Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Katrín Péturs-dóttir fæddist í Syðri-Hraundal í Mýrasýslu 13. júní 1924. Hún lést á LSH á Landakoti 16. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vigdís Eyjólfsdóttir, hús- móðir, f. á Kirkju- bóli í Hvítársíðu 8.3. 1889, d. 13.6. 1978, og Pétur Þorbergs- son, bóndi í Syðri- Hraundal f. á Urr- iðaá 29.9. 1892, d. 12.10. 1973. Þau bjuggu í Syðri-Hraundal í Álftaneshreppi. Þaðan fluttu þau árið 1948 að Breiðabólstað í Döl- um og síðan þaðan að Nautaflöt- um í Ölfusi árið 1952 og bjuggu þar til æviloka. Systkini Katrínar eru Sigríður, f. 1917, Skúli, f. 1919, Kristín, f. 1921, Guðrún, f. 1922, Þorbergur, f. 1927, Sigríður Soffía, f. 1928, og Eyjólfur, f. 1930. Fjögur systkini Katrínar, þau Kristín, Þorbergur, Soffía og Eyjólfur lifa hana. Hinn 25. ágúst 1950 giftist Katrín eftirlifandi eiginmanni sínum Einari Hannessyni, f. í Vesturbænum í Reykjavík 13. febrúar 1928. Börn þeirra eru: 1) Hannes, f. 11.10. 1950, synir hans og Ragnheiðar Gísladóttur eru Einar, f. 16.1. 1971, og Grétar f. 10.6. 1972. Sonur Grétars og Ástu Einarsdóttur er Einar Tómas. Hannes og kona hans Linda Buanak, f. 1.1. 1969, eiga synina Svein Til- apong f. 10.6. 1993, og Stefán, f. 3.4. 1995. 2) Pétur, f. 27.5. 1952. Eigin- kona hans er Krist- ín Sigurþórsdóttir, f. 18.12. 1953. Börn þeirra eru María Pálsdóttir, f. 7.9. 1974, Sigurþór, f. 24.4. 1987, og Katr- ín, f. 10.10. 1988. Sambýlismaður Maríu er Ingi Rúnar Gíslason og börn þeirra eru: Tanja Rós, Birnir Snær og Aron Skúli. 3) Margrét Rósa, f. 15.7. 1957, synir hennar og Stef- áns Stefánssonar eru Pétur, f. 2.6. 1986, og Hannes, f. 11.3. 1989. Sambýlismaður Margrétar Rósar er Sigurður H. Ólason, f. 17.8. 1955. Katrín og Einar byggðu heimili sitt í Akurgerði 37 árið 1954 og hafa búið þar síðan. Katr- ín flutti til Reykjavíkur 1948 til að starfa við heimilishjálp og hót- elstörf á Hótel Skjaldbreið þar til hún gifti sig. Hún var heimavinn- andi en starfaði um skeið við mat- vælaframleiðslu og ræstinga- störf. Katrín var ásamt manni sínum félagi í IOGT í stúkunni Einingu nr.14 um langt skeið. Útför Katrínar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku Katrín mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Hvað tíminn er fljótur að líða. Nú eru liðin um 30 ár síðan ég hitti þig fyrst þegar ég kynntist syni þínum honum Pétri. Þakka þér fyrir hve vel þú tókst á móti okkur Maríu. Ég man að þú beiðst spennt í dyr- unum þegar ég kom með hana fyrst í heimsókn. Hún ekki orðin tveggja ára og þú komst hlaupandi með ís í skál handa henni og heill- aðir hana alveg upp úr skónum. Þetta lýsir þér best. Vildir að öll- um liði vel í kringum þig og væru saddir. Með okkur tókst mikil vin- átta. Við gátum setið löngum stundum saman og þagað. Jú, auð- vitað talað líka. Þú sagðir mér ljómandi frá æskuslóðunum í Hraundal þar sem við eignuðumst síðan sumarbústað. Þar þekktir þú hvern krók og kima. Meira að segja gast þú fundið tréð þitt síðan í gamla daga í gjótu í miðju hraun- inu, sýndir mér leynistaðinn sem aðalbláberin uxu og Stutthalastíg- inn þar sem þið riðuð á hestum gegnum hraunið sem börn. Þú sagðir svo vel frá að ég sé ykkur systkinin enn fyrir mér synda í læknum meðal sílanna í glampandi sólskini. Allir