Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Þ
egar Rumon Gamba var
ráðinn aðalhljómsveit-
arstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands
snemma sumars árið
2002 hafði hann þegar stjórnað
hljómsveitinni á þrennum tónleikum
sem gestastjórnandi, við góðan
orðstír bæði áheyrenda og hljóð-
færaleikara hljómsveitarinnar.
Ákvörðunin um ráðningu hans var
því lítið umdeild, og allar götur síð-
an virðist sátt hafa ríkt um þennan
prúða mann og stjórnun hans, sem
og listræna túlkun.
Sjálfur segist Gamba muna vel
eftir fyrstu skiptunum sem hann
stjórnaði hljómsveitinni. „Á fyrstu
tónleikunum lékum við að mig
minnir einhvers konar blöndu af
franskri tónlist og píanókonsert eft-
ir Chopin. Einnig rámar mig í að við
höfum leikið eitthvað eftir Berlioz,
tónlist sem hljómsveitin hafði ekki
oft leikið áður. Það var því áhuga-
vert að sjá hvernig þau ynnu og ég
man að ég naut þess að vinna með
hljómsveitinni í þetta fyrsta sinn,“
segir hann. „Ég held að það hafi
verið eftir þriðja skiptið mitt hér
sem það var orðað við mig að taka
við starfi aðalstjórnanda. Við höfð-
um nýlokið við tónleika með 8. sin-
fóníu Shostakovits, sem höfðu geng-
ið mjög vel. Það virtist því eðlilegt
að halda áfram.“
Mestu réð varðandi ákvörðun
Gamba að ganga til liðs við hljóm-
sveitina hve opin og sveigjanleg hún
hafði verið í samstarfi og hve vel
tónleikar fram að því höfðu gengið.
Þannig lýsir hann reynslu sinni af
hljómsveitarmeðlimum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands raunar yf-
irleitt; þeir séu fordómalausir þegar
kemur að flutningi verka – sem sé
alls ekki algilt í þeirri stétt – og
gangi hreint til verks. Með þeim
hætti taki flutningurinn hverju sinni
mið af þeim sem heldur um tón-
sprotann, án þess þó að hljómsveitin
glati eigin hljómi.
Hann hlær þegar ég spyr hann
hvert leyndarmál hans sé, hvernig
honum hafi tekist að halda því já-
kvæða andrúmsloft sem raunin er, í
kringum sig og hljómsveitina –
nokkuð sem fyrirrennurum hans
tókst víst ekki alltaf. „Ég veit það
ekki. Ég er auðvitað bara sá sem ég
er, og stjórna öllum hljómsveitum á
sama hátt, hverjar svo sem þær eru
og hvort sem þær eru vingjarnlegar
í viðmóti eða ekki. Þó geri ég ráð
fyrir að ég sé hreinskilinn. Án þess
að vilja baktala kollega mína á
hljómsveitarstjórasviðinu hef ég
suma þeirra grunaða um koma ekki
alltaf fram af virðingu við hljóm-
sveitina, sérstaklega kannski þá
sem hafa verið lengi í bransanum.
Kannski skiptir egó þar einhverju.
Sjálfur reyni ég að vera ekki með
neitt rugl, vera opinn og hreinskil-
inn og reyna heldur ekki að breiða
yfir mínar eigin veiku hliðar. Og ég
reyni ekki að nota tónlistina til að
þjóna sjálfum mér – ég vil bara
flytja tónlist. Ég held að hljóm-
sveitir bregðist jákvætt við því.
Auðvitað snýst þetta starf um að
taka ákvarðanir, og maður þarf að
reyna að láta hljómsveitina fylgja
þeim, án þess að vera hörkulegur.“
Til marks um hið ágæta samstarf
sem orðið hefur milli hljómsveit-
arinnar og Rumons Gamba var
samningur hans framlengdur til
loka starfsársins 2008–2009, síðast-
liðið vor. „Hlutirnir gengu vel og ég
naut starfs míns, en auk þess tel ég
að ekki sé hægt að koma miklu
áleiðis á þremur árum, enda tekur
það tíma að fá hlutina til að verða
eins og maður vill hafa þá. Mér
fannst einnig heppilegt að nýi samn-
ingstíminn myndi ná inn í nýja tón-
listarhúsið, þannig að ég gæti gert
hljómsveitina tilbúna til að takast á
við nýtt hús og blómstra þar enn
frekar með aðstoð þess,“ segir hann
um þá ákvörðun sína að taka boðinu
um að framlengja samninginn, en á
þeim tíma sem samningurinn var
gerður var talið að annaðhvort
haustið 2008 eða vorið 2009 yrði
nýtt tónlistarhús í Reykjavík vígt.
