Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 42

Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Skoðið ávallt leiðbeiningar um rétta og örugga notkun er fylgja kertum Munið að slökkva á kertunum i EGILL Helgason fer mikinn í skrifum sínum um nútímann. Veru- leikann á Íslandi árið 2005. Þegar velsældin skapar sífellt meiri van- sæld. Við höfum öll þau efnislegu gæði sem okkur dreymir um, plasmasjónvörp, Porschejeppa og palisanderklósett. Við höfum ís- lenska fréttastöð sem sendir út allan sólarhringinn og ótelj- andi sjónvarpsstöðvar utan úr heimi sem senda okkur sömu sí- byljuna. Samt erum við síleitandi, eirðarlaus og aldrei fullkomlega ánægð með fenginn hlut. Framtíðin Það er hægt að taka undir margt í skrifum Egils. Þegar maður horfist í augu við sam- félagið og eigin stöðu í velmegunar-alsnægtakapphlaupinu er auðvelt að fyllast bölmóð og svart- sýni. Er hér allt að fara fjandans til? Og er allt þetta frjálsræði í raun helsi? Var allt miklu betra þegar við höfðum bara eina sjónvarpsrás sem fór í frí á fimmtudögum og í júlí? Svarið er: skiptir ekki máli. Þetta er sá veruleiki sem við búum við í dag. Við ferðumst fram en ekki til baka. Þó 365 ljósvakamiðlar flytji sig úr meðalstóru myndveri uppi á Krókhálsi í skúringakompu í Skafta- hlíðinni, þýðir það ekki að þjóðin þurfi að elta. Það þjónar engum og engu að dvelja í fortíðarhyggju. Heyrðu það, Kolbrún Bergþórsdóttir! Alþýðu- flokkurinn er liðin tíð. Prentmiðlar flokkanna eru liðin tíð. Landslagið er breytt. Þjóðin hefur breyst. Heim- urinn hefur breyst. Hvert ferðumst við svo? Gæfusmíð og gjafmildi Við virðumst vera nokkuð ánægð með ferðalag okkar í vestur, sífellt nær og nær Bandaríkjunum: banda- rísku gildismati, banda- rískum viðskiptahátt- um og bandarískri samfélagsgerð. Vandamálið er að við virðumst samt bara erfa það versta úr fari bandarísks þjóðlífs, þ.e. græðgina. Bandaríkin og Bandaríkjamenn eru flókin fyrirbrigði. Það er margt í þeirra þjóð- lífi og samfélagsgerð sem er til eftirbreytni. Það er í tísku að vera í fullkominni andstöðu við þessa sam- félagsgerð, þrátt fyrir að sífellt fleiri þjóðir reyni að líkjast þeim. Við hefð- um með réttu getað verið stolt af því að taka okkur Bandaríkjamenn til fyrirmyndar í framlögum þeirra til góðgerðarmála og sjálfboðavinnu. Grasrótarlýðræði er enn mjög virkt og góðgerðarstofnanir lifa góðu lífi. Þetta er fólk sem setur flokks- pólitísk skilti í innkeyrsluna hjá sér. Á kjördag gengur það hús úr húsi að vinna kjósendur á sitt band og eyðir miklu af sínum frítíma og fjár- munum í góðgerðarmálefni. Höfum við eitthvað af þessu? Er þátttaka í starfi stjórn- málaflokka ekki sífellt að minnka hér á landi? Gefum við ekki alveg skuggalega lítið til baka? Hvað þekkið þið marga sem vinna sjálf- boðavinnu, taka virkan þátt í gras- rótarlýðræði eða gefa ríflega til baka til samfélagsins? Hvað með sjálfan þig, gefur þú 1% af tekjunum þínum til góðgerðarmála? Við ætlumst til þess af þjóðinni. Ætli Íslendingur með 3 milljónir í árstekjur gefi 30.000 til hjálparstarfs eða góðgerð- armála? Við, Íslendingar, verðum ríkari og ríkari, á meðan líf okkar verður hol- ara, stefnulausara og sálarlausara. Nú er nóg komið. Snúum blaðinu við. Ég fagna nýfengnu frelsi og fjöl- breyttara og fjölþjóðlegra samfélagi. Hefjumst handa við að gefa þessu nýja samfélagsmynstri merkingu og tilgang. Förum að gefa af sjálfum okkur og okkar. Byrjum nú um jólin. Það er nóg af líknarfélögum og hjálparstofnunum sem þurfa á þinni hjálp að halda. Bæði sjálfboðavinnu og fjárframlögum. Velsældin skapar vansæld Jens Sigurðsson fjallar um nýtt samfélagsmynstur ’Hefjumst handa við aðgefa þessu nýja sam- félagsmynstri merkingu og tilgang. Förum að gefa af sjálfum okkur og okkar. Byrjum nú um jólin.