Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 63 MINNINGAR ✝ Ólöf VilhelmínaSigurbjörns- dóttir fæddist í Götu í Vopnafirði í Norð- ur-Múlasýslu 13. maí 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Karitas Ólafsdóttir, f. á Teigi í Vopna- firði 25. október 1884, d. 1. mars 1957 og Sigurbjörn Stefánsson, f. á Egilsstöðum í Hofssókn í Vopnafirði 1. október 1866, d. 8. mars 1949. Systkinin sem komust til fullorðinsára voru Óskar, f. 1904, Stefán, f. 1906, Klara, f. 1910, Ólafur, f. 1913, Vig- fús, f. 1915, Stefanía, f. 1918, og Alfreð, f. 1921, þau eru öll látin. Ólöf giftist Gísla Friðgeiri Guð- jónssyni frá Viðborði á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, f. 31. október 1918, d. 14. september 1986. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Jónsdóttir, f. í Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 22. október 1885, d. 11. desember 1941 og Guðjón Gíslason, f. í Hraunkoti í Lóni í S-Múlasýslu 3. júlí 1885, d. 3. mars 1937. Börn Ólafar og Friðgeirs eru: 1) Erla, f. 1944, maki Guð- mundur Jakobsson, þau eiga fjögur börn og tíu barna- börn. 2) Drengur, f. 1945, lést nýfæddur. 3) Þóra, f. 1946, maki Rafn Ólafsson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 4) Sigurbjörg, f. 1948, maki Hreinn Benediktsson, þau eiga þrjú börn og ellefu barnabörn. 5) Pálína, f. 1951, maki Jón Norðquist, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 6) Hulda, f. 1953, maki Sigurður Magnússon, þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 7) Fríða, f. 1954, maki Helgi Jónsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 8) Guðjón, f. 1959, lést 1963. 9) Guðjón Hreinn, f. 1964. Ólöf og Friðgeir hófu búskap á Vopnafirði en fluttu síðan til Reykjavíkur árið 1945. Árið 1946 hófu þau byggingu á húsi sínu að Álfhólsvegi 111 þar sem þau bjuggu alla tíð. Ólöf dvaldist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð frá því í febrúar síðastliðinn við góða umönnun. Útför Ólafar fór fram 5. desem- ber í kyrrþey. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við þökkum þér elsku mamma fyr- ir allt það sem þú varst okkur. Guð geymi þig. Þín Erla, Þóra, Sigurbjörg, Hulda, Fríða, Guðjón. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín dóttir Pálína. Nú er tengdamóðir okkar komin á sinn samverustað við hlið Friðgeirs Guðjónssonar sem var henni allt í lif- anda lífi. Ólöf og Friðgeir vöru frum- býlingar í Kópavogi, árið 1947 hófust þau handa við húsbyggingu við Digraneshálsinn sem síðar varð að Álfhólsvegi 111. Við tengdasynirnir viljum þakka fyrir allan þann stuðning og hjálpar- hönd sem sómahjónin á Álfhólsvegi veittu börnum og síðar barnabörnum sínum við að stofna heimili og koma undir sig fótunum í lífinu. En þá var lítil íbúð á jarðhæðinni ávallt í boði þeirra sem voru í byggingafram- kvæmdum. Eftir fráfall Friðgeirs sótti Ólöf huggun og hugarró í sumarbústaðinn við Meðalfellsvatn. Þar var tekið á móti afkomendum og öðrum gestum með opinn faðm og gjarnan gleymd- um við stað og tíma við veiðar við bakkann eða á smábát á vatninu. Barnabörnin urðu glöð þegar Ólöf amma tók að sér tíkina Tinnu og löngu síðar læðuna sem fékk nafnið Birta, þá var fjör á Álfhóli. Að leið- arlokum viljum við kveðja ástkæra tengdamóður og þakka henni sam- fylgdina með ljóði Einars Benedikts- sonar. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. – Ég sá allrar sorgar vegi er sólskin til með von og náð. – Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. Hvíli hún í friði. Tengdasynir. Mig langar með örfáum orðum til að minnast ömmu minnar, Ólafar Vil- helmínu Sigurbjörnsdóttur. Amma var dugnaðarforkur mikill, hún ól alls 9 börn en upplifði þá sáru sorg að missa 2 syni sína mjög unga. Ríki- dæmi ömmu er mikið í afkomendum talið en alls erum við 59 talsins. Á mínum yngri árum var ég daglegur gestur á heimili afa og ömmu. Þangað var alltaf gott að koma, ilmurinn frá kleinubakstrinum tók á móti manni er maður gekk niður innkeyrsluna og oftar en ekki var ég beðin um