Morgunblaðið - 21.12.2005, Side 8

Morgunblaðið - 21.12.2005, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrir þá sem viljasnjó og kulda umjólin er veðurspáin fyrir jóla- og aðfangadag ekki spennandi, að minnsta kosti ekki á hjá þeim sem búa höfuðborg- arsvæðinu. Þar eru yfir- gnæfandi líkur á rauðum jólum, hlýindum, súld og rigningu. Í hugum flestra er „ekta“ jólaveður nýfall- inn snjór og kuldi en mörgum finnst að síðustu ár hafi lítið borið á snjó á aðfangadagskvöld og jóla- dag hér fyrir sunnan. Það er því kannski von að einhverjir spyrji sig hvort jólin séu hætt að vera hvít sunnan- og vestanlands nema í undantekningartilvikum. Er hið dæmigerða jólaveður orðið rigning? Samkvæmt jólaveðurspá Veð- urstofunnar í gær er búist við hlý- indum á aðfangadagskvöld og jóladag einkum sunnan- og vest- anlands, með súld og rigningu í Reykjavík. Svipaða sögu er að segja um Vestmannaeyjar, Stykkishólm, Bolungarvík og Blönduós. Þeir sem búa á Norður- og Austurlandi gætu hins vegar fengið hvít jól. Á Akureyri eru talsverðar líkur á hvítri jörð, vegna élja sem koma líklega síð- ustu dagana fyrir jólin og sama gegnir um Blönduós, Raufarhöfn, Egilsstaði og Hornafjörð. Einungis tvisvar snjór frá 1996 En hvernig hefur þetta raun- verulega verið undanfarin ár? Man maður kannski bara eftir því þegar jólin eru rauð en gleymir því þegar þau eru hvít eins og okkur finnst þau eiga að vera? Samkvæmt snjómælingum Veðurstofu Íslands eiga þessar vangaveltur fullan rétt á sér því frá árinu 1996 hefur aðeins tvisv- ar verið snjór í Reykjavík á jóla- dagsmorgun og síðan þá hafa jólin greinilega verið sjaldnar hvít en síðustu árin þar áður. Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að samkvæmt mælingunum megi skipta síðustu fjórum ára- tugum gróflega í þrjú tímabil, sem einkennist ýmist af snjó og snjóleysi á jólum. Hann bendir á að Veðurstofan skilgreini jól sem hvít eða rauð eftir því hvort er snjór eða ekki klukkan níu á jóla- dagsmorgun, þegar mælingar fara fram. „Framan af, frá 1961–1978, var almennt séð snjólítið í Reykjavík um jólaleytið, það snjóaði sjaldan og yfirleitt var bara um smá föl að ræða. Svo kemur snjóatímabil, frá 1979–1995, þá var oftast hvítt að morgni jóladags. Frá 1996–2004 hefur síðan aft- ur verið snjólítið á jólum, reyndar hefur aðeins tvisvar mælst snjór í borginni síðan árið 1996, svo það er greinilega sjaldnar snjór á jól- um nú en árin á undan,“ segir Einar. Hann bendir á að mestur snjór á jóladag hafi verið árið 1982 en þá var snjódýpt 29 sentimetrar í borginni. Þegar allt er tekið sam- an hafa verið hvít jól í 47% tilvika í Reykjavík á þessum 44 árum. Ef við færum okkur norður yfir heiðar þá kemur í ljós að á Ak- ureyri hefur verið alhvítt í 65% tilvika á jóladag á síðustu fjórum áratugum og oft hefur verið tals- vert mikill snjór. Mestur var snjórinn á jóladag 1981 á þeim fjórum áratugum sem þessi at- hugun nær til, en þá mældist hann 65 sentimetrar. Á Akureyri má einnig sjá sömu þriggja tímabila skiptinguna og fyrir sunnan, það er að segja, til 1978 kom oft fyrir að það var snjólaust en síðan þá voru hvít jól hvert einasta ár alveg til ársins 1996. Þá urðu aftur kaflaskil og síð- ustu ár hefur þetta verið upp og ofan, stundum hvít og stundum rauð. Til dæmis má nefna að í fyrra var 40 sentimetra snjólag yfir öllu á Akureyri á jóladag. Mikið tilviljunum háð En hvers vegna alltaf þessi hlý- indi síðustu ár? Getum við búist við því að þetta verði svona næstu árin? Einar segir að engan veginn hægt að segja að við séum á leið- inni í einhvers konar tímabil þar sem hvít jól heyri sögunni til, þetta