Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Falleg og vönduð plata á ljúfum nótum. Samúel Jón Samúelsson sá um útsetningar og upptökustjórn. Inniheldur m.a. lagið “We have all the time in the world” í flutningi Sollu og Páls Óskars Hjálmtýssonar. Útgáfa: sjsmusic Dreifing: 12 Tónar Útgáfutónleikar í Iðnó ásamt 10 manna hljómsveit, þriðjudaginn 13. desember kl. 21:00 Miðasala í Iðnó og á www.midi.is Fyrsta sólóplata Sólveigar Samúelsdóttur söngkonu komin í verslanir www.solla.is ÓLAFUR Egill Egilsson leikari hef- ur ýmis járn í eldinum. Þó íslenskir leikhúsgestir fái að njóta krafta hans víða um þessar mundir; í Brimi Jóns Atla Jónassonar sem ferðast hefur um allt land frá því snemma á síðasta ári; í Woyzeck Büchners í Borgar- leikhúsinu og í Túskildingsóperu Brechts, sem er jólasýning Þjóðleik- hússins, hafa honum einnig borist til- boð um að leika fyrir enska áhorf- endur í þarlendum sýningum. Og það fleiri en eitt tilboð. „Það má nú segja frá þessu í stuttu máli,“ segir Ólafur þegar við spjöllum saman inni í nýju og enn ónotuðu rými Þjóðleikhússins, Kassanum við Lindargötu. „Við í Vesturporti höfum farið með tvær sýningar út til Lond- on, Rómeó og Júlíu og síðan Woyzeck núna í haust. Í kjölfarið hefur verið haft samband við mig frá tveimur leikfélögum úti í London, með tilboði um að leika með þeim.“ Young Vic og RSC Leikfélögin sem hafa falast eftir Ólafi eru engin smáleikfélög. Í það minnsta er ekki hægt að segja það um Royal Shakespeare Company, eitt virtasta leikfélag heims, sem hef- ur boðið Ólafi að ganga til liðs við einn hópanna sem starfa innan vé- banda þess á næsta ári, og setja með þeim upp þrjú af leikritum Shake- speares; Júlíus Sesar, Antoníus og Kleópötru og Ofviðrið. Ætlun RSC er að setja upp öll leikrit skáldsins á árinu, og verður að venju sýnt að sumri til í Stratford, en á öðrum tím- um inni í London sjálfri. Einnig eru fyrirhuguð ferðalög til Bandaríkj- anna með sýningarnar. „Mér leist ágætlega á þetta tilboð, en það sem hékk á spýtunni var að ég þyrfti að koma út til þeirra í janúar, og vera í 14 mánuði. Það hentaði mér engan veginn, því ég var búinn að ráðstafa mínum tíma í janúar, og því er þetta ennþá í vinnslu,“ segir Ólafur. Hann segist vera mest spenntur fyrir Ofviðrinu af leikritunum þrem- ur, í leikstjórn Ruperts Gould, og hafa því komið upp hugmyndir um að Ólafur ráði sig bara í það eina verk- efni. „Það er hins vegar ekkert sér- staklega praktískt fyrir þá að flytja inn dýran starfskraft, sem ekki er hægt að nýta meira að fullu,“ segir hann, en kaup og kjör segir hann öll hin bestu, fyrir utan launin sem því fylgja að fá að leika með svo reyndum hópi leikhúsfólks. „Það þarf að skoða allt frá praktísku sjónarhorni, líka í listum, þó það geti verið pirrandi. Lögmál markaðarins verða að ráða, í heimi þar sem allt er til sölu.“ Hitt leikfélagið sem hefur óskað eftir kröftum Ólafs er honum að góðu kunnugt, því það er Old Vic-leikhúsið, þar sem Vesturport fékk inni á sínum tíma með Rómeó og Júlíu. Leikhúsið hefur verið lokað um skeið vegna endurbóta, en verður opnað á ný á næsta ári. „Vinur okkar David Lan, leikhússtjóri í Young Vic, ætlar sjálf- ur að leikstýra sýningu þar í haust og vill fá mig til að taka þátt í því með sér,“ segir Ólafur. Leikritið sem fyr- irhugað er að setja upp þar heitir The Soldier’s Fortune og er eftir Thomas Otway, skrifað á fyrri hluta 19. aldar. „Þetta er svona „british wit“, og í því kemur Fransmaður við sögu sem ég myndi leika. Svona til að afsaka hreiminn.“ Velur verkefnin á þeirra eigin forsendum Ólafur segist ekki á því að rjúka upp til handa og fóta út af öllum þess- um tilboðum, eins spennandi og þau séu og mikið hrós. Enn hafa engar endanlegar ákvarðanir verið teknar, en málið skýrist á næstu vikum. „Þetta þarf allt að skoðast. Hér heima þekkir maður yfirleitt leik- stjórann eða leikhúsið eða einhvern af aðstandendum verkefna, eða getur aflað sér upplýsinga auðveldlega – Mokar með teskeið- inni á hverjum degi Allt frá því að Ólafur Egill Egilsson útskrif- aðist úr Listaháskóla Íslands fyrir fáeinum misserum hefur hann verið áberandi í ís- lensku leikhúslífi. Inga María Leifs- dóttir ræddi við Ólaf um tækifærin sem honum hafa boðist, bæði hér heima og nú síðast í Englandi. Ljósmynd/Jón Gunnar Ólafsson Ólafur hneigir sig ásamt öðrum aðstandendum Woyzeck á frumsýningu í Barbican Center í London. Úr Brimi eftir Jón Atla Jónasson. Morgunblaðið/Ásdís „Það þarf að skoða allt frá praktísku sjónarhorni, líka í listum, þó það geti verið pirrandi,“ segir Ólafur Egill Egilsson, sem fer með hlutverk Makka hnífs í Túskildingsóperunni í Þjóðleikhúsinu um jólin. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.