Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar Peter Jackson var níu ára drengur að alast upp á Nýja- Sjálandi sá hann kvikmynd Merian Cooper, King Kong frá árinu 1933, í fyrsta sinn. Sú stund breytti lífi hans og frá og með þeim degi dreymdi hann um að verða kvikmyndaleikstjóri sem gerði ná- kvæmlega svona myndir. Hann gerði fyrst tilraun til að endurgera þessa uppáhaldskvikmynd sína tólf ára gamall og hafði þá til þess litla vídeó- upptökuvél og plastgórilluapa. Tals- vert löngu síðar, nánar tiltekið árið 1995, þegar Jackson hafði haslað sér völl sem hæfileikaríkur og spennandi leikstjóri, stóð svo til að hann legði út í endurgerð King Kong af alvöru. En eftir nokkurra mánaða undirbún- ingsvinnu var hætt við verkið, að- standendum þess til mikilla von- brigða. Eftir á að hyggja reyndist sú ráðstöfun mikið gæfuspor því það var þá sem Jackson bauðst tækifæri til að leggja af stað með verkefnið sem kom honum á spjöld kvikmyndasög- unnar, það er að segja þríleikinn byggðan á Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Að því ævintýri loknu kom ekkert annað til greina af hálfu Jackson en að leggja til atlögu við myndina sem var og er enn í mestu uppáhaldi hjá honum, og eins og við mátti búast er útkoman mikið sjón- arspil. Skull Island og Manhattan árið 1933 búin til stafrænt King Kong er tekin á Nýja-Sjá- landi en sagan gerist annars vegar á Manhattan og hins vegar á hitabelt- iseyjunni Skull Island. Bæði eyjan og hennar margslungna, yfirnáttúrlega plöntu- og dýralíf og Manhattan eins og hún leit út árið 1933 eru búnar til stafrænt en að baki liggur tveggja ára þrotlaus vinna 750 manna starf- liðs. Þeir Joe Letteri og Richard Taylor, sem höfðu yfirumsjón með tæknibrellum og stafrænni vinnslu myndarinnar, fóru einnig fyrir tæknivinnslunni við gerð Hringa- dróttinssöguþríleiksins og hafa að miklu leyti sama fólk í liði sínu nú. Þeir segjast afar fegnir að hætt hafi verið við gerð King Kong á sínum tíma, því annars hefði hún aldrei get- að orðið sú mynd sem hún varð, bæði vegna þess hversu tækninni hefur fleygt fram og ekki síður vegna þeirrar reynslu sem mannskapurinn bjó að við gerð hennar eftir að hafa unnið að þríleiknum. Þeir leggja áherslu á að í þeirri gríðarlega miklu vinnu sem lögð sé í tæknilega hlið þessara mynda sé aldrei litið svo á að stafræna vinnslan og tæknibrellurn- ar séu eitt og sagan sjálf annað. Í þeirra huga sé þetta allt samtvinnað, sagan búi í því sem birtist stafrænt og tæknibrellurnar hafi þann tilgang að fleyta sögunni áfram. Svo virðist sem kvikmyndir Jack- sons séu unnar í mikilli og náinni samvinnu og að sú samvinna nái yfir allt sköpunarferlið. Starfslið hans, hvort sem um ræðir brellumeistara eða leikara, tekur fram að Jackson sé einstaklega opinn fyrir hugmyndum og athugasemdum annarra og að hann vilji ræða stærstu og smæstu atriði í þaula og þróa og bæta hug- myndir eins lengi og þörf krefur. Sjálfur hneigist Jackson til að nota fornafnið „við“ en ekki „ég“ þegar hann talar um vinnuna við King Kong og gerir það meira að segja þegar hann spurður út í eigið vinnu- lag sérstaklega. Unnið fram á allra síðustu stundu Á blaðamannafundi sem haldinn var í New York um síðustu helgi svaraði Jackson spurningum blaða- manna sem höfðu fengið tækifæri til að sjá myndina kvöldið áður á forsýn- ingu. Jackson byrjaði á því að við- urkenna