Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 33
ing í stjórnkerfinu og í ákveðnum landshlutum skortir öryggi. En það eru einnig ástæður til bjartsýni. Það er komin stjórnarskrá, haldnar hafa verið forseta- og þingkosningar. Konur eru aftur farnar að taka þátt í þjóðfélaginu, í það minnsta í þétt- býli. Ég er því hóflega bjartsýnn, en ég held að framtíð Afganistans velti á því hversu lengi alþjóðasamfélagið er tilbúið að skuldbinda sig. Án slíkrar skuldbindingar mun fljótt síga á ógæfuhliðina í landinu.“ Í flugdrekahlauparanum er Assef, bullan, sem ofsækir Hassan, vin Am- irs, mjög eftirminnileg persóna og lesandinn fær á tilfinninguna að hann sé tákn fyrir þá stríðsherra og ofstopamenn, sem sett hafa svip sinn á sögu Afganistans undanfarna ára- tugi. „Menn af sauðahúsi Assefs eru enn valdamiklir í Afganistan,“ segir Hosseini. „Það hafa verið gerðar til- raunir til að draga úr þeim klærnar, ef svo má segja, og svipta þá völdum. Sumum þeirra hefur verið ýtt til hliðar, en aðrir eru enn mjög valda- miklir og ógnvekjandi menn. Assef- arnir í Afganistan stjórna til dæmis ópíumviðskiptunum og hagnast gríð- arlega. Ég vildi að ég gæti sagt þér að Afganistan væri laust við hans líka, en svo er ekki.“ Hosseini segir að hann hafi ekki séð neina sögupersónu bókarinnar fyrir sér sem táknræna persónu. „Þegar ég var að skrifa bókina var ég aðallega að hugsa um persónurn- ar í henni, en ekki alþjóðlegt sam- hengi,“ sagði hann. „Það var ekki fyrr en í þriðja og fjórða uppkasti að ég áttaði mig á að ákveðin tákn voru farin að koma fram. Það var því ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á því fyrir hvað Hassan, Amir eða Assef stóðu.“ Vendipunkturinn í bókinni er þeg- ar Amir ákveður að flýja bullurnar, sem eru að pynta Hassan, fremur en að koma vini sínum til bjargar. Í grein í dagblaðinu New York Times er því lýst hvernig þessi þáttur bók- arinnar hafi minnt lesanda frá Suð- ur-Afríku á það hvernig menn litu í hina áttina á meðan aðskilnaðar- stefnan var þar við lýði og lesandi, sem upplifði ofsóknir nasista á hend- ur gyðingum, var minntur á það hvernig þær voru látnar viðgangast. „Þetta er lykilatriði í bókinni,“ sagði Hosseini. „Þetta er augnablik aðgerðarleysis. Amir er sem lamað- ur við það sem hann sér, það endar með því að hann gerir ekkert og það hefur áhrif á líf hans það sem eftir er. Þú talaðir áður um tákn. Fyrir mér er þetta atvik táknrænt. Ég lýsti því mjög blátt áfram og skrifaði það á raunsæjan hátt, en ég tók eftir því að það hafði aðra merkingu á öðru plani þegar ég var búinn að skrifa kaflann. Þetta atvik minnti mig á það sem mörgum Afgönum fannst að hefði komið fyrir land sitt. Þegar Afganar höfðu sigrast á Sov- étmönnum fannst mörgum sem al- þjóðasamfélagið hefði staðið álengd- ar og fylgst með á meðan hver stjórnin á fætur annarri misþyrmdi afgönsku þjóðinni. Ég sá að þetta at- vik hafði víðari skírskotun, þótt sú hafi ekki verið ætlunin í upphafi, og því ákvað ég að leggja meiri áherslu á það.“ Khaled Hosseini er læknir að mennt, en hann hefur nú tekið sér frí frá störfum til þess að kynna bókina og lesa upp úr henni. Hann segir að hann sé mest spurður um það hversu mikið af bókinni eigi sér stoð í raunveruleikanum og hans ævi og hvernig gangi í Afganistan um þess- ar mundir. Við lestur bókarinnar verði Afganistan raunverulegt land í huga fólks og það fyllist jafnvel hlut- tekningu. Hosseini kemur af efnafjölskyldu líkt og Amir, aðalpersóna bókarinn- ar. Faðir Hosseinis var diplómati, en faðir Amirs athafnamaður. Árið 1976 ákvað faðir hans að ekki væri óhætt að snúa aftur til Afganistans og fjórum árum síðar fær hann póli- tískt hæli í Bandaríkjunum. Sjálfsævisögulegir drættir Flugdrekahlauparinn er ekki sjálfsævisaga, en söguhetja bókar- innar á þó ýmislegt sameiginlegt með höfundinum. „Af og til kem ég fram í bókinni og síðan hverf ég og sést ekki í margar blaðsíður,“ segir hann. „Líf mitt og Amirs eru lík í breiðum dráttum. Við vöxum báðir úr grasi með svipaðan félags- og efnahagslegan bakgrunn í Kabúl fyrir Sovétstríðið. Foreldrar mínir voru vel stæðir, faðir minn diplómati og móðir mín kennari. Ég man því eftir Kabúl frá þessum tíma frá sjónarhorni félagslegrar stöðu fjölskyldu minnar og það er svipað sjónarhorni Amirs. Líkt og Amir flúði ég frá Afganistan. Ég kom til Bandaríkjanna sem innflytjandi og miðhluti bókarinnar þar sem Amir er að aðlagast lífinu í Bandaríkjun- um og kynslóðirnar tvær takast á er nánast tekinn beint úr mínu lífi. Sú reynsla er ljóslifandi fyrir mér. Það er sennilega minnst sjálfsævisögu- legt við síðasta hluta sögunnar vegna þess að Amir fer aftur til Kabúl á meðan talibanar eru við völd, en ég fór eftir að þeir voru farnir frá.