Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 57 UMRÆÐAN Katrín og Gunnar taka vel á móti ykkur í dag milli kl. 13:30 og 15:00 OPIÐ HÚS Í DAG kl. 13:30-15:00 HÓLMGARÐUR 54, REYKJAVÍK, efri hæð Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Góð 3ja herbergja efri hæð auk riss í steinsteyptu tvíbýlishúsi með sérinngangi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi, borðstofu, stofu og herbergi í risi. Gólfefni parket og dúkur. Gluggar og gler hefur verið endurnýjað. Sameigin- legt þvottaherbergi. Sameiginlegur garður. Sam- þykki fyrir stækkun á risi liggur fyrir. Mjög góð staðsetning. Verð kr. 19.500.000. OPIÐ HÚS Í DAG LAUTASMÁRI 22 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Glæsileg 113 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í vönduðu fjölbýlishúsi á besta stað í smár- anum. Íbúðin er vel innréttuð með sér þvottahúsi. Parket. Rúmgóð stofa. Stórar suðursvalir. Göngufæri í alla þjónustu. Íbúðin er laus strax. Árný og Jens sýna íbúðina í dag milli kl. 14-16. Ef þú vilt skoða íbúðina utan þessa tíma hringdu þá í síma 564 4146 eða 897 0396. Hér er um að ræða glæsilegt 263 fm vel innréttað skrifstofurými á 4. hæð í vönduðu álklæddu lyftuhúsi. Staðsetning hússins er sérlega góð enda örstutt út á stofnbrautir og aðalumferðaræðar. Allur frágangur, jafnt innan sem utan, er til fyrirmyndar. Vorið 2006 lýkur framkvæmdum við bílaplan en við það fjölgar bílastæðum við húsin um 70. Skrifstofan skiptist í rúmgóða móttöku með fallegu afgreiðsluborði, fimm rúmgóðar skrifstofur, opið rými þar sem rúmast þrjár vinnustöðvar, vel búið fund- arherbergi, eldhús með góðri innréttingu og kaffiaðstöðu, snyrtingar, tæknirými og skjalageymslu. Húsnæðið er allt í sérlega góðu ástandi. SKIPHOLT 50D - GLÆSILEGT SKRIFSTOFURÝMI Í VÖNDUÐU LYFTUHÚSI - UPPLÝSINGAR Jón Gretar Jónsson, sölumaður, lögg. fasteignasali. gsm 840 4049 Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. Safamýri - glæsilegar sérhæðir Lausar strax - Allt nýtt Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Stórglæsilegar 130 + 25 fm, samtals 155 fm og 137 fm efri hæð og 25 fm bílskúr, samtals 162 fm, sérhæðir í þessu glæsilega þríbýlishúsi. Eignirnar eru allar nýstandsettar frá A-Ö. Tvennar svalir. Lóðin og bílastæði allt nýstandsett. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Allar lagnir nýjar. Eignir í sérflokki. Sölumenn Valhallar sýna eignina. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ HEFUR Reykjavíkurborg riðið á vaðið með hugmyndum frá Sam- fylkingunni um að þeir starfsmenn sem vinni á leikskólum fái fría vist fyrir börnin sín. Þarna er mikil bú- bót fyrir foreldra sem vilja vinna með börnunum sínum frekar en að sitja heima. Laun leikskólakennara og leikskólaleiðbeinanda eru ekki mikil í dag og því getur þetta munað umtalsverðu í pyngju viðkomandi foreldra/starfsmanna. Samfylkingin í Kópavogi lagði fram ýmsar góðar tillögur á bæj- arstjórnarfundi 11. október síðast- liðin sem meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar sáu ekki ástæður til að ræða nánar. Bæj- arstjóri sagði að hugmyndir Sam- fylkingarinnar væru ómögulegar og benti á að launadeilur væru í ákveðnum farvegi og vildi lítið á sig leggja til að leysa þau vandræði sem launadeilur væru í. En íbúar í Kópa- vogi verða fyrir miklum vandræðum þegar heilu deildirnar á leikskólum bæjarins eru lokaðar og aðrar deild- ir einungis starfræktar að hluta vegna manneklu. Nú tæpum tveimur mánuðum síð- ar blasir sama vandmál við leik- skólum bæjarins, það vantar fólk! Okkar ágæti bæjarstjóri virðist ekki vilja leysa vandann sem blasir við leikskólunum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum eins og Samfylkingin lagði til. BJARNI GAUKUR ÞÓRMUNDSSON, íþróttakennari. Reykjavík þorði þegar Kópavogur guggnaði Frá Bjarna Gauki Þórmundssyni: ÉG HEF kosið og mælt