‘ Jens Sigurðsson Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. ALNÆMISFARALDURINN hefur nú geisað í 20 ár og þúsundir manna deyja á hverjum degi úr sjúkdómnum enn þann dag í dag. HIV veiran mun á þessum áratug leiða fleira fólk til bana heldur en allar styrjaldir og hamfarir undanfarin 50 ár hafa gert. Frá því að al- næmisfaraldurinn hófst hafa meira en 25 milljónir manna dáið og rúmlega 40 millj- ónir eru smitaðar af veirunni. Meira en fimm milljónir manna sýkjast ár hvert. Verkefni Rauða kross Íslands í Afríku Rauði kross Íslands hefur um nokkurt skeið styrkt alnæmisverk- efni í Malaví, Suður-Afríku og Mósambík en þau eru meðal þeirra landa sunnanverðrar Afríku þar sem alnæmi hefur valdið hvað mestum vanda. Verkefni félagsins í þessum þremur löndum felast fyrst og fremst í fjórum meginþáttum þ.e.a.s. heimahlynningu, aðstoð við munaðarlaus börn og götubörn, for- varnarstarfi, og málsvarastarfi. Stærsta verkefnið er í Nkalo hér- aði í sunnanverðu Malawi, þar sem búa um 35.000 manns. Farið hefur fram mikið starf við að þjálfa sjálf- boðaliða til að annast sjúklinga og veita upplýsingar um það hvernig forðast megi smit. Sumir sjálf- boðaliðanna eru sjálfir smitaðir og hefur hreyfingin stofnað sérstakan sjóð sem gerir þeim einnig kleift að fá læknisþjónustu og lyf. Barátta sjálfboðaliða gegn for- dómum gagnvart alnæmissmituðum hefur borið talsverðan árangur og eins hefur tilkoma áhrifaríkra lyfja gert umræðuna opnari. Oft er smit- uðum einstaklingum annt um að ekki spyrjist út að þeir séu með al- næmi en möguleikinn á tímabund- inni úrbót verður til þess að margir sjúklingar leita sér meðferðar. Þegar foreldrar barna deyja eru elstu börnin oft í forsvari fyrir fjölskylduna en stundum eru þau send til ættingja. Flestar fjölskyldur eiga þó nóg með að sjá um sig sjálfar þó ekki bætist fleiri börn inn á heim- ilið og af þessu skap- ast gríðarlegur fátækt- arvandi. Rauða kross hreyf- ingin leggur áherslu á að koma upp athvörfum þar sem yngstu börnin koma á daginn, þannig að for- ráðamenn þeirra komist til vinnu og börnin fái að minnsta kosti eina máltíð á dag. Eins er reynt að kenna þeim eitthvert handverk og hvetja þau til að halda áfram í skóla. Rauði krossinn greiðir oft fyrir skólabúninga og bækur handa skólabörnum. Börn og aðstand- endur þeirra fá sálrænan stuðning. Slæm staða kvenna í Afríku ýtir undir útbreiðslu alnæmis Eitt af stærstu vandamálunum sem við er að etja er sú veika staða sem bæði ungar stúlkur og konur búa við í Afríku. Stúlkur eiga m.a. síður kost á að fara í skóla heldur en drengir. Í verkefnum Rauða krossins er lögð áhersla á að breyta þessu viðhorfi. Skólaganga skiptir miklu máli hvað varðar getu stúlkna til að verjast alnæmissmiti því að menntun bætir aðgang þeirra að upplýsingum um for- varnir sem og almenna þjóðfélags- stöðu kvenna sem gerir þær betur í stakk búnar til að hafa stjórn á að- stæðum sínum og þar með kyn- hegðan. Oft búa konur í Afríku við þær aðstæður að geta ekki neitað kynlífi, jafnvel þó að þær viti um hætturnar sem af því stafa. Eins og staðan er í dag er mikið um að munaðarlausar unglings- stúlkur séu einar á heimilum eftir að foreldrar þeirra eru dánir og oft er því enginn til að vernda þær. Oft eru þær illa staddar fjárhagslega og eygja ekki aðra leið en að sjá sér farborða með því að selja lík- ama sinn. Fátækt þeirra og ein- stæðingsskapur gerir þær því að auðveldri bráð misnotkunar. Fátækt og alnæmi haldast oft í hendur. Því hefur Rauði kross Ís- lands valið að aðstoða systurfélög sín í sunnanverðri Afríku við að takast á við þann vanda. Þar er lyk- ilatriði að beina kastljósinu að ólíkri stöðu kynjanna. Bætt þjóðfélagsstaða kvenna er því eitt af mikilvægustu baráttu- málunum í sunnanverðri Afríku. Hins vegar tekur mörg ár að breyta rótgrónum hefðum og við- horfum í þjóðfélaginu, jafnvel margar kynslóðir. Barátta Rauða krossins gegn alnæmisvandanum Eftir Kristján Sturluson ’Bætt þjóðfélagsstaðakvenna er því eitt af mikilvægustu baráttu- málunum í sunnanverðri Afríku.‘ Kristján Sturluson Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. 16 daga átak

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.