kátir og glaðir. Þú varst mikið náttúrubarn. Gæddir ótrúlegustu hluti lífi. Bara litlir steinar urðu að gullmolum í höndunum á þér. Þér þótti vænt um allt í kringum þig enda sóttu barnabörnin í að koma í heimsókn til þín. Doddi okkar kom oft við hjá ykkur afa eftir skólann. Sérstak- lega eftir að við fluttum upp í Graf- arholt. Þegar ég hringdi til að leita að honum þá var hann yfirleitt hjá ykkur í góðu yfirlæti. Kata kom ekki eins oft en það var ekki af því að hún vildi ekki heldur var hún mjög upptekin í fimleikunum sín- um. Hún elskaði að heyra þig segja álfa- og huldufólkssögur og sögur úr sveitinni. Elsku Katrín mín, mikið fannst mér sárt að sjá þig svona veika. Ég vissi ekki hvort þú þekktir okkur þegar ég kom með stelpurnar mín- ar í heimsókn upp á spítala nokkr- um dögum áður en þú lést. En ég lifi í þeirri von. Þú horfðir svo fal- lega á þær með væntumþykju í augunum og Maja fékk þig til þess að brosa. Þessari stund á ég aldrei eftir að gleyma. Hvíldu í friði, elsku tengdamamma. Kristín Sigurþórsdóttir. Hún amma mín var besta amma sem hægt var að óska sér og án efa með stærsta hjarta sem hægt var að finna. Ég er skírð í höfuðið á henni og erum við alnöfnur. Aldrei skammaði hún mig þótt ég ætti það stundum skilið því ég hafði stórt skap og var algjör stríðnispúki. Þó man ég eftir einu skipti og varð þá mjög hissa. Þetta var án efa besta konan á jarðríkinu. Það var gott að koma til hennar og fá teningabrauð og það besta sem hún gerði voru pönnukökur. Hún kom alltaf með fat fullt af þeim á afmælum sem var það fyrsta sem kláraðist. Það skemmtilegasta þótti mér að hlusta á allar álfa- og huldufólks- sögurnar hjá henni. Líka sögurnar frá Hraundal þar sem hún bjó þeg- ar hún var lítil. Henni þótti mjög vænt um æskuslóðirnar. Ekki þurfti annað en að minnast á Hraundal þá kom krúttlegt bros á andlit hennar. Oft þegar mér leiddist hjá henni tók hún fram spilin og við spiluðum allan daginn. Hún spilaði við mann þangað til maður sjálfur nennti ekki meir. Aldrei sagði hún: „Jæja, nóg komið af spilum.“ Amma hafði mikinn áhuga á steinum og sýndi mér oft steinana sína. Það varð til þess að ég fór sjálf að hafa áhuga á steinum. Oft tíndi ég steina á ferðalögum um landið og gaf ömmu. Hún gaf mér stein sem leit alveg eins út og álfa- skór. Ég á þennan stein ennþá. Það fylgdi saga um fund hans sem ég man óljóst eftir sem var um að huldudrottning hefði misst skóinn sinn og amma hefði fundið hann og að hún hafi ætlað að skila honum en vissi ekki hvernig. Amma var góð við allt og alla. Hún kenndi mér meira að segja að þykja vænt um flugur sem ég var hrædd við sem barn. Amma tók hlýlega á móti öllum og sagði aldrei neitt ljótt um nokk- urn mann. Á jólunum komu afi og amma alltaf til okkar í mat. Amma bjó til frómas til að hafa í eftirrétt og var það án efa það besta við jól- in. Annan í jólum fór öll fjölskyld- an í mat til hennar og fengum við alltaf hangikjöt og svo ís og ávexti úr dós á eftir. Gleymi ég aldrei þeim góðu máltíðum. Hún og hennar hlýi persónuleiki á eftir að geymast í hjarta mínu til dauðadags. Og ég veit að hún hvílir á himninum með öllum bestu engl- unum því hún var líka engill á jörðu. Blessuð sé minning hennar. Katrín Pétursdóttir. Til er fólk sem sér alltaf það besta