Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 35 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 virkni að ógleymdum bragðlaukun- um. Ekki alls fyrir löngu var haldin sýning á verkefni sem bar heitið „A Different Christmas“ eða Öðruvísi jól og voru smá- og kexkökur þar í fyr- irrúmi. Hugmyndina að verkefninu átti annars árs nemi í Listaháskól- anum í Bolzano á Ítalíu, Giorgia Graziadei. Hún bauð 24 hönnuðum alls staðar að úr heiminum til þátt- töku, þar á meðal Michael Young, Matali Crasset og Ineke Hans. Hönn- uðirnir fengu það verkefni að glæða smákökur nýju lífi með því að vinna með útlit og bragð. Jafnframt áttu þeir að halda í þá ríku hefð sem Bolz- ano-héraðið hefur í smákökubakstri og fengu allir þátttakendur senda uppskrift af einni þekktustu smáköku þessa héraðs; „Vanillekipferl“. Að dýfa kexi í kaffi er athöfn sem margir stunda. Þessi athöfn varð að kexskeið sem japanska hönnunarpar- ið Shin og Tomoko Azumi bjó til. Kex- skeiðina er hægt að útfæra á margan hátt til dæmis með súkkulaði- eða karamelluhjúp en um fram allt spar- ar hún uppvask og sameinar fallega þessa tvo hluti. „Happy Hour“ er heitið á annarri smáköku, hannaðri af Gabriele Pezzini. Hann sótti innblást- ur í uppáhalds kokkteilinn sinn Mart- ini Rosso. Í staðinn fyrir sítrónu- sneiðina á martiniglasinu bjó hann til smáköku sem hægt er að hengja á brún kaffibollans. Önnur hugmynd fyrir kaffibollann er eftir franska hönnuðinn Florence Doléac. Smákökurnar hennar eru lok sem bæði halda kaffinu heitu og eru ótrúlega falleg framlenging á bollan- um. Lokin geta fært hvaða kaffistelli sem er algjörlega nýtt útlit og er það að sjálfsögðu undir húsráðanda kom- ið að láta ímyndunaraflið ráða ferð þegar smákökurnar eru skreyttar. Smákökur Paolo Ulian, „Finger Biscuit“ (fingrakex), eru aftur á móti borðað eins og flögur með vogaídýfu, nema dýfan í þessu tilviki er rjómi, súkkulaði eða hvað eina sem viðkom- andi dettur í hug. Fyrir áhugasama smákökubakara var gefin út uppskriftabók með smá- kökunum úr þessu verkefni sem hægt er að skoða á veraldarvefnum. (http://pro.unibz.it/xmas/eng/html/ papi.htm) Uppskriftir eru áhugaverðar vegna þess að sá sem notar uppskrift- ina hefur fullt vald til þess að koma með sína persónulegu útfærslu og laga hana að eigin smekk. Útkoman þróast í sífellu út frá tíðaranda, tísku og tækni en umfram allt þeim sem framkvæmir. Þannig geta upp- skriftir lifað í margar kyn- slóðir með allskonar útúr- dúrum. Gildir það sama um uppskriftir að öðrum hlut- um? Hvernig væri ef hönn- uðir kepptust við að dæla út uppskriftum af vörum í blöðin fyrir jólin! Neytendur gætu farið út í bóka- búð og keypt sér nýjustu uppskriftir að símum, sláttuvélum, sófum eða nýja fjölskyldubílnum. Með þessu móti væru hönnuðir búnir að gera fjölskyldur, ömmur, afa, jóna og gunnur að framleiðendum hluta sinna. En, svona hefur þetta verið með uppskriftir, þær haf a gengið manna á milli síðan maðurinn lærði að hræra í potti og hvað er meiri náungakær- leikur en að gefa uppskrift að kjarn- góðri máltíð eða gómsætri köku sem er um leið uppskrift að vellíðan og hamingju. Höfundur er vöruhönnuður. Katalónski hönnuðurinn Martí Guixé segir: „Fólk kaupir sér að meðaltali stól einu sinni á ævinni en mat um það bil þrisvar sinnum á dag …“ Þetta er ástæðan fyrir því að matur og matarvenjur er honum hugleikið viðfangsefni. „Autobahn“- kökurnar eru sérhannaðar fyrir langar ökuferðir á þjóðvegum. (Prótótýpa 1997.) Gabriele Pezzini til- einkaði þessa smá- köku uppáhalds- kokkteilnum sínum, Martini Rosso. Imagekontainer Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is Spillum ekki framtíðinni Þú berð ábyrgð á þinni starfsemi og hvaða áhrif hún hefur á umhverfið. Efnamóttakan býður fyrirtækjum upp á alhliða þjónustu í móttöku spilliefna. Þú kemur eða við sækjum. Efnamóttakan í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30 – 16.15. Er spilling í þínu fyrirtæki? Dæmi um greinar: Bílgreinar Prenti›na›ur Efnalaugar Verktakar Matsölusta›ir Ljósmyndastofur Meindýraeyðar Rannsóknarstofur M IX A • fí t • 5 1 0 0 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.