Nú liggur hins vegar fyrir að hús-
ið verður ekki opnað fyrr en um
haustið. Mun hann ná að stjórna
hljómsveitinni þar? „Maður veit
ekkert hvernig hlutirnir þróast, svo
við sjáum til. En ég myndi gjarnan
vilja vera hluti af nýja húsinu í ein-
hvern tíma,“ svarar hann og segist
samgleðjast hljómsveitinni að fá
nýtt hús til að leika í. „Á þessu hef-
ur lengi verið þörf, og núna erum
við sífellt að berjast við húsið, sem
er sorglegt. Engu að síður er það
skylda okkar að koma fram og færa
fólkinu tónlist. Hvar sem það fer
fram reynum við einfaldlega okkar
besta.“
Gott jafnvægi er lykilatriði
Rumon Gamba er kominn í hóp
hinna mörgu „Íslandsvina“ og vel
það, því þótt hann búi ekki hér kem-
ur hann oft hingað yfir veturinn.
Hann segist hafa miklar mætur á ís-
lenskri menningu, þótt tungumálið
hafi reynst honum örðugt að ná tök-
um á. „Það er dálítið erfitt, vegna
þess að allir tala svo góða ensku
hérna,“ segir Bretinn. „En ég er
enn yfir mig hrifinn af íslenskri
menningu og fólki, og hef notið þess
mjög að læra það litla sem ég veit
um land og þjóð. Ég er viss um að
ég þreyti sífellt vini mína og fjöl-
skyldu heima með sögum af Íslandi,
og telst því sjálfsagt góður sendi-
herra landsins að því leyti,“ segir
hann og hlær.
Tal okkar berst að hinu marg-
ítrekaða umræðuefni; hvort ís-
lenskri tónlist sé gert nógu hátt
undir höfði í verkefnavali Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Gamba ligg-
ur ekki á skoðun sinni. „Mér finnst
hljómsveitin hafa leikið mikið af ís-
lenskri tónlist. Við erum sinfón-
íuhljómsveit, og þurfum að leika alls
konar tónlist. Auðvitað er mikilvægt
að vera fulltrúi íslenskrar tónlistar
– við erum eina fólkið sem getur
gert það – en fólk verður að hafa í
huga að við verðum líka að leika alla
hina tónlistina. Þessi hljómsveit
leikur ekki marga tónleika, í stóru
samhengi, og leikur varla nokkuð
eftir Beethoven eða Brahms. Að
mínum dómi er það alveg eins mik-
ilvægt og íslensk tónlist.“
Sjálfur segist hann hafa mestan
áhuga á því að finna gott jafnvægi,
og segist þreyttur á umræðunni um
að „nú sé komið að þessum“, og að
„einungis fimm íslensk verk“ séu
leikin á tónleikaárinu. „Það verður
að vera jafnvægi, og auk þess vil ég
ekki velja verk verkanna vegna,
Nýtt tímabil í undirbún
Rumon Gamba er aðalhljómsveitarstjóri og
listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og hefur gegnt því starfi síðastliðin þrjú
ár. Inga María Leifsdóttir ræddi við hann um
velgengni hljómsveitarinnar í hinu metnaðar-
fulla verkefni að leika allar sinfóníur Shostako-
vits fram til ársins 2006, undirbúninginn fyrir
nýja tónlistarhúsið og íslensk tónverk á verk-
efnisskrá hljómsveitarinnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Rumon Gamba: „Á þessari stundu er mér efst í huga að gera hljómsveitina
tilbúna fyrir nýtt hús, nýtt tímabil jafnvel. Mér þætti gaman að láta hljóm-
sveitina af hendi til annars stjórnanda þegar ég tel að hún sé reiðubúin til
þess og geti orðið jafnvel að nýrri hljómsveit. Ég vil að hún sé það góð að
hver sem er geti komið og stjórnað, og muni njóta þess.“
„ÉG SIT hér bara kátur og glaður
/ hlusta ekki á þetta heilsurækt-
arþvaður … Þá vil ég frekar líta út
eins og tröll / Með Kók og Prins og
lakkrísrör / Með franskar, sósu og
majones.“ Þennan texta er að finna
í laginu Feitur, sem er á geisla-
diskinum Í tilefni dagsins með
Mumma Hermanns, eða Guðmundi
Hermannssyni eins og hann heitir
fullu nafni. Undir textanum í bækl-
ingnum sem fylgir geisladiskinum
má lesa að lagið sé samið í tilefni
baráttu höfundar við aukakílóin.
Sú barátta virðist hafa skilað sér ef
marka má myndina af Mumma,
sem er á bakhlið disksins.
Og lagið er líflegt þótt húmorinn
sem svífur yfir vötnum í textanum
sé reyndar ekki að finna í sjálfri
tónlistinni, en hún er í afar föstu
formi verksmiðjupopps af þeirri
gerðinni er heyra má í stórversl-
unum og lyftum. Með þessum orð-
um er ég ekki að gera lítið úr
geisladiskinum; hann tilheyrir ein-
faldlega ákveðnum geira menning-
arinnar sem er ekkert verri en
hver annar. Tónlist af þeirri teg-
undinni er kannski hin eina sanna
sígilda tónlist; hún er í hefð-
Ekkert heilsuræktar
TÓNLIST
Íslenskur geisladiskur
Mummi Hermanns. 2005.
Í tilefni dagsins