í hverri manneskju og er boðið og búið að leggja öðrum lið. Fólk sem er ósérhlífið en hófsamt og umlykur umhverfi sitt ástríki og alúð. Hún amma heitin Katrín var einmitt þannig manneskja. Frá blautu barnsbeini hefur Ak- urgerði 37 þar sem amma og Einar afi byggðu sitt heimili, löngu fyrir mína tíð, verið fastur punktur í til- verunni. Þar hittist stórfjölskyldan alltaf á stórhátíðum og alla daga ársins var gestagangur vina og fjölskyldu. Bæði voru þau reglu- samt fólk sem tekið hefur virkan þátt í starfi Stórstúku Íslands allt fram á þennan dag. Hún amma var mjög dugleg og féll ekki verk úr hendi en hún vann sín verk í hljóði og barmaði sér aldrei. Þessi jákvæðni, ástúð og umhyggja dró fram það besta í öll- um sem henni tengdust. Sumar manneskjur geta nefnilega sett við- mið öðrum til eftirbreytni án þess þó að það sé gert í umvöndunartón. Amma starfaði við ýmis hlutastörf ásamt því að halda heimili en henn- ar mikilvægasta framlag hefur ef- laust verið að koma börnum til manns. Segja má að hún hafi verið að ala upp börn alla sína ævi og virðist sem það hafi tekist bæri- lega. Það eru því örugglega fleiri en ég sem hún hefur haft mann- bætandi áhrif á. Nú á tímum hækkandi verð- bréfa, dýrari jeppa, stærri húsa og meiri neyslu virðist sem margir séu í kapphlaupi við að afla sér meiri veraldlegra gæða. Sumir eru svo helteknir af efnishyggjunni að hætt er við því að hitt sem mik- ilvægast er gleymist. Þegar staðið er við bautasteininn og spurt til hvers var unnið er ljóst að amma Katrín var rík kona og ástúð henn- ar og ósérhlífni verður einhvern tímann endurgoldin. Blessuð sé minning Katrínar Pétursdóttur. Einar Hannesson. Mín yndislega og góða amma, amma Kata, er fallin frá. Amma Kata var einstök. Hún var eins og engill með mjúka, ljósa húð og rjóða vanga. Fíngerðar hendur sem struku svo nærgætn- islega. Opið og breitt faðmlag sem umvafði mann, enda hjartahlý með eindæmum. Breitt bros og dillandi hlátur sem gladdi alla nærstadda. Það má segja að í kringum hana ríkti yfirvegun og kátína, eiginleik- ar sem henni voru eðlislægir. Amma Kata gaf af sér. Hún eld- aði heimsins besta grjónagraut með rúsínum og bar á borð. Til- hlökkunin var mikil í eldhúsinu þegar slíkar veitingar voru á næsta leiti. Ekki var gleðin minni þegar pönnukökur með sykri voru bak- aðar. Átti hún það til að koma með upprúllaðar pönnsur í afmæli, óum- beðin. Undantekningarlaust hurfu þær eins og dögg fyrir sólu. Á jól- unum sá amma Kata um að brúna kartöflur og gera uppstúf. Það gat enginn leikið eftir henni. Í eftirrétt gerði hún dýrindis „fromage“ sem bráðnaði í munni. Amma Kata var traust. Stóran sess í hennar hjarta skipuðu æsku- slóðir hennar, Hraundalur. Hún naut þess að segja frá sveitinni sinni, varð áköf í frásögn og ánægj- an lýsti frá henni. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég tók viðtal við hana í barnaskóla um æskuárin. Til þess að ná allri frásögninni dugði ekkert minna en upptökutæki, svo langt var viðtalið. Úr orðum henn- ar mátti lesa að hún þekkti hverja þúfu í dalnum. Amma Kata var umhyggjusöm. Hún var lagin við að láta manni líða vel og gefa jákvæðan innblást- ur. Á mínum yngri árum hjúkraði hún, lék við mann og spilaði. Já, við spiluðum olsen, olsen og veiði- mann aftur og aftur. Tímaskortur var ekki til hjá henni. Amma Kata var hvetjandi. Hún KATRÍN PÉTURSDÓTTIR ✝ Jón Agnar Frið-riksson fæddist 22. nóvember 1924. Hann lést 15. