjöldamorð á gyðingum.
Verði Irving fundinn sekur á
hann yfir höfði sér allt að tíu
ára fangelsi.
Irving
ákærður
David Irving