“ Hosseini leitaði víða fanga þegar hann endurskapaði andrúmsloftið undir stjórn talibana í bókinni. „Í áranna rás hitti ég marga í afg- anska innflytjendasamfélaginu, sem voru nýkomnir frá Afganistan – ekki vegna þess að ég var að vinna rann- sóknir fyrir bókina heldur í daglegu lífi,“ sagði hann. „Maður rakst á fólk í veislum og jarðarförum sem sagði sögur af því hvernig ástandið væri og hlutirnir gengju fyrir sig. Þegar ég settist niður til að skrifa bókina áttaði ég mig á því að ég var með góðan grunn í kollinum, sem ég gat notað til að renna stoðum undir frá- sögnina. Ég gerði einhverjar rann- sóknir, en að mestu reiddi ég mig á það, sem ég hafði heyrt.“ Ættfræði þjóðaríþrótt Afganskt samfélag er samheldið. Oft er sagt að þegar tveir Íslend- ingar hittist taki innan við mínútu fyrir þá að finna sameiginlega ætt- ingja eða vini. Á einum stað í Flug- drekahlauparanum segir að það taki tvo Afgana í mesta lagi tíu mínútur að átta sig á skyldleika sínum. „Sennilega er það nær mínútu,“ segir Hosseini og hlær. „Afganistan er mikið ættbálkasamfélag. Afg- anskur vinur minn skrifaði endur- minningar sínar í bókinni West of Kabul – East of New York. Þar er að finna dásamlega setningu um Afgan- istan: Í vestrinu er sjónvarp, en í Afganistan höfum við ættfræði. Þetta er þjóðaríþrótt, samfélagið er lítið og menn vita hver þú ert.“ Hosseini sagði að hann væri nú að skrifa aðra skáldsögu, sem einnig fjallaði um Afganistan, en nú frá sjónarhóli kvenna. Hann vildi ekki segja meira og óvíst væri hvenær bókin kæmi út. kbl@mbl.is ’Þegar Afganar höfðu sigrast á Sovét-mönnum fannst mörgum sem alþjóða- samfélagið hefði staðið álengdar og fylgst með á meðan hver stjórnin á fætur ann- arri misþyrmdi afgönsku þjóðinni.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 33 HM BOLTINN 2006 FRUMSÝNDUR Á ÍSLANDI UM HELGINA 1.990 Nánari upplýsingar um keppnina finnur þú á www. adidas.com/flagbearer BERðU FÁNANN HÁTT! Langar þig að ganga inn á völlinn með besta vini þínum og besta knattspyrnu- manni í heimi? Frammi fyrir tugum þúsunda fagnandi áhorfenda? Þá ættir þú að taka þátt í keppninni um hver verður “Fair Play” fánaberi alþjóða knattspyrnu- samtakanna FÍFA “Fair Play” þýðir drengilegur leikur og er hluti af átaki FÍFA til að stuðla að góðri hegðun jafnt utan vallar sem innan. Allir sem eru á aldrinum 10-14 ára geta tekið þátt í keppninni um að komast með vini og einu foreldri á HM í knattspyrnu í Þýskalandi árið 2006 sem fánaberi FÍFA. Það eina sem þú þarft að gera er að fara inn á vefsíðuna www.adidas.com/flagbearer með kóðann þinn og svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvað taka mörg lið þátt í HM í Þýskalandi 2006? a) 24 lið b) 32 lið c) 40 lið 2. Hvaða dag er lokaleikur HM í fótbolta a) 9. júlí b) 10. júní c) 12. ágúst 3. Í hvaða borg fer úrslitaleikurinn fram? a) Berlín b) Munchen c) Hamborg Útskýrðu með hámark 20 orðum hvers vegna þú ættir að fara á HM í Þýskalandi og bera “Fair Play” fána FÍFA með besta vini þínum. Nú hefur verið dregið í riðla í heimsmeistaramótinu í fótbolta 2006, af því tilefni kynnir Adidas HM fótboltann. HM-boltinn kemur í sölu hjá Intersport á Íslandi í dag. Boltinn er sannkölluð drauma jólagjöf allra fótbolta- áhugamanna, og kemur í skemmtilegri gjafapakkningu. Verð: 1.990 Intersport Húsgagnahöll sÍMi 585 7220 Intersport Smáralind sÍMi 585 7240 Intersport Selfossi sÍMi 585 7197 Bretti, skór, bindingar 20% pakkaafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.