sé mikið tilviljunum háð þótt jólaveðrið tengist vissulega ríkjandi tíðarfari vetrarins. Hann segist telja að flestir vilji fá hvít jól, helst eigi að vera ný- fallinn snjór á aðfangadagskvöld. Það virðist að minnsta kosti vera það sem endurómi í samfélaginu. Margir sakni þeirra tíma þegar snjóþungt var um jólin og eigi minningar um að hafa lent í ófærð um það leyti. „Á öðrum árstíðum virðist svo sem menn séu aftur á móti ekki sérstaklega hrifnir af snjónum, að minnsta kosti í borginni, fólki finnist hann mest vera til trafala,“ segir hann. Sjálfur er Einar ekki í vafa þeg- ar hann er spurður. „Auðvitað vill maður snjó á jólunum,“ segir hann að lokum. Fréttaskýring | Útlit fyrir rauð jól á höfuð- borgarsvæðinu en hvít fyrir norðan Er jólaveðrið orðið rigning? Mörgum finnst eins og jólin séu rauð ár eftir ár fyrir sunnan og vestan Yfirleitt er snjór á jólakortamyndum. Sjö sinnum rauð jól í Reykjavík síðasta áratug  Á tímabilinu frá 1979–1995 var oftast hvít jörð að morgni jóladags í Reykjavík. Frá 1996– 2004 fór aftur að vera snjólítið á jólum, reyndar hefur aðeins tvisvar mælst snjór í borginni á jóladag síðan árið 1996, svo það er greinilega sjaldnar snjór á jól- um nú en árin á undan. Búist er við rauðum jólum í Reykjavík í ár en þau gætu vel orðið hvít á Norður- og Austurlandi sam- kvæmt spám Veðurstofunnar. Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is sæ 3 Me tsö lul ist i M bl.6. 12 . - 12 . 12. Skáldv er k EKKI MISSA AF ÞRIÐJA TÁKNINU! „Snjöll“ – „Fersk rödd“ – „Frábær frumraun“ „Æsispennandi og óvenjuleg“ — Brot úr umsögnum um Þriðja táknið— STÓRTÍÐINDI í útrás íslenskra bókmennta. 17 tungumál - yfir 100 lönd SKÍNANDI vel hefur gengið að safna matvælum og jólapökkum fyr- ir þá sem minna mega sín, segir Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en síð- asti dagur til að koma matvælum, fatnaði, notuðum leikföngum eða smærri húsbúnaði til félagsins er í dag og tekið verður við gjöfum í Eskihlíð 2–4, í Fjósinu við Mikla- torg. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Fjölskylduhjálp í gærdag og skoðaði starf félagsins. „Þetta var mikill heiður að Ólafur skyldi koma og kynna sér starfið. Við fórum í gegnum allt með honum og upplýstum m.a. út á hvað starfið gengi, hverjir væru skjólstæðingar okkar og styrktaraðilar,“ segir Ás- gerður og bætir við að forsetinn hafi verið afar áhugasamur. Aðspurð hvernig gangi að safna fyrri bágstadda í slíku góðæri sem ríkt hefur að undanförnu segir Ás- gerður Íslendinga yfir höfuð gjaf- milda og líta til þeirra sem minna mega sín, ekki síst á aðventunni. Hún býst við því að Fjölskylduhjálp muni úthluta í kringum 1.500 jóla- pökkum til bágstaddra í dag og seg- ir margar rausnarlegar gjafir hafa borist að undanförnu. „Við fengum veglega gjöf frá Ólafi Jóhanni Ólafs- syni, rithöfundi, en hann færði okk- ur 250 hamborgarhryggi sem er mjög stór gjöf frá einstaklingi.“ Ásgerður segir samtökin hafa fengið flest sem vantar fyrir utan baunir en af þeim séu afar takmark- aðar birgðir. Fyrir þá sem styðja vilja starfið en komast ekki með gjafir í Eskihlíð í dag er bent á reikning Fjölskyldu- hjálpar í Landsbanka Íslands, 101-26-66090, kt. 660903-2590. Forseti Íslands kynnti sér starf Fjölskylduhjálpar Íslands 1.500 jólapökkum verður úthlutað í dag Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Fjölskylduhjálp Íslands. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður félagsins, Anna Björgvinsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir sýna forsetanum afrakstur jólapakkasöfnunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.