Morgunblaðið - 01.12.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 35
MENNING
Mórar – nærvídd heitirharla óvenjuleg bóksem nýverið kom úthjá 12 tónum. Útgáfu-
fyrirtækið þarf þó ekki að koma á
óvart þegar eðli bókarinnar er skoð-
að, því hér er nefnilega um að ræða
ljósmyndabók með hljóðmyndum á
geisladiski sem er hluti af bókinni,
og stuttum skrifuðum inngangi eftir
Braga Ólafsson. Hljóðmyndina hef-
ur Matthías M.D. Hemstock gert,
en ljósmyndarinn að baki myndum
bókarinnar er Katrín Elvarsdóttir.
„Hugmyndin þróaðist smám sam-
an,“ segir hún aðspurð um tilurð
bókarinnar í samtali við Morg-
unblaðið. „Ég bjó erlendis um langt
skeið og sá því hina dularfullu ís-
lensku náttúru með dálítið öðrum
augum en þeir sem búa hérna. Árið
2000 byrjaði ég að taka myndirnar í
bókinni þegar ég kom heim í stutt
frí og safnaði þeim í nokkrum ferð-
um á tveimur árum.“
Hljóð og myndir
um allt land
Við skoðun náttúrunnar fór
smám saman að vakna með Katrínu
hugmyndin um íslenska náttúru
sem dularfulla, og dregur hún það
fram í myndum sínum með afar sér-
stökum hætti. Þær eru allar svart-
hvítar, aðeins úr fókus og mynd-
efnið órætt á köflum. „Hugmyndin
um mórann vaknaði, og ég var kom-
in með þó nokkuð af efni þegar ég
talaði við Matthías um að gera
þessa bók saman. Ég sýndi honum
það sem ég var með og hann greip
strax hugmyndina á lofti. Það kom í
ljós að hann hafði sjálfur mikinn
áhuga á slíkum hlutum; hafði lesið
mikið af draugasögum þegar hann
var barn og stoppar gjarnan á eyði-
býlum þegar hann skreppur út á
land. Ég vissi ekkert um þann
áhuga fyrirfram.“
Í kjölfarið unnu þau sinn hluta
bókarinnar hvort í sínu lagi; Katrín
hélt áfram að ferðast um landið og
safna myndefni, og Matthías gerði
slíkt hið sama og safnaði hljóðefni.
„Hann hélt á svipaðar slóðir og ég
hafði farið,“ segir hún en myndirnar
eru teknar um allt land, meðal ann-
ars með viðkomu í gömlu hvalstöð-
inni í Hvalfirði og síldarverksmiðju
á Djúpuvík. „Hann tók hljóð bæði á
slíkum stöðum og einnig umhverf-
ishljóð,“ segir Katrín og bætir við
að hún sé afar ánægð með útkom-
una, sem er vægast sagt dularfull.
Katrín segist ekki hafa séð bók af
þessu tagi áður, heldur hafi hug-
myndin einfaldlega vaknað hjá
henni sjálfri. Aðspurð fyrir hvern
Mórar – nærvídd sé hugsuð svarar
hún að enginn sérstakur markhóp-
ur hafi verið hafður í huga þegar
bókin var gerð. „En það er kannski
mismunandi hvernig fólk upplifir
þetta efni; fólk hér á landi hefur
kannski upplifað þetta áður, en fyr-
ir útlendingum getur það verið
nýtt.“
Takmarkaður heimur
Hún segist gjarnan hafa viljað
færa nýjungar í ljósmyndalistinni
hingað heim með bókinni, enda sé
heimur ljósmyndunar á Íslandi
nokkuð takmarkaður enn sem kom-
ið er. „Hann er töluvert á eftir, sér-
staklega kannski Bandaríkjunum
þar sem listrænar ljósmyndabækur
hafa komið út í hundrað ár. Þær eru
hins vegar rétt að byrja að koma út
hér.“
Það er kannski til sönnunar orð-
um Katrínar, að ekkert bókaforlag
fékkst til að gefa bók hennar út, og
því leitaði hún til 12 tóna um útgáfu.
„Fólk skildi þetta ekki alveg,“ segir
Katrín, sem segist þó hafa fengið
mjög góð viðbrögð við bókinni eftir
að hún kom út.
Mórarnir hafa getið af sér annað
verkefni, sem Reykvíkingum gefst
kostur á að upplifa í kvöld en var
frumflutt á nýafstaðinni menning-
arhátíð í Köln fyrir skemmstu. „Þá
flutti Matthías tónlist á lifandi máta
á staðnum, og myndunum mínum
var varpað á skjá. Við bjuggum til
myndasýningu sem var alveg stýrð
og tímasett í takt við tónlistina, sem
er dálítið ólík upplifun frá því að
fletta bókinni og hlusta á diskinn
sjálfur,“ segir hún. „Þjóðverjarnir
tóku þessu mjög vel og margir
komu á eftir til að ræða við okkur.
Það fólk náði þessu alveg, en svo
veit maður ekkert hvernig fólk
hérna, sem sjálft þekkir Ísland
mjög vel, tekur þessu.“
Að því er hægt að komast í Ný-
listasafninu í kvöld kl. 20. Þá munu
Matthías og Katrín taka þátt í sýn-
ingu Tilraunaeldhússins, Takkar,
en Tilraunaeldhúsið stendur fyrir
tónlistarviðburðum í safninu alla
þriðjudaga, fimmtudaga og laug-
ardaga fram til 19. desember.
Bækur | Mórar – nærvídd eftir Katrínu Elvarsdóttur og Matthías M.D. Hemstock kemur út hjá 12 tónum
Hin dularfulla íslenska náttúra
Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir
Myndirnar í bókinni Mórar – nærvídd voru teknar um allt land.
Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir
„Ég bjó erlendis um langt skeið og sá því hina dularfullu íslensku náttúru
með dálítið öðrum augum en þeir sem búa hérna,“ segir Katrín.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Matthías og Katrín flytja myndir
og hljóð úr bókinni í Nýlistasafninu
í kvöld kl. 20. www.nylo.is
„ Á N U P P H A F S – Á N E N D I S “
Sölut ímabi l
5. - 19. desember
Sölustaðir:
Home Art - Smáralind
Kokka - Laugavegi 47
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu
Villeroy & Boch búðin - Kringlunni
Valrós - Akureyri
Norska húsið - Stykkishólmi
Bláa blómið - Höfn
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar
er að auðga líf fatlaðra barna
og ungmenna og rennur allur ágóði
til starfs í þeirra þágu.
A F H E N D I N G
K Æ R L E I K S K Ú L U N N A R
2 0 0 5
Útgefandi:
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðraK Æ R L E I K S K Ú L A N
Í dag, 1.desember kl. 14:00,
býður Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
landsmönnum til athafnar
í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu,
í samstarfi við Listasafnið og Íslandsbanka.
Komið og njótið stundarinnar með okkur.
eftir Rúrí