Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 55 UMRÆÐAN Fossvoginum hjá Borgarspítalanum. Þá væri nægur afgangur fyrir hrað- tengingu við Háskólann. Í sambandi við þéttingu byggðar finnst mér ekki góð lausn íbúða- byggð, sem hefur verið kynnt í ná- grenni við íþróttasvæði Vals. Sama er að segja um skipulag, sem sýnir hús á bak við Austurbæjarbíó með örfáum íbúðum. Mér finnst bruðlað með dýrt land. Land sem sagt er verðmætasta byggingarlandið á höf- uðborgarsvæðinu. Í Norðurmýri á milli Snorrabraut- ar og Rauðarárstígs frá Njálsgötu að Miklubraut eru 60 ára gömul hús. Mörg eru illa farin og dýr í viðhaldi. Ólíkt Austurbæjarbíói er vart hægt að segja að þessi hús hafi eitthvert „menningarsögulegt“ gildi. Ekkert opið svæði er í hverfinu að öðru leyti en því, að hverfið liggur að Klambra- túni. Í Norðurmýri mætti byggja helmingi hærra en tíðkast í Kópa- vogi án þess að skerða útsýni ann- arra hverfa. Svæðið væri upplagt að endurskipuleggja fyrir fjölbýlishús með tilheyrandi bílakjöllurum og opnum svæðum á milli. Gefa verk- tökum kost á að kaupa upp hús og byggja ný fjölbýlishús. Skýjakljúfa. Það er hagstæðara en að byggja ný og ný úthverfi og styður um leið við nýjan miðbæ í Vatnsmýrinni. Höfundur er verkfræðingur. Félagsmálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Þessa frum- varps hefur verið beð- ið með óþreyju. Þing- menn Samfylkingar- innar hafa marg- ítrekað kallað eftir niðurstöðu nefndar sem félagsmálaráð- herra skipaði 2001 og var falið að undirbúa lagasetningu í sam- ræmi við tillögu Jó- hönnu Sigurðardóttur um aukin réttindi for- eldra langveikra og fatlaðra barna sem samþykkt var á Al- þingi. Nefndin skilaði loks skýrslu sinni í febrúar 2005. Á grund- velli þeirrar skýrslu er frumvarp ríkisstjórn- arinnar flutt. Þingflokkur Sam- fylkingarinnar var tilbúinn að flýta fyrir afgreiðslu frumvarpsins. Við treyst- um því að um verulegar réttarbætur væri að ræða til handa foreldrum veikra eða fatlaðra barna, sem sam- kvæmt gildandi kjarasamningum eiga í flestum tilvikum rétt á 7–10 daga fjarveru á ári vegna veikinda barna sinna. Samanburður á Norðurlöndunum hvað varðar réttindi foreldra vegna veikinda barna eða fötlunar sýnir að þar erum við langt á eftir nágranna- þjóðum okkar. Foreldrar langveikra og/eða fatlaðra barna hafa oft vakið athygli á þessari staðreynd og kallað eftir svörum. Tekjutap fjölskyldu þar sem barn greinist með langvar- andi erfiðan sjúkdóm eða fötlun get- ur orðið tilfinnanlegt og hægt að rekja mörg dæmi sem sýna það. Samfylkingin vænti því verulegra úrbóta eftir 5 ára undirbúning að því frumvarpi sem félagsmálaráðherra lagði fram. Hver er niðurstaðan? Foreldri sem hættir launaðri vinnu þegar barn þess greinist með alvar- legan, langvinnan sjúkdóm eða fötl- un getur átt rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Heimilt verður að framlengja sameiginlegan rétt foreldra um allt að sex mánuði þegar barn vegna mjög alvarlegra veikinda þarfnast verulegrar umönnunar. Greiðsla til foreldris skal nema 93.000 kr. á mánuði. Þetta gildir einnig um for- eldra sem verða að hætta eða fresta námi vegna veikinda eða fötlunar barns. Þessi niðurstaða á sam- kvæmt frumvarpinu að koma til framkvæmda í þremur áföngum fram til ársins 2008. Réttarbætur? Vissulega er hér um ákveðnar réttarbætur að ræða, spor í rétta átt. En þegar frum- varpið er lesið kemur í ljós að aðeins þeir for- eldrar sem eiga börn sem veikjast alvarlega eða greinast með alvar- lega fötlun eftir l. jan- úar 2006 eiga rétt á þessum greiðslum. Foreldrar þeirra barna sem