að máta sokka eða vettlinga sem amma var að prjóna á okkur barnabörnin. Amma vann í mörg ár við að þrífa skólastofur í Digranesskóla sem var minn barna- skóli og var hún sérstaklega lagin með kústinn og moppurnar, enda lagði hún mikinn metnað í að skila sínu verki vel. Afi minn heitinn var góður maður en hann dó fyrir tæpum 2 áratugum síðan en amma saknaði hans mikið allt til dánardags. Þau áttu lítið at- hvarf upp við Meðalfellsvatn í Kjós og þar fannst þeim gott að vera. Þar höfðu þau aðstöðu til að rækta græn- meti, setja niður kartöflur og gróð- ursetja tré. Þegar aðstæður leyfðu var farið út á vatn að veiða enda var afi mikill og reyndur veiðimaður. Þau ferðuðust utan saman og þessar ferð- ir voru ömmu alla tíð ofarlega í huga enda rifjaði hún þær ávallt upp þegar minnst var á ferðalög til útlanda. Það voru mikil forréttindi að hafa átt þessa duglegu og góðu konu fyrir ömmu en hún var mér bæði blíð og kær. Ég veit að hún var hvíldinni feg- in en ég á eftir að sakna hennar mikið. Mig langar til að kveðja hana með þessu fallega ljóði: Kem ég nú að kistu þinni, kæra amma mín, mér í huga innst er inni ástarþökk til þín. Allt frá fyrstu æskustundum átti ég skjól með þér í þínu húsi þar við undum, þá var afi líka hér. Kem ég nú að kveðja ömmu klökkvi í huga býr. Hjartans þökk frá mér og mömmu minning lifir skýr. Vertu sæl í huldu heimi horfnir vinir fagna hljótt laus við þrautir, Guð þig geymi góða amma sofðu rótt. (Helga Guðmundsdóttir.) Þín Íris. Guð gefur og tekur, þannig er gangur lífsins, nú er komið að leið- arlokum hjá ömmu eftir erfið veikindi sl ár. Minningar um yndislega og góða konu standa eftir og ylja manni um hjartarætur. Mér finnst við hæfi að kveðja með þessu fallegu ljóði: Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Ólafur (Óli Palli). ÓLÖF VILHELMÍNA SIGURBJÖRNS- DÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR HÁKONARSON danskennari, Ástúni 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. desember kl. 13.00. Ásdís Sigurðardóttir, Kristinn J. Reimarsson, Halldór Bogi Sigurðsson, Kristófer Rúnar, Sylvía Ósk og Líney Lára, Stefán Stefánsson, Dalía Marija Morkunaite, Pétur Jökull Hákonarson, Kolbrún Ólafsdóttir og aðrir ástvinir. Ástkær faðir okkar tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÁLL ÞÓRIR ÓLAFSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Jökulgrunni 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík þriðju- daginn 13. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Ólafur Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Viktor S. Guðbjörnsson, Elínborg S. Pálsdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurður S. Pálsson, Kristín A. Jóhannesdóttir, Páll Þ. Pálsson, Anna S. Agnarsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Jónas Bjarnason og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJÖRNS FRÍMANNSSONAR, Heiðarvegi 8, Selfossi. María Guðbjörnsdóttir, Sigurður Óli Guðbjörnsson, Svala Halldórsdóttir, Sigurður Einar Steinsson, Soffía Gunnlaugsdóttir, Hanna Steinsdóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Erling Klingenberg, Ívar Örn Sigurðsson, Auður Sif , Steinn Hermann, Fjóla María, Viktor Kolbeinn, Pétur Guðbjörn, Ragnheiður Lóa, Katrín og Steinar Máni. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EDDU EIRÍKSDÓTTUR frá Kristnesi, Reykhúsum 4c, Eyjafjarðarsveit. Eiríkur Rafnsson, Bryndís Snorradóttir, Helgi Rafnsson, Hjördís Magnúsdóttir, Emilía Rafnsdóttir, Gauja Rúnarsdóttir, ömmubörn og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS ODDS SIGURÐSSONAR, Ástúni 10, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við Kjartani Örvar lækni og starfsfólki lyflækningadeildar St. Jósefsspítala. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Margrét Þórunn Þórðardóttir, Þórdís Gunnarsdóttir, Scott M. Evans, Sigurdís Gunnarsdóttir, Sigfinnur Þ. Lúðvíksson, Sigþór Gunnarsson, Íris Guðmundsdóttir, Gunnar, Óskar, Ólöf og Dagur Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.