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddný Jósefsdóttir, f. 18. ágúst 1900, d. 1952, og Friðrik Gunnars- son iðnrekandi, f. 29. júní 1889, d. 1959. Systkini Jóns voru tvö, Gunnar J. Friðriksson iðnrek- andi, f. 12. maí 1921, maki Elín M. Kaaber, og Jó- hanna Friðriksdóttir, f. 18. ágúst 1923, d. 19. júlí 1992, maki var Halldór Bjarnason útgerðarmað- ur. Gunnar og Elín eignuðust sjö börn og Jóhanna og Halldór átta. Að loknu náni í Svíþjóð kenndi Jón um skamma hríð á Siglufirði, en starf- aði síðan á rann- sóknarstofnuninni á Keldum, um tíma við Sementsverk- smiðjuna á Akra- nesi, en lengst af við Hafrannsókna- stofnunina. Jón bjó nær alla ævina á Hólatorgi 6 í Reykjavík, en var síðustu miss- erin á Grund. Sungin verður sálumessa fyrir Jón í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég var lítil bjó amma mín, Jóhanna Friðriksdóttir, á Hólatorgi 6 og bróðir hennar, Nonni frændi, bjó í kjallaranum. Á Hóló sem við kölluð- um, var fjölskyldan alltaf í heimsókn hjá ömmu og Nonna frænda. Afi Halldór féll frá þegar ég var á þriðja ári og Nonni frændi kom því eigin- lega í afa stað. Mínar fyrstu minn- ingar eru dásamlegir sunnudagar og jól á Hóló. Við frændsystkinin sem börn hlupum alltaf niður í kjallara til að heilsa upp á Nonna frænda sem tók alltaf vel á móti okkur. Hann sýndi okkur m. a. alltaf þöglar 8 mm kvikmyndir með Gög og Gokke, Chaplin og fleirum sem okkur þótti æðislegt, milli þess sem við hlupum milli hæða í löggu- og bófahasar eða klifruðum í stórum trjánum í garð- inum. Nonni frændi lagði mikið upp úr hollustu og alltaf gaf hann okkur poppkorn með jurtasalti, sólblóma- fræ eða þurrkaða ávexti. Svo brýndi hann fyrir okkur að taka alltaf lýsi og borða hollan mat. Hann meira að segja kenndi mér að gufusjóða og svona mætti lengi telja. Að þessu bý ég í dag, og skil fyrst núna á fullorð- insárum mikilvægi þess sem hann var að kenna okkur. Í júní 1997 fluttum við fjölskyldan í kjallarann á Hóló og bjó Nonni frændi þá uppi á lofti. Við höfðum eignast lítinn dreng, Hauk Inga. Þeg- ar fram liðu stundir tók Haukur Ingi miklu ástfóstri við Nonna, afa sinn, eins og hann sagði alltaf. Hann vildi hlaupa upp til hans fyrst á morgnana og heimsækja hann strax eftir leik- skólann. Væri Nonni ekki heima, settist hann á útitröppurnar og beið sem fastast. Eitt skiptið fór hann að lengja eftir honum og steinsofnaði þar. Hann átti líka til að stelast upp eldsnemma um helgar til að kúra uppí hjá afa. Nonni gætti hans, kenndi honum orð, keyrði hann í leik- skólann og margt annað. Þegar við loksins fluttum í stærra húsnæði, var grátið sáran yfir því að Nonni afi fylgdi ekki með. Elsku Nonni frændi og afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú ert hluti af dásamlegum minning- um sem fylgja okkur allt lífið. Þú átt sess í hjörtum okkar og við munum aldrei gleyma þér. Katrín Helga Stefánsdóttir og fjölskylda. Ég kynntist Jóni Friðrikssyni fyrst haustið 1948. Ég var þá að hefja nám við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Jón var þar við nám í líffræði og hafði sameig- inleg vinkona fjölskyldna