Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 22
Kelduhverfi | Nemendur í 9. og 10. bekk í Öxarfjarðarskóla sýndu á dögunum leikrit um Emil í Kattholti í félagsheimilinu Skúlagarði. Myndin var tekin í hinu fræga atriði þegar Emil festi súpuskálina á höfðinu á sér. Voru það nemendur í 9. og 10. bekk Öxarfjarðarskóla sem stóðu að uppfærslunni. Fögnuðu áhorf- endur vel í lok sýningar. Fyrst sýndu nemendur í 8. bekk stuttmynd, sem fjallar um áhættuna af reyk- ingum. Myndina ætla þau að senda í keppnina Reyklaus bekkur. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Sýndu Emil í Kattholti Leikrit Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Verðlaun ísfirskrar alþýðu | Ákveðið hefur verið að veita Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni í Bónus, verðlaun ísfirskrar alþýðu, fyrstum manna, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Til verðlaunanna var stofnað í haust á ársafmæli Heimastjórnarhátíðar alþýð- unnar á Ísafirði. Við stofnun verðlaunanna var ákveðið að veita þau til fyrirtækja, einstaklinga eða stofnana sem mikið hafa lagt af mörkum til stuðnings við mannlíf og byggð á Ísa- firði. Jón Fanndal Þórðarson, frum- kvöðull verðlaunanna, segir Jóhannes í Bónus mjög verðugan verðlaunahafa, í samtali við bb.is. „Með opnun verslunar Bónuss á Ísafirði fór vöruverð á Ísafirði á einu augabragði úr því hæsta á landinu í það lægsta. Áratugum saman máttu Ís- firðingar greiða hæsta vöruverð á land- inu og var flutningskostnaði jafnan kennt um. Á hátt vöruverð hér var litið sem náttúrulögmál. Verslun Bónuss opnaði líka hér um það leyti sem meðallaun fóru hér hratt lækkandi og færð hafa verið rök fyrir því að fólksflótti hefði verið ennþá meiri héðan en raun ber vitni ef verslun Bónuss hefði ekki komið til,“ segir Jón.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Nýr vefur | Opnaður hefur verið nýr frétta- og upplýsingavefur, sudurland.is. Hann fór beint í 13. sæti á Modernus.is sem hástökkvari vikunnar. Á bak við vefinn standa Sunnlenska fréttablaðið og Fréttir í Vestmannaeyjum.    Kosið í febrúar | Hreppsnefndir Gaul- verjabæjarhrepps, Villingaholtshrepps og Hraungerðishrepps hafa ákveðið að ganga til sameiningarkosninga í febrúar. Verði tillagan samþykkt verður til sveitarfélag með um 520 íbúum. Hrepparnir hafa um nokkurt skeið verið að þreifa fyrir sér um sameiningu og eru yfirgnæfandi líkur á að tillagan verði samþykkt. Enda fékk sú til- laga góðan hljómgrunn á íbúaþingum um sameiningu uppsveita Árnessýslu fyrr í haust. Eins og staðan er nú er samstarf milli hreppanna mikið, t.d. í skólamálum. Ef tillagan gengur eftir fær hið nýstofn- aða sveitarfélag aukna fjárveitingu frá ríkinu. Þar á meðal aukið fé úr tekjujöfn- unarsjóði jöfnunarsjóðs, því tekjuviðmið er allt annað ef fjöldi íbúa fer yfir 300 manns. Auk þess mun ríkið leggja til hluta launa fyrir sveitarstjóra hins nýja sveitarfélags. Sveitarfélögin þrjú eru þeg- ar farin af stað með undirbúning á kynn- ingarefni og að skipuleggja íbúaþing þar sem málið verður krufið, segir á vefnum sudurland.is. KEA og Norðlenska hafa fært Hjálp-arstarfi kirkjunnar veglega matargjöfí aðdraganda jóla. Um er að ræða 70 matarpoka – í hverjum þeirra er hamborg- arhryggur og meðlæti. Þetta er annað árið í röð sem félögin færa Hjálparstarfi kirkjunnar slíka gjöf. Jón Oddgeir Guðmundsson starfar fyrir Hjálparstarf kirkjunnar á Akureyri og er hann byrjaður að úthluta matargjöfum og fleiru til skjólstæðinga Hjálparstarfsins en