Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 58

Morgunblaðið - 01.12.2005, Page 58
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG HEYRÐI AÐ ÞÚ HEFÐIR ÁTT AFMÆLI NÝLEGA HVAÐ Á MAÐUR AÐ GEFA SVONA GÖMLUM SKRÖGGI EINS OG ÞÉR? GLASABAKKAMEÐ LAPPIR ÞÚ ERT SNIÐUGUR VIÐ ÆTLUM ÖLL AÐ HLAUPA Í GEGNUM VÖKVUNAR ÚÐANN ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ KOMA ÆI! VENJULEGA ÞÁ TÆKI ÉG ÞETTA EKKI NÆRRI MÉR EN ÉG ER HEIMSMEISTARI Í ÞESSARI GREIN „ÞAÐ BOÐAR GÆFU AÐ SENDA ÞETTA TIL 20 MANNS“ KEÐJU- BRÉF! „UNGUR MAÐUR SENDI BRÉFIÐ ÁFRAM OG STUTTU SEINNA FÉKK HANN LAUNA- HÆKKUN. ANNAR MAÐUR SENDI BRÉFIÐ EKKI OG ER NÚNA KOMINN MEÐ SKALLA“ „HEIMSKUR STRÁKUR EINS OG ÞÚ HLUSTAÐI Á VIN SINN OG VARÐ FYRIR VALTARA“ SEGÐU MÉR VITRI MAÐUR, HVER ER LYKILLINN AÐ ÞVÍ AÐ VERA HAMINGJUSAMUR LYKILLINN AÐ HAMINGJUNNI ER... ... AÐ VERA ALDREI ÓHAMINGJU- SAMUR ÞARFTU AÐ TAKA PRÓF TIL AÐ VERÐA „VITUR MAÐUR“ EÐA ÞARFTU BARA AÐ SETJAST Á FJALLSTIND MÉR FINNST FRÁBÆRT AÐ ELTA BÍLA... ... EN STUNDUM ÓTTAST ÉG AÐ LENDA Í ÁREKSTRI HVAÐ ÓTTAST ÞÚ? ÉG ÓTTAST AÐ FÁ BRUNASÁR Á EYRUN DÓTTIR MÍN VAR MJÖG SPENNT AÐ MÆTA Í SUMAR- BÚÐIRNAR ÞEIM FINNST LITAVIKAN SVO SKEMMTILEG ÉG HÉLT AÐ LITUNIN TÆKI BARA EINN DAG?? JÁ ... EN ÞAÐ TEKUR SEX DAGA AÐ NÁ LITNUM ÚR FÖTUNUM ÞEIRRA MAMMA SJÁÐU HVAÐ ÉG GERÐI EKKI VERA PIRRUÐ, ÞÓ ÉG HJÁLPI HRÆDDRI KONU? FYRIRGEFÐU ÉG HLJÓMAÐI AFBRÝÐISÖM PETER! ÉG HELD AÐ ÉG HAFI TOGNAÐ Á ÖKKLA ÞEGAR ÉG RAKST Á ÞIG VILTU HJÁLPA MÉR ÚR SKÓNUM EKKI TRÚIRÐU ÞESSARI VITLEYSU, KALVIN? ÞETTA ER BARA GABB Dagbók Í dag er fimmtudagur 1. desember, 335. dagur ársins 2005 Víkverji skilur ekkiað rætt sé í alvöru um að umferðin á höf- uðborgarsvæðinu gangi ekki nægilega greiðlega og að nauð- synlegt sé að leggja milljarða í að reisa fleiri mislæg gatna- mót eða hraðbraut um Sundin. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru nánast engin um- ferðarvandamál á höf- uðborgarsvæðinu, a.m.k. engin sem tek- ur því að tala um. Af sinni eigin reynslu og af samtölum við aðra getur Víkverji fullyrt að hvergi í borg af sambæri- legri stærð gengur umferðin hraðar fyrir sig. Vissulega myndast stund- um langar bílaraðir og einstaka um- ferðarteppur en þessar tafir eru í raun smávægilegar og nánast ein- göngu bundnar við tvo umferð- artoppa, að morgni og síðdegis. Á öðrum tímum er yfirleitt afar fljót- legt að skjótast á milli borgarhluta. x x x Sumir hafa reyndar meiri ástæðutil að kvarta en aðrir, t.d. þeir sem þurfa að aka til og frá Hafn- arfirði á þessum álagstímum. Á þeirri leið getur um- ferðin stundum silast áfram og þeir sem búa í Hafnarfirði en vinna í Reykjavík eru því auð- vitað lengur á leiðinni í vinnuna en þeir sem búa nær vinnustaðn- um. En hvað með það? spyr Víkverji. Er eitt- hvað óeðlilegt við að fólk sem býr fjarri vinnustað sínum sé lengur á leiðinni í vinn- una en hinir? Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? Víkverji er ekki á því. Víkverji telur sjálfsagt og eðlilegt að þeir sem ákveða að búa fjarri vinnustað sínum, í úthverfum í stað þess að búa miðsvæðis, séu lengur á leiðinni í vinnuna en aðrir. Þeir hafa ná- kvæmlega enga ástæðu til að búast við að sameiginlegir sjóðir borg- arbúa eða landsmanna sjái til þess að þeir séu innan við 10 mínútur í vinnuna, eins og sumum virðist finn- ast eðlilegt. Vilji þeir stytta ferða- tímann er að sjálfsögðu eðlilegast að þeir flytji nær vinnustað sínum. Aðalvandinn í umferðinni er að bílarnir eru of margir. Þeim mun bara fjölga jafnhratt og göturnar stækka. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is               Leiklist | Leikhópurinn Á senunni sýnir jólaleiksýninguna Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Tjarn- arbíói í Reykjavík nú fyrir jólin. Sýningar verða á Akureyri dagana 10. – 12. desember og í Reykjavík dagana 14. - 18. desember. Sýningar á Akureyri eru í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og í Reykjavík 2003. Verkið er leikið af höfundi og það byggist á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er rakið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður mið- punktur leikritsins. Nánari upplýsingar um sýningartíma auk miðasölu má finna á heimasíðu Leikhópsins Á senunni www.senan.is eða á vef LA, www.leikfelag.is. Morgunblaðið/Kristinn Augasteinn á kreik MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm. 15, 5.-7.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.