Morgunblaðið - 21.12.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.12.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 53 MENNING KARIN Alvtegen er sænskur glæpasagnahöfundur, fædd árið 1965. Fyrsta bók hennar kom út 1998 og nú hefur hún skrifað fjór- ar. Í heimalandinu er Karin met- söluhöfundur og verk hennar hafa verið þýdd á yfir 20 tungur. Svik fékk tilnefningu sem besta sænska glæpasagan 2003 og var einnig til- nefnd til Glerlykilsins, bestu nor- rænu glæpasögunnar, árið 2004. Bretar hafa gert framhaldsþætti fyrir sjónvarp eftir einni bóka Kar- in Alvtegen og kvikmyndaréttur á annarri hefur verið seldur til Hollywood. Breska sjónvarpið hyggst einnig gera mynd eftir Svikum. Til gamans má geta þess að Astrid Lindgren var afasystir Karin Alvtegen og sú síðarnefnda segir þessa frænku vera sinn uppáhaldshöfund. Svik fjallar um hjónin Evu og Henrik sem hafa verið saman í 15 ár og eiga soninn Axel sem er á leikskólaaldri. Sam- bandið stendur á brauðfótum, Eva grunar Henrik réttilega um framhjáhald en aðspurður neitar hann slíku athæfi. Eva fyllist reiði og örvæntingu og ákveður að hefna sín vegna svika Henriks. Á sama tíma og Eva og Henrik eru kynnt til sögunnar fá lesendur að kynnast Jónasi sem situr við sjúkrabeð vinkonu sinnar, sem liggur í dái á sjúkrahúsi. Hann á augljóslega við geðræn vandamál að stríða og er haldinn und- arlegum þráhyggjum. Jónasi finnst hann einnig hafa verið svik- inn. Leiðir Evu og Jónasar liggja saman fyrir tilviljun og örlög þeirra fléttast með óvæntum hætti. Framhjá- haldið og svikin draga dilk á eftir sér. Karin Alvtegen hefur verið líkt við hina bresku Mi- nette Walters og einnig við sjálfan Alfred Hitchcock. Samlíkingarnar eru ekki alveg út í hött því Svik er sálfræ- ðitryllir og ólík mörgum skandin- avískum glæpasög- um, sem eru yf- irleitt frekar á þjóðfélagslegri nótum. Bókin fjallar um óvænta atburði sem verða í kjölfar óá- byrgrar og kæruleysislegrar hegð- unar einstaklinga. Sögupersónur flækjast í net ófyrirsjáanlegra at- burða vegna eigin svika og ann- arra. Svik er afskaplega myndræn saga. Lýsingar eru með þeim hætti að lesandi sér atburði fyrir sér líkt og senur í bíómynd; Kona er alein heima í einbýlishúsi að kvöldlagi og einhver læðist um garðinn hennar; Geðsjúkur maður og kon- an sem hann elskar óendurgoldið standa alein á bryggju á myrku haustkvöldi og hræðilegur glæpur liggur í loftinu. Ég á ekki von á öðru en kvikmynd eftir bókinni sé á næsta leiti. Höfundur Svika sagði í blaðaviðtali vegna útgáfu bókarinnar að hún hafi í tengslum við skrif hennar velt hjónaskiln- uðum mikið fyrir sér og rætt við fólk um sambandsslit. Karin Alvte- gen segir að eftir skilnað skorti fólk oft sjálfsgagnrýni og sé gjarnt á að fara í hlutverk fórnarlambs- ins. Allt gangi út á að koma sökinni yfir á hinn aðilann. Höfundurinn segir aðeins eitt fórnarlamb til staðar þegar um hjónaskilnað sé að ræða og að það fórnarlamb sé barnið. Barnið ber hvorki sök né getur haft áhrif á sambandið og foreldrar bera því mikla ábyrgð gagnvart barninu þegar þeir slíta hjónabandi. Hjónaskiln- aði fylgir ákveðin óreiða. Í Svikum kemur aug- ljóslega fram að í óreið- unni og erfiðleikunum, þegar ástarsamband er að fara í vaskinn, fyllist fólk hræðslu og þá getur verið erfitt að bregðast við með skynsamlegum hætti. Blandist hatur og örvænting við getur fólk beinlínis orðið hættulegt sjálfu sér og öðr- um. Þýðing Sigurðar Þórs Salvars- sonar virðist að flestu leyti ágæt en því miður hnaut ég um nokkrar innsláttarvillur og örfá önnur at- riði sem hefði átt að hreinsa út við prófarkalestur. Þýðandinn velur þá leið að umreikna sænskar krón- ur yfir í íslenskar