Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 57

Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 57 FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Sölumenn og -konur vantar strax Vantar sölumenn strax í verslanir okkar. Um er að ræða fullt starf á Laugavegi, en hlutastörf í öðrum verslunum. Dressmann. Saumakona Vandvirk saumakona óskast til starfa hjá iðnfyrirtæki í húsgagnaiðn. Upplýsingar eru veittar í síma 553 9595. Raðauglýsingar 569 1100 Félagsstarf Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi verður haldinn miðvikudaginn 7. desember 2005 kl. 17.30 í félagsheimili sjálfstæðismanna, Álfabakka 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi. Fundir/Mannfagnaðir Barri hf. Aðalfundur Aðalfundur Barra hf. fyrir rekstrarárið 2005 verður haldinn í Gistihúsinu Egilsstöðum fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins sjá nánar á www.barri.is. Tillögur, breytingartillögur á samþykktum fé- lagsins, ársreikningur og skýrsla endurskoð- enda liggur frammi til skoðunar á skrifstofu félagsins, Kaupvangi 19, Egilsstöðum, frá og með 1. desember. Til sölu Til sölu ca 40 pottofnar í mismunandi stærðum. Henta vel fyrir þá sem eru að gera upp eldra húsnæði. Til sýnis og sölu á Skúlagötu 51. Upplýsingar veitir Aron Karlsson í síma 861 3889. Hótel í Reykjavík Af sérstökum ástæðum er til sölu lítið og nota- legt hótel í mjög góðum rekstri allt árið. Hótelið hefur starfað í 10 ár og er með góða viðskipta- vild. Verð 162 millj. Þeir, sem hafa virkilegan áhuga, sendi póst á hotel-108@visir.is til að fá nánari upplýsingar. Félagslíf I.O.O.F. 11  1861218½  E.k. Landsst. 6005120119 VII Í kvöld kl. 20.00 Fullveldishátíð. Umsjón Heimil- asambandið. Allir velkomnir. I.O.O.F. 5  1861218  EK FI Fimmtudagur 1. des. 2005 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Predikun Ester Jacobsen. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. Raðauglýsingar sími 569 1100 SÍMINN hefur ákveðið að gefa eina milljón króna í framkvæmda- sjóð til Barna- og ung- lingageðdeildar Land- spítalans, (BUGL). Síminn hefur um nokk- urra ára skeið varið einni milljón króna til góðs málefnis í stað þess að senda jólakort til fyr- irtækja og einstaklinga. BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir marg- víslega þjónustu. Marg- vísleg verkefni eru fram undan hjá Barna- og unglingageðdeildinni og ber þar hæst fyrirhug- aðar framkvæmdir við fyrsta áfanga á stækkun húsnæðis dag- og göngudeildar BUGL. Gjöf Símans mun fyrst og fremst renna í byggingasjóðinn en fyr- irhugað er að framkvæmdir hefjist eftir tvo mánuði, segir í fréttatil- kynningu. Síminn styrkir BUGL Á myndinni tekur Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunargeðsviðs LHS, við einni milljón króna frá Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra markaðssviðs Símans. NÝLEGA komu fulltrúar Svaln- anna færandi hendi á Reykjalund og afhentu sjúkraþjálfunardeild stofnunarinnar æfingahjól, gang- bretti og sjúkralyftukerfi til notk- unar í hjálparklefa við sundlaug. Tilefnið er 60 ára afmæli Reykja- lundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS, á þessu ári. Þessi búnaður er kærkomin við- bót við tækjakost þjálfunardeilda á Reykjalundi þar sem þessi tæki eru tæknilega mjög fullkomin og öflug, segir í fréttatilkynningu. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, hafa fyrst og fremst aflað fjár með útgáfu og sölu á jólakortum sem eru sérhönn- uð fyrir félagið, oftast af einhverri félagskonu. Svölurnar verða á ferðinni í Kringlunni laugardaginn 3. desem- ber og selja jólakortin en allur ágóði rennur ávallt til góðgerða- starfsemi. Á myndinni eru fulltrúar Svaln- anna sem komu á Reykjalund: Anna Þrúður Þorkelsdóttir, Fríða Valdi- marsdóttir, Þórhildur Sandholt, Kristín Björnsdóttir, Rannveig Ás- björnsdóttir og Aðalheiður Emils- dóttir. Svölurnar færa Reykjalundi gjöf BJÖRN Friðrik Brynjólfsson, fréttamaður á RÚV, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Einars Kristins Guðfinnssonar sjávar- útvegsráðherra og hefur störf 1. des. nk. Björn Friðrik útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá H.Í. 1997 og hagnýtri fjölmiðlun ári síðar. Hann hefur verið fréttamaður hjá RÚV og stjórnandi þátta bæði á Rás 1 og Rás 2 frá 1999. Aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra LÖGREGLAN auglýsir eftir öku- manni grænnar fólksbifreiðar sem keyrði utan í unga stúlku á gang- braut á móts við Hólabrekkuskóla mánudaginn 28. nóvember kl. 15.45. Ökumaðurinn ræddi við stúlkuna og ók síðan af vettvangi þar sem talið var að stúlkan væri ómeidd. Umræddur ökumaður er sagður hafa verið í ullarpeysu og gallabux- um. Hann er beðinn um að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík í síma 444 1000. Jafnframt er óskað eftir því að vitni að atburð- inum gefi sig fram við lögregluna. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir stolinni bifreið af gerðinni Nissan Patrol árg. 1991 (YU-646). Jeppinn er rauður að lit og var stolið frá Lyngmóa í Njarðvík hinn 3. nóv- ember. Jeppinn er upphækkaður á 38 tomma dekkjum með spil í fram- höggvara. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um bifreiðina eru vin- samlegast beðnir að láta lögregl- una vita í síma 112 eða 420 2400. Lýst eftir stolnum jeppa FERLINEFND Kópavogs veitir við- urkenningu fyrir gott aðgengi laugardaginn 3. desember, á al- þjóðadegi fatlaðra. Gunnar I. Birg- isson, bæjarstjóri í Kópavogi, af- hendir viðurkenninguna í Félagsheimili Kópavogs. Að þessu sinni voru þrjár stofnanir bæjarins tilnefndar til verðlauna, en ein verðlaun eru veitt. Þrjár stofnanir tilnefndar STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er gagn- rýnd framganga Valgerðar Sverr- isdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, að fara fram á það við stjórn og forstjóra Byggðastofnunar að stofnunin hefji lánastarfsemi að nýju, þrátt fyrir að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar sé komið niður fyrir þau mörk sem áskilin eru í lögum. „Telur SUS það forkastanlegt af hálfu ráðherrans að hvetja til lög- brota með þessum hætti. SUS bend- ir á að þær stofnanir sem í hlut eiga, þ.e. Byggðastofnun og Fjár- málaeftirlitið, sem fer með eftirlit með starfsemi Byggðastofnunar, heyra báðar undir iðnaðar- og við- skiptaráðherra. SUS hvetur til þess að vonlausum lífgunartilraunum á úreltri ríkisstofnun verði hætt þeg- ar í stað. Hafi Byggðastofnun á ein- hverjum tíma átt tilverurétt, þá er sá tími löngu liðinn nú þegar bæði fyrirtæki og einstaklingar geta nálgast lánsfé á almennum markaði á góðum kjörum.“ SUS vill hætta vonlausum lífg- unartilraunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.