með Framsóknarflokknum í mörgum kosningum. Nú er það búið. Ástæð- an er frumvarp Árna Magnússonar og Halldórs Ásgrímssonar um rétt- arstöðu samkynhneigðra. Flokk- urinn hefur haft þjóðlega stefnu, byggða á gömlum merg og traust- um grunni, og haft til að bera ágæta dómgreind á það sem landi og þjóð er fyrir bestu, ekki síst í málefnum fjölskyldunnar. En nú er höggvið í þessa meginstoð sam- félagsins, fjölskylduna, með þeim hætti að ljóst má vera að dóm- greindarleysið er algert. Ég finn sárt til með þeim börn- um sem eiga eftir að alast upp tæknifrjóvguð eða ættleidd af homma- eða lesbíupörum. Náttúran hagaði því þannig að öll börn eiga bæði föður og móður. Mælir ein- hver á móti því? Það er réttur barnanna að afbaka ekki af ásettu ráði fjölskylduna á þennan hátt. Ég er ekki að bera brigður á að sam- kynhneigðir geti verið ágætir for- eldrar, ef náttúran hagar því þann- ig. Það er bara ekki málið! Ég á td. 3 ára dreng og 4 ára stúlku. Þegar þau leika hlutverkaleik er hann pabbi og hún mamma. Strákurinn leikur Guðjón Benediktsson, þ.e.a.s. mig, og stelpan leikur konuna mína. Þetta þurfti enginn að kenna þeim! Þurfum við á flóðbylgju samkyn- hneigðra að halda á litla Íslandi? Vitað er að þessar hneigðir eru að- eins að litlu leyti meðfæddar. Um- hverfið, uppeldi, og afstaða sam- félagsins til fjölskyldunnar ræður miklu. Margt óharðnað ungviðið hefur verið í óvissu og á reiki með sínar hvatir að þessu leyti, e.t.v. vegna skorts á kynfyrirmynd í æsku, eða af völdum vímu- efnaneyslu, osfrv. Margir þeirra hafa síðan fundið fyrirmyndir og stoðir í samfélagsskipan vorri sem byggist á hefðbundnum kynhlut- verkum í fjölskyldunni. Nú á að riðla öllum hefðbundnum gildum með einu pennastriki. Hér er um gríðarstórt mál að ræða. Hér er verið að opna dyr sem ekki verður aftur lokað. Vill Framsóknarflokkurinn láta minnast sín fyrir að hafa unnið þetta illvirki í landinu? Flokkurinn hefur lengi haft lykilstöðu í íslenskum stjórn- málum. Því mun ljúka. Margir hafa þegar snúið við ykkur bakinu. Fólk er almennt íhaldssamara en það lætur uppi. Látum í okkur heyra! Hvar eru nú hin íhaldssömu öfl þjóðfélagsins? Hvar er nú kirkjan? Látum ekki þetta rugl yfir okkur ganga. GUÐJÓN BRAGI BENEDIKTSSON, Suðurgötu 24, Reykjanesbæ. Samkynhneigðir og framsókn Frá Guðjóni Braga Benediktssyni: AF OG til berast fréttir af rann- sóknum um bóklestur barna. Nið- urstöður þeirra eru jafnan á einn veg: Almennur bóklestur hefur gíf- urleg áhrif á námsárangur. Á það ekki aðeins við um nám í móðurmáli, erlendum málum og lesfögum, held- ur ekki síður stærðfræði. Tungu- málið lærist aldrei til hlítar ef barnið nær ekki að tileinka sér bókmál. Aukinn orðaforði og leikni í notkun málsins gerir barninu ekki aðeins kleift að skilja aðra, heldur einnig að tjá skoðanir sínar. Það áhrifaríkasta sem foreldrar geta gert til að bæta námsárangur barna sinna er því að lesa fyrir þau og hvetja þau til að lesa. Við þetta bætist að góðar bók- menntir gefa innsýn í mannlífið fyrr og nú, þær auka víðsýni og tilfinn- ingaþroska lesandans og hafa þess vegna forvarnargildi. Bókmenntir auka lífsleikni og bæta lífsgæði. Íslenskir barna- og unglingabóka- höfundar hvetja foreldra og aðra að- standendur barna og unglinga til að kynna sér fjölskrúðugt framboð bóka sem skrifaðar eru fyrir þessa aldurshópa. Þar má finna bækur við allra hæfi. Veljið bækur með alúð og með þroskastig og áhugasvið barns- ins í huga. Þá munu bækurnar veita því margar ánægjustundir auk þess að vera veganesti sem það býr lengi að. Vonandi verður ekkert barn á Ís- landi án bókar um jólin. Bókagjafir eru góðar gjafir! RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR, rithöfundur, formaður SÍUNG, samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda. Lesum! Frá Ragnheiði Gestsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.