Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 43 – stæði fyrir alla ... svo í borg sé leggjandi Nú er einnig hægt að greiða fyrir stæði við stöðu- og miða- mæla í gegnum gsm-síma. Upplýsingar um skráningu á www.rvk.is/bilast Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðumæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. N æ st Ertu að leita að gjöf? Bílahúsin eru nú opin tveimur klukkustundum lengur en verslanir í miðborginni en frá 15. desember og fram til jóla verða þau opin til kl. 24:00. Gleðilega aðventu! erfitt með að vinna undir álagi. „Þungamiðjan í færni fólks er því gott sjálfstraust. Ef fólk hefur heilbrigt og gott sjálfstraust getur það náð árangri á mörgum sviðum, getur sett sér skýr markmið og náð þeim.“ Hann segist t.d. eiga við uppeldi barna og það að hjóna- bandið sé gott. Nefnir svo lyst- arstol, þunglyndi … „Sjálfstraust tengist þessu öllu. Einstaklingur með lélegt sjálfstraust er eins og tannlaus veiðihundur.“ En geta þá allir náð árangri á þessu sviði? „Já,“ svarar hann hiklaust. „Eins og við önnur verkefni þarf markvissa vinnu, jafnt og þétt. Fólk leitar því miður oft til okkar eða annarra fagmanna þegar allt er komið í klessu.“ Jóhann Ingi segir mikilvægt að velta fyrir sér hugtökum eins og hamingju og þakklæti, og t.d. því að ná sem mestu út úr hverjum degi. „Dagurinn í dag er ekki eins og dagurinn í gær. Ég segi stundum við fólk að það verði að átta sig á því að dagarnir sem fóru og dag- arnir sem koma eru lífið sjálft. Þess vegna er svo mikilvægt að vera meðvitaður og vera í góðu standi til þess að geta meðtekið allt það sem gerist upp á hvern dag, í blíðu og stríðu. Í sigrum og ósigrum. Þannig er lífið, öll förum við einhvern tíma í gegnum mót- læti en í mótlætinu felast líka tækifæri. Þeir sem eru neikvæðir hugsa um mótlætið sem hindrun en ef menn eru jákvæðir hugsa þeir um það sem verkefni sem þarf að leysa. Lykillinn að árangri er að fólk komi sér upp safni af góðum venj- um. Hver og einn þarf að átta sig á því hvaða venjur hann þarf að til- einka sér til þess að vera í jafn- vægi; og viðkomandi þarf að ráðast að því sem er að og breyta því. Sjálfstraust þarf til dæmis að vera í lagi, eins og ég nefndi, gott mat- aræði er mikilvægt og líka jafn- vægi á milli vinnu og annars tíma dagsins.“ Jóhann Ingi leggur áherslu á að allt tengist þetta hugarfari við- komandi „og það bendum við ein- mitt á strax í fyrsta kaflanum, að hver og einn ber ábyrgð á eigin hugarfari.“ Ný nálgun „Það er tvennt sem ekki var fjallað um í uppeldi okkar sem komin erum á miðjan aldur; annað er kynlíf – sem að vísu var minnst á í Heilsufræðinni á blaðsíðu 82 (!) – og hitt er dauðinn. Dauðinn var alltaf hálfgert tabú, en hann er öruggasta staðreynd lífsins og þess vegna þarf að ræða dauðann.“ Jóhann Ingi segir þá Sæmund fjalla um efri ár fólks á nýjan hátt. „Þó að það standi ekki í bókinni er reiknað með að meðalaldur Evr- ópubúa árið 2080 verði 94 ár hjá körlum en konur verði að meðaltali 100 ára gamlar. Okkur finnst síðasti þriðjungur ævinnar spennandi og við tölum um þann tíma sem ár fullþroskans; gullnu árin! Þá er fólk búið að lenda í sigrum og ósigrum og ef það hugsar um það að halda heilsu – sem að vísu er ekki alltaf hægt að stjórna – á þetta að geta orðið mest spennandi tímabil ævinnar. Og menn þurfa að undirbúa þessi ár; ekki bara láta ellina skella á sér allt í einu. Það þarf að hlakka til og það er auðvitað mikilvægt að fólk hlakki til einhvers á hverjum degi; til þess að hitta börnin sína, vinina, til þess að fara á íþrótta- kappleik eða á tónleika.“ Titill bókarinnar vekur athygli; Með lífið að láni. Jóhann Ingi segir höfundana líta svo á að fólk sé með lífið að láni og þurfi að fara vel með það. „Maðurinn er eina spen- dýrið sem getur hugleitt dauðann. Við vitum ekki hve lengi við fáum lífið að láni og þess vegna þurfum við að fara vel með það.“ Hann segir að þótt bókin komi út á þessum árstíma sé ekki um hefðbundna jólabók að ræða, held- ur rit sem fólk geti flett aftur og aftur. „Innihaldið skiptir mestu máli í svona bók, það getur verið gott að grípa í hana við ýmis tæki- færi og hún á til dæmis að geta reynst vel fólki sem vill vinna í sjálfu sér. Mér dettur líka í hug að þetta gæti verið góð kennslubók í lífsleikni í framhaldsskólum eða jafnvel á háskólastigi.“ Jóhann Ingi segir þá Sæmund hafa fengið góð viðbrögð við bók- inni. „Fjölmiðlar hafa að vísu ekki kveikt mikið á þessum málum, það er mikið talað um vandamál og leiðindi nú til dags, en við teljum að innihald bókarinnar eigi sann- arlega við í nútímanum. Mér finnst gaman að segja frá því að Toyotaumboðið ákvað til dæmis að kaupa og gefa bókina öllu starfsfólki sínu þar sem for- ráðamenn fyrirtækisins töldu að bókin sé lifandi mannauðsstefna í reynd. Það er ákaflega gaman að fá slík viðbrögð.“ Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Í bókinni er m.a. fjallað um hjónabandið. „Það má segja að bókin sé svipuð og matreiðslubækurnar sem Hagkaup hafa verið að gefa út. Hér fær fólk hugmyndir en svo kokkar hver út af fyrir sig. Við treystum fólki til þess,“ segir Jóhann Ingi. skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.