Morgunblaðið - 01.12.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 01.12.2005, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ erum búnir að vera hérna fyr- ir norðan í þrjá og hálfan mánuð og það hefur gengið alveg ágætlega. Við fórum í fyrsta róður á bátnum 6. ágúst en byrjuðum svo fyrir al- vöru hinn 10. og fórum fyrst nokkra róðra frá Siglufirði og flutt- um okkur svo til Hofsóss og höfum síðan gert út héðan. Nú eru komin á land liðlega 330 tonn“ sagði Óskar Eyþórsson skipstjóri á Bíldsey þeg- ar fréttamaður hitti hann á bryggj- unni á Hofsósi þar sem áhöfnin var að landa 5 tonnum af fallegum fiski á dögunum. Bíldsey SH 65 er nýr bátur, 15 tonn að stærð, af gerðinni Víkingur, smíðaður í Samtaki í Hafnarfirði en yfirbygging er smíð- uð hjá Sólplasti hf. í Reykjanesbæ. Bíldseyjan er í krókakerfinu. Eig- andi er útgerðarfélagið Sæfell hf. í Stykkishólmi, fjórir eru í áhöfn, all- ir úr Hólminum. Þetta mun vera fyrsti báturinn af þessari gerð með yfirbyggt dekk. ,,Ég er mjög ánægður með bátinn, í raun miklu ánægðari en ég þorði að vona því það voru mikil viðbrigði að fara af 200 tonna skipi yfir á þennan. Vegna yfirbyggingarinnar er alveg gríðarlegur munur á vinnuaðstöðu um borð. Við erum með beitn- ingavél og þá er línan beitt um leið og hún er lögð. Þetta er alveg hrein bylting frá landbeittu línunni og svo miklu miklu afkastameira. Ég held að þetta sé einfaldlega það sem koma skal, að minnsta kosti varðandi krókabátana. Með þessari tækni er alveg hægt að afnema línuívilnunina. Það er alveg óþarfi að vera að hygla mönnum við að halda uppi úreltum vinnubrögðum sem mér finnst þessi landbeitning vera. Ekki síst í ljósi þess að það fást nánast engir í beitninguna nú orðið nema útlendingar,“ sagði Óskar Eyþórsson skipstjóri. Þeir voru að landa á Hofsósi á dög- unum. Frá vinstri Óskar Eyþórs- son, Höskuldur Þorsteinsson og Þorsteinn Sigurlaugsson. Ljósmynd/Örn Þórarinsson Báturinn Bíldsey á leið inn í Hofsóshöfn. Hún er nýsmíði frá Samtaki og hefur reynst mjög vel. Skipið hefur þegar skilað á land liðlega 330 tonnum. Yfir þrjúhundruð tonn á þremur mánuðum VESTRI BA 63 fór í síðustu viku til Danmerkur í viðamiklar breytingar í skipsmíðastöðinni Granly A/S í Esbjerg og er vinna við verkið haf- in. Að sögn Sigurðar Viggóssonar, framkvæmdastjóra Odda hf. á Pat- reksfirði, áttu Danirnir lægsta til- boðið í breytingarnar, en tilboð í verkið voru opnuð í byrjun mán- aðarins og nokkrum dögum seinna gengið frá samningum vegna verks- ins. Gamli skrokkurinn, þ.e. vélar- rúmshlutinn, verður fjarlægður og endurnýjaður, nýr kjölur smíðaður og tankar settir í bátinn. Skipt verður um aðalvél, ljósavél, gír og skrúfubúnað, svo og stýri og skrúfu ásamt fleiru. Vestri hf. á Patreks- firði festi kaup á vertíðarbátnum Gretti SH 157 frá Stykkishólmi á vormánuðum. Nýi Vestri BA 63 var 210 tonna yfirbyggður netabátur og leysti af hólmi eldri Vestra BA, 94 tonna, sem smíðaður var í Kína, svo stækkunin var mikil á stuttum tíma. Í sumar var skipinu breytt mikið fyrir dragnóta- og togveiðar. Sett voru í hann öflug spil, skipt um og endurnýjaðar spillagnir og milli- dekkið lagað að breytingunum og bíða átti með frekari breytingar sem nú eru hins vegar komnar í gang. Skipið var á snurvoð í haust á heimamiðum og veiddi þokkalega og reyndist vel í alla staði. Áætlað er að breytingarnar taki um 3 mánuði og að skipið komi aft- ur heim um miðjan febrúar og fari þá beint á togveiðar. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Skip Vestri BA í höfninni í Patreksfirði. Nú er verið að breyta skipinu. Vestri BA 63 farinn í miklar breytingar ÚR VERINU UTANRÍKISRÁÐHERRA tilkynnti aukin framlög til UNIFEM á árleg- um morgunverðarfundi UNIFEM á Íslandi á Hótel Loftleiðum sl. föstu- dag. Í ávarpi sínu á fundinum sagði ráðherra frá ákvörðun sinni að veita 12,5 milljónir króna í svæðisbundið verkefni UNIFEM í Suðaustur-Evr- ópu sem hefst á næsta ári. Framlagið bætist við 11,7 milljónir króna sem ut- anríkisráðuneytið hefur þegar veitt til annarra verkefna sjóðsins á þessu ári. Til viðbótar mun utanríkisráðuneytið fjármagna stöðu starfsmanns á veg- um Íslensku friðargæslunnar í fyrr- nefndu verkefni UNIFEM í Suðaust- ur-Evrópu. „Verkefnið fellur undir svæðisáætlun sem byggist á góðum árangri UNIFEM í Kósóvó en skrif- stofan þar hefur verið starfrækt með stuðningi Íslensku