Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Bjarni Í bókum Víðis er farið rækilega í saumana á íslenskri knattspyrnu. Hér er Ásgeir Sigurvinsson á ferðinni í landsleik gegn Tyrkjum sem lyktaði með 2:1-sigri Íslands. Sumarið 1981 voru Ólafur Þórðarsonog Sigurður Jónsson meðal Íslands-meistara 3. flokks ÍA, ÞormóðurEgilsson, Heimir Guðjónsson ogHilmar Björnsson í meistaraliði KR í 5. flokki og enn fóru sumir leikirnir í efstu deild Íslandsmótsins fram á Melavellinum. Þetta ár kom bókin Íslensk knattspyrna út í fyrsta skipti. Árið eftir kom Víðir Sigurðsson í fyrsta sinn að bókinni en þá var Siggi Jóns orðinn einn eftirsóttasti knattspyrnumaður Evrópu og George Best lék bæði með Val og KA gegn Manchester United. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. En enn er Víðir að; 25. bindi Íslenskrar knattspyrnu kemur út um þessar mundir og þetta er 24. árið sem Víðir er höfundurinn. Það var Eyjólfur Sigurðsson í Bókhlöð- unni, nú einn af frammámönnum Kiwanis- hreyfingarinnar í heiminum, sem átti hug- myndina á sínum tíma og lét hana verða að veruleika. Sigurður Sverrisson skrifaði fyrstu bókina 1981, hann fékk Víði – sam- starfsmann sinn á Dagblaðinu á þeim tíma – til þess að hjálpa sér árið eftir, hafði engan tíma árið þar á eftir og Víðir tók þá alfarið við verkinu. „Siggi bað mig fyrst að hjálpa sér um miðjan október 1982, við tókum góða rispu á þremur vikum á gömlu ritvélarnar og klár- uðum bókina. Hún var öllu minni þá en nú en það var samt mikil törn að setja hana saman.“ Dagbók Á þessum árum var Íslensk knattspyrna einskonar dagbók um það sem gerðist á vett- vangi knattspyrnunnar en Víðir kveðst hafa stokkað hana algjörlega upp 1985, skipti henni þá upp í kafla. „Skipulagið hefur vissu- lega aðeins breyst og bókin stækkað, sér- staklega síðustu árin, en hún er eins í grunn- inn og eftir breytinguna 1985.“ Skjaldborg gaf bókina út frá 1987 allt til 2002 þegar Bókaútgáfan Tindur tók við. „Helgi Jónsson hjá Tindi falaðist eftir því að fá bókina 2003 og keypti þá útgáfuréttinn og lagerinn. Það var eins og Björn í Skjald- borgu væri að selja barnið sitt; hann vildi ekki gera það nema ég væri algjörlega sam- þykkur, og þetta fór allt fram í miklu bróð- erni og kærleika, eins og öll samskipti við Björn voru.“ Þú hlýtur að vera forfallinn fótboltafíkill. „Er nokkuð hægt annað? Ég væri örugg- lega löngu hættur ef svo væri ekki. Ég hef verið með fótboltabakteríu síðan ég var smá polli, fór snemma að fylgjast með öllu og bókaskrifin komu í rökréttu framhaldi af því.“ Skrifarðu bókina dag frá degi allt árið? „Nánast. Ég fer alltaf af stað snemma árs, þegar rólegt er, og stilli bókinni upp í tölvu því ég sé um umbrotið sjálfur. Skrifa svo inn á síðurnar. Ég reyni að skrifa um hverja um- ferð Íslandsmótsins jafnóðum en á haustin fer svo fram heilmikið uppgjör þegar allt er að klárast. Þá þarf að safna saman myndum og ganga frá öllu og það er fimm til sex vikna törn.