Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.12.2005, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna Þráins-dóttir fæddist í Reykjavík 5. maí 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 27. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hulda Einarsdóttir Markan, f. 29. ágúst 1920, d. 9. júlí 2002, og Þráinn Sigfús- son málarameistari, f. 28. október 1911, d. 30 maí 1977. Jó- hanna átti eina alsystur, Berg- ljótu, f. 28. nóvember 1938, d. 19. október 1969. Frá mjög ungum aldri ólst Jóhanna upp hjá Jó- hönnu Guðrúnu Steinsdóttur, f. 9. október 1883, d. 1. ágúst 1957. Jóhanna eignaðist einn son, Jó- hann, f. 4. júlí 1959. Faðir hans er Gylfi Gröndal, ritstjóri og rit- höfundur, f. 17. apríl 1936. Hún giftist síðar Guðjóni Sævari Jó- hannessyni lækni frá Kleifum í Gilsfirði, f. 17. maí 1936, d. 1. ágúst 2005. Þau slitu hjúskap en héldu vináttu sinni og nánum samskiptum meðan bæði lifðu. Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960. Hún stundaði nám í tékk- nesku og leikhúsfræðum við Pragarháskóla 1964–1966 og nám í þýsku og leikhúsfræðum við Vínarháskóla frá 1966 og lauk þaðan prófi 1968. Hún lagði stund á uppeldisfræði við Háskól- ann í Lundi og síð- ar við Háskóla Ís- lands og lauk BA-prófi í norsku og uppeldisfræði 1983. Hún var kennari við Gagnfræðaskól- ann og Menntaskól- ann á Akureyri 1970 til 1972. Síðan kenndi hún á Akra- nesi við Iðnskólann, Námsflokkana og Fjölbrautaskólann í nokkur ár. Hún vann um nokkurt skeið að ferða- málum, skipulagði ráðstefnur og var deildarstjóri á Ferðaskrif- stofu Íslands. Einnig var hún um tíma blaðamaður á Vikunni og Dagblaðinu. Frá 1983 vann Jóhanna eink- um við þýðingar, einkum fyrir sjónvarp. Hún gaf út skáldsög- una Útrás 1975 og smásögur og greinar eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. 1996 hóf hún nám í guðfræði við Háskóla Íslands, lauk þar BA-prófi og vann að rannsóknum og þýðing- um sem tengdust framhaldsnámi hennar í þeim fræðum meðan heilsan leyfði, m.a. þýddi hún bók Sörens Kierkegaard Ugg og ótta sem út kom út í flokki lærdóms- rita Hins ísl. bókmenntafélags ár- ið 2000. Útför Jóhönnu var gerð 7. des- ember síðastliðinn, í kyrrþey að ósk hennar. Að deyja, slíkt er ekki hægt að gera ketti, yrkir pólska skáldið Wislawa Szymborska, en samt deyjum við og skiljum kettina eftir, vinina, ættingjana, börnin – það gerist margt sem á ekki að gerast, sem má ekki gerast. Fyrir nokkr- um mánuðum var ég sannfærður um að við ættum eftir að njóta nærveru Hönnu, móðursystur minnar, í minnst tíu ár til viðbótar, gott ef ekki tuttugu, og það gladdi mig ósegjanlega, að eiga eftir ótal stundir með henni, samræður um heimspeki, trúmál, bókmenntir, þjóðfélagið, um ketti og það hvern- ig tré vaxa; en það fór öðruvísi. Og við réðum ekki við neitt, gerum það líka svo sjaldan þegar sjálf meginöflin bæra á sér. Hanna kynntist aldrei öryggi og hlýju fjölskyldulífsins; móðir henn- ar yfirgaf hana, gekk út frá henni, í bókstaflegri merkingu, gekk út og skildi þær báðar eftir; móður mína eins og hálfs árs, Hönnu þriggja mánaða. Við getum rétt ímyndað okkur að þetta hafi fylgt þeim systrum allt þeirra líf, að vera yfirgefin, hafnað af móður, það skilur eftir sig sár sem seint gróa, og þau eru jafnvel ekki fyrr gróin en þau rifna upp aftur. Hanna ólst upp hjá fóstru sinni Jó- hönnu Steinsdóttur, þær bjuggu við þröngan kost, ef við hugsum um efnahag og fermetra, þessa ytri mælikvarða sem segja svo lítið; miklu sannari mynd fáum við af þessum árum með því að vita að þegar Hanna vaknaði á morgnana og opnaði bláu augun sín, var fóstra hennar vön að segja: Opnast blástjörnur. Hanna fetaði ekki troðnar slóðir í lífi sínu, til þess var hún of sjálf- stæð í hugsun, of gagnrýnin í við- horfum, sprengdi ung af sér fjötra viðtekinna skoðana; einstaklingar sem það gera, sem leitast frekar við að haga lífi sínu eftir röddinni í eigin brjósti heldur en einhverjum viðteknum