friðargæslunnar undanfarin fimm ár,“ segir í frétta- tilkynningu frá UNIFEM á Íslandi. Eflir getu heimamanna til að stuðla að jafnrétti Bent er á að með stofnun verkefna- skrifstofu UNIFEM í Kósóvó árið 1999 hófst starf sjóðsins á átakasvæð- um. „Starfsemin þar þykir einstök fyrir friðaruppbyggingu þar sem þró- aðar hafa verið nýjar aðferðir og kom- ið hefur verið á árangursríku sam- starfi kvennahreyfinga og yfirvalda. Með starfinu hefur UNIFEM eflt getu heimamanna til að stuðla að bættri stöðu kvenna og jafnrétti milli karla og kvenna,“ segir í tilkynningu. Svæðisáætlun UNIFEM fyrir Suð- austur-Evrópu 2006-2008 ber yfir- skriftina Jafnrétti, stjórnarfar og friður. Áætlunin er þróuð með hlið- sjón af núverandi samfélags- og efna- hagsaðstæðum á svæðum sem enn eru óstöðug en bjóða þó upp á áður óþekkt tækifæri til að vinna að lang- varandi friði. Meðal annars verður áhersla lögð á að öll löggjöf og stefnu- mótun sé unnin í samræmi við Kvennasáttmála SÞ og Peking- áætlunina, að kunnátta og þekking á jafnréttismálum verði aukin í sam- starfi frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, að efnahagsleg tækifæri kvenna á svæðinu séu bætt og mark- visst verði unnið gegn mansali. Staða íslensks sérfræðings auglýst á næstunni Í tilkynningunni kemur fram að frá árinu 1999 hefur íslenska ríkisstjórn- in veitt starfi UNIFEM í Kósóvó mikilsverðan stuðning. Á tímabilinu hafa fjórir íslenskir sérfræðingar, sendir á vegum Íslensku friðargæsl- unnar, veitt verkefninu forstöðu og starfað að leiðtogaþjálfun, löggjöf, mannréttindum, uppbyggingu stofn- ana og haft milligöngu um úrlausnir ágreiningsmála. Því starfi lýkur nú um áramótin en á næsta ári mun Ís- lenska friðargæslan fjármagna stöðu íslensks sérfræðings til að starfa við fyrrgreint verkefni í Suðaustur-Evr- ópu. Sú staða verður auglýst á næstu dögum. Aukin fjárframlög ríkisins til UNIFEM VIÐBRÖGÐ hlustenda Rásar 2 við því að þáttur Gests Einars Jónassonar, Með grátt í vöng- um, verður nú í kjölfar breyt- inga tekinn af dagskrá, hafa ver- ið hörð. Tölvupósti rignir yfir starfsmenn og fjölmargir hafa hringt og lýst yfir óánægju sinni, að sögn Margrétar Blöndal, starfs- manns Ríkisút- varpsins, sem haldið hefur ut- an um þá tölvupósta sem borist hafa. Hún segir fólk af öllu land- inu hafa haft samband og marg- ir skorað á stjórnendur Ríkisút- varpsins að hætta við fyrir- huguð áform. Þáttur Gests Einars hefur verið á dagskrá á laugardögum frá kl. 16 til 18. Sá síðasti nú síðastliðinn laugar- dag. Við tekur þáttur í umsjá Freys Eyjólfssonar, „Geymt en ekki gleymt“. Alþýðlegur og hefur góða nærveru „Það hefur látlaust verið hringt undanfarna daga og við höfum fengið fjölmarga tölvu- pósta. Mér þykir mjög athygl- isvert að fólk skuli nenna að hafa fyrir því að láta skoðun sína í ljós, ég geri ráð fyrir að enn fleiri séu óánægðir með þessa breytingu, því margir láta óánægju sína bara í ljós heima í eldhúsi,“ sagði Margrét. Hún sagði fólki misboðið, þátturinn hefði lengi verið á dagskrá og væri hluti af lífi margra, þar væri leikin tónlist sem annars heyrðist ekki oft í útvarpi. Í bréfunum lýsir fólk því að Gest- ur Einar sé alþýðlegur, hafi góða nærveru og það verði sjón- arsviptir að því að geta nú ekki lengur hlýtt á hann síðdegis á laugardögum. Margrét kvaðst hafa unnið hjá Ríkisútvarpinu í 23 ár og aldrei áður hafa orðið vitni að öðrum eins viðbrögðum við breytingum á dagskrá. „Fólk er bara kolvitlaust út af þessu.“ Mikil óánægja meðal hlustenda Þáttur Gests Ein- ars, Með grátt í vöngum, tekinn af dagskrá Rásar 2 Gestur Einar Jónasson ALLT ytra byrði Heilsuverndar- stöðvarinnar við Barónsstíg telst verndað, ásamt tilheyrandi innrétt- ingum, gólfefnum og frágangi, og geta því nýir eigendur ekki fjar- lægt eða breytt þessum hlutum hússins án leyfis húsafriðunar- nefndar ríkisins, þjóðminjavarðar og eftir atvikum skipulags- og byggingaryfirvalda í borginni. Þetta kemur fram í kvöð um verndun hússins og lóðarinnar sem um náðist samkomulag milli rík- isins og Reykjavíkurborgar áður en húsið var boðið til sölu í byrjun nóv- ember sl. Í vikunni var tilkynnt að kauptilboði frá Mark-Húsum ehf. í Heilsuverndarstöðina hafi verið tekið, en tilboðið hljóðaði upp á 980 milljónir króna. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg vernduð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.