“ Víðir reynir að ganga ekki endanlega frá bókinni að hausti fyrr en öllu „alvöru“ sparki er lokið. „Bókin verður að vera eins mark- tæk og hægt er sem árbók þegar hún kemur út. Ég hef oft beðið með að ljúka henni þar til um miðjan nóvember, en þá eru landsliðin stundum að spila. Ég gat reyndar klárað hana óvenju snemma því öllum landsleikjum var lokið um miðjan október.“ Vinna og áhugamál Víðir segist ekki geta neitað því að hann hafi mjög gaman af því að skrifa bókina. „Þetta er auðvitað orðinn stór partur af líf- inu og það er alltaf gaman að sjá nýja bók „fæðast“ á hverju hausti.“ En skyldi hann aldrei fá nóg af fótbolta? „Nei, að minnsta kosti ekki ennþá. Enda fer þetta ágætlega saman við starfið; það er gott að vera með dellu fyrir einhverju og geta sinnt því bæði í vinnunni og frítím- anum.“ Knattspyrna er sumaríþrótt á Íslandi sem kunnugt er, þrátt fyrir að vertíðin sé vissu- lega farin að teygja sig aðeins í báðar áttir. Þegar Víðir er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma til þess að fara í sumarfrí svarar hann: „Jú, jú. Ég er reyndar ekki neitt fyrir það að fara af landi brott yfir sumarið. Er því heima og get fylgst með boltanum. En ég tek mér frí og get alveg viðurkennt að fríin eru oft skipulögð með tilliti til fótboltaþátt- töku barnanna.“ Börnin eru þrjú og Víðir sagði að „við gömlu hjónin“ hefðum náð „magnaðri þrennu“ eina helgina í sumar. „Við byrjuðum á því að fara með dótturinni á Pæjumótið á Siglufirði, brugðum okkur til Húsavíkur á laugardeginum til þess að sjá eldri soninn spila í meistaraflokki HK gegn Völsungi og daginn eftir sáum við yngri soninn spila í 2. flokki á Akureyri gegn Þór.“ Þetta var ekki dæmigerð helgi í lífi fjöl- skyldunnar, segir Víðir, en lífið síðustu ár þó súmmerað vel upp á einni helgi! Þegar spurt er um framhaldið; hvort hann sé farinn að huga að næstu 25 bindum, segir Víðir: „Ég tek bara eitt ár í einu, hef aldrei hugsað lengra fram í tímann.“ Tölfræði Gríðarlegt magn tölulegra upplýsinga er að finna í bókum Víðis ár hvert, og hann heldur að mestu leyti utan um alla tölfræð- ina sjálfur. „Ég fæ hins vegar góða aðstoð með ákveðna þætti, Óskar Ó. Jónsson er mikið statistikgúru sem býr yfir gífurlega mikilli tölfræði sem ég fæ að nýta mér. Og áður en ég klára hverja bók fer hann yfir lýsingar á hverju einasta marki í efstu deild karla á Íslandsmótinu. Hann á öll mörk á myndbandi og athugar hvort ekki séu allar lýsingar á mörkunum réttar. Hann hefur komið með margar góðar leiðréttingar í gegnum tíðina.“ Fleiri starfa með Víði að gerð bókarinnar. Eiríkur Jónsson og Einar Ólason hafa tekið megnið af ljósmyndunum í bókina síðustu 20 ár, Pjetur Sigurðsson hefur undanfarin ár al- farið séð um myndvinnsluna og „Sigurður Sigurðsson, gamall fótboltafélagi minn úr Kópavogi og grafískur hönnuður, er mín hægri hönd við að klára uppsetningu bók- arinnar og gera gröf og töflur.“ Þá segir hann syni sína lesa handrit bók- arinnar yfir með sér og leita að villum. Þeir taki virkan þátt í lokasprettinum. Víðir hefur ekki legið á skoðunum sínum á íslenskri knattspyrnu í bók sinni og veltir gjarnan vöngum yfir stöðunni og kemur með hugmyndir að breytingum. Vill lengja keppnistímabilið Hann segir gífurlega breytingu hafa orðið á umgjörð Íslandsmótsins síðasta aldarfjórð- unginn og mikla breytingu hjá félögunum. „Samt erum við alltaf fastir í sama farinu að því leyti að hér er enn 18 leikja stutt tímabil. Það hefur ekkert breyst á þessum tíma og hefur reyndar verið óbreytt lengur.