Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 43 UMRÆÐAN Leyndarmál Ný feiknagóð fullorðins- saga um falin fjöl- skylduátök sem fáir segja frá. Ránið Frábær saga fyrir fólk á öllum aldri. Ránið var valin á heiðurslista IBBY. Fr u m G r e n s á s v e g i 1 2 A – S í m i 5 6 8 1 0 0 0 – w w w . f r u m . i s Tvö meistarastykki úr smiðju Gunnhildar Hrólfsdóttur Veljum íslensk hugverk, hönnun og prentverk. STYTTING á námi til stúdents- prófs er eins og margoft áður hef- ur komið fram skerðing á námi. Menntamálaráðherra neitar því og ætlar að hagræða grunnskólanum svo að meira námsefni verði tekið fyrir þar. Hvernig ætla sveit- arfélögin sem reka grunnskólana að standa undir þeim kostnaði? Það ætti að skipuleggja grunn- skólann alveg frá byrjun, en ekki að troða völdu námsefni úr framhaldsskól- anum niður í grunn- skóla. Krakkar í fyrstu bekkjum grunnskólans geta mun meira en fyrir þá er lagt. Með því að endurskipuleggja námið ættum við að geta stytt námstím- ann til stúdentsprófs í heild sinni án þess að skerða námið og skera heilt ár af framhaldsskólunum. Undanfarið hefur verið talað um að fyrstu áfangarnir í framhaldsskólum séu einungis upprifjun og endurtekningar. Síð- ast þegar ég vissi er nám byggt upp á upprifjunum og stanslausum endurtekningum. Ef þessir áfangar eru svona auðveldir og algjör óþarfi í framhaldsskóla hlýtur það að vekja furðu hversu margir falla á fyrsta ári í fram- haldsskóla eða þurfa að eyða mun meiri tíma í námið en áður. Það getur enginn neitað að andrúms- loftið í framhaldsskóla er mjög frábrugðið grunnskólaandrúms- loftinu. Þarna hafa nemendur val- ið skóla við sitt hæfi og eru að læra fyrir sjálfa sig. Í grunnskóla geta nemendur haft einkunnir lægri en 5 á mörgum prófum án þess að nokkuð róttækt sé gert. Þeir eru kannski settir í hægferð, en fá þó alls ekki allir þá hjálp sem þeir þurfa. Ef námsefni framhaldsskóla verður fært til grunnskóla þarf kennara til að kenna það. Nú er rætt um að bjóða grunnskólakenn- urum námskeið til að geta tekið þessa kennslu að sér. Þá má spyrja hvort þeir séu reiðubúnir að fara á slík námskeið, hvort þeir hafi tíma til þess og hvort þeir eigi allir kost á því, hvar sem þeir eru. Hafa þeir sjálfir verið spurðir um það? Áætlað er að bekkjaskólarnir geti boðið upp á nokkurs konar brautir, til dæmis náttúrufræði- braut sem nemandi velur strax á fyrsta ári og lærir þá eingöngu raungreinar, ensku og íslensku. Hann sleppir félagsfræði, minnkar jarðfræði, lífsleikni og öll önnur slík fög því það mun ekki verða tími til að taka það allt. Segjum sem svo að nemendur á fé- lagsfræðibraut læri litla sem enga stærðfræði og náttúrufræði, þá hljóta valmöguleikar þeirra að minnka í framtíðinni. Með þessu er verið að skerða undirbúning til háskólanáms. Það hlýtur að koma okkur vel að hafa fjölbreytni. Skerðingin býður því heim að stúdentar þurfi að fara á undirbúningsnámskeið til að kom- ast inn í háskóla. Rétta leiðin hlýt- ur að vera að bjóða upp á val, eins og gert hefur verið hingað til, auka og bæta jafnvel þá mögu- leika. Við megum ekki gleyma að framhaldsskólaárin eru fyrir flesta mest þroskandi ár lífs þeirra. Hins vegar eru þeir til sem hafa áhuga á að klára námið á styttri tíma og það er víða hægt. Væri ekki betra að eiga þá valmöguleika í öllum skólum til að byrja með og sjá hversu margir myndu nýta sér þá. Hingað til hefur ekki verið mikil ásókn í að taka námið á þremur árum og þessi leið hefur verið felld niður sumstaðar vegna ónógrar þátttöku. Hver segir að nemendur í öðrum löndum, sem klára nám til stúd- entsprófs á 12–13 ár- um, séu betur staddir en við? Svo má ekki gleyma félagslífinu góða. Félagslífið er sérstaklega mikilvægt í lífi margra fram- haldsskólanema, þó að það sé ekki mælanlegt eins og flest annað nám. Stjórn og þátt- taka í vel skipulögðu félagsstarfi er ekki síður gagnleg en að sitja í tímum. Flestir nemendur vilja fá að njóta þess að vera í framhaldsskóla og taka virkan þátt í fé- lagslífinu, og af hverju þarf þá að stytta þann tíma. Þegar allt þetta er haft í huga spyr ég, hver muni græða á skerðingunni ef hvorki nemendur né kenn- arar sækjast eftir þessu? Er þetta bara sparnaður fyrir ríkið eða er þetta af því að menntamálaráð- herra vill ekki láta minnast sín fyrir að hafa ekki gert róttækar breytingar á skólakerfinu, breyt- ingar sem voru ónauðsynlegar og að öllum líkindum til hins verra? Menntamálaráðherra talar um lýð- ræði í skólakerfinu en á þá ekki líka að hlusta á raddir nemenda? Menntamálaráðherra fór í alla framhaldsskóla á landinu, en það fylgdi ekki sögunni að aðeins út- valdir nemendur, meðal annars Menntaskólans á Akureyri fengu að vera viðstaddir. Mjög margir nemendur höfðu beðið eftir komu ráðherra og vildu fá svör við spurningum, en þeim var ekki svarað. Vissulega er þreytandi að standa stanslaust fyrir svörum en það felst í þessu starfi að geta svarað fyrir sig þegar svona stór ákvörðun er tekin. Við nemendur eigum það jafnvel skilið eins og aðrir í samfélaginu. Ég get ekki neitað að það er alltaf hægt að betrumbæta en þessi leið til að stytta námstímann getur ekki verið sú rétta. Það hlýtur að vera önnur leið en að höggva af efsta námsstiginu. Leik- skólinn, grunnskólinn og fram- haldsskólinn hljóta að geta unnið meira saman sem heild að því að stytta námstímann. Það má ekki gleyma að nemendur eru stórt afl og þeir láta ekki allt yfir sig ganga. Því ef við nemendur stönd- um saman hljótum við að geta komið í veg fyrir slík áform sem þessi. Stytting náms til stúdentsprófs – skerðing á námi Edda Hermannsdóttir fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs Edda Hermannsdóttir ’… hver mungræða á skerð- ingunni ef hvorki nem- endur né kenn- arar sækjast eftir þessu?‘ Höfundur er inspectrix scholae í Menntaskólanum á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.