hafa nú þeg- ar greinst með alvar- legan sjúkdóm eða fötl- un eiga engan rétt á greiðslum. Þeir for- eldrar sem hafa á und- anförnum árum eða mánuðum orðið að hætta vinnu til að sinna veiku eða fötluðu barni eiga engan rétt. Tillögurnar fela ekki í sér aðstoð til þeirra foreldra sem nú þegar vegna veikinda barns eða barna hafa borið mikinn kostn- að, jafnvel safnað skuldum. Réttarbótin gagnast aðeins þeim foreldrum sem eiga börn sem grein- ast alvarlega veik eða alvarlega fötl- uð eftir l. janúar 2006. Samfylkingin sættir sig ekki við svo óréttláta niðurstöðu. Við munum beita okkur fyrir breytingu á frum- varpinu í meðförum félagsmála- nefndar Alþingis. Aukinn réttur for- eldra langveikra og fatlaðra barna Margrét Frímannsdóttir fjallar um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna Margrét Frímannsdóttir ’Réttarbótingagnast aðeins þeim foreldrum sem eiga börn sem greinast al- varlega veik eða alvarlega fötluð eftir l. janúar 2006.‘ Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholts- stiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Til sölu nýjar og glæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á annarri og þriðju hæð á þessum vinsæla stað við Skipholt. Allar innihurðir eru yfirfeldar eikarhurðir. Skápar úr eik. Gólf er parketlögð með eikarparketi. Eldhúsinnrétting er úr eikar- líki, hvíttuð frá HTH. Eldhústæki eru úr stáli. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. Verð er frá 15,8-26,6 millj. Gengið er inn í húsið vinstra megin við Ruby Tuesday. Brandur sími 897 1401 sýnir í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Skipholt 19 – Opið hús 97,6 fm falleg 3ja herb. íbúð á 2. hæð með stæði í bílageymslu. Íbúðin er í lyftu- húsi og er fyrir 50 ára og eldri. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, bað- herbergi, tvö svefnherbergi og þvottahús. Geymsla er í íbúðinni. Innréttingar, skápar og hurðir eru úr maghóný. Íbúðin er fullbúin með gólfefnum og er til af- hendingar við kaupsamning. 5423. V. 20,9 m. Sóleyjarimi – 50 ára og eldri 60 fm mjög góð 2ja herbergja íbúð á annarri hæð auk stæðis í bílageymslu í Brygggjuhverfinu í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, stofu með svölum til austurs, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með hornbaðkari. Sér þvottahús í íbúð. Geymsla í kjallara. Húsið er byggt árið 2003. 6035. V. 17,5 m. Básbryggja – 2ja herb. 96,9 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð með auka herbergi í kjallara. Íbúðin skiptist í flísalagt hol, parketlagða stofu með svölum til suðurs, eldhús með borðkrók, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Nýlegar eikar hurðir. Í kjallara er auka herbergi og sameiginleg snyrting. Einnig er sér geymsla og þvottahús í kjallara. 6033. V. 18,9 m. Furugrund – Auka herbergi 112,6 fm glæsileg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) með stæði í bílskýli. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað. Íbúðin skiptist í hol, tvö rúmgóð parketlögð svefnherbergi, stóra og bjarta parketlagða stofu, eldhús með fallegri innréttingu, granítborðplötu og borðkrók, flísalagt baðherbergi og sér þvottahús. Eign sem vert er að skoða. 6019. V. 29,9 m. Kristnibraut - Glæsilegt útsýni Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Drekavellir - Hf. - Sérhæðir Glæsilegar sérhæðir, 152 fm í vönduðu 4-býli, til afhendingar strax, tilbúnar undir tréverk, sérinngangur. Teikningar á skrifstofu. Bankastræti 3 • S. 551 3635 www.stella.is Snyrtivörur RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.