skoðunum, gildum, eru ósjaldan gagnrýndir af umhverfi sínu, og af hálfu meiri hörku sé um konu að ræða. Það má segja að það hafi tekið okkur Hönnu um það bil 35 ár að nálgast hvort annað; fyrst var það blóðið, skyldleikinn, þessi ramma taug, sem dró okkur saman, síðan urðum við einfaldlega vinir; það var oft háttur Hönnu að grípa um hendur manns í áköfum samræð- um, hún færði sig þá nær, tók ekki augun af andlitinu, talaði hratt, kannski um heimspeki, kannski um þjóðfélagsmál, kannski eitthvað allt annað, hélt utan um hendur mínar, eins og til að varna því að ég færi burt, en það var engin hætta á því, þegar ég var með Hönnu leið mér vel, vildi ekkert fara, og það voru ekki hendurnar sem héldu mér föstum, það var persóna hennar, lífið hennar. Hún var skemmtileg, átti bros sem lýsti umhverfið, en það voru líka skuggar í henni; hún var hreinskilin, og sú hreinskilni gat verið vægðarlaus, rétt eins og þjóðfélagsádeila hennar, ádeila sem alltaf var sprottin af mannúð. Ævistarf Hönnu var ekki lítið, og eru þýðingar hennar þar í önd- vegi; óteljandi sjónvarpsþættir, kvikmyndir, bækur, já, hún þýddi sígildan söngtexta um Póstinn Pál, hún þýddi sjálfan Søren Kierke- gaard – og þýðingarnar voru ávallt fyrsta flokks, eins og hún hefði ekkert fyrir því, og þannig þekkj- um við einmitt handbragð þeirra sem best gera; við tökum varla eft- ir því, eins og það hafi alltaf verið til. Kettir hafa níu líf en við bara eitt, og þessvegna koma þeir aldrei aftur sem einu sinni hafa dáið, það er nótt á milli og yfir hana kemst enginn lifandi. Hanna var efa- semdamanneskja, og það er gott að efast, en efinn má samt ekki verða svo alger að hann útiloki vonina; hún er það besta sem við menn- irnir eigum. Því jafnvel þótt dimm nóttin leggist yfir líf okkar þá lifir vonin einhverstaðar djúpt inni í okkur, slær þar eins og lítið hjarta sem dælir heitu lífsblóðinu um ver- öldina. „Lífið,“ segir Hannes Pét- ursson: Lífið, það er líf á langferð undir stjörnunum. Að deyja, það er aðeins hin alhvíta hreyfing. Kannski er vonin þessi alhvíta hreyfing, og maður án vonar er illa staddur. Þegar einhver deyr sem skiptir okkur máli, einhver sem svo sannarlega setti svip sinn á lífið, á heiminn, einhver eins og Hanna sem gerði líf okkar athyglisverð- ara, fallegra, þegar einhver eins og Hanna deyr frá ketti, frá syni, frá okkur hinum, frá Kierkegaard, sem hún ætlaði að þýða meira af, og öllum óskrifuðum greinunum – þá verður vonin það haldreipi sem heldur okkur uppi, handleggurinn sem kemur út úr myrkrinu og styður okkur, þá er vonin heitur andblær sem þerrar tárin. Við erum mörg sem stöndum eftir, full af söknuði, sorg, en líka rík af minningum og þakklæti yfir því að hafa fengið að kynnast Hönnu meðan hún lifði hér á jörðu. Sonur hennar, Jóhann, á samúð mína alla. Megi englar vaka yfir honum – blessuð sé minning Hönnu, Jóhönnu Þráinsdóttur. Jón Kalman Stefánsson. „Manstu gamla daga…?“ Rödd Alfreðs Clausen klingir í huganum þegar minnst er þeirrar tíðar sem íslenskir unglingar um fermingar- aldur voru svo lánsamir að fá að njóta á árunum upp úr 1950. Það var ekkert sem truflaði okkur í að breytast úr börnum í unglinga, ekkert áreiti sjónvarps, nets, SMS og uppáþrengjandi sölumennsku sem leynt og ljóst dynur úr öllum áttum á unglingum 21. aldarinnar. Engar kröfur um að eiga þetta og eiga hitt, hafa gert þetta og hafa gert hitt. Nei, við fengum að vera eins og blómin þegar þau springa út, - fengum að brosa á móti sól- inni ótrufluð. Við vorum að springa af athafnaþrá og lífsgleði sem birt- ist bæði í því að viðhalda gömlu útileikjunum bernskunnar en jafn- framt að upplifa fyrstu skóladans- leikina. Eitt blómanna, sem breiddu úr blöðum sínum á móti vorsól lífsins í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu fyrir fimmtíu árum var Jóhanna Þráinsdóttir. En nú er komið haust og þetta blómstur hef- ur fallið fyrir manninum með ljá- inn. Lindargötuskólinn var lítill skóli. En