svæði þess tekur til Eyjafjarðar og Þingeyj- arsýslna. Fólk leitar til prestanna á svæðinu sem aftur vísa beiðnunum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Úthlutun fer fram í Glerárkirkju fram til 22. desember. Jón Oddgeir hefur sl. tólf ár unnið að því að úthluta gjöfum til fólks hér á svæðinu. Hann segir það vera þung spor fyrir marga að óska eftir aðstoð en greinilegt sé að þörfin sé mikil. Á þessu ári hafa um 70 einstaklingar og fjölskyldur hér á svæðinu óskað eftir aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hafa aldrei verið fleiri. Matargjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar Matargjöf Ingibjörg Ösp Stef- ánsdóttir, kynningar- og markaðs- fulltrúi KEA, afhenti Jóni Oddgeiri Guðmundssyni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar matargjöfina. Morgunblaðið/Kristján Friðrik Stein-grímsson frá Mý-vatnssveit heyrði í útvarpinu að verið var að auglýsa tollfrjáls jólatré. Hann orti: Þannig jólin ég nú sé að jafnan verður gaman fyrst að kringum tollfrjáls tré tölta megum saman. Steindóri Andersen varð hugsað til jólanna: Lausnarinn var lagður í lága jötu Íslendingar út af því eta skötu. Bjarni Ásgrímur Jó- hannsson kennari í Skagafirði orti til Stínu í Teigi, frænku sinnar: Ávalt gleði inn til þín yndis flytji sólin. Komdu Stína, kæra mín og kysstu mig um jólin. Kysst um jólin pebl@mbl.is Selfoss | Fjárhagsáætlun Árborgar var afgreidd á fundi bæjarstjórnar Árborgar 14. desember 2005. Rekstraryfirlit áætl- unarinnar sýnir bata í rekstri um 90 milljónir og jákvæða niðurstöðu um 22 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er 409 milljónir króna og afborganir lána 267 millj- ónir. Heildartekjur eru áætlaðar 3.064 milljónir en gert er ráð fyrir 291 milljónar aukningu tekna. Skatttekjur eru áætlaðar 2.227 milljónir og gert er ráð fyrir 238 milljóna aukn- ingu. Launakostnaður er talinn hækka um 150 milljónir og gert ráð fyrir að af- skriftir hækki um 20 milljónir. Gert er ráð fyrir að ýmis rekstrarkostnaður hækki um 15 milljónir. Nettó fjárfestingar á árinu eru áætl- aðar 990 milljónir króna og lántökur fyr- ir sömu fjárhæð. Stærstu framkvæmdir eru nýtt húsnæði fyrir Tónlistarskóla Árnesinga og kennslumagn aukið til að eyða biðlista. Nýr 6 deilda leikskóli verð- ur tekinn í notkun síðla næsta árs en kostnaður við framkvæmdir er áætlaður 214 milljónir. Sunnulækjarskóli II verð- ur boðinn út með leikfimihúsi, áætlaður kostnaður 366 milljónir. Ný stofnlögn vatnsveitu sem áætlað er að kosti 115 milljónir verður lögð til Stokkseyrar og Eyrarbakka, uppbygging íþróttamann- virkja með gervigrasvelli fyrir 84 millj- ónir og uppbygging fráveitumannvirkja sem áætlað er að kosti 128 milljónir. „Íbúafjölgun á yfirstandandi ári er um 7%. Á þenslutímum er sérstök þörf að- halds og ráðdeildar í rekstri. Áfram verður haldið á þeirri braut enda hefur verulegur árangur náðst,“ segir í frétta- tilkynningu frá Einari Njálssyni bæjar- stjóra. Tónlistar- skólinn í nýtt húsnæði Árborg | Íbúafjöldinn í Árborg er nú 6.946 og hefur íbúaþróun verið þannig að á einu ári hefur fjölgað úr 6.522 í 6.946 eða um 424 sem jafngildir 6,5% fjölgun. Á Selfossi hefur fjölgað úr 5.257 í 5.673 eða um 416 sem jafngildir 7,9% fjölgun milli ára. Íbúafjöldi á Eyrarbakka stendur í stað með 578 íbúa. Á Stokkseyri fjölgaði úr 466 í 477 sem er 2,4% fjölgun. Í dreif- býli, fyrrum Sandvíkurhreppi, búa 215. Íbúum í Árborg fjölg- ar um 424 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.