Morgunblaðið - 21.12.2005, Side 16

Morgunblaðið - 21.12.2005, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 15,6 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hluta- bréf fyrir um 7,7 milljarða. Mest við- skipti voru með bréf Íslandsbanka, fyr- ir um 3,7 milljarða króna. Mest hækkun varð á bréfum Trygg- ingamiðstöðvarinnar, 2%, en mest lækkun varð á bréfum Össurar, 2,6%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,52% og er hún nú 5.353,74 stig. Össur lækkaði mest ● FARÞEGAR Icelandair í nóvember voru rúmlega 94 þúsund og fjölgaði um 15,3% frá því í nóvember í fyrra en þá voru þeir 82 þúsund. Sætanýt- ing félagsins í mánuðinum var 74,6% og hækkaði um 7,4 prósentu- stig frá fyrra ári. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um 14,4% og voru þeir 1.436.027 tals- ins. Sætanýting hefur batnað um 2,9 prósentustig og var 77,9% á fyrstu 11 mánuðum ársins. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 10,3% í nóvember og voru tæplega 30 þúsund. Farþegum fjölgaði í nóvember HLUTHAFAFUNDUR Landssíma Íslands sem haldinn var í gær sam- þykkti allar tillögur sem fyrir hann voru lagðar. Þar með var sameining Símans, Skipta og Íslenska sjón- varpsfélagsins samþykkt og mun samruninn, sem verður undir nafni og kennitölu Símans, gilda frá 30. júní sl. en samþykktir Símans munu gilda fyrir hið sameinaða fé- lag. Eignir hins sameinaða félags verða um 84 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 36,8%. Auk þess var samþykkt að auka hlutafé um allt að 3,5 milljarða hluta að nafnverði. Heimildin gildir í 18 mánuði frá samþykkt en hlut- hafar falla frá forkaupsrétti. Miðað við kaupgengi Skiptis á Símanum í haust verður markaðsvirði hins nýja hlutafjár um 33,6 milljarðar króna. Síminn hf. Á fundinum var einnig samþykkt að breyta nafni félagsins í Síminn hf. en hjáheiti þess verður Iceland Telecom. Rekstur félagsins mun þó ekki eingöngu snúast um fjarskipti eins og hjáheitið gæti gefið til kynna því samþykkt var að breyta samþykktum félagsins þannig að tilgangur þess sé rýmkaður. Þannig tekur tilgangur Símans ekki ein- göngu til þjónustu á sviði fjar- skipta- og upplýsingatækni. „Markmið samruna Skipta og Símans er að einfalda stjórnskipu- lag félaganna en Skipti er eign- arhaldsfélag þeirra aðila sem keyptu hlut ríkisins í Símanum. Skjárinn verður áfram rekinn sem sjálfstæð afkomueining innan Sím- ans líkt og aðrar einingar félagsins í samkeppnisrekstri. Skerpt verður á rekstri Símans með skipulags- breytingum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að stjórnir hinna sameinuðu félaga hafi náð samkomulagi um mat á skiptihlutföllum við samrunann. Þetta mat er byggt á efnahags- reikningum félaganna og fá hlut- hafar í Skiptum og Íslenska sjón- varpsfélaginu hluti í Símanum fyrir hluti sína. Vegna samrunans var hlutafé fé- lagsins hækkað og fá hluthafar, aðrir en Skipti, viðbótarhlutafé. Hluthafar í Skiptum eiga tæplega 97% hlutafjár í Símanum að sam- runanum loknum. Eignir Símans hf. um 84 milljarðar            # - .  %    %        /01'12( 34'5124 6(6(21      ! Sameinaðir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, og Brynj- ólfur Bjarnason forstjóri á hluthafafundinum á Nordica hóteli í gær. " #  #      $   #%  &' (  ) ! #7 89  : 8 ) .%; !   $<%; !   %; !    %; !   =>!*    ) ?)  )%!  - @  ) )  *+*, -    !   .    / .-/ / / / / -./ -./  / / -/ Morgunblaðið/Þorkell FORSTJÓRI kauphallarinnar í Tókýó, Takuo Tsurushima, til- kynnti í gær um afsögn sína. Ástæðan er sú að hann hefur misst trúverðugleika sinn. Á síðustu sex vikum hafa komið upp tvær bilanir í viðskiptakerfi kauphallarinnar og leiddi önnur þeirra til þess að miðlarafyrir- tækið Mizuho Securities tapaði um 40,5 milljörðum jena, um 22 millj- örðum íslenskra króna. Starfs- maður fyrirtækisins sló pöntun vitlaust inn í kerfið og vegna bil- unarinnar tókst honum ekki að leiðrétta villuna og neyddist fyr- irtækið til þess að endurgreiða viðskiptavini sínum áðurnefnda upphæð. Taizo Nishimuro, stjórnar- formaður kauphallarinnar, mun gegna skyldum Tsurushima uns nýr forstjóri finnst. Kauphallar- forstjóri rúinn trausti Reuters Hættur Takuo Tsurushima svarar spurningum fréttamanna eftir að bilun í kerfi kauphallarinnar í Tók- ýó olli miðlarafyrirtæki stórtapi. DAGSBRÚN er ekki ein um hit- una að hafa sýnt Orkla Media, eiganda danska blaðsins Berl- ingske Tidene, áhuga. Það gerir norska fjölmiðlafyrirtækið Avis- huset Dagbladet einnig. „Við höf- um áhuga á öllu fyrirtækinu og við borgum í reiðufé,“ segir Cato Hellesjø, forstjóri Avishuset Dagbladet í samtali við norska blaðið Dagens Næringsliv. Orðrómur þess efnis að fyrir- tækið hafi áhuga á Orkla Media hefur verið á kreiki í einhverjar vikur enda hafa núverandi eig- endur Orkla Media tilkynnt að fyrirtækið sé til sölu og nú hefur Hellesjø sem sagt staðfest áhug- ann. Annað félag sem nefnt hefur verið til sögunnar er breska fjár- festingarfélagið Permira, sem meðal annars á SBS Broadcast- ing, eina stærstu fjölmiðlasam- steypu Evrópu. Fleiri vilja Orkla ● VELTA í dagvöruverslun var 10% meiri í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2004, á föstu verðlagi. Sala á áfengi jókst um 12,4% á milli ára. Þetta er niður- staða mælingar Rannsóknaseturs verslunarinnar. Velta í dagvöru- verslun eykst                !  "# #   0 1  2   1.)( 2.'-  $! $!! ./ 0 -, - 0          !   "  # $% & $%' $  ( )' $  * +$! $  *!$ " $%' $ & $% , -  .& . / 0 ) 121 ' $  3  1 /+2        / ) & $% # /)2 $ 4 - $%   ,   $ 56- 2 7 !' 8$ 9: $  9-  -/ ; <!!$! /) )$ =$$  )$  3  45  - %><2 2 )  . 1  ? !.) $%  46'    4@>A .B)  )  - )     0     0      0 0 0   0  0 0 0   -< $! 1 <  )  - )   0  0 0   0   0 0 0   0 0 0  0 0    0 0 0 0 0 C DE C  DE 0 C DE 0 0 C  DE C DE 0 CDE CDE 0 0 0 C DE 0 0 0 C DE 0 C0 DE CDE 0 0 0 0 0 #- % )   % !$ ; ')B  % !F * .        0      0             0 0 0   0     0 0 0                                           =)  B+8  ;#G !$   2 % )    0  0     0 0 0  0    0 0 0  5 % H .I9     D D ;.> 7J     D D @@ K,J     D D K,J*$ 5 -     D D 4@>J 7L($-     D D

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.