þannig að vín- glas kostar fjögur hundruð og áttatíu krónur í Stokkhólmi og bjór fjögur hundruð og tuttugu. Mér finnst slíkt ankannalegt og auk þess er ekki samræmi í þessu því undir lokin reiknar Eva út að hún þurfi næstum þrettán þúsund í framfærslukostnað á mánuði (247). Einnig rakst ég á klúð- urslegan falsvin þegar talað er um spaghettí og kjötfarssósu (101), en sænskt kjötfars er ekki sama vara og íslenskt kjötfars. Svik er spenn- andi saga, vel byggð og persónu- sköpunin sannfærandi. Bókin er auðlesin og spennan stigmagnast fram á síðustu blaðsíður. Endirinn fannst mér þó full ótrúverðugur og of hollywoodmyndarlegur til að ég gæti skilið við bókina í fullri sátt. Þórdís Gísladóttir Framhjáhald og svik BÆKUR skáldsaga eftir Karin Alvtegen. Sigurður Þór Sal- varsson þýddi. 296 bls. Hólar 2005 Svik ÞAÐ var eins og að ramba á demant í fjóshaugi að finna plötu Sólveigar Samúelsdóttur, Melódíu, í öllu því endemis drasli sem íslenskir dæg- urlagasöngvarar láta frá sér fara þessi jól. Þar kemur ýmislegt til. Í fyrsta lagi er það efnisvalið. Sól- veig syngur hér úrval klassískra kvikmyndalaga – sum þekkt, önnur minna þekkt, öll góð, og eftir úrvals tónskáld, eins og Ennio Morricone, Burt Bacharach, John Barry og Michel LeGrand. Þetta er tónlist sem heyrist ekki oft hér, enda fáir sem hafa á valdi sínu að flytja hana. Að auki syngur hún þrjú lög eftir bróður sinn, Samúel Jón Sam- úelsson, sem öll eru stórgóð, og bera hæfileikum hans á því sviði gott vitni. Í öðru lagi eru útsetningar Sam- úels á tónlistinni ótrúlega fínar – al- gjörlega trúar tónlistinni, en þó svo lausar við klisjur eða persónulega stæla. Allt eins og það á að vera. Flygilhornið gefur tónlistinni skemmtilegan sjöunda áratugs kar- akter – Tijuna Brass stemningu, sem á svo vel við. Strengirnir skapa dýpt og flæði sem sviðsetja sönginn afar fallega. Í þriðja lagi kemur söngur Sól- veigar verulega á óvart. Í hvaða fel- um hefur þessi söngkona eiginlega verið? Rödd hennar er fullkomlega sniðin að þessari tónlist; mjúk og þýð, afslöppuð, en þó svo blæ- brigðarík. Það er gaman að heyra hvernig hún dregur fram stemningu hvers lags og litar með fallegri rödd- inni. Í lagi Morrecones, In fondo ai miei occhi syngur hún til dæmis allt öðru vísi en í öðrum lögum – litar lag- ið dökkt og munúðarfullt, og syngur svo undurfallega, að þó ekki hefði verið nema þetta eina lag á diskinum hefði hann verið fullkomlega kaup- anna virði. The summer knows er líka sérstaklega áhrifamikið. Það var vel valið að fá Pál Óskar til að syngja í dúettinum We have all the time in the world – fáir ef nokkrir karlsöngv- arar hér hefðu gert þetta jafn vel – eins og Sólveig hefur hann algjörlega réttu tilfinninguna fyrir þessari teg- und tónlistar, og réttu röddina líka. Lögin eftir Samúel smellpassa inn í þessa mynd – Haust, sem er end- urgerð eldra lags hans, og Draumur, brúðarvals sem hann samdi fyrir brúðkaup systur sinnar, og titillagið Melódía. Það sem einkennir allt yfirbragð þessarar plötu er metnaður og fag- mennska og alúð í vinnubrögðum – hér er ekki verið að kasta til hönd- unum og redda einhverju karókí undirspili á sem billegastan hátt, eins og virðist allt of algengt í ís- lenskri útgáfu. Hér skína músíkhæfi- leikar systkinanna í gegn og gefa þessu verki gildi sitt – ástin á tónlist- inni er smitandi og ljær plötunni ein- staka einlægni og töfra. Demantur í fjóshaugi TÓNLIST Plötur Sólveig Samúelsdóttir syngur lög úr bíó- myndum og fleira. Samúel Jón Sam- úelsson útsetti og stjórnar hjómsveit.  Melodia Morgunblaðið/Árni Sæberg „Í hvaða felum hefur þessi söng- kona eiginlega verið?“ Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.