að hann væri mjög þreyttur, enda tveggja ára stíf vinnutörn við gerð myndarinnar að baki, og sagði að vinnan við að fullklára myndina hefði bókstaflega staðið fram á síð- ustu stundu. Fáeinum dögum áður hafi hann enn verið að ganga frá síð- ustu smáatriðum við lokaútgáfu myndarinnar og segir hann að þeirri vinnu hafi í raun ekki lokið fyrr en hann og hans fólk varð að leggja af stað frá Nýja-Sjálandi til Bandaríkj- anna til að hefjast handa við kynn- ingu myndarinnar. „Þetta snerist aldrei um að við hefðum ekki mynd í höndunum til að frumsýna 14. desember, það var eng- in hætta á því að það myndi gerast,“ segir Jackson. „En við erum þess háttar kvikmyndagerðarfólk að við notum hvert einasta augnablik sem gefst til að vinna í myndinni okkar. Því um leið og maður hættir þá finnst manni eins og það hljóti að þýða að myndin sé fullkomin. En myndin er auðvitað ekki fullkomin, engin mynd er nokkurn tímann fullkomin og þessi mynd er ekki fullkomin. En mynd hefur yfirleitt tilheigingu til að verða betri því lengur sem maður vinnur við hana og því meiri tíma sem maður eyðir í hana.“ Ef King Kong væri gervilegur væri myndin dauð Jackson er spurður að því hver hafi verið stærsta áskorunin við að kvikmynda söguna um King Kong. Hann svarar því strax til að ekkert hafi verið auðvelt við gerð þessarar myndar og að allt hafi í raun verið áskorun, en sú stærsta hafi líklega verið að sú að gera King Kong sjálfan að trúverðugri persónu. „Ef Kong væri gervilegur, ef fólk tryði ekki á hann í hverju einasta at- riði þar sem hann kemur við sögu og hugsaði með sér; þessi Kong er nú meira hallærið, þá mætti gleyma myndinni eins og hún leggur sig. Myndin væri dauð, hún yrði að at- hlægi. Þannig að ef ég sný spurning- unni við og segi ykkur hvað ég hafi óttast mest við gerð myndarinnar þá væri það að Kong myndi ekki virka sem persóna og í framhaldi af því að samband hans og Anne Darrow yrði ótrúverðugt. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af tæknihliðinni, ég er með snillinga sem vinna í tæknibrellum og það er ekkert erfitt fyrir mig sem leikstjóra að segja við mitt fólk; hey, finnum nýja leið til að láta Kong drepa fleiri risaeðlur, og þá er hægt að búa til mikið fjör í tíu mínútur eða svo. En vandinn fyrir mig er að byggja upp þetta samband, tilfinn- ingasamband sem lætur fólk finna fyrir einhverju í hjarta sínu.“ Jackson segir að við gerð handrits- ins hafi verið ljóst að samband þeirra King Kong og Anne Darrow, sem leikin er af Naomi Watts, yrði þunga- miðja sögunnar og að þær Philippa Boyen og Fran Walsh, sem skrifuðu með honum handritið, hafi verið sam- mála honum um hvað ætti að draga fram í samskiptum þeirra og hvað ætti að forðast. „En eitt af því sem gerðist á Peter Jackson segir leikaranum Jack Black til á tökustað. Æsku- draumur rætist Hvað er svona merkilegt við allt of stóran górilluapa sem heldur á sætri stelpu í annarri krumlunni og sveiflar sér á toppi Empire State-byggingarinnar með hinni? Birna Anna Björnsdóttir komst að því þegar hún sá glænýja útgáfu af King Kong og sat blaðamannafundi með aðstandendum myndarinnar í New York um síðustu helgi, þeirra á meðal aðalleikkonunni Naomi Watts og leikstjóranum Peter Jackson. Adrien Brody í hlutverki handritshöfundarins verður einhvers var á Skull Island. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.