Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 51 UMRÆÐAN HVÍTABANDIÐ minntist 110 ára afmælis síns fyrr á þessu ári með því að styrkja Dyngjuna, sem er áfanga- heimili fyrir konur sem koma úr með- ferð vegna vímuvanda, Að þessu sinni er styrkurinn að upphæð kr. 400.000 sem ætlaður er til endurnýjunar á rúmfatnaði, handklæðum og öðru líni til heimilis- ins. Þannig vill félagið minnast þess, að á fyrstu árum félagsins hófu Hvíta- bandskonur að sinna sjúkum og fá- tækum í Reykjavík með því að sauma og lána þeim sængur- og náttfatnað. Líknarfélagið Hvítabandið var stofnað í Reykjavík árið 1895 undir forystu Ólafíu Jóhannsdóttur, og voru líknar- og bindindismál á stefnu- skrá þess. Hvítabandskonur kynntust í upp- hafi ömurlegri fátækt og allsleysi heimilanna í Reykjavík, meðal annars fyrir tilstuðlan Þorbjargar Sveins- dóttur, ljósmóður, þar sem þær kom- ust að raun um að hvorki var til rúm- fatnaður né náttfatnaður á heimilisfólkið. Þær hófust handa um að kaupa lér- eft og safna hveitipokum sem þær þvoðu og saumuðu síðan úr rúmfatn- að og náttserki og lánuðu hinum fá- tæku og sjúku, sem voru helstu skjól- stæðingar þeirra. Einnig söfnuðu þær og lánuðu sængurfatnað og ung- barnaföt til sængurkvenna og sáu um viðgerðir og endurnýjun og gættu þess að þessi fatnaður væri þveginn reglulega. Þegar Hvítabandskonur höfðu sinnt þessu starfi í fjögur ár fannst þeim orðið brýnt að heilbrigðismálum bæjarins væri betur sinnt. Þær börð- ust fyrir því að Hjúkrunarfélag Reykjavíkur var stofnað 1903 og var Hvítabandskonan Guðný Guðmunds- dóttir fyrsta íslenska hjúkr- unarkonan sem lauk námi í hjúkrun. Eftir að hún kom til starfa í Reykja- vík leitaði hún til félagsins um ýmsan aðbúnað, sem henni fannst að sjúk- linga hennar vanhagaði um. Stefnubreyting varð í hjúkr- unarmálum félagsins þegar Hjúkr- unarfélagið Líkn var stofnað árið 1915. Hjálparstarf Líknar varð um- fangsmikið og hættu þá Hvítabands- konur fljótlega útlánum á legufatnaði en héldu áfram að sinna fátækum og sjúkum fjölskyldum í bænum. Eftir aldamótin 1900 var mikið rætt um sumardvöl barna í sveit og unnu félagskonur ötullega að því að starfrækja sumarheimili fyrir fátæk og heilsulítil börn. Einnig beittu þær sér fyrir því að farið var að gefa lýsi í skólum bæj- arins og að settar voru upp ljósastof- ur við barnaskólana. Árið 1935 stofn- uðu þær einnig sjóð til styrktar ljósalækningum barna undir skóla- aldri. Seinna ráku þær ljósastofu Hvítabandsins um nokkur ár og síðar í samvinnu við Barnavinafélagið Sumargjöf fram að árinu 1970. Þá varð Hvítabandið fyrst til að sinna heilsuvernd barna á aldrinum þriggja til sjö ára. Lengi hafði Hvítabandskonur dreymt um að koma á fót hjúkr- unarheimili í Reykjavík og ekki síður fyrir fólk utan af landi sem þurfti að leita sér þangað lækninga. Þeim tókst að safna talsvert miklu fé og stofnuðu sjóð til byggingarinnar. En vegna kreppunnar miklu fengust ekki lán- veitingar innanlands og undirtektir Alþingis um styrk voru dræmar. Síðan varð það úr að sænskt trygg- ingarfélag var tilbúið til að kaupa veðdeildarbréf ef reist yrði sjúkrahús í stað hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Þannig hafði heimskreppan áhrif á heilbrigðismál á Íslandi til hins betra. Sjúkrahús Hvítabandsins var reist á Skólavörðustíg 37 og tekið í notkun árið 1937. Margir lögðu hönd á plóg- inn og rann fjáröflun félagskvenna, sem var veruleg, óskipt til sjúkra- hússins. En rekstur þess var kostn- aðarsamur og ákváðu því Hvíta- bandskonur að færa Reykjavíkurbæ sjúkrahúsið að gjöf með öllu innbúi og áhöldum gegn því að bærinn tæki að sér skuldir þess og rekstur árið 1943. Þó var vitað að hægt hefði verið að greiða allar skuldir og eiga góðan afgang ef húsið hefði verið selt. Þessi gjöf varð til þess að breyta stefnu Reykjavíkurbæjar í sjúkrahúsmálum og varð Hvítabands- sjúkrahúsið fyrsta al- menna sjúkrahúsið sem bæjaryfirvöld ráku. Þó að bindindismál hafi verið fyrirferð- armikil baráttumál fé- lagsins frá upphafi þá hafa líknar- og heil- brigðismál verið sá málaflokkur sem Hvíta- bandskonur hafa beitt sér mest fyrir í þau hundrað og tíu ár sem félagið hefur verið starf- andi. Með því að styrkja nú áfangaheimili fyrir kon- ur sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð og hafa ekki neinn stað til að hverfa til, þegar út í þjóðfélagið kemur, vill félagið halda sig við upphafleg mark- mið félagsins, bindindis- og líkn- armál. Félaginu berast þó margvíslegar beiðnir um aðstoð frá ýmsum líknar- og menningarsamtökum sem erfitt getur verið að sinna. Fjáröflunarleiðir félagsins voru í upphafi merkjasala og síðar hluta- veltur og basarar, þar sem fé- lagskonur seldu handunna muni, kaffi og kökur. Í dag er það rekstur smáverslana í húsum með þjónustu- íbúðir fyrir aldraða, sem er aðal- tekjulind félagsins, auk sölu minning- arkorta, kaffisölu á fundum og félagsgjalda. Líknar- og kvenfélög eins og Hvítabandið hafa lyft grettistaki í framkvæmd góðra mála í gegnum tíðina og hafa konur alltaf verið óragar við að leggja mannúðarmálum lið. Hvítabandið – líknarfélag 110 ára Erla Jónsdóttir segir frá stofnun Hvítabandsins og starfsemi þess ’Líknar- og kvenfélögeins og Hvítabandið hafa lyft grettistaki í framkvæmd góðra mála í gegnum tíðina og hafa konur alltaf verið órag- ar við að leggja mann- úðarmálum lið.‘Edda V. Guðmunds-dóttir, forstöðumaður Dyngjunnar, tekur við 400 þúsund króna styrk frá Erlu Jónsdóttur, for- manni Hvítabandsins. Höfundur er formaður Hvítabandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.