þegar litið er til baka áttar maður sig á því hve dýrleg og ómetanleg þessi skólavist var. 1. og 2. bekkur A var að mörgu leyti ein- stakur. Það sést best þegar nefnd eru af handahófi nokkur nöfn bekkjarfélaganna, sem urðu áber- andi í þjóðlífinu, t. d. Úlfar Guð- mundsson, Ella Kolbrún Kristins- dóttir, listafólkið Róska, Haukur Dór Sturluson og Jens Kristleifs- son, fjölmiðla- og bókafólkið Gunn- ar Eyþórsson, Margrét Jónsdóttir, Hallgrímur Sveinsson og Jóhanna Þráinsdóttir, Guðmundur Guð- bjarnason, fyrrum skattrannsókn- arstjóri, o. s. frv. Það virtust lítil takmörk fyrir því sem við tókum okkur fyrir hendur, – útgáfa skóla- blaðs, gerð útvarpsleikrits, jafnvel stofnun stjórnmálaflokka og fram- boð til bæjarstjórnarkosninga 1954 með tilheyrandi stefnuskrá og framboðsræðum! Smámunir eins og ungur aldur frambjóðenda skipti okkur engu máli. Veröldin lá fyrir fótum okkar, allt lífið var framundan. Þetta leitar á hugann þegar nú er komið að því að kveðja Jóhönnu Þráinsdóttur hinstu kveðju. Áður hafa kvatt Gunnar Eyþórsson, Ingvar Sigurbjörnsson og Róska. Þær Róska og Jóhanna voru miklar vinkonur á unglings- árunum, glæsilegar, skemmtilegar og hæfileikaríkar og því áberandi í bekknum. Ógleymanlegar voru þær gleðistundir þegar við létum gamminn geisa við æfingar og flutning á útvarpsleikritinu „Dordingull“. Síðan skildu leiðir og lágu ekki saman aftur svo heitið gæti. En nú er þeirra Rósku og Jó- hönnu sárt saknað. Það urðu örlög Jóhönnu að berjast hetjulega við grimman sjúkdóm síðustu árin en gefa öðrum þó aldrei meira af sér en síðustu dagana sem hún lifði. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera í návist hennar dýrðarveturna tvo þegar ekkert gat rænt okkur þeirri saklausu og einlægu lífsgleði æskunnar, sem unglingar fengu að njóta ótruflaðir á þeim tíma. Ómar Ragnarsson. JÓHANNA ÞRÁINSDÓTTIR Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELFRIEDE KJARTANSSON. Sérstakar þakkir til Rósu, Hafie og Unnar fyrir einstaka ræktarsemi við hana hin síðari ár. Örn Svavarsson, Kristín Ólafsdóttir, Droplaug Mathiesen, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ERLU ÞORLÁKSDÓTTUR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Erla María Kjartansdóttir, Brynjar Örn Bragason, Þórir Kjartansson, Unnur Sveinsdóttir, Birgir Kjartansson, Arnþrúður G. Björnsdóttir, Þorlákur Kjartansson, Anna María Pétursdóttir, Guðmundur Kjartansson, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Eyþór Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hjartanlega hlýhug og vinarþel við andlát og útför elsku mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS STEFÁNSSONAR skipstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og vinarhug. Ragnhildur Jónsdóttir, Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiríksson, Jón Sigurjónsson, Inga Sólnes, Sigrún Sigurjónsdóttir, Roberto A. Spanó, Stefán Sigurjónsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir og barnabörn. Elskuleg sambýliskona mín og systir okkar, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 4. desember sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 13. desember og hefst athöfnin kl. 14.00. Haraldur Brynjólfsson. Guðlín Kristinsdóttir, Karl Kristinsson, Bjarndís Friðriksdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Þórir Ólafsson og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR frá Skálum á Langanesi, Dalbraut 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbraut 27 og deild 11G á Land- spítalanum við Hringbraut, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. María Vilhjálmsdóttir, Helga A. Vilhjálmsdóttir, Friðrik J. Vilhjálmsson, Selma Vilhjálmsdóttir, Þorgils Harðarson, Dagur Vilhjálmsson, Stella S. Vilhjálmsson, Oddný Vilhjálmsdóttir, Kolbrún H. Sigurjónsdóttir, Garðar I. Tryggvason, Valgerður S. Briem, Sigurður R. Gíslason, ömmubörn og langömmubörn. LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.