okkar, frú Margrét Jónsdóttir í Skólabænum, séð svo um að hann greiddi götu mína þegar ég kæmi þangað. Jón hafði ekki farið til Íslands um sumarið og var þá nýkominn úr nokkurra vikna rannsóknarnámsleiðangri í sjávarlíf- fræði við vesturströnd Svíþjóðar og var fullur áhuga á viðfangsefninu en hann hugðist einkum leggja stund á grasafræði. Jón tók mér afar vel og gekk með mér um Uppsali og sýndi mér bæinn sem þá hafði lítið breyst og bjó enn yfir aldagömlum þokka. Hann hjálpaði mér að finna Norrby- hus, stúdentagarðinn þar sem ég hafði fengið inni, og fræddi mig um ýmislegt sem ég þurfti að vita. Jón hafði þá verið við nám í Uppsölum í rúmt ár. Fljótt bættust fleiri Íslend- ingar í hópinn sem höfðu verið mis- munandi lengi í Uppsölum. Íslend- ingahópurinn var samhentur og hélst vináttusamband milli okkar upp frá því meðan við lifðum. Fyrir skömmu andaðist heiðursmaðurinn Jón Jóns- son jarðfræðingur sem var talsvert eldri en við og við mátum mjög mikils. Jón Friðriksson var glaðlyndur og skemmtilegur í okkar hópi. Hann var mjög vel greindur, góður málamaður og átti gott með að tileinka sér flókin efni. Vinnubækur hans voru margar hverjar hrein listaverk. Hann var snyrtimenni í öllu dagfari og vel liðinn af öllum vinum sínum bæði íslenskum og sænskum en hann var annars fremur hlédrægur og óframfærinn og frábitinn því að trana sér fram og kalla eftir athygli manna. En oft var það nauðsynlegt til þess að komast áfram við sænska háskóla í þá daga. Jón var fremur heilsutæpur og vorið 1951 varð hann fyrir því að ann- að lungað í honum féll saman og var hann lagður inn á sjúkrahús. Upp úr því ákvað hann að hverfa frá námi án þess að hafa lokið öllum prófum. Eftir heimkomuna vann Jón við ýmsar rannsóknarstofnanir. Hann vann um tíma á rannsóknarstofu smjörlíkis og sápugerðarinnar Ás- garðs, á rannsóknarstofu Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi, á Til- raunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og síðast við Hafrannsókna- stofnun. Jafnframt fylgdist Jón með í fræð- um sínum. Hann hafði mikinn áhuga á garðyrkju og skógrækt og fylgdist einnig vel með ýmsum nýjungum einkum þeim sem snertu hollustu og tækni. Hann var mjög greiðvikinn og hjálpsamur og hafði yndi af að lið- sinna öðrum. Eins og áður kom fram var Jón ætíð heilsuveill og átti stund- um erfitt með að stunda vinnu af þeim sökum og því fór hann á eftirlaun fyr- ir sjötugt. Síðustu þrjú árin voru Jóni erfið og fór heilsu hans stöðugt aftur. Jón kvæntist aldrei og eignaðist enga afkomendur en systkinabörn hans og einkum börn Jóhönnu systur hans sem bjuggu í sama húsi og hann á Hólatorgi 6 eftir að hann kom heim frá Svíþjóð voru sem hans eigin börn og veittu honum mikla gleði. Hann sinnti þeim sem besti faðir. Enda hafa þau ætíð kunnað að meta það við hann, ekki síst í erfiðleikum hans á síðari árum. Jón var mjög ættrækinn. Hann var stoltur af forfeðrum sínum og sýndi það í verki með því að lagfæra og setja skildi á leiði margra þeirra. Jón var mjög trúrækinn og sótti kirkju reglulega og tók virkan þátt í leik- mannastarfi kaþólska safnaðarins meðan hann hafði heilsu til. Upp á síðkastið töluðum við Jón oft um Uppsalaárin og fannst honum JÓN AGNAR FRIÐRIKSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.