“ Þessu vill Víðir breyta og segir greinilegt að mjög margir í knattspyrnuhreyfingunni séu því fylgjandi. Að fjölga í efstu deild, t.d. í 12 lið og lengja deildina. „Það er ekkert vit í því að spila svona stutta deild þegar reksturinn á félögunum er orðinn svona mikill. Þjálfarar og leikmenn eru á launum í 12 mánuði og lið- in undirbúa sig í hálft ár áður en farið er að spila alvöru leiki. Þetta er öfugsnúið miðað við aðstæður og bara tímaspursmál hvenær breytingar verða gerðar.“ Skoðun Víðis er sú að mjög einfalt sé að hefja Íslandsmótið í byrjun maí og spila út september, þannig að leikið sé í fimm mán- uði. „Þróunin í gervigrasi er líka þannig að notkun þess getur lengt tímabilið. Ef menn þora svo að stíga skrefi lengra og nota hall- irnar gæti verið hægt að byrja mótið snemma í apríl; ef leikið yrði á gervigrasi eða jafnvel innanhúss ef með þyrfti. Ég held að það yrði vel þess virði til þess að lengja keppnistímabilið.“ Víðir sér fyrir sér að í efstu deild karla geti hæglega verið 12 lið eftir fáein ár og 14 í 1. deild. „Það er mjög raunhæft, það þarf ekki einu sinni að lengja tímabilið. Leiki í 1. deild ætti að spila í landsleikjahléum, það gerðist tvisvar í sumar að 15 daga hlé var gert á keppni í 1. deild vegna leikja landsliðs 21 árs og yngri, þegar einn maður úr deild- inni var í því landsliði. Það gengur ekki.“ Hann segist hafa bent á að sérstaklega þurfi að huga að kvennafótboltanum hér heima. „Ísland er að berjast í hópi 10–11 bestu þjóða í Evrópu og 17–18 bestu liða heims í kvennafótboltanum og það er raun- hæft að Ísland komist inn í úrslitakeppni stórmóts fljótlega. Stelpurnar fá ekki mikil tækifæri til þess að komast í atvinnu- mennsku erlendis og þess vegna þarf að efla deildina hér heima. Ég hef bent á leiðir til þess, m.a. að spila fleiri alvöru leiki á lengri tíma. Það er mjög auðvelt því ekki eru sömu kröfur gerðar til aðstæðna og í karlabolt- anum og ekki þarf leyfiskerfi í kvennafót- boltanum.“ Víðir jánkar því að traustur hópur knatt- spyrnuunnenda kaupi bók hans ár eftir ár. Öðru vísi gengi ekki slík útgáfa. „Sveiflur eru ekki miklar, salan er jöfn og stöðug ár frá ári. Ákveðinn kjarni er með hana í áskrift og töluverður fjöldi bóka er seldur til útlanda á hverju ári. Ég held að Íslensk knattspyrna fari í flestar heimsálfur, til dæmis eru fótboltafíklar bæði í Ástralíu og Suður-Afríku sem fá hana alltaf.“ Með fótbolta- bakteríu síðan ég var smá polli Víðir Sigurðsson blaðamaður er ólæknandi knattspyrnufíkill. Í aldarfjórð- ung hefur hann fengið útrás fyrir sitt helsta áhugamál í bókinni Íslensk knattspyrna auk þess að skrifa um knattspyrnu og aðrar íþróttir í Morg- unblaðið. Skapti Hallgrímsson ræddi við hann. Morgunblaðið/Golli skapti@mbl.is Aldarfjórðungur. Víðir með bækurnar um íslensku knattspyrnuna, sem nú hafa komið út í 25 ár. Hann hefur séð um að skrifa þær